Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 11.10.1932, Qupperneq 1

Verklýðsblaðið - 11.10.1932, Qupperneq 1
171? R M IVII'IA H V EHfkU ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) III. árg. Reykjavík 11. okt. 19S2 42. tbl. Kosningarnar Svifc bajarstjórnar. Bððulsháttur atvinacbótanefndar Verklýðsfundur í Bröttugötu. Á miðvikudaginn boðaði atvinnuleysingja- nefndin til almenns verklýðsfundar í Bröttu- götu, til þess að ræða um atvinnul'eysið og baráttuna gegn því. Var húsið troðfullt. Eft- irfarandi kröfur voru samþykktar: Fjölmennur fundur verkamanna, haldinn 5. okt., gerir eftirfarandi kröfur til bæjarstjórn- ar Reykjavíkur: Atvinnubótavinnan sje aukin í stórum stfl, og atvinnuleysingjunum sje sjeð fyrir stöð- ugri vinnu með fullum daglaunum (kr. 13.60) svo iengi sem þeir eru atvinnuiausir. Þeim sem ekki komast að í atvinnubótavinnuna eða ekki þola svo erfiða vinnu, sje veittur at- vinnuleysisstyrkur. Varakröfur, sem komi þegar í stað til framkvæmda: 1. Nú þegar sje bætt við 150 mönnum í at- vinnubótavinnuna eins og lofað hefir verið. Þyngstu ómagamönnunum, sem sagt hefir verið upp, sje veitt aftur vinna þegar í stað. 2. Þeim mönnum, sem unnið hafa í atvinnu- bótavinnunni og neitað hefir verið um vinnu- kort, sje þegar í stað greidd full vinnulaun fyrir þá daga, sem þeir hafa unnið. 3. Bæjarstjórnin viðurkenni samstundis samþykkt verkamannafjelagsins „Dagsbrún“ um að bílstjórar skuli ekki moka á bílana í atvinnubótavinnunni eða losa þá. 4. Bæjarstjórnin viðurkenni þegar í stað samþykkt verkamannafélagsins „Dagsbrún“ um að verkamenn í atvinnubótavinnunni fái fullt tímakaup frá því þeir fara frá áhalda- húsinu og þar til þeir koma þangað aftur. 5. Allir þeir sem þegið hafa fátækrastyrk af bænum séu teknir á kjörskrá þá, sem gild- ir fyrir kosningarnar í Reykjavík 22. okt. 6. Bæjarstjórnin sjái um að í fyrirhuguðu mötuneyti fái allir atvinnuleysingjar, sem þess óska, fullt fæði ókeypis (tvær máltíðir á dag og tvisvar sinnum kaffi með brauði eða jafngildi þess). 7. Allir atvinnxdeysingjar fái gas, rafmagn, kol og koks ókeypis frá bænum, án þess að það sé reiknað sem fátækrastyrkur. 8. Bærinn greiði húsaleigu fyrir atvinnu- lausa verkamenn, án þess að það reiknist sem fátækrastyrkur. 9. Bæjarstjórnin uppfylli þegar í stað kröf- ur þær fyrir hönd skólábarna, sem bornar voru fram á bæjarstjórnarfundinum 15. sept- ember. Fundarmenn hétu því að mæta á bæjar- stjórnarfundinum daginn eftir, þeir sem áttu þess nokkurn kost./ Bæjarstjórnarfundurinn. Mikill fjöldi verkalýðs mætti á bæjarstjórn- arfundinum. Las forseti upp kröfurnar frá verklýðsfundinum, sem haldinn var daginn áð- ur, og vísaði þeim umræðulaust til bæjarráðs. Enginn bæjarfulltrúi fékkst til að taka upp neina af tillögum verklýðsfundarins, nema hvað kratarnir báru enn fram tillöguna, sem bæjarstjórn er löngu búin að samþykkja, að bæta 150 mönnum í atvinnubótavinnuna. Kom það greinilega í ljós á þessum fundi, að verka- lýðurinn á eng-an fulltrúa í bæjarstjórn. Þar sitja eingöngu fjandmenn hans. Tillögunni um fjölgun í atvinnubótavinn- unni, var einnig vísað til bæjarráðs, og töl- uðu íhaldsmenn á móti henni af miklum móði. Með öðrum orðum: Bæjarstjórnin svíkst um að fjölga í atvinnubótavinnunni eins og lofað liafði verið. Tilgangurinn með því að vísa öllum tillög- unum til bæjarráðs, er augljós. Það á að svæfa þær fram yfir kosningar. Eftir kosn- ingarnar verða herramir í bæjarstjórninni ó- feimnari að skera þær niður. Þetta verður verkalýðurinn að hindra með samfylkingu sinni. Á eftir bæjarstjórnarfundinum var lokað- ur fundur um útsvarsmál og beið verkalýðs- fjöldinn fyrir utan og hafði þar sín eigin fundarhöld þar til bæjarfulltrúamir komu út. Var þá lögð sú spurning fyrir Kjartan Ólafs- son hvort hann og atvinnubótanefndin væri því fylgjandi, að mönnunum þremur, sem unnu án vinnuseðla í 5 daga yrðu greidd vinnulaun fyrir þessa daga. Svaraði Kjartan því neitandi og kvaðst vera því mótfallinn að mönnunum yrði greidd launin. Var þetta góður lærdómur fyrir marga sósíaldemókratiska verkamenn um samfylk- ingu Ihaldsins og kratabroddanna. Samfylkingarfundur. Var nú farið í kröfugöngu undir rauðum