Verklýðsblaðið - 10.01.1933, Qupperneq 2
Isafjarðarkratarnir
og verkalýlurinn
Einhver ísfirzkur kratabroddur
skrifar í Alþýðublaðið langa
grein, sem á að vera svar við því,
sem ísfirzkir verkamenn hafa
skrifað í Verklýðsblaðið um
stjórn þeirra á bænum. Viður-
kennir hann allar þær staðreynd-
ir, sem teknar eru fram í Verk-
lýðsblaðinu. Hann viðurkennir:
1. Að bærinn hafi brotið lög á
verkamönnum og greitt vinnulaun
í vöruávísunum á kaupfélagið í
stað þess að greiða út vikulega í
peningum.
2. Að „atvinnubótavinnan“ svo-
kallaða var notuð til að láta menn
vinna af sér útsvör og aðrar
skuldir við bæinn.
3. Að þurfamenn annara hreppa
hafi verið útilokaðir frá atvinnu-
bótavinnu og allri bæjarvinnu og
þannig sveltir til hreppaflutnings.
1. staðreyndina reynir greinar-
höfundur ekki að afsaka með
öðru en því, að sú upphæð, sem
greidd var í vöruávísunum á upp-
skrúfaðar vörur í kaupfélaginu,
hafi verið fremur lítil yfir sumar-
mánuðina.
2. staðreyndina reynir hann að
afsaka með því að hjá sumum
illa stæðum verkamönnum hafi
ekki verið hægt að ná inn útsvör-
um og öðrum skuldum við bæinn
með öðru en því að láta þá vinna
það af sér í „atvinnubótavinn-
unni“. Honum finnst það allt í
lagi þó „alþýðufulltrúamir" leggi
útsvör á atvinnuiausa verkamenn,
sem ekkert- hafa að bíta og
brenna, engan eyri milli hand-
anna og standa upp með heimilin
bjargarlaus. Og þegar svo stend-
ur á, finnst honum það í stakasta
lagi, þó „alþýðufulltrýamir" leggi
fyrir bæjarins hönd vinnukvaðir
á atvinnuleysingjana í líkingu
við það, sem tíðkaðist á dögum
. bændaánauðarinnar. Honum finnst
það líka fyllilega í röð og reglu,
þó bærinn gangi svo hart eftir
skuldum hjá atvinnuleysingjum
fyrir þær nauðsynjar, sem bæjar-
félagið lætur í té, að kaup þeirra
í atvinnubótavinnunni sé tekið
upp í þær. Það truflar hann ekki
minnstu vitund þó flokksbræður
ísafjarðarkratanna hér í Reykja-
vík þykist vera því fylgjandi, að
þessar nauðsynjar séu veittar at-
vinnuleysingjum án endurgjalds.
Með hverjum deginum, sem líð-
ur, verður það erfiðara fyrir
kratabroddana að viðhalda trúnni
á blekkingamar.
3. staðreyndina, að utanbæjar-
menn séu sveltir til fátækraflutn-
ings, reynir greinarhöf. að afsaka
með því að það sé ranglátt að
krefjast þess af bæjarfélögum,
þar sem Alþýðuflokksmenn ráða,
að þau styrki menn, sem eiga
sveit annarsstaðar. Hitt sé krafa
kratanna, að landið sé gert að|
einu framfærsluumdæmi.
Með öðram orðum: í staðinn
fyrir baráttu gegn sveitaflutn-
ingnum á að koma slagorð um að
gera landið að einu framfærslu-
héraði. Á hátíðum og tyllidögum,
en þó sérstaklega fyrir kosning-
ar, á að nota þetta slagorð og
taka munninn sem fyllstan, en
þess á milli á að taka virkan þátt
Línubátakjörin
Sjómannafélag Reykjavíkur
hefir auglýst taxta fyrir sjómenn
á línubátum. Skulu hásetar hafa
214 kr. mánaðarkaup og lýsi, en
auk þess er leyfilegt að taka línu-
veiðara á leigu með sömu kjörum
og í fyrra.
Það mun flestum ljóst, að þessi
kauptaxti er aðeins upp á punt.
Hið almenna mun verða, að bát-
arnir séu leigðir, að minnsta kosti
ef um lengri veiðitíma er að
ræða, því að reynslan er búin að
sýna það, að á þann hátt tekst
atvinnurekendum að arðræna sjó-
mennina hrottalegast. Krata-
broddamir hafa komið því til
leiðar, að sjómenn á línuveiður-
unum verða að sætta sig við sömu
ókjörin og í fyrra baráttulaust.
