Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.04.1933, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 11.04.1933, Blaðsíða 3
legar bölsótanir um kommúnista. Margir verkamenn munu ekki einu sinni reiðast, heldur hlæja og hrista höfuðið yfir slíkuro langlokum, jafnvel smáborgurum, smábændum dettur ekki í hug að leggja trúnað á það, sem í slíkum níðritum stendur. En kjörorð Ól- afs Friðrikssonar um að „það sem allt velti á sé að segja hlutinn nógu oft til þess að honum sé trúað“ er einnig kjörorð fasist- anna og hinnar aðþrengdu borg- arastéttar, sem verður að neyta hinna örgustu kúgunartækja til að viðhalda valdi sínu, sem gerir nú síðustu tilraun til þess að bjarga hinu gjörrotna, deyjandi þjóðskipulagi kapitalismans, með því að æsa upp slíkan djöfladans, sem stiginn er af stormsveitum Hitlers og öðru liði hans. Verka- menn og konur! Hlægið ekki, en hervæðist! Skerpið baráttuna gegn launaárásum kapitalismans, baráttuna gegn atvinnuleysinu. Með efling samfylkingar verka- lýðsins og aðeins á þann hátt mun okkur takast að hindra vöxt og viðgang íslenzks fasisma. Hver er tilgangurinn með rikisldgreglmmi ? 1 fyrradag skrifa leiguritarar Morgunbl. eftirfarandi klausu undir nafninu „sjómaður“. „Og engum manni getur dottið í hug, að lögregluvaldi verði beitt móti verkföllum, sem eru sam- þykkt af Alþýðusambandi ís- lands“. Hversvegna? Vegna þess að verkföll, sem eru undir forustu Alþýðusambandsbroddanna eru ekki hæftuleg fyrir auðvaldiö. ?ar sem broddar Alþýðufl. ráða, er ekki barizt fyrir hagsmunum verkalýðsins á kostnað auðvalds- ins. Forusta Alþýðuflokksbrodd- anna, er miklu haldbetri trygg- ing en nokkur ríkislögregla fyrir sigri auðvaldsins og ósigri verka- lýðsins. Hér er það hreinskilnislega játað, að ríkislögregluna eigi að nota í þeim verkföllum, þar sem verkalýðurinn hefir sjálfur stjórnina, eins og í járniðnaðar- verkfallinu og nýafstaðinni deilu á Akureyri. Og af þessu dregur Morgun- blaðið þá ályktun, að Alþýðu- flokksforingjarnir eigi ekki að vera móti ríkislögreglu. Þeir eru það heldur ekki. Þess- vegna hindra þeir alla baráttu, sem dugar til að kæfa ríkislög- regluna í fæðingunni. Þess vegna hjálpa þeir til að auka og víg- búa bæjarlögregluna í Reykjavík og þess vegna voru þeir hvata- menn að herútboðinu á Akureyri. Þing V. S. N. Fyrstu dagana 1 apríl hélt Verkalýðssamband Norðurlands 5. þing sitt á Akureyri. Full- trúar voru mættir frá flestum verkalýðsfélögum í Norðlendinga- fjórðungi, einnig þeim, sem enn eru utan V. S. N. í næsta blaði kemur grein um þetta þing, sem er stórmerkilegt fyrir alian ís- lenzkan verkalýð. Flokksþing Framsóknar Jónas frá Hriflu i hreinum meirihluta. Sam- þykktir i kjördæmamálinu og rikislögreglumál- inu á móti samsteypustjórninni. Stjórnin hefir í hyggju að fresta Alþingi til þess að forða sér frá falli! Síðan 5. apríl hefir þriðja flokksþing „Framsóknarmanna" setið á rökstólum hér í Reykja- vik. Er það skipað 230 fulltrúum hvaðanæfa af landinu, mest kaup- félagsstjórum og efnaðri bænd- um, svo og alþingismönnum „Framsóknarflokksins“. Þegar þetta þing var kallað saman í vetur að undirlagi Jón- asar frá Hriflu og á móti vilja Ásgeirs Ásgeirssonar