Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 13.09.1932, Side 2

Verklýðsblaðið - 13.09.1932, Side 2
byltingarsinnuð, að vera jafnframt barátta fyrir hinni sósíalistisku leið út úr kreppunni,. ell^ er hún fálm. / Hvernig á að fara að því að hrinda þessum kröfum í framkvæmd? Með sameiginlegri, einbeittri, óaflátanlegri tíaglegri baráttu fyrir hverri smáendurbót, undir forustu og leiðsögn Kommúnistaflokks- ins. Hverjir eru það t. d. sem knúið hafa fram þessar óverulegu atvinnubætur, sem settar hafa verið í gang? Eru það kratarnir með allri sinni afsláttarpólitík ? Nei. Það er hinn rót- tæki, stéttvísi verkalýður Reykjavíkur, sem hefir fylkt sér undir samfylkingarfána Kom- múnistaflokksins. Næstu verkefnin, sem nú liggja fyrir, eru t. d. að knýja valdhafana til að láta atvinnuleys- ingjana fá stöðuga vinnu. Hvernig á að fara að því? Á að senda bænarskrá til kratabrodd- anna um að bera fram einhverja tillögu í bæj- arstjórninni? Nei, verkamenn eiga að halda á- frarrl að koma í atvinnubótavinnuna, þó „tími“ þeirra sé útrunninn, vinna þajj* 1 við hlið þeirra, sem teknir eru í vinnuna í stað þeirra og hvetja þá til að gera slíkt hið sama þegar að þeim kemur. Ef valdhafamir ætla að beita ofbeldi eða neita að greiða vinnulaun, verður allur verkalýður Reykjavíkur að standa við hlið at- vinnuleysingjanna og beita þannig sameigin- legum mætti sínum til að knýja valdhafana til að sjá öllum atvinnuleysingjum fyrir stöðugri vinnu. Annað knýjandi verkefni, sem fyrir liggur, er að hindra það, að ofbeldisráðstöfunum, svo sem sveitaflutningi og útburði vegna van- greiddrar húsaleigu, sé beitt gegn atvinnuleys- ingjunum. Verkalýðurinn í Reykjavík getur hindrað það, að nokkur fjölskylda sé borin út, af því hún getur ekki staðið í skilum með húsaleigu, og hann getur hindrað það, að nokkur maður sé fluttur sveitaflutningi. Hann getur það með því að beita sameiginlegu valdi sínu. Vitanlegt er að fjöldi manna hefir orðið að Heimsþing iil andmæla gegn alveldisstvíði Eftir Halldór Kiljan Laxness, rithöfund, fulltrúa íslandsdeildar A. S. V. á þinginu í Amsterdara. Amsterdam, 29. ágúst 1932. Alþjóðaþingið gegn stríði var haldið i Amsterdam dagana 27.—29. ágúst. Frumkvöðlar þingsins voru einhverjir þekktustu mannvinir heimsins, vísinda- menn og rithöfundar, þar á meðal Maxim Gorki, Romain Roland, Henri Barbusse, Bertrand Russell, Albert Einstein, Heinrich Mann, Martin Andersen- Nexö, Thöodorc Dreiser, Upton Sinclair, o. fi. — Verkamannafélög um heim allan voru hvctt til að senda fulitrúa á þingið, og sóttu það alls um fimm þúsundir manna, þar á meðal um 2500 opinberir fulltrúar verklýðsfélaga úr 27 löndum, og höfðu umboð til að fara með yfir þrjátíu miljónir atkvæða. Verkefni þingsins var að koma sér saman um meðöl til að bei'jast gegn einni óheyrilegustu sví- virðu hins kapítalistiska þjóðskipulags, miljóna- morðunum, þ. e. a. s. styrjöldunum. þetta þing var að því leyti frábrugðið afvopnunarráðstefnum borg- aralegra „friðarvina", að það var ekki undirstungið af vopnaverksmiðjunum og hcldur ekki sambland af spilavít.i og pútnahúsi eins og t. d.. afvopnunar- ráðstefnan í Genf. það átti hcldur ekki' sammerkt við þessi afvopnunarleilchús borgaranna í því að vera haldið i þeim tilgangi að slá ryki i augu þeirra, sem á að myrða, meðan liert er sem allra mest á morðtólasmíðinni. Nei, yfir þessu þingi lá þung og djúp skynjuð alvara. Hér voru saman- komnir mennirnir, sem látnir eru smíða vopnin og bryndrekana og síðan myrtir með hinum sömu vopnum og á hinum sömu bryndrekum, sem þeir voru látnir smíða. þessir menn voru hér saman- komnir til að ræða og taka ákvarðanir um að ncita vopnasmíði, vopnaflutningum og herþjónustu á því augnabliki, sem auðvaldinu kemur verst, — í næsta stríði. Sem von var gerðu stjórnir auðvaldsríkjanna allt, sem í þeirra valdi stóð til að hindra svo alvarlega ráðstefni'. Fyrst neituðu ýmis ríki að iáta ráðstcfnu þessa fan fram innan sinna landamæra, — jafnvel leita á náðir bæjarins og