Hingað til hefir verið samvinna
milli Sjómannafélags Reykjavík-
ur og Sjómannafélags Hafnar-
fjarðar. Frá Hafnarfirði er mikil
línubátaútgerð og skiptir þetta
mál því hafnfirska sjómenn
miklu. Hafnfirskir sjómenn höfðu
gert tillögur um kjör á línubátun-
um, og sent fulltrúa hingað til
Reykjavíkur. En þegar hingað
kemur, gengur kratabroddurinn
Jens Pálsson, fulltrúi Hafnfirð-
inga, inn á allar tillögur krata-
broddanna hér — og áðumefnd-
um taxta er skellt á án þess að
ráðgast við hafnfirska sjómenn.
Sjómannafélagið í Hafnarfirði
treystir sér ekki til að knýja í
gegn önnur kjör en ákveðin vora
hér í Reykjavík. En óánægjan
með taxtann er afar mikil, eink-
um þó með það að kaupið skuli
vera jafnlágt, hvort sem háldið er
út skemmri eða lengri tíma. Má
búast við, að þetta verði til þess,
að atvinnan á mörgum línubátun-
um verður skammgóður vermir.
Nýtt um dynamitmálið
Verklýðsblaðið hefir nú fengið
nýjar upplýsingar um hinn dæma-
lausa dynamitflutning með „Esju“
og qr málið bæði alvarlegra og
glæpsamlegra heldur en blaðið
áður vissi um.
Á Djúpavogi var skipað upp
olíu. Þegar verið var að lyfta 2
olíutunnum kom í ljós kassi, sem
valt fram vegna hrisstings. Gerði
einn hásetinn tilraun til að hindra
að olíutunnurnar, sem verið var
að lyfta, mölvuðu kassann og
stofnaði sjálfum sér með því
í hættu. Sá hásetinn, að á kass-
anum stóð: „Sprengiefni“. Vegna
slæmrar aðstöðu gat hásetinn
ekki hindrað að tunnurnar snertu
kassann, en gat þó tekið af hon-
um þyngsta fallið. Brotnaði kass-
inn lítilsháttar og út rann dyna-
mit-patronur, hvellhettur og til-
heyrandi.
Eftir þetta lét stýrimaður
rannsaka kassann og kom í ljós,
að þar var allt sem til spreng-
inga þarf. Síðan voru pappírar
skipsins rannsakaðir, eins og sagt
var frá í síðasta Verklýðsblaði,
og kom í Ijós, að kassarnir voru
tveir. Var Skipaútgerðin þá
spurð með símskeyti hvar
sprengiefnið væri í skipinu. Svar-
ið hljóðaði: „Hættulaust sprengi-
efni“ (!!), en skeytinu annars
ekki svarað.
Engin rannsókn hefir verið
hafin í þessu glæpsamlega máli
og öll borgarablöðin („Alþýðu-
blaðið“ líka) steinþégja. Hefði
hinn snarráði sjómaður ekki
bjargað kassanum frá falli, hefði
„Esjan“ sprungið í loft upp og
fjöldi manna týnt lífinu.
Þegar um slíkt ábyrgðarleysi
sem þetta er að ræða, þá er ekki
verið að skipa rannsókn og þá
1 eru allir borgarar samábyrgir í
þögninni. Ólafur Thors, íhalds-
maður, Pálmi Loftsson, fram-
sóknarmaður og Sigurjón Ólafs-
son „jafnaðarmaður“ aðstoða
hver annan við að þagga málið
í hel.
í sveitaflutningunum og hjálpa
hreppsfélögunum til að fram-
kvæma þá.
Við kommúnistar vitum það
vel, að það tekst ekki að gera
landið að einu framfærsluhéraði
nema með harðri baráttu verka-
lýðsins. Sú barátta verður að
vera í því fólgin að hindra með
samtökunum hina svívirðilegu
hreppaflutninga, svo yfirstéttin
verði að láta undan síga og eigi
engan annan kost en að stað-
festa það með lögum um eitt
framfærsluumdæmi. Það skiptir
auðvitað * engu máli, hvort það
eru kratar eða íhaldsmenn, sem
auðvaldið notar sem fulltrúa sína
í bæjarstjórnum eða hreppsnefnd-
um. Við berjumst fyrir rétti
hinna þurfandi verkamanna á
kostnað auðmannanna alveg óháð
því, og það skiptir auðvitað
minnstu máli í hvaða bæjarfélagi
þessir auðmenn eiga heima. Og
ef einhver hreppsfélög gegna ekki
skyldu sinni við þurfamenn sína,
þá. leiðum við verkalýðinn út í
baráttu til þess að knýja þau til
þess, í stað þess 'að hjálpa þeim
til að framkvæma þrælaákvæði
fátækralaganna eins og krata-
broddarnir gera.
