Verklýðsblaðið - 20.06.1933, Síða 1
VERKLÝÐSBIAÐIÐ
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILDÚR A.K.)
IV. árg.
Reykjavík 20. júní 1933
27. tbl.
a
Síðan Island byggðist hefir
stéttákúgun ríkt í landinu. Þræl-
ar, smábændur, vinnulýður, fiski-
menn og verkalýður nútímans
hafa kynslóð eftir kynslóð verið
arðrændir og þjáðir af þrælaeig-
endum, höfðingjum, klerkastétt,
embættismönnum, einokunarkaup-
mönnum og síðast en ekki sízt af
innlendu og erlendu auðvaldi nú-
tímans. Kúgunarskipulagið hefir
breyzt, ein yfirstéttin tekið við
af annari, en undirokun alþýð-
unnar hefir haldizt.
Auðvaldsskipulagið á Islandi
hefir margfaldað þessa kúgun og
margfaldað gróða yfirstéttarinn-
ar með aðstoð vélanna. Afli sjó-
manns á togara er 20 sinnum
meiri en fiskimanns á róðrarbát.
En núverandi kreppá sýnir bezt,
að þessi geysilegu auðskapandi
tæki verða hinum vinnandi stétt-
um til bölvunar, meðan auð-
mannastéttin hefir eignarvaldið
yfir þeim. Verkalýðurinn, sem
eingöngu lifir af sölu vinnuafls
síns, er með skylduliði sínu um
það bil helmingur allra íbúa
landsins. Daglega minnka lífs-
möguleikar hans. 2—3000 eru
sífellt atvinnulausir. Þúsundir
verða að þola kauplækkun. Meiri-
hluti þeirra, sem vinnur, fær að-
eins laun fyrir part af árinu.
Flestallir hlutaráðningasjómenn
eru vart matvinnungar. — En
auðurinn safnast fyrir hjá yfir-
stéttinni, stórkostlegar matar-
birgðir skemmast eða eru eyði-
lagðar. En auðmennirnir byggja
sér skrauthýsi og lifa í allsnægt-
um.
Það sverfur að millistéttunum.
Sjötti hluti bændastéttarinnar á
ekki fyrir skuldum. Hrun þeirra
vofir yfir og færist nær og nær
sökum vaxandi kreppu auðvalds-
skipulagsins.
íslenzka burgeisastéttin hefir
innleitt hinar nýju arðránsað-
ferðir með aðstoð erlends auð-
valds. Danskt og brezkt auð-
magn hefir gegnum banka, ríkis-
vald og innlend auðfélög hjálpað
til að koma upp togurum, verk-
smiðjum og öðrum stórstígum
framleiðslutækj um. Klófestir hið
erlenda auðvald nú í samvinnu
við íslenzku burgeisastéttina
drjúgan skerf af gróðanum,
sem alþýðan skapar. Auk alls
þess, sem erlenda auðvaldið fær í
verzlunargróða, renna 5—6 milj.
kr. árlega til þess aðeins í vexti
af 80 milj. kr. skuldum við það.
Það eru 300 k'é'&': Jj árstekjum
meðal verkamannsfjölskyldu. Við
þetta bætast svo afborganirnar.
Þetta arðrán erlenda auðvalds-
ins er órjúfanlega tengt sjálfri
tilveru og gróðamöguleikum ís-
lenzku burgeisastéttarinnar og
verður ekki afnumið nema um
leið og íslenzka auðvaldið.
15 ár eru liðin síðan hið borg-
aralega Island lýsti yfir sjálf-
stæði sínu. En með hverju árinu
hefir þjóðin orðið fjötraðri út-
lenda auðvaldinu, glatað meir og
meir fjárhagslegu og atvinnu-
legu sjálfstæði. Allir borgaralegu
stjórnmálaflokkamir hafa hjálp-
ast að því að steypa henni í þessa
kúgun. Sjálfstæðisflokkurinn
skarar fram úr sökum brezka
lánsins, Shell-leppmennskunnar,
Krossanesmálanna o. fl. „Fram-
sókn“ gerist aðalerindreki banka-
auðvaldsins, einkum síðan 1927,
að auðvaldsskipulag Islands fyrir
alvöru komst inn á skeið fjár-
málaauðmagnsins. Hinn borgara-
legi Alþýðuflokkur ofurselur sig
brezkum olíuhringum, erlendu
bankaauðvaldi og útibúi heims-
auðvaldsins í verklýðsstéttinni,
II. Internationale. Og allir hjálp-
ast þessir flokkar með svívirði-
legri skattapólitík að með að
velta byrðum skuldanna yfir á
alþýðuna, sem þrautpínd er fyrir
með atvinnuleysi og kauplækkun-
um. Og allir svínbeygja þessir
flokkar sig fyrir erlendu kon-
ungsvaldi og sambandi því við
danska auðvaldið, sem gefur því
sérréttindi hér á landi.
