Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 21.03.1933, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 21.03.1933, Blaðsíða 2
ráða til þeas að geta haldið klón- um utan um hundruðin og þús- undirnar af verkamönnum, sem eru að snúa bakinu við Alþýðusam- band8broddunum. Hinn stéttvísa verkalýð í landinu á að kúga með hungursvipunni, með útilokun frá allri atvinnubótavinna undir ein- ræði Alþýðusambandsins, sem að sínu leyti verður enn meira ánetj- að hinu borgaralega ríkisvaldi en áður, með slíku mútukerfi. Enn á ný berast Alþingi kröfur frá þingmálafundum og verkalýðs- fundum að samþykkja frv. Komm- úniataflokksins. Á almennum verka- lýðsfundi 22. febr. hér í Reykja- vík var eftirfarandi tiliaga sam- þykt i einu hljóði: „Almennur verklýðsfundur hald- inn í Reykjavik 22. febrúar, krefst þess af Alþingi; að það samþýkki lög um atvinnuleysistryggingar, er séu í samræmi við frumvarp það, er Kommúnistaflokkur íslands sendi Alþingi í fyrra. Jafnframt mótmæl- ir fundurinn tillögum þeim um at- vinnubætur og atvinnuleysisstyrki sem felast í frumv. Alþýðuflokks- ins um alþýðutryggingar, þar sem þær tillögur miða ekki að þvi að bæta úr neyð verkalýðsins, sem heildar, heldur að því að kúga verkaiýðinn undir einræði Alþýðu- flokksinsu. Enn þurfa kröfur frá verkalýðn- um að rigna yfir Alþingi. En það sem mest er um vert, er að herða daglega baráttu fyrir hverri smá- endurbót, fyrir atvinnubótum og atvinnuleysisstyrkjum og tengja þessa dægurbaráttu, kröfunum um atvinnuleysistryggingar, láta hana vaxa upp í virka baráttu, fyrir almennum atvinnuleysistrygg- ingum á grundvelli frumvarps K. P. í. Skofið á flkureypi. Morgunblaðið og Alþýðublaðið hafa bæði heimskað sig á því að flytja lygar um skotmálið á Ak- ureyri. Tilgangurinn hjá báðum blöðunum er hinn sami: Að draga fjöður yfir hinar æðisgengnu of- sóknir burgeisastéttarinnar á Ak- ureyri gegn verkalýðnum. En blöðunum ber ekki saman. Segir annað að skipsmaður á Nóvu 'nafi skotið í sjóinn(!), en hitt að maður hafi verið á bát skammt undan bryggjunni og skotið af glannaskap, en þó í aðra átt en verkfallsmenn stóðu. Mun hafa verið ætlast til að fólk tryði þessu, eins og nokkrar ein- faldar sálir, trúðu hinum marg- endurteknu lygum Morgunblaðs- ins í fyrra í sambandi við bana- tilræðið við félaga ísleif Högnason. En sem betur fer trúir nú enginn þessum tvísaga þvættingi lengur því málið er upplýst. Maðurinn sem skaut á verkfalls- menn var á bát ásamt öðrum manni. — Pélagi hans, sem var í hvíta liðinu gegn verkamönnum á Akureyri gaf hann upp til að hreinsa sjálfan sig og skýrði frá öllum atvikum. Hefir maðurinn nú verið kærður af einum borgara Akureyrar. Hafði hann skotið þrem- ur skotum í áttina til verkfalls- manna, en hitt engan, eins og hlaðið hefir áður skýrt frá. Atvínnuleysíð Síðastliðinn fimmtudag birti Alþ.bl. eftirfarandi grein: „At- vinnubótavinnunni hefir verið sagt upp“, 5 orð! Þessi er af- staða krataforingjanna til þeirra mála, sem verkalýðinn varðar mestu. Sama dag eyðir Alþ.bl. aftur á móti miklu rúmi til þess að svívirða baráttu verkalýðs- ins á Akureyri, lofa sprengingu krataforingjanna éC verkalýðs- samtökunum þar og vegsama samfylkingu kratabrodda, íhalds, atvinnurekenda og lögreglu á móti verkamönnum. Bæjarstjómin hefir fyrir löngu síðan ákveðið að leggja niður at- vinnubótavinnuna og kratabrodd- amir hafa þagað vandlega