fána út á Lækjartorg og haldnar þar ræður. Var því næst boðað til stutts fundar í Bröttu- götu með þeim mönnum, sem eru í verka- mannafélaginu „Dagsbrún“ og öðrum, sem vinna samskonar vinnu til þess að ræða um samfylkingu Dagsbrúnarmanna um hagsmuna- mál þeirra. Á þessum fundi var rætt um aðal- atriðin í þeirri samfylkingarstefnuskrá, sem Dagsbrúnaimenn þurfa að skapa sjer, um bar- áttuna gegn öllum launalækkunum, fyrir at- vinnubótum, atvinnuleysisstyrk og atvinnu- leysistryggingum, fyrir hækkun fátækra- styrks, sem ekki varði neinum réttindamissi, gegn sveitaflutningunum og öðrum þrælaá- kvæðum fátækralaganna, gegn öllum taxta- brotum, fyrir fullkomnum slysavörnum við höfnina, fyrir útilokun atvinnurekenda úr verklýðsfélögunum, gegn brottrckstri rót- tækra verkamanna úr verklýðsfélögunum, gegn svika- og ósigurspólitík kratabroddanna í launa- og hagsmunabaráttunni, fyrir sköpun baráttuhæfra fagfélaga, gegn tilraunum sósíal- demókratabroddanna, að sprengja verkalýðs- félögin og ræna kommúnista og róttæka verkamenn pólitískum réttindum o. s. frv. Þvínæst var kosin 5 manna nefnd til þess að leggja frekari drög að samfylkingarstefnu- skránni og boða næsta fund. Sá fundur verður í kvöld kl. 8V2 í fundarsalnum við Bröttugötu. Framh. á 4. síðu. Verkalýður Reykjavíkur á að láta í ljósi dóm sinn um stjórnmálaflokkana 22. okt. Þ. e. a. s. sá hluti verkalýðsins, sem fær að kjósa, sá hluti, sem ekki þegar er sviftur mannrétt- indum sínum sakir fátæktar, í hinu „lýð- frjálsa“ íslandi. Milli þess sem hann er sveltur og laminn til óbóta af lögreglukylfum, hrakinn atvinnulaus milli stórlaxanna í atvinnuleit, píndur fyrir smánarkaup til ígripavinnu hér og hvar á landinu, milli þessa á verkalýðurinn einn dag á hverjum 4 árum að finna sig herra þjóðfélagsins, eftir því sem borgararnir pre- dika fyrir honum. Og þegar sú stund nálgast byrja burgeisablöðin, sem hafa nítt hann mest niður fyrir heimtufrekju og leti, að hræsna og flaðra fyrir honum. Þá byrja klerkarnir að tala um matgjafir, sem1 þeir svo stöðva, þegar þeirra er orðin þörf. Þá fara atvinnu- rekendablöðin að barma sér yfir atvinnuleys- inu, sem þau annars eingöngu kenna verka- iýðnum um. Þegar kosningar nálgast margfaldast öll blekkingarstarfsemi burgeisastéttarinnar. Blöð og kirkja, kosningasmalar og góðgerðakerling- ar eru sett í gang til að reyna sem bezt að villa verkalýðinn, um leið og verið er að telja honum trú um hið gífurlega gildi kosninganna fyrir hann. En' kosningarnar 22. okt. eiga fyrst og fremst að vera mælikvarðinn á hve vel verka- lýðnum tekst að rífa í sundur þennan blekk- ingavef. Á verkalýður Reykjavíkur nú að kjósa I- haldið, Pétur Halldórsson, leggja blessun sína yfir þá, sem svelta hann og flytja sveitar- flutningi, neita honum um atvinnubætur og svifta hann mannréttindum? Á verkalýðurinn nú að kyssa á blóðugan vöndinn, sem yfir hann var reiddur 7. júlí í sumar? Á verka- lýðurinn nú að hjálpa til að hilma yfir með fjársvikum Knud Zimsens og gæðinga hans, — að aðstoða við að kæfa niður Islandsbanka- svikin miklu? Nei. Verkalýður Reykjavíkur á ekki að kjósa böðla sína, ekki að beygja sig fyrir þeim höfðingjum, sem láta greipum sópa um fjár- sjóði ríkisins og auðlindir mannfélagsins, til að auðga sjálfa sig, en neita verkamönnunum, sem þeir arðræna, um brýnustu lífsnauðsynj- ar. Á verkalýðurinn þ.á að kjósa Alþýðuflokks- broddana? Mennina, sem sífellt, þegar á reyn- ir, standa með íhaldinu og atvinnurekendun- um? Kratahöfðingjana, sem lýstu því yfir að þeir væru reiðubúnir að mynda ráðuneyti með íhaldinu 1931 og skoruðu á alla alþýðu að íylkja sér um Ihaldið og kratana? Ætti verka- lýðurinn að kjósa klofningsmennina, sem sprengja verklýðsfélögin og útiloka róttæka verkamenn frá réttindum í þeirra eigin stéttarfélögum, — broddana, sem endurtaka sömu svívirðingarnar innan Alþýðusambands- ins, sem: Ihaldið fremur í þjóðfélagi sínu sem heild? Ættu sjómennirnir að þakka fyrir launalækkunina á Kveldúlfstogurunum með því að kjósa Sigurjón? Ættu atvinnuleysingj- arnir að þakka fyrir svikin í sumar í atvinnu- leysisbaráttunni með því að kjósa kratabrodd- ana?

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.