hefir verið neitað um allan styrk. Þessir verkamenn þurfa að hópa sig saman og bera fram kröfur sínar sameiginlega og á sama tíma, skipuleggja hreinar og beinar hungurgöngur til fátækrastjórnarinnar og krefjast þess, að þeim sé veittur styrkur án þess að hann varði nokkrum réttindamissi. Ef verkalýðurinn stendur sameinaður um þessar kröfur, er hægt að knýja þær fram. Nú fara kosningar í hönd. Á því er enginn vafi að tilraun verður gerð til þess að útiloka hundruð verkamanna, sem hafa orðið að þiggja fátækrastyrk, frá því að neyta kosn- ingarréttar síns, þrátt fyrir það, að allir þeir, sem þegið hafa styrk sökum veikinda, ómegðar, atvinnuleysis eða annara óviðráðanlegra or- saka, hafa kosningarrétt samkvæmt lögum. Allir þessir menn þurfa að krefjast þess, að þeir séu teknir á kjörskrá og tilkynna það á skrifstofu Kommúnistaflokksins, ef því er neit- að. — Ef þeirri ósvífni verður haldið til streitu, að ætla að útiloka þá frá kosningarrétti, þurfa þeir að ganga í sameiginlegri fylkingu, í fylgd með öllum stéttvísum verkalýð Reýkjavíkur til þess að krefjast réttar síns. Það er fullvíst, að verkalýður Reykjavíkur getur knúið valdhaf- ana til að láta undan. Það er hann þegar bú- inn að sýna. Þeir sigrar, sem verkalýðurinn vinnur í þess- ari baráttu, skulu sýna honum mátt hans, og gefa-honum öryggi og sigurvissu til að stíga næstu skrefin. Á sama hátt verða atvinnuleys- ingjarnir að berjast fyrir atvinnuleysisstyrkj - um, eins háurn og þeir megna að knýja fram á hverjum tíma, fyrir ókeypis mötuneyti með fullkomnum máltíðum, fyrir ókeypis rafmagni, gasi, kolum og koksi, fyrir því að húsaleiga þfeirra sé greidd af opinberu fé o. s. frv., án þess að víkja hársbreidd frá kröfunni: Atvinnuleysisstyrk, er nemur fullum dag- launum. Og lokaþátturinn í þessari baráttu verður pólitísk barátta um völdin í þjóðfélaginu, bar- hið ráðstefnuholla Svissland útliýsti henni með fautaskap. Allir góðir menn kcpptust um að koma i veg fyrir, að mennirnir, sem smíða vopnin og bryndrekana og síðan eru myrtir með þeim, fengju tækifæri til að taka saman ráð sín. Fyi’ir kapítal- istana, ríkisstjórnir þeirra og hershöfðingja eru styrjaldirnar, eins og einn af frægustu valdsmönn- um heimsins komst að orði i síðasta stríði: „hress- andi bað“. Loks tókst einhvernveginn að véla hol- lensku stjórnina til að leyfa þinginu landsvist, oil þó var Amsterdam-borg ekki ákveðnari en svo, að við sjálft lá, að tveim dögum áður en þingið skyldi liafið, yrði leyfið afturkallað. Siðan gerðu l’ikis- stjórnir ýmsra landa sér allt far um að hindra ferð fulltrúanna til Amsterdam, t. d. var mestur hluti pólsku sendimannanna settur í fangelsi á pólsku landamærunum, í Búlgaríu og Ungverja- landi var látið varða fangelsi að hvetja verkamcnn til að taka þátt í þinginu, spánski rithöfundurinn Valle Inclam var tekinn fastur og varpað í fang- elsi á spánsku landamærunum á leið til Amster- dam, hollonska stjómin skipaði svo fyrir, að enginn kommúnisti fengi lcyfi ti-1 að fara yfir landamærin á leið til þingsins (þetta tókst þó ekki), en sérstak- lega var rússnesku fulltrúasveitinni neitað um leyfi til að fara yfir hollensku landamærin, cn oddamað- ur hennar var hinn heimsfrægi rithöfundur Maxim 1 Gorki. Rússneska fulltrúasveitin var komin alla leið til Bei'línar þegar neitun hollensku stjórnarinnar var gerð heyi'um kunn. Henri Barbusse opnaði hið mikla þing í stærsta sýningarskála Amstérdam-borgar, og var honum þannig heilsað, að mannfjöldinn stóð upp og söng alþjóðasönginn. Barbusse skýrði frá markmiði þingsins, því, að kalia verkamenn úr öllum heimi saman til skipulagðrar og kerfisbundinnar baráttu gegn styrjaldaráætlunum kapítalista og hernaðar- undirbúningi, sameina alla drcifða krafta, scm hingað til hefðu unnið gegn stiúði, og koma sér nið- ur á, hver meðöl mundu vænlegust til þess að kyrkja í fæðingunni hið næsta kapítalistiska al- voldisstrið. Hér er ekki sízt við ramman reip að draga, þar sem allmikill hluti verkalýðsins hlítir íorystu