Verklýðsblaðið - 11.10.1932, Qupperneq 3
Vika.ii
Svik í vefaraverkfaliinu á Englandi.
í septemberlok undirskrifuðu sósíaldemó-
kratísku „verkamannaforingjarnir“ í Man-
chester á Englandi án samþykkis vefaranna,
sem verið hafa í verkfalli síðan í ágúst, samn-
inga við eigendur vefnaðai’verksmiðjanna um
það, að laun vefaranna skuli lækkuð um 8V2 %
(atvinnurekendurnir heimtuðu í upphafi
launalækkun um 12^%) og ennfremur um
það, að sérstök nefnd verkamanna og atvinnu-
rekenda með „hlutlausum“ oddamanni skuli á
hverjum stað fyrir sig ákveða, hvort vefar-
arnir skuli framvegis sjá um fleiri vefstóla en
hingað til. Meðal þeirra 150 000 vefara, sem
haldið hafa út í verkfallinu móti kaupkúgunar-
tilraunum og vinnuhörku atvinnurekendanna í
meira en mánuð ríkir óhemjureiði yfir þessum
argvítugu svikum sósíaldemókratísku foringj-
anna. Síðast þegar fréttist héldu vefararnir
verkfallinu áfram fyrir forgöngu Kommúnista-
flokksins. En hættan á því er mjög mikil, að
sósíaldemókratísku foringjunum takist með
agítasjón sinni fyrir „friðinum“ og samning-
unum að veikja svo einingu og baráttuhug
verkalýðsins, að verkfallið tapizt. Takist þeim
það, er hér tvímælalaust um ægilegasta ósigur
að ræða, sem enski verkalýðurinn hefir beðið
síðan í kolaverkfallinu árið 1926, sem einnig
var svikið af sósíaldemókratísku foringjunum,
þegar mest reið á.
Nýtt þingrof á Þýzkalandi.
Þýzka ríkisþingið, sem kosið- var 31. júlí í
sumar hjelt aðeins tvo fundi. Á seinni fundin-
um, sem haldinn var 7. september var sam-
þykkt vantraustsyfirlýsing á stjórn þeirra
Papens og Schleichers frá Kommúnistaflokkn-
um og greiddu á 6. hundrað þingmenn henni
atkvæði eða með öðrum orðum allt þingið að
einum 32 þingmönnum úr junkaraflokknum
undanteknum. Strax eftir að vantraustsyfir-
lýsingin var borin fram og áður en gengið var
til atkvæða um hana lýsti Papen því yfir, að
þingið væri rofið. Lét forseti þingsins, sem
tilheyrir flokki Hitlers, atkvæðagreiðsluna um
vantraustsyfirlýsinguna fram fara, þrátt fyr-
ir það, en Papen lýsti hana ólöglega "og að
engu hafandi. Er þetta í annað sinn, sem
Papenstjórnin rýfur ríkisþingið, enda þótt það
sé augljóst mál, að hér um bil öll þjóðin er á
móti henni. En það sýnir hvers stórborgara-
stéttin og junkararnir meta þingræðið, þegar
aðrir en þeirra eigin stéttahagsmunir gera sig
gildandi í því stjórnskipulagi. Auðvitað hefir
Þýzkalandi undanfarin ár verið stjórnað af
auðmagni og her yfirstéttanna. En það hefir
þó verið gert undir grímu þingræðisins. Þess-.
ari grímu er nú ekki lengur fyrir að fara. Það
er ógrímuklædd ofbeldisstjói’n stórborgaranna
og junkaranna, sem nú ríkir 1 landinu. Og það
er aðeins til málamynda, að hún ætlar að láta
nýjar kosningar til ríkisþingsins fara fram þ.
6. nóvember. En hitt er líka aukaatriði hvort
það verður núverandi kanzlari, Papen, her-
málaráðherrann, Schleicher eða fassistaforing-
inn Ilitler, sem veitir einræðisstjórninni for-
stöðu. Raunverulega verður engin breyting á
því, sem nú er, fyr en verkalýðurinn hefir
fengið kraft til þess að láta hart mæta hörðu
og hrista að fullu af sér ok auðvaldsins.
Krafa Kommúnistaflokksins:
Hækkun fáfækrasfyrksins!
Engan réfhndamissi!
Burf mcð svcifafiufningana!
Leggið Kommúnistaflokknum lið í barátt-
unni fyrir hagsmunum og mannréttindum
þeirra, sem svívirðilegast eru meðfarnir af
auðvaldinu! Berjist fyrir þá, sem sjálfir eru
sviftir atkvæðisrétti!
Kj ósið rl-lístaon!
S sl m ffy lk i n g a.i“fuxidiix*
verður haldiim í dag kl. 8 ^ e m. 1
fundarsalnum í Bröttugötu.
FUNDAREFNI:
StðfiiUD sðifytkisðarliis í Múm.
Allir verkamenn í Dagsbrún og þeir sem stunda sömu atvinnu mæti
á íundinum. SAMFYLKINGARNEFNDIN.
U. K.
Kosxiixiga'fxxxtcliixr
yerður haldinn að tilhlutun Félags ungra koinmúuista í Reykjavík, flmmtudaginn 13. októ-
ber kl. 8'A í Bröttugötusalnum.
tíi umræðu eru: Hin alsuennu baráttumá! verklýðs-
æskunnar og kosninéarnar.