Kratabroddarnir eru nú höfuð-
stoð og stytta auðvaldsins á Is-
landi, en það er undir verkalýðn-
um sjálfum komið, hversu lengi
sú stoð dugar.
a.s.v. og
járnsmiðaverkfa!iið
A. S. V. hefir gert sér fyllilega
ljósa hina almennu þýðingu járn-
iðnaðarverkfallsins og hefir því
lagt allan kraft á að skipuleggja
stuðning alls verkalýðs við járn-
iðnaðarmennina, enda er félag
járniðnaðarmanna sambandsfélag
í A. S. V.
Á skemmtun A. S. V. 2. janúar
töluðu tveir af forustumönnum
verkfallsins, þeir félagi Loftur
Þorsteinsson, formaður félags
jámiðnaðarmanna og Þorvaldur
Brynjólfsson og skýrðu þýðinga
verkfallsins.
Á skemmtuninni söfnuðust til
styrktar jámiðnaðarmönnum yfir
90 kr., auk þess, sem safnaðist
á lista.
Á miðvikudag boðaði A. S. V.
til almenns fundar til að ræða
I verkfallið. Var húsið troðfullt, og
| var auðfundið, að sá fjöldi, sem
þar var samankominn var reiðu-
búinn til að styrkja járniðnaðar-
mennina á allan hátt. Margir
sjáífboðaliðar gáfu sig fram. I
frjálsum samskotum söfnuðust á
fundinum 37 kr., auk þess, sem
safnaðist á lista.
Alls hefir A. S. V. þegar safn-
að mörg hundruð krónum til
styrktar jámiðnaðarmönnum.
Á fundinum á miðvikudag var
eftirfarandi tillaga samþ. í einu
hljóði:
„Almennur verklýðsfundur, haldinn
íið tilhlutun A. S. V. 4. janúar, lýsir
samúð sinni við verkfall járniðn-
aðarmanna og heitir öllum þeim
stuðningi, sem unnt er, jafnframt
því, sem fundurinn skorar á allan
verkalýð til stuðnings. Fundurinn
vill sér.staklega benda á hina al-
mennu þýðingu þessa verkfalls í
fyrsta lagi til að brjóta á bak
aftur þrælakjör þau sem iðnncmar
eru bundnir í og i öðru lagi til að
hrinda til baka árás sem er viður-
kennd að vera upphaf að almennri
kauplækkunarárás á verkalýðinn".
A. S. V. hefir lánað félagi jám-
iðnaðarmanna skrifstofu sína
meðan á verkfallinu stendur.
Réttarfar
'burgeisaima
Þjófar og ræningjar ganga lausir,
en verkamenn eru ofsóttir.
Málssöfðunin gegn 30 manns
út af 7. júlí og 9. nóv. bregður
enn skæru ljósi yfir „réttarfar“
auðvaldsins á Islandi
Málin út af Keflavíkurráninu
eru svæfð. Menn ráðast með of-
beldi að saklausum mönnum að
næturþeli, brjóta upp hús og
ræna mönnum. Síðan eru menn
flæmdir burt með ofbeldi og hót-
unum um morð. Vitanlegt er að
sumir ofbeldismennimir ætluðu
sér að drepa nokkra mest hötuðu
verklýðssinnana, en varð ekki úr.
Þetta er allt kært, en kæft niður.
Einn aðalmaðurinn í Keflavík-
urárásinni, Sigurður Pétursson,
hefir einnig verið kærður fyrir
þjófnað og rán á veiðarfærum og
afla, — en allt er kæft niður.
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði og
dómsmálaráðherrann eru sekir að
þessari yfirhilming-u með þjófum
og glæpamönnum og því samsekir
þeim og réttilega refsivérðir.
En verkamenn, sem verja sig,
þegar á þá er ráðist, eru undir
eins drégnir fyrir „lög og dóm“!
Minnist nú ekki hver maður
orða Marx og Engels: „Lögin“
.. . eru „ekkert annað en skálka-
skjól auðvaldsins, sköpuð til að
vemda þess hagsmuni".
F. IT. K.
heldur félagsfund fimmtudaginn
12. janúar kl. 8V2 í Bröttugötu-
salnum.
FUNDAREFNI:
Félagsmál.
LaunadeiLan í járniðnaðinum.
íþróttafélag verkamanna.
Trúarbrögðin frá sjónarmiði
Marxismans: Stefán Pétursson.
Félagar sýni skírteini við inn-
ganginn. Þeir sem ekki hafa þau,
geta fengið þau á fundinum.
Stjórnin.