Hámarki verklýðs- og þjóðar-
kúgunarinnar var náð á Alþingi
1933 með myndun ríkislögregl-
unnar gegn verkalýðnum og
samþykkt brezku og norsku
samninganna, er gefa útlenda
auðvaldinu enn meiri sérréttindi
en fyrr. Þegar íslenzk borgara-
stétt loks skapar sér ríkisher, þá
er það ekki til að beita honum í
frelsisbaráttunni gegn hinu er-
lenda auðvaldi, heldur þvert á
móti til að hafa hann sem vopn
og verju gegn verkalýðnum, inn-
lendri og erlendri auðvaldskúgun
til vemdar og aðstoðar. — Á
sama tíma er tollunum hlaðið á
nauðsynjar hinna fátæku, en
þeim ríku hlíft við sköttum.
Verkalýðnum neitað um atvinnu-
leysisstyrk, en of fjár varið til
konungs, yfirvalda og kúgunar-
tækja. Og fátækir bændur sviftir
möguleikanum til að öðlast út-
strikun skuldanna, en undirbúin
fjárveiting til stórbændanna í
stórum stíl á kostnað fjöldans.
En allt sem telst til menningar,
vísinda og lista, er skorið niður,
til að spara féð, en fjársvikurum
og bröskurum gert lífið léttara að
sama skapi og öll hneykslismál
þeirra látin niður falla.
Nú þegar ræðst ríkisvaldið
sem brimbrjótur atvinnurekenda-
stéttarinnar á kauptaxta verka-
lýðsins. Stéttabaráttan harðnar
allsstaðar, því alþýðan rís upp til
baráttu, heimtar vinnu og brauð,
en ríkisvald auðmannanna svar-
ar með grjóti og gúmmíkylfum.
Undir þessum kringumstæðum,
í þessari vaxandi neyð allra vinn-
andi stétta, með hættuna á fas-
ismanum, ógnarkúgun auðvalds-
ins framundan, sem sífellt fær-
ist nær fyrir ofbeldisráðstafanir
hins svokallaða lýðræðis, —
snýr Kommúnistaflokkur Islands
sér til allra verkamanna, fiski-
manna og smábænda á Islandi og
skorar á þá að sameinast í erfiðri
lífsbaráttu sinni til að ráða nið-
urlögum hins drottnandi auðvalds-
skipulags, sem er dauðadæmt og
ekkert geymir í skauti sínu nema
örvænting og aukna kúgun.
Vinnandi stéttir íslands!
Þið hafið áður hrist hlekkina
svo um munaði, þegar neyðin
svarf sárast að. Þið hafið áður
ráðið niðurlögum einstakra yfir-
stéttarböðla, þegar kúgun þeii-ra
keyrði fram úr hófi. Dæmin um
Jón Gerreksson, Árna lepp og
ýmsa einokunarkaupmenn eru enn
ekki gleymd. Þið hafið áður, fá-
tækir bændur íslands, háð póli-
tíska frelsisbaráttu gegn dönsku
kúgunarvaldi. Þið hafið áður, ís-
lenzkir verkamenn, knúið fram
með samtökum, kröfugöngum
og verkföllum, þær hagsbætur,
sem ylckur hafa verið látnar í
té.
Nú er allt það í veði, sem unn-
ist hefir. Ýmist verður það svik-
ið smámsaman í hendur innlendu
og erlendu auðvaldi af erindrek-
um þess innan verkalýðs- og
bændastéttar — eða það verður
hrifsað í hendur þess sama með
ógnarstjórn fasismans, — ef
verkalýðurinn til sjávar og sveita
ásamt hinum fátæku millistétt-
um ekki sameinast nú þegar til
sóknar og vamar.
Þeirri sjálfstæðisbaráttu, sem
íslenzka alþýðan hefir háð og
burgeisastéttin sveik 1918 með
bræðing-num við danska auðvald-
ið, verður ekki lokið nema með
sigri sósíalismans. Frelsi „þjóðar-
innar“ af klafa erlenda valdsins
og frelsi verkalýðsins af klafa
irmlends auðvalds, er órjúfanlega
tengt saman — alveg eins og
kúgun innlenda og erlenda auð-
valdsins.
Mótmælið atvinnuleysinu, kaup-
lækkununum, tollabyrðinni og öll-
um öðrum hungurárásum auð-
valdsins!
Krefjist þess að auðmannastétt-
in sé sjálf látin bera kreppubyrðar
sínar, með því að komið sé á át-
vinnuleysistryggingum handa öll-
um vinnandi mönnum á kostnað