Margir ræðumenn. Skorað á jatnt yngri sem eldri að fjölmenna. STJÓRNIN
Rauð höfuðborg.
25. september fóru fram kosningar til
borgarstjórnar í Sofia, höfuðborg Búlgaríu.
Kommúnistar fengu 21 sæti, bændur og frjáls-
lyndir 11 og afturhaldsmenn 3 sæti. Svo sem
kunnugt er hefir Kommúnistaflokkur Búlg-
,aríu og vei’kalýðshreyfingin þar verið bönnuð
frá því árið 1923 og tugir þúsunda verkalýðs
og kommúnista hafa veríð myrtir á þessu
tímabili og verkalýðshreyfingunni haldið í
skefjum með jafnblóðugu hervaldi- eins og á
Italíu. Kommúnistaflokkurinn í Búlgaríu er
stærsti þingflokkurinn, en þingmannaréttind-
in hafa jafnóðum verið tekin af þessum full-
trúum verkalýðsins. Enda þótt sósíaldemó-
kratarnir hafi fengið að ganga frjálsir til
kosninga hafa þeir engan þingmann fengið og
rnisst allt fylgi sitt. Þetta er svar verkalýðsins
við svikum krataforingjanna undanfarandi
ógnarár. Sigur kommúnistanna í Sofia sýnir að
verkalýðurinn fylkir sér æ fastar um flokk
sinn og að hann er staðráðinn í því að steypa
auðvaldinu af stóli og koma á verkalýðs- og
bændastjórn í Búlgaríu.
Hvernig verkamenn Ráðstjórnarríkjanna
verja frístundum sínum.
„Án réttrar hvíldar — engin rétt hvíld“,
svo hljóðar kjörorð hins volduga skemmti-
garðs verkalýðsins i Moskva, sem í daglegu
tali er kallaður „menningargarðurinn“. Tugir
þúsunda af verkalýð Moskva sækja garð þenna
á hverju kvöldi — konur og karlar, ungir og
gamlir. Fyrir meðlimi stormsveitanna og aðra
þá, sem unnið hafa sér sérstaklega til ágætis
fyrir vinnu sína í verksmiðjunum, er aðgang- i
ur ókeypis. Aðrir verkamenn fá aðgang fyrir ;
I
1
sáralítið verð. I menningargarðinum eru
íþróttavellir og hin fullkomnustu tæki til
hverskonar íþrótta og baðstaður. Kvikmyndir
eru sýndar, ræður haldnar um þau efni, sem
í hvert skipti er þýðingarmest fyrir verkalýð-
inn að fræðast um, hinar beztu hljómsveitir
leika og söngmenn syngja, lesin upp kvæði og
sögur, og verkamannaleikhópar sýna smáleiki.
Auk þess eru iðkaðir dansar og fagrar líkams-
listir og tækifæri fyrir hvern mann að taka
þátt í allskonar leikjum. Lesstofur eru þar
líka með fjölbreyttu bókavali og leikvellir fyr-
ir börn, undir eftii’liti hæfra manna. Líkneski
eru í garðinum af beztu meðlimum stormsveit-
anna, með áletrunum um vinnustað þeirra og
hvað þeir hafa unnið sér til ágætis. Á öðrum
stað eru skrípalíkneski af þeim, sem sýnt hafa
af sér sérstakan slóðaskap eða óreglu við vinn-
una, drykkjuskap og slark. — Allur er garð-
urinn og það sem þar fer fram ein lofgerð til
hinnar nýju menningar. I-Iugsunarháttur hvers
þess, sem garðinn sækir að jafnaði, hlýtur
i
i
I
Kosiiing‘as|6dur.
Allir þeir flokks- og FUK-félagar sem
hafa tekið söfnunarblokkir fyrir kosninga-
sjóðinn, verða skilyrðislaust að gera skil
á skrifstofunni i Bröttugötu, sunnudaginn
16. okt. síðdegis.
Seljið úr blokkunum fyrir þann tíma!
KOSNiNGANEFNDIN.
ir A
■ k ÆS
Nýkomnir þurkaðir ávextir: Epli, perur'
aprikósur, ferskjur, blaridaðír ávextir,
eveskjur, rúsínur.
Kaupfélag Alþýðu
Njálsgötu 28. & Verkamannabústöðunum
Símar 1417 og 507.
„Yér ákæruin þrælahaklið
á Mandi 1932“
iieitir bæklingur sem kemur út
næstu daga.
Selluformenn vitji bæklingsins á
afgreiðslu blaðsins.
Útgáfustjórn K. F. I.
að umskapast og hefjast upp á hærra menn-
ingarstig, jafnframt því sem garðurinn veitir
honum holla hvíld.
I öðrum borgum Ráðstjórnarríkjanna eru nú
óðum að rísa upp slíkir menningargarðar. T.
d. hefir Leningrad, Baku o. fl. borgir þegar
komið sér upp slíkum görðum.
Dagsbrúnarfundur á miðvikud.kvöld! Fund-
arefni: Fulltrúakosning á Alþýðusamb.þing.
Krafa Kommúnistaflokksins:
Fullkomnar sjúkna-, slysa-,
elli- og örorku-fryggingap.
Mótmælið fyrirhugaðri lækkun berldavarna-
styrkjanna! Ileimtið fullkomnar tryggingar
fyrir þá, sem sífellt eni í mestu hættu fyrir
slysum og sjúkdómum, verkamenn og fjöl-
skyldur þeirra!
Kjósíð B-Iistann.