Verklýðsblaðið - 21.03.1933, Blaðsíða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ
ÚTGEFANDI: KOMNÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEDLDÚR A.K.)
IV. ápg. Reykjavík 21. maiz 1933 13. tbl.
Framsókn bjargar
Magnúsi
Guðmundssyni.
Vantraustsyfirlýsingu Al-
þýðuflokksins visað frá.
Vantraustsyfirlýsing sú, seni
Alþýðuflokkurinn á Alþingi bar
fram til málamynda á móti Magn-
úsi Guðmundssyni fyrir misbeit-
ingu embættisvaldsins yfir gam-
almennahælissjóði Jóhanns Jó-
hannessonar í sambandi við
Reykjahlíðarsamningana, var af-
greidd í sameinuðu þingi síðast-
liðinn mánudag.
Við það tækifæri varð meiri-
hluti Framsóknar til þess að
bjarga þessum margafhjúpaða
ráðherra íhaldsins frá falli og
taka á sig ábyrgðina á áfram-
haldandi setu hans í dóms- og
atvinnumálaráðherrasæti. „Fram-
sóknarmaðurinn" Sveinn Ólafsson
í Firði bar í því skyni fram svo-
hljóðandi tillögu:
„Með því að mál það, sem
þingsályktunartillagan tekur til,
er útkljáð án þess að koma þurfi
til aðgerða Alþingis, þykir ekki
ástæða til þess að gera sérstaka
ályktun um það, og tekur þingið
þessvegna fyrir næsta mál á
dagskrá".
Þessi tillaga var samþykkt með
26 atkvæðum (13 íhaldsmenn og
13 ,,Framsóknarmenn“) á móti 9
(4 Alþýðuflokksménn og 5
,,Framsóknarmenn“).
Með þessari samþykkt hefir
Framsókn tekið á sig fullkomna
meðábyrgð á svindli Magnúsar
Guðmundssonar í stjórnarráðinu
og það breytir alls engu þótt
Sveinn í Firði reyndi áð þvo
hendur sínar af því með munn-
legri yfirlýsingu um það, að
hann bæri fram þessa tillögu
sína til þess að komast hjá því
að votta Magnúsi Guðmundssyni
„óbeint traust“ með því að greiða
atkvæði á móti vantraustsyfir-
lýsingunni. Þetta „óbeina traust“
er einmitt falið í tillögu Sveins,
sem' samþykkt var, enda bjarg-
aði hún Magnúsi frá falli.
Staðhæfing Tímans á laugar-
daginn er var, „að frá Fram-
sóknarmönnum hafi Magnús
Guðmundsson enga traustsyfir-
lýsingufengið, hvorki beina né
óbeina, í sambandi við meðferð
þessa máls á Alþingi“, er ekk-
ert annað en argvítugasta
hræsni frammi fyrir kjósendum
Framsóknar, bændum og smá-
borgurum úti um allt land, sem
eftir sem áður á að reyna að
halda í þeirri trú, að Framsókn-
arflokkurinn sé andstöðuflokkur
íhaldsins í landinu.
AtYinnuleysis-
tryggingar
Kaupdeilan á Akureyri
Samumgar hafa tekizt við Bergemska félagid.
Akureyrarvörnrnar verða hvergi afgreiddar.
Hervæðing burgeisanna á Akureyri.
Kratabroddar og atvinnurekendur eitt og hið
sama
Á föstudaginn var fór Nóva
frá Akureyri án þess að fá af-
greiðslu og án þess, að samning-
ar hefðu tekist milli Yerkamanna-
mannafélags Akureyrar og bæj-
arstjómar. Á Siglufirði ákvað
verkamannafélagið að afgreiða
Nóvu ekki nemá skipstjóri skuld-
byndi sig til að láta hvergi skipa
upp Akureyrarvörumun, nema
með leyfi verkamannafélaga Ak-
ureyrar og Siglufjarðar. Skip-
stjóri gekk að þessari kröfu og
var því næst undirskrifaður
samningur milli skipstjóra og
verkamannafélagsins. Eftir það
sendi Verkamannafélag Siglu-
fjarðar eftirfarandi skeyti til
verkalýðsins í Reykjavík og
verkamannafélagsins Dagsbrún:
Siglufirði, 19. marz, kl. 13,20.
