Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 11.10.1932, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 11.10.1932, Blaðsíða 4
1500 skráðir atvinnuleysingjar! Frh. af 1. síðu. Þar verða allir góðir Dagsbrúnarverkamenn og aðrir, sem vinna samskonar vinnu, að mæta. 3 verkamenn lmýja fram atvinnu fyrir 23 fjölskyldumenn, sem átti að reka á sveitina. Böðulsháttur atvinnubótanefndar. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, var 23 fjölskyldumönnum, með hátt á annað hundrað á framfæri sínu, sagt upp vinnu í þeim tilgangi, að koma þeim á bæinn. 3 þeirra, sem hafa 20 manns á framfæri, héldu áfram að vinna, þó að þeir hefðu ekki kort. Árangurinn af baráttu þessara manna, sem þannig hafa gerst brautryðj endur, og sam- fylkingu verkalýðsins með þeim, var, að allir 23 mennirnir hafa nú fengið vinnukort aftur. Einmitt vegna þessarar sigursælu baráttu þessara manna fyrir alla hina, verður allur verkalýðurinn að standa saman til að knýja það í gegn, að þeim verði greidd laun fyrir þessa daga, sem þeir unnu án seðla. Á hverjum morgni undanfarna daga hefir hópur verkamanna farið upp á skrifstofu at- vinnubótanefndar til þess að krefjast þess; að mönnunum yrðu greidd launin. En allt hefir verið árangurslaust ennþá. Svör þeirra Jóns Daníelssonar og Kjartans Ólafssonar vom svör hinna verstu verkalýðsfénda, og mun Verldýðsblaðið fletta rækilega ofan af þess- um mútuþegum, sem sitja þarna tvo tíma á dag fyrir geypilaun meðan verkamenn svelta. Þessi skrifstofa kostar yfir 2000 kr. á mán- uði. Þessir þrír verkamenn, sem gefið hafa hið ágætasta fordæmi, standa nú uppi nieð heim- ilin bjargarlaus, vegna þessa, að laun þeirra nást ekki. Tveir þessara manna hafa leitað til A. S. V. og hefir A. S. V. hafið söfnun til styrktar þeim, til þess að þeir þurfi ekki að leita til bæjarins, meðan stendur í þófinu um greiðslu launanna. Allir stéttvísir verkamenn og aðrir verklýðsvinir, sem nokkur ráð hafa munu leggja nokkra aura í þá söfnun — en jafnframt er nauðsynlegt að herða baráttuna fyrir því, að mennimir nái rétti sínum og fá greidd launin. Áður en lagt var af stað til atvinnubóta- nefndarinnar frá Verkamannaskýlinu einn morguninn, skýrði sjómaður frá því, að hann hefði fengið vinnuseðil og ekki getað mætt fyrsta daginn. Þegar hann kom næsta dag vár hann rekinn úr vinnunni og vinnukort hans gert ógilt. Kröfðust verkamenn þess að þetta væri leiðrétt, en þeir herrarnir Jón Daníels- son og Kjartan Ólafsson harðneituðu því. Með öðrum orðum, ef verkamaður verður veikur einn dag, er honum refsað með því að reka hann úr vinnunni. Voru þessir herrar nú spurðir hvort þeir væru reknir úr vinnunni, ef þeir gætu ekki komið á skrifstofuna einn dag. Varð þeim svara fátt. Annað kom líka upp úr kafinu í þessari ferð. Skýrsla fátækranefndar um Arnþór Jak- obsson er fölsuð. Er þar sagt, að Arnþór sé einhieypur, þó hann hafi fyrir konu og böm- um að sjá. Er þetta gert til þess að breiða yfir hið glæpsamlega framferði gegn Amþóri, sem hvorki fær fátækrastyrk né atvinnubóta- vinnu — sem er sveltur til þess að fá tæki- færi til þessað senda hann norður á land, sem óbótamann, einmitt með þeim forsendum, að liann sjái ekki fyrir konu sinni og börnum. Alla morgnana var atvinnubótanefnd undir lögregluvernd. Enda er það engin furða að menn, sem hafa slík óþokkaverk á samvizk- unni, þykist þurfa á aðstoð lögreglunnar að halda. Kóstnaðurinn við atvinnubótavinnxma. Kostnaðurinn við atvinnubótavinnuna hefir orðið 109 þúsund krónur í septembermánuði í stað 60 þús., sem áætlað var. Nú eru vinnu- laun þessara 200 manna, sem eru í atvinnu- bótavinnunni aðeins 47 þús. kr. í 4 vikur. Hvað hefir orðið af hinum peningunum? Til efniskaupa hafa aðeins farið 7 þús. kr. CAFÉ HÖFN selur ódýrar en aðrir heit- an og kaldan mat, kaffi, mjólk, öl og gosdrykki. Verkamenn og sjómenn kaupa þar, sem verð og gæði eru bezt. Sparið peninga með þvi að ff' ■ v\ kauj)a Stotz Automat I i stað | vartappa, fást hjá undirrituð- um. Bræðurnir Ormsson Oðinsgötu 25. Simar 867 — 1429. Ilringið í Hringinn bifreið altaf til taks allann sólarhring'inn. Bifr.st. Hringurinn Skólabrú 2, simi 1232. CAFÉ Vl F 1 L L S í M 1 2 7 5 Tvímœlalaust bezti matsölustaðurinn í bœnum. Allt framleitt úr fyrsta ftokks vöru. Sendum allt heim. Eitt af skáldum vorum, sein daglega neytir G.