Verklýðsblaðið - 11.10.1932, Qupperneq 2
Krafa Kommúnistaflokksins:
Ekki eins eyrís
launalækkun.
Launahækkun að sama skapi og dýrtíðin vex!
Hæstiréttur móti verkalýðshreyfingunni!
Jón Bafnsson og Isleifur Högnason dæmdir í 30 daga skilorðsbundið
fangelsi fyrir vinnustöðvunina á Gullfossi í íyrra
Svarið undirbúningi auðvaldsins undir hung-
urherförina gegn verkalýðnum með því að
Kjósa B-listann
Nei! Verkalýður Reykjavíkur á við þessar
kosningar að rísa upp gegn Ihaldinu og banda-
mönnum þess, kratabroddunum.
Aldrei hefir verið meiri nauðsyn en nú á
að verkalýðurinn láti ótvírætt í ljósi andúð
sína gegn ríkjandi þjóðfélagi atvinnuleysis og
eymdar og öllum þeim flokkum, sem vernda
það.
Nú týgjast togaraeigendur til allsherjar-
sóknar gegn verkalýðnum, krefjast launalækk-
unar hjá verkalýðnum og skattfrelsis fyi'ir
sjálfa sig. Á sama tíma undirbúa kratabrodd-
amir herferð — ekki gegn þessari sókn —
heldur gegn kommúnistunum innan verklýðs-
hi’eyfingarinnar. Auðvaldið ræðst á verkalýð-
inn og kratabroddarnir ryðja brautina fyrir
þá, með því að kljúfa hann.
Þessvegna er nú hin brýnasta nauðsyn, sem
nokkurntíma hefir verið, til að verkalýðurinn
fylki sér um Kommúnistaflokkinn, eina flokk-
inn, sem berst gegn auðvaldsskipulaginu með
með öllu þess arðráni og ofbeldi, allri þess
kúgun og eymd, öllu atvinnuleysi þess og
ofsóknum á hendur hinuin vinnandi lýð.
Þessar kosningar verða því mælikvarði á
þroska verkalýðsins, á möguleikanum til bai'-
áttu fyrir sósíalismanum, á krafti hans til að
knýja fram kröfur sínar um atvinnubætur og
atvinnuleysistryggingar. Þessvegna er nú
skylda hvers verklýðssinna, sem skilur hver
hætta er á ferðum, að vinna sem bezt að hægt
er, til að auka og efla fylgi Kommúnista-
flokksins, leggja grundvöllinn að hinni vold-
ugu samfylkingu verkalýðsins, sem ein sam-
an megnar að leysa alla alþýðu úr eymd og
áþján auðvaldsins.
Ylirklór Maönúsar
í Morgunblaðinu
Móti Magnúsi Guðmundssyni dómsmálaráð-
herra hefir nú endanlega verið höfðað saka-
mál og mun dómur falla í því einhverntíma í
þessum mánuði. Magnús lauk í Morgunblað-
inu á þriðjudaginn er var 1 fyrsta sinn á opin-
berum vettvangi upp munni sínum um málið,
þegar rannsókninni var lokið og augljóst var
orðið, að ekki væri hægt að þagga það niður.
Skrifar þessi maður, sem um víða veröld ekki
á sinn líka, þar sem hann er hvorttveggja í
senn æðsti vörður laga og réttar og ákærður
sökudólgur, langa grein, sem nefnist „rann-
sóknin“ og inniheldur hún í mörgu fulla stað-
festingu á því, sem Verklýðsblaðið hefir sagt
frá gangi málsins. En um annað, sem sagt
var frá í Verklýðsblaðinu og ekki er viður-
kennt í þessari grein, fer dómsmálaráðherrann
í fullu samræmi við framferði sitt fyrir rétt-
inum, með hreinar lygar. Til þess að verja sig
móti sakargiftinni um hlutdeild í sviksamleg-
um gjaldþrotum, segir hann, að Carsten Be-
hrens hafi tjáð sér, að ekki þyrfti að taka til-
lit til „skulda hjá venzlamönnum sínum", því
að „þær yrðu ekki af honum heimtar, nema
hann gæti greitt öllum öðrum að fullu“. Hefði
liann tekið „til greina þá skýringu skulda-
nauts“ og hefði „ekki annað verið sjáanlegt,
en að kaupmaður þessi hafi átt 8—9 þús. kr.