sósíal-demókrata, en þessir ieiðtogar skoða sig scm kunnugt er, eins og nokkurskonar lækna ’Atan fyrir leið sósíalismans út úr kreppunni, íyrir atvinnu, brauði, velmegun og menningu handa öllum vinnandi lýð. Forustuna í baráttu atvinnuleysingjanna verða baráttunefndir verkalýðsins sjálfs að hafa. Verkamennirnir í atvinnubótavinnunni og á sem allra flestum vinnustöðvum öðrum, þurfa nú þegar að kjósa fulltrúa inn í at- vmnuleysingj anefndina, til þess að hjálpa til að leiða þá hörðu baráttu, sem framundan er. Brynjólfur Bjarnason. Algengí hneyksli Eins og kratarnir eru vanir fyrir kosning- ar, fylla þeir blöð sín með lygum og óhróðri um kommúnista og róttækan verkalýð. Alþýðublaðið hefir hafið kosningabaráttuna. Og fyrsta sporið var heiptarleg árás á A. S. V. undir fyrirsögninni „Fáheyrt hneyksli“. Er þar hrúgað saman rakalausum lygum og aðdrótt- unum um fjársvik innan A. S. V. bæði erlendis og hér heima. Greinin er að nokkru þýðing upp úr danska kratablaðinu „Socialdemokraten“ og birtist hún þar sem kosningabomba fyrir kosn- ingarnar til Landsþingsins, er fram fóru um síðustu mánaðamót. Hér verður ekki farið út í það að reka til baka öll ósannindin og svívirðingarnar, sem hrúgað er saman í þessari grein. Það verður gert innan skamms á öðrum vettvangi. En á það viljum við benda verkalýðnum, að árás ]-:rata á A. S. V. er ekki sprottin af ótta við fjársvik, heldur er hún einn liður í starfi þeirra að svíkja verkalýðinn og veikja baráttu hans gegn auðvaldinu. Þeir vita, að A. S. V. hefir verið styrkasta stoð verkalýðsins í vinnudeil- um og annari stéttabaráttu hans, þegar mest hefir reynt á, og fyrir hjálp A. S. V. hefir auð- valdið mörgum sinnum orðið að láta undan síga. Þetta er tilefni svívirðilegi'a árása frá hins kapítalistiska þjóðskipula^s, og þar af leiðandi siga þeir vei'kalýðnum út í rauðan dauðann hvenær sem er, eí þeim aðeins virðist, að slíkt gæti orðið nokkur lækning fyrir auðvaidsskipulagið, eins og dæmi vitna ljósast frá síðustu lieimsstyrjöld, og eins og enn hefir átt sér stað í yfirstandandi hern- aðarrénferðum japanskra alveldissinna. Engu að síður sóttu þingið á þriðja hundrað fulitrúar sósíal- demókratiskra félaga, og ennfremur fulltrúar ýmsra borgaralegra félaga og flokka, sem stjórnað er af mönnum, scm eru livað mest á bandi kapítalist- iskra lýðaísinga, t. d. nokkrir kristilegir félags- skapir. Að lokinni ræðu Barbusse var upplesið iangt á- varp frá Romain Roland til þingsins, ástríðuþrung- in áskorun til verkamanna um að fylkja sér sem einn maður gegn morðfyrirætlunum kapitalista og eyðileggja fyrir þeim næsta stríð. Skjali hans lýkur með þeim orðum, að næsta stríð sé í höndum verka- lýðsins og verkamenn ráði úrslitum um, livort slíku stríði verði barist fyrir alveldishugsjónir kapitalista, eða hvort því verði snúið gegn morðherrunum sjálf- um eins og verkamenn gerðu í Rússlandi 1917. Síðan töluðu oddamenn fyrir, fulltrúasveitum ýmsra þjóða, og gerðu grein fyrir ástandinu hver hjá sér, lýstu því hvernig morðherrarnir sitja yfir 1 hlut manna og undirbúa miljónaslátranir sínar með meiri ákefð en nokkur dæmi eru til áður í veraldar- sögunni, og nota fullkomnustu vísindi nútímans til þjónustu hinum blóðugu markmiðum sínum. Sérstaka athygli og hjartanlegar viðtökur fcngu þeir Patel. og Katayama. Hinn fyrnefndi er forseti indverska þjóðþingsins, sem nú hefir verið bannað; hann hóf rödd sína í nafni þrjú hundruð og fimmtíu miljón undirokaðra manna i Indlandi, og fórust meðal annars svo orð, að stríðið gegn stríðinú væri í raun og veru fjarstæða, nema sem þáttur í stríð- inu gegn alveldisstefnunni (imperialismanum). Katayama cr hinn aldurhnigni japanski verklýðs- leiðtogi. Len. Wilcott, ungum brezkum sjóliðsforingja, sem í fyrra stóð fyrir verkfalli fimtán þúsund sjóliðs- manna i brezka flotanum vegna launalækkunar, var lieilsað með heillaópum, bölvunarsöngvum um hið alvcldissinnaða herveld og lófatökum, seni aldrei )' )

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.