Höfum gert samning við skip-
stjórann s/s Nova og afgreiðslu-
manninn hér um að Akureyrar-
vörur þær, sem eru í s/s Nova
og í banni Verkamannafélags
Akureyrar og Verkamannafélags
Sigluf jarðar verði ekki skipað á
land neinsstaðar án leyfis Verka-
mannafélags Akureyrar og Siglu-
fjarðar. Óskum aðstoðar ykkar
um að samningur þessi verði ekki
brotinn í Reykjavík.
I gær var fest hér upp á götun-
um ávarp frá Verkalýðssambandi
Norðurlands, þar sem skorað er
á verkalýðinn í Reykjavík að af-
greiða ekki þær vörur sem eru í
banni Verkamannafélags Akur-
eyrar og Verkalýðssambands
Norðurlands.
Svik og1 níðingsverk
kratabroddanna.
Samúðarr áðstatanir
verkalýðsins.
Á föstudag birti stjóm verka-
mannafélagsins „Dagsbrún“ —
sú hin sama svikastjórn,- sem
ekki hefir þoi'að að halda fund,
af ótta við að Dagsbrúnarmenn
tækju rétta afstöðu í Akureyrar-
deilunni — yfirlýsingu í Alþýðu-
blaðinu, þar sem þeir ekki láta
sér nægja að svíkjast um að
gegna skyldu sinni sem stjórn
verkamannafélags, heldur fyr-
irskipa félagsmönnum í Dagsbrún
að gerast verkfallsbrjótar og
skipa upp þeim vörum, sem eru
í banni Verkalýðssambands Norð-
urlands. Samtímis birtir Alþýðu-
blaðið daglega slíkar lygar og
óhróður um verkalýðssamtökin
nyrðra og Kommúnistaflokkinn,
að Morgunbl. gæti verið stolt af.
En verkamenn Reykjavíkur
hafa verið á öðru máli. Varla
hefir hitzt sá verkamaður, hversu
fast sem hann hefir fylgt krata-
broddunum áður, að hann teldi
það ekki sjálfsagt að gegna
stéttarskyldu sinni og neita að
skipa bannvörunum upp í Reykja-
vík. Á föstudag boðaði Kommún-
istaflokkurinn til almenns verka-
lýðsfundár, sem var mjög fjöl-
mennur. Á þeim fundi var eftir-
farandi tillaga samþykkt í einu
hljóði:
Almennur verkalýðsfundur haldinn
í Reykjavík föstudaginn 17. marz,
lýsir samúð sinni með hinni hetju-
legu varnarbaráttu verkalýðsins á
Akureyri gegn sameiginlegum kaup-
kúgunartilraunum atvinnurekenda
og erindreka Alþýðuflokksins á Ak-
ureyri. Fundurinn skorar á reyk-
víska verkamenn að skipa ekki upp
úr Nóvu, neinuni þeim vörum, sem
áttu að fara á land á Akureyri.
Kosin var 5 manna samúðar-
nefnd, til að sjá um samúðarráð-
stafanir verkalýðsins í Reykjavík.
Frá verkalýðsfélögunum í Vest-
manneyjum og víðar, barst
Verkamannafélagi Akureyrar
samskonar samúðarskeyti og frá
Bergen kom skeyti, sem tjáði
Verkalýðsfélagi Akureyrar sam-
úð verkalýðsins þar.
Herskylda á Akureyri.
Á laugardag barst eftirfarandi
skeyti frá Akureyri:
Akureyrir 18. marz.