yfir þessari árás á hina allslausu at- vinnuleysingja í Reykjavík. Mörg hundruð verkamanna hafa undanfarnar vikur reikað um hafnarbakkann á hverjum einasta morgni en ekki fengið vinnu og nú hefir bæjarstjómin rekið atvinnubótaverkamennina f þennan vergang. Nú sjá verkamennirnir, að það er satt, sem Verklýðsbl. fyrir löngu sagði, að á vertíðinni mundi atvinnuleysið alls ekki minnka, ef atvinnubætumar yrðu lagðar niður. Krataforingjamir hafa þagað vandlega með borgurunum um þær afleiðingar, sem stöðvun at- vinnubótanna hefir fyrir verka- lýðinn, — enda eðlilegt, að þeir menn, sem hafa tugi þúsunda til að lifa af, láti sig lítið skifta kjör atvinnuleysingja, sem þeir alls ekki reyna til að skilja. Vegna þess afturkipps, sem IglK-itirSCTBHgUroiáfcWWCBmMMaBSK^ZflBBtai Héðinn á Skýiinu Héðinn Valdemarsson var í gærdag um stund í „Verka- mannaskýlinu“. Hvaða erindi átti þessi hái herra þangað ? Það hlýtur mikið að hafa legið við. Margur verkamaðurinn, sem enn ekki hefir gert sér grein fyr- ir svikahlutverki krataforingj- anna, mundi hafa ætlað að Héð- inn kæmi til að brýna verka- menn til baráttu gegn atvinnu- leysinu, eða hvetja þá til verk- falls, se'm er eina vopnið, sem dugar til þess að hindra ríkis- lögreglufrumvarpið. Kom Héðinn á Skýlið til að skora á verka- menn að fara í kröfugöngu til Alþingis til að heimta atvinnu og atvinnuleysistryggingar og mót- mæla ríkislögreglunni. Nei. Héð- inn minntist ekki á neitt af þessu. Það lá annað meira við. Ifann kom til þess að ljúga að verkamönnunum, að um enga kaupdeilu væri að ræða á Akur- eyri og að um enga samninga væri að ræða milli Bergenska og Verkamannafélaganna á Akur- eyri og Siglufirði. Hann kom til þess að tæla verkamenn til verk- fallsbrota, til þess að skipa upp Akureyrar-vörunum úr „Nova“ í banni verkalýðsins á Akureyri og Siglufirði og þrátt fyrir gerða samninga við Bergenska félagið, upp á síðkastið hefir orðið í bar- áttu verkalýðsins fyrir vinnu, þorir auðvaldið nú í skjóli auk- innar lögreglu og hvíta hérsins, að ráðast á hin óþolandi lífskjör verkalýðsins í Reykjavík. 1 stað þess að ræða um það hungurástand, sem nú steðjar að íslenzka verkalýðnum og vinn- andi alþýðu yfirleitt, er aðalstarf auðvaldsfulltrúanna, sem sitja á Alþingi, að koma á fót herliði búnum slíkum tækjum, að það sé fært um að berja niður kröf- ur verkalýðsins um vinnu og brauð handa sér og sínum. Jafnframt því sem verkalýður- inn nú verður að hefja öfluga baráttu til að hindra stofnun herliðs handa atvinnurekendum, sem sé kostað af almannafé, verður verkalýðurinn nú að þjappa sér saman um kröfur sín- ar um atvinnuleysisstyrki og at- vinnuleysistryggingar. Það eru nógir peningar til — það sannar fyrirhuguð stofnun varalögregl- unnar. En það er undir verka- lýðnum komið, hvort hann verð- ur þeirra aðnjótandi. Til þess að herja þá út hjá valdhöfunum, verður verkalýðurinn að nota þær baráttuaðferðir sem duga, á sama hátt og 7. júlí og 9. nóv. síðasta ár. Hindrun á varalögreglufrum- varpinu og atvinnubætur eða styrkir handa verkalýðnum. Um þessar kröfur verður verkalýður- inn að fylkja sér, hefja mót- mælaverkfall og fara í voldugri kröfugöngu til Alþingis og sýna auðvaldinu þar reiddan hnefa sinn. UWUIWWMllMMMlllimmillllMBMMM u m að vörunum verði hvérgi skipað upp. Héðinn hefir aldrei sýnt jafn- mikinn áhuga í nokkurri vinnu- deilu sem þessari. En áhugi