umfram skuldir, þegar ekki eru taldar með
skuldir venzlamanna“. Eni í þessum tilfærðu
Mánudaginn 10. okt. féll Hæstaréttardómur
í málinu sem í fyrra var höfðað af dómsmála-
stjórninni móti foringjum verkamanna í Vest-
mannaeyjum, Jóni Rafnssyni og ísleifi Högna-
syni fyrir vinnustöðvun á Eimskipafélagsskip-
inu „Gullfoss“. Höfðu þeir í vetur af undir-
rétti í Vestmannaeyjum verið dæmdir í 300
króna sekt hvor. Hæstiréttur dæmdi þá hvorn
um sig í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Eins og í málinu móti Hauki Björnssyni og
Guðjóni Benedikassyni út af kröfugöngu at-
vinnuleysingja í Rvík á bæjarstjórnarfund í
1‘yrra, hefir Hæstiréttur einnig í þessu máli
þyngt ofsóknardóm undirréttar móti foringj-
um verkalýðsins. Er það fyrir verkalýðinn í
landinu afar lærdómsríkt ef jafnframt er litið
á það, að Hæstiréttur hefir á undanförnum
árum gert sig þekktan að því að vernda af-
brotamenn burgeisastéttarinnar fyrir refsi-
vendi laganna.
Um allt land mun verkalýðurinn mótmæla
þessum nýjasta ofsóknardómi yfirstéttarrétt-
vísinnar móti stéttarbaráttu hans fyrir brauði
og frelsi.
UerkilýðuriRi irýtir hlikki krotetsroddiii
Verkamamiefela.g' Akureyrar kýs á Alþýöusambandsþing íylgjendur
samfylkingarinuar en hafnar útsenduium Aiþýðusambandsstjórnarinnar
Síðasta sunnudag voru kosnir fulltrúar á
Alþýðusambandsþing- í Verkamannafélagi Ak-
ureyrar. Kosnir voru: Þorsteinn Þorsteinsson,
formaður félagsins, Steingrímur Aðalsteins-
són, gjaldkeri þess, Einar Olgeirsson og Stef-
án Guðjónsson verkamaður. Var þeim öllum
stillt upp sameiginlega sem fylgjandi samfylk-
ingu verkalýðsins og hlutu 92—107 atkv. og
voru allir kosnir. Frambjóðendur kratabrodd-
anna fengu 58—63 atkv. og hlaut enginn
þeirra kosningu.
1. varafulltrúi er Tryggi Þorsteinsson, hin-
ir eru Sigurjón Jóhannsson, Eggert Ólafur
Eiríksson og Þórður Valdimarsson.
Tillaga kom frá Þorst. Þorst. þess efnis að
skora á Alþýðusambandsþing að afnema
ákvæðin, sem svifta aðra en krata fulltrúa-
mmmKmmsme^ssasssmsk
orðum upp tuggin sömu ósannindin og dóms-
málaráðherrann fór með fyrir réttinum í því
skyni að hreiða yfir sitt sviksamlega athæfi.
Hvað sem Behrens kann að hafa sagt, var það
skylda Magnúsar að hafa það að engu svo
lengi sem engin skilríki lágu fyrir því. I raun
og veru var Magnúsi ofurvel kunnugt um það,
að Behrens höfðu engar ívilnanir verið gerðar
hvað skuldirnar við venzlamenn hans snerti,
enda létu þeir lýsa kröfum sínum í þrotabú-
inu alveg eins og aðrir lánardrottnar, þegar
Behrens var orðinn gjaldþrota og fyrst löngu
seinna voru kröfur venzlamannanna eftir
beiðni Behrens teknar aftur, að öllum líkind-
um til þess að reyna eftir á að klóra yfir það
sviksamlega athæfi, sem Magnús var þegar
búinn að hafa í frammi. í öllu falli liggur sá
grunur ekki fjarri þegar litið er á það, hvem-
ig Magnýs hefir notað sér þetta atriði til þess
að reyna að ljúga sig út úr málinu.