og Tryggva Þórhallssonar, þá var það öllum vitanlegt, að á því átti að gera út um það, hverjir völdin hefðu í „Framsóknarflokknum“, hægri eða vinstri bitlingamennirnir, Ás- geir Ásgeirsson og klíkan í kring um hann, sem er fjárhagslega ánetjuð íhaldinu og af þeirri ástæðu vill halda núverandi sam- steypustjórn áfram, eða Jónas frá Hriflu og hans menn, sem vilja steypa samsteypustjóminni og mynda nýja „Framsóknar- stjóm“ með stuðningi Alþýðu- flokksforingj anna. Það er augljóst mál, að Jónasi frá Hriflu hefir tekizt að ná mikl- um meirihluta flokksþingsins til fylgis við sig í þessari togstreitu. Meiningamunurinn í þeim málum, sem fyrir þinginu liggja, er lítil- fjörlegur eins og venjulegt er, þegar tvær klíkur, sem báðar til- heyra yfirstéttinni, berjast sín í milli. En tillögurnar, sem liggja fyrir þinginu og samþykktirnar, sem þegar hafa verið gerðar með geysilegum atkvæðamun, eru þó allar stílaðar upp á það, að bregða fæti fyrir samsteypustjóm íhalds og „Framsóknar“ og undirbúa bandalagið milli „Framsóknar" og Alþýðuflokksins. Þannig hefir nefnd sú, sem þingið kaus til þess að gera til- lögur um lausn kjördæmaskipun- armálsins, lagt til að þingmönn- um Reykjavíkur verði fjölgað upp í 7, að gamla landkjörið, sem gildir fyrir allt landið, einnig Reykjavík, verði lagt niður, og í stað þess komi 6 landkjörnir upp- bótarþingmenn utan Reykjavíkur, en að öðru leyti haldist hin gamla og úrelta kjördæmaskipun óbreytt. Tala þingmanna megi ekki fara fram úr 46 (50 í frum- varpi samsteypustjórnarinnar). Eiga þessar tillögur að útiloka allt samkomulag milli íhalds og Framsóknar og þar með að verða banabiti samsteypustj ómarinnar. f ríkislögreglumálinu hefir flokksþingið einnig gert sam- ■ þykkt, sem gengur á móti ríkis- lögreglufrumvarpi samsteypu- i stjórnarinnar, en í öllum aðal- atriðum er sniðin eftir tillögum | Jónasar frá Hriflu og Hermanns í Jónassonar. Gengur hún út á það, að engin formleg ríkislögregla sé stofnuð, heldur sé ríkisstjórninni heimilað að fyrirskipa bæjum, sem hafa 1000 íbúa eða fleiri að liafa allt að 2 lögregluþjónum á hverja 1000 íbúa óg greiða kostn- að við þá að V«. Að slík lögregla muni engu síður en hin fyrirhug- aða ríkislögregla verða notuð á móti verkalýðnum í vinnudeilum, vita upphafsmenn þessarar sam- þykktar ofurvel. Það sýna hin hlægilegu niðurlagsorð hennar, að flokksþingið leggi áherzlu á að lögreglan „sé ekki notuð til þess að hafa úrslitaáhrif á niðurstöðu í vinnudeilum^C!). Á móti þessari samþykkt greiddi aðeins einn einasti fulltrúi atkvæði, Þorberg- ur Þorleifsson frá Hólum í Horna- firði, sem mælti á móti öllum her- búnaði af hálfu ríkisvalds og bæjarfélaga, 1 hvaða mynd sem væri. Allmargir sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Til þess að tryggja það, að þessum samþykktum flokksþings- ins verði fylgt einnig á Alþingi, hefir ný skipulagsskrá verið samþykkt fyrir „Framsóknar- flokkinn“, sem ákveður, að „ef meirihl. miðstjómar og meirihl. þingmanna flokksins gerir sams- konar samþykkt um afgreiðslu máls á Alþingi er sú samþykkt bmdandi fyrir alla þingmenn flokksins í því máli“. Þetta ákvæði vakti á þinginu allmiklar deilur, en var þó samþykkt með 130 