-S.- kaffl- bætis, sendir honum eftirfar- andi ljóðlinur: Inn til dala, út við strönd, Islendinga hjörtu kœtir, »G. S.« vinnur hug og hönd, hann er allra kaffibœtir. Smíðastofan Reynir Vatnsstig 3. Smiðar allslconar hús- gögn og innréttingar Siir.i 2346. J------------------ KAUKASUS- HVEITIÐ biátt I, er eitthvert bezta hveitið, sem til landsins flyzt. Húsmæður! Biðjið verzlun yðar um þetta hveiti,ef þérviljiðfá ágæt- asta hveiti ódýrt. Kaupmenn og kaupfélög! Pantið þetta hveiti i tíma. Einkaumboð á íslandi: íslenzk rússneska verslnnarfélaglð h.f. Sínii 1493. Hafnarstr 15. Hvík. Simnefui: Isrnv. Takið oftir húsmæður! Búsáhöld, kaffistell, matarsteli, laus- ir bollar og diskar. Mesta úrval bæjarins í LIYERPOOL i ) \ < Og svo láta þessir herrar sig muna um að greiða þremur mönnum 50 kr. í vinnulaun, sem þeir hafa unnið-fyrir! I þessu sambandi er rétt að aðgæta það, að þessar 109 þúsundir hefðu nægt til þess að veita 460 manns atvinnuleysisstyrk, jafnháan og laun þeirra í atvinnubótavinnunni nema — 235 kr. á mánuði hverjum. Það er umfram allt nauðsynlegt, að verka- menn leggi ekki eyrun við því, þegar fjár- skortslómurinn er barinn, meðan þannig er farið með peningana og meðan burgeisarnir hafa tekjur, sem nema tugum þúsunda á ári. Herðum baráttuna. Tilgangurinn með sultai*pólitík íhaldsins er fyrst og fremst sá, að buga verkalýðinn til þess að geta komið fram allsherjar kaup- lækkun í vetur. Næsti bæjarstjórnarfundur verður einum degi fyrir kosningar. Þá verða kröfurnar, sem nú var vísað til bæjarráðsins, ræddar. Nú ríð- ur á því að tíminn til næsta fundar verði not- aður vel til að efla samfylkinguna. Valdhöfunum má ekki takast að draga mál- ið á langinn fram yfir kosningar. Ótta þeirra við dóm kjósendanna. verður að hagnýta til þess ýtrasta. Á næsta bæjarstjómarfundi verður verka- lýður Reykjavíkur að mæta ekki síður en við kjörborðið; Ný söngbók fyrir alþýðu. Það er nú lengi búið að vera mikil þörf á því, að verklýðshreyfingin hér á landi eignað- ist söngbók, sem væri í samræmi við baráttu hennar. Nú er í ráði að slík bók verði gefin út innan skamms. Til þess að efnisval geti orð- ið sem mest og bezt er nauðsynlegt að njóta aðstoðar allra þeirra, sem eitthvað vildu láta hönd að þessu verki. Vér viljum því fyrst og fremst skora á allar deildirnar úti á landi og ennfremur alla þá einstaklinga, sem kynnu að hafa eitthvað af efni í slíka bók — þýddu eða frumsömdu — að senda það til Einars 01- geirssonar, Sigurðar Helgasonar eða Hallgr. Jakobssonar, P. O. Box 761, Rvík, fyrir 10. nóv. þ. á. Leshringur í Marxisma hefst í Bröttugötu (minni salnum) á föstu- dagskvöld kl. 9. VERKLÝÐSBLAÐIÐ Abyrgðarm:. Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 krón- ur, í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift lilaðsins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 57, Reykjavík. PrenUmlðjan Aeta. Gleymið ekki að vátryggja Vátryggingarfélagið NORGE h.f Stofnað í Drammen 1857. Brunatygging. Aðalumboð á Islandi: JÓN ÓLAFSSON, málafl.m., Lækjartorgi 1, Reykjavík. Sími 1250. Du'glegir umboðsmenn gefi sig fram, þar sem umboðsmenn ekki eru fyrir. Gardínu'—— stengur.— Fjölbreytt úrval nýkomið. LUDVIG STORR LAUGAYEGI 15. Munið að við erum llúttir á Laugaveg 3 og að sími okkar er 599. Nýtt ó> Gamalii Laugavegi 3. Rússneska WMM rúgmjölið er komið aftui*. Islenzk-Rússneska verzlunarfélagÍQ

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.