Það, sem tekur af öll tvímæli um það, að
Magnús fer í þessu atriði með hrein ósann-
indi, að hann vissi vel að fullt tillit varð að
taka til skuldanna við venzlamenn Behrens, að
honum var fullljóst að Behrens þessvegna átti
ekki eftir fyrir skuldum eftir greiðslurnar til
Höepfners, í stuttu máli, að Magnús var sér
síns sviksamlega athæfis fullkomlega meðvit-
andi, sést á því, að hann skrifaði lánardrottn-
um Behrens í febrúar 1930, sendi þeim lista
yfir skuldir hans þar sem einnig voru tilfærð-
ar skuldirnar við venzlamennina og bauð þeim
greiðslu á 25% af innieign þeirra hjá Behrens.
Hvaða ástæðu hafði hann til þess, ef hann á-
leit, eins og hann heldur fram í Morgunblað-
inu, að hann þyrfti ekki að taka tillit til skuld-
anna við venzlamenn Behrens, fyr en öllum
öðrum hefði verið greitt að fullu? En um
þetta atriði þegir Magnús í Morgunblaðsgrein-
inni.
Margt fleira er í Morgunblaðsgrein Magn-
réttindum, og jafnframt að beita þessum
ákvæðum ekki á næsta þingi. Var tillagan
samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Treystust kratamir ekki til að vera á móti
afnámi þessara þrælalaga gegn verkalýðnum.
Einnig kom tillaga frá kommúnistum þess
efnis að, þar sem þessi ákvæði sundruðu
verkalýðnum og rændu hann réttindum,
ákvæði Verkamannafélagið að hafa þetta bann
kratabroddanna að engu og kjósa frjálst sína
fulltrúa. Var tillagan samþykkt með 68 atkv.
gegn 45.
Verkalýður Akureyrar hefir nú eftir sigur-
inn í kaupdeilunni við Kaupfélag Eyfirðinga,
gefið öllum verkalýð Islands hið glæsilegasta
fordæmi um hvernig brjóta skuli á bak aftur
kúgun kratabroddanna jafnt sem auðvaldsins.
■wwií—n,i —tw■—-
úsar, sem opinbert hneyksli má teljast. En þó
ekkert eins hneykslanlegt og það, að hann til-
kynnir þar fyrirfram, að hann skoði þann
dómstól, sem sakfelli hann í þessu máli sem
„pólitískan dómstól“ og að hann „ætli sér ekki
að hlíta slíkum dómi“. Þetta eru í fyrsta lagi
ósvífnar hótanir við undirmann hans í dóm-
arasætinu og sýnir betur en allt annað þá ó-
hæfu, að Magnús skuli enn sitja í dómsmála-
ráðherrasæti. Og í öðru lagi ætti Magnús sízt
allra að tala um pólitískt réttarfar, því enn
hefir enginn maðu'r farið með, dómsmálin hér
á landi, sem á blygðunarlausari hátt hefir
beitt réttvísinni í þágu síns flokks og sinnar
sníkjudýrastéttar en Magnús Guðmundsson.
Til kaupenda Rauða fánans.
Þeir kaupendur Rauða fánans, sem hafa
haft bústaðaskipti, eru beðnir að tilkynna það
á afgreiðsluna (sími 1854) sem allra fyrst, því
blaðið kemur út í þessari viku.
Krafa Kommúnistaflokksins:
Atvinnuleýsistrygglngar
samkvæmt frumvarpi
K. F. í.
Atvinnubætur — atvinnuleysisstyrki.
Mótmælið ranglætinu, sem atvinnuleysingj-
arnir eru beittir! Mótmælið kúgun íhaldsbæj-
arstjórnarinnar! Mótmælið svikum krata-
broddanna í atvinnuleysismálunum!
Með því að
Kjósa B-listann
/