Svohljóðandi skipunarbréf hef-
ir bæjarfógetinn sent út til 3—
400 manna: Steingrímur Jónsson
sýslumaður Eyjafjarðarsýslu bæj-
arfógeti Akureyrarkaupstaðar
kunngjörir: í tilefni af uppþoti
því, er varð 14. þ. m. á Torfunefs-
bryggju og samkvæmt tilmælum
bæjarstjómar Akureyrar emð
þér N. N. hérmeð skipaður að-
stoðarlögreglumaður hér £ kaup-
staðnum fyrst um sinn og eftir
því sem þörf krefur. Til stað-
festu nafn mitt og embættisinn-
sigli skrifstofu Eyjafjarðarsýslu
og Akureyrarkaupstaðar 17.
rnarz 1933. Steingrímur Jónsson.
Skilaboð fylgja, ef ekki hlýtt
átta þús. króna sekt. Að sögn
tímakaup tvær krónur. Ritskoð-
im á Verkamanninum í dag. AI-
Framh. á 4. síðu.
í fyrra sendi Kommúnistaflokk-
urinn Alþingi framvarp til laga
um atvinnuleysistryggingar. Sam-
kvæmt frumvarpinu eru allir
verkamenn og aðrir launþegar
tryggðir gegn atvinnuleysi, ein-
göngu á kostnað ríkis og atvinnu-
rekenda. Skal atvinnuleysisstyrk-
urinn nema minst 3/4 reglulegra
daglauna og hjá lægst launaða
hluta verkalýðsins og öllum sem
hafa fyrir mörgum að sjá, fullum
daglaunum. Atvinnuleysissjóðirnir
fá að 2/3 hlutum tekjur sínar frá
atvinnurekendum og Va frá ríkinu.
Hinir tryggðu stjórna sjálfir trygg-
ingasjóðunum.
Þingmálafundir, verkalýðsfundir
og verkalýðsfélög víðsvegar um
landið létu rigna yfir Alþingi kröf-
um um að samþykkja frumvarp
þetta, jafnframt því, sem skorað
var á þingmenn kjördæmanna að
að flytja það.
Til þess að dreifa athygli verka
lýðsins frá raunverulegri baráttu
fyrir atvinnuleysistryggingum,
sömdu kratarnir frumvarp um al-
þýðutryggingar, sem þeir ætla nú
til málamynda að leggja fyrir
þíngið. I frumvarpi þessu er gert
ráð fyrir lítilfjörlegum tryggingum.
I dagpeninga fyrir hjón 5 kr., 2
kr. fyrir einhleypa og 1 kr. fyrir
börn. Er hægt að sjá heilindin á
því, að þeir skuli flytja slíkt frum-
varp fyrst nú, þegar vandlega
þykir þurfa að sundra samfylkingu
verkalýðsins um frumvarp Komm-
únistaflokksins, en bryddu ekki á
slíku á þeim árum, sem þeirvoru
sama sem stjórnarflokkur, og höfðu
afstöðu til að koma málinu fram.
En hver hugur fylgir máli, sést
best á því, að í þeim bæjarfélög-
um, sem þeir hafa völdin, berjast
þeir með engu minni krafti en í-
haldið gegn kröfum verkalýðsins
um atvinnuleysisstyrk og atvinnu-
bætur. Á Akureyri hafa þeir bein-
línis forustuua í því að knýja
kaupið í atvinnubótavinnunni með
ofbeldi, niður fyrir taxta verka-
mannafélagsins, og í nágranna-
löndunum eru flokksbræður þeirra,
í ríkisstjórnum, smátt og smáttað
afnema atvinnuleysisstyrkina. En
allra greinilegast kemur þó til-
gangur kratabroddanna í ljós í
frumvarpinu sjálfu — þar sem
mælt er svo fyrir að engin geti
orðið atvinnuleysisstyrks og at-
vinnubótavinnu aðnjótandi nema
þeir séu í Álþýðuflokknum. Svo
það er hreint ekki meiningin að
bæta úr neyð verkalýðsins heldur
hitt að skapa mútukerfi í stórum
stíl, kostað af fé ríkisins, sem
Alþýðuflokkurinn á að hafa til um-