hans birtist líka eingöngu í því, að skipuleggja verkfallsbrot, að hjálpa atvinnurekendum, íhalds- mönnum og öðrum burgeisum, en vega aftan að verkamönnun- um á Akureyri, sem berjast enn frækilegri baráttu á móti 33% launalækkun, — gegn sameinuðu afturhaldi á Akureyri. Frá Hvammstanga Almennur félagsfundur, hald- inn í verkalýðsfélaginu Hvöt á Hvammstanga þann 19. marz 1933, mótmælir harðlega klofn- ingsstarfsemi krataforingjanna í verklýðsfélögunum á Akureyri og stimplar hana sem níðingslegustu árás á baráttu verkalýðsins og þjónustu við auðvaldið. Ennfrem- ur vítir fundurinn harðlega brottrekstur þeirra Brynjólfs Bjarnasonar, Guðjóns Benedikts- sonar og Gunnars Benediktsson- ar úr verkamannafélaginu Dags- brún og telur hann beina klofn- ingstilraun á verkalýðssamtök- unum og gerræðislegt ofbeldis- verk framið í þvi skyni, að úti- loka ötulustu og róttækustu verklýðsforingj ana. Öryggismálín við hðfnina Um miðjan janúar í fyrra voru samþykktir gerðar í Dagsbrún um öryggi verkamanna við höfn- ina. Var þá liðið um ár frá því að málið var fyrst flutt í Dags- brún fyrir atbeina hafnarsellu Kommúnistaflokksins. En vegna hinnar vehjulegu meinbægni Dagsbrúnarstjómarinnar við öll hagsmunamál verkamanna, var málið dregið þannig á langinn, að samþykktir urðu ekki gerðar fyr en um ári síðar, en málinu var fyrst hreyft, þótt það væri til- búið miklu fyr. En síðan að þessar samþykktir voru gerðar hefir stjóm Dags- brúnar ekkert gert til þess að þær yrðu framkvæmdar, og hvergi hafa þær verið birtar verkamönnum eða verkstjórum til eftirbreytni og því síður gerðar ráðstafanir til að framkvæma þær. Þessar samþykktir ná til allrar þeirrar hafnarvinnu, er tíðust slys hafa verið við, svo sem við uppskipun salts og kola, hvernig umbúnaður allur skuli þar gerð- ur, bæði viðvíkjandi trogum, körfum og pokum. Sömuleiðis hvernig lúgumenn og vindumenn skulu haga sér við verkið, og er enginn vafi á því, að væri þess- um reglum fylgt, myndi það draga mjög úr hinum tíðu slys- um, sem hafa orðið hér við hafnarvinnu undanfarna vetur. Aðeins ein af þeim tillögum um skipun vinnunnar við höfnina, sem tókst að fá samþykkta í Dagsbrún, hefir nú loks, eftir hátt á annað ár, verið auglýst að skuli koma til framkvæmda. Það er að við erlend flutninga- skip skuli nota vindumenn úr landi. Á öryggissarnþykktirnar er ekki minnst. Verkamenn! Nú má það el ki lengur dragast, að gerð verði gangskör að því, að þessar sam- þykktir verði framkvæmdar. Það verður að koma í veg fyrir það, að aleiga verkamannsins — vinnu- þrekið, sé eyðilagt fyrir gáleysi og nánasaskap nokkurra manna. Farið til Dagsbrúnarstjómárinn- ar, heimtið af henni samþykkt- irnar og krefjist þess, að hún veiti ykkur aðstoð til að fram- kvæma þær. En Dagsbrúnarstjórnin vill ekki aðstoða verkamenn til að framkvæma þær. Fyrir helgina, þegar byrjað var á vinnu við saltskipið „Comte de Abasohl", er kom til h/f. Kol og Salt, voru höfð 6 gengi eins og mælir fyrir í öryggisráð- stöfunum Dagsbrúnar; en að fyrsta degi liðnum voru gengin aðeins 5. Kærðu þá verkamenn til Dagsbrúnarstjórnarinnar, en hún veitti fúslega undanþágu frá þessum samþykktum Dags- brúnar, þrátt fyrir mótmæli verkamannanna. Þegar svo er komið verða verkamennirnir sjálfir að annast framkvæmdir samþykkta sinna, þrátt fyrir svik Dagsbrúnar- stjórnarinnar.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.