atkvæðum á móti 30. í miðstjórn flokksins hefir þingið kosið: Ásgeir Ásgeirsson ráðherra, Eystein Jónsson skatt- stjóra, Gísla Guðmundsson rit- stjóra, Guðbrand Magnússon framkvæmdarstjóra, Eyjólf Kol- beins bónda, Hannes Jónsson dýralækni, Hermann Jónasson lögreg'lustjóra, Jónas Jónsson frá Hriflu, Jón Ámason fram- kvæmdastjóra, Pál Zophóníasson ráðunaut, Sigurð Kristinsson framkvæmdastjóra, Sigurþór ól- afsson bónda, Tryggva Þórhalls- son bankastjóra, Vigfús Guð- mundsson frá Borgarnesi og Þor- stein Briem ráðherra. Eins og sjá má er yfirgnæfandi hluti mið- stjórnarinnar skipaður mönnum Jónasar frá Hriflu. Það er augljóst mál, að dagar samsteypustjórnarinar væru tald- ir, ef samþykktum flokksþingsins yrði framfylgt af „Framsóknar- mönnum“ á Alþingi. En til þess að hindra fyrst um sinn að til þess komi hefir íhaldið og málalið þess í Framsókn, Ásgeir Ásgeirs- son og klíka hans, í hyggju að fresta Alþingi áður en til at- kvæðagreiðslu kemur um þau mál, sem ágreiningurinn er gerður um: fyrst og fremst kjördæma- málið. Fyrir samsteypustjórnina er íhaldið reiðubúið til þess að fórna „réttlætismálinu“ einnig' á þessu þingi. Kommúnistaflokkur s" ' F5 Isiands (Reykjavíkurdeildin) heldur fund í fundarsalnum við Bröttugötu þriðjudaginn 11. apríl kl. 8i/2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Samfylkingartilboð til Alþýðu- flokksins. 2. Akureyrarverkfallið. 3. Útlendar fréttir(Dýrleif Árna- dóttir). Reykjavíkurdeildin. tMmHassmBBwœmixaEBmmaamamBMm F. U. K. Kaffikvöld heldur Félag ungra kommúnista á fimmtudag (skírdag) kl. 8V2 í K.R.-húsinu uppi. Til skemmtunar verður: Ræða. Upplestur. Leikhópar. Söngur og fleira. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Aðgöngumiðar fást á afgreiðslu V erklýðsblaðsins. Skemtifundur \ verður haldinn' af F. U. K. í Bröttugötu laugardaginn 5. apríl kl. 9 e. h . Fjölbreytt skemmtiskrá. Skemmtifundurinn, sem átti að vera síðastliðinn laugardag, verð- ur miðvikudaginn 12. apríl kl. 9 e. h. með þeirri skemmtiskrá, sem búið var að auglýsa. Héðmn Valdimarsson agent Hitlers á Islandi Héðinn Valdimarsson flytur lesendum Alþýðublaðsins þá fregn, að Alþjóðasamband komm- únista hafi rekið foringja þýzka kommúnistaflokksins, félaga Thál- mann, úr flokknum, fyrir „ósæmi- lega framkomu“. Þessi fregn er frá lygamiðstöð- inni í Riga, sem flutt hefir flest- ar reifarasögurnar um „þjóðnýt- ingu kvenna“ í Rússlandi 0. s. frv. Fer vel á því, að Héðinn ger- ist boðberi hinnar illræmdu mið- stöðvar gagnbyltingarmannanna í Riga. Það, sem síðast hefir spurzt af félaga Thálmann, er að hann sást liggjandi á gólfinu í pynt- ingarklefa Nazistanna, aðfram- kominn eftir ægilegar misþyrm- ingar. Enginn veit með vissu, hvort hann er lífs eða liðinn. Meðan lífið er kvalið úr for- ingja þýzka verkalýðsins, situr Uéðinn Valdimarsson í luxusíbúð sinni og vegur aftan að honum með níði Hitlersbandíttanna. Um knéfall, eigi aðeins forseta þýzka Alþýðuflokksins, OttoWels, heldur flokksins í heild, fyrir Hitler, hefir blaðið fengið nánari fregnir en útvarpsfrétt þá, sem birt var í síðasta bláði, og verð- ur nánar skýrt frá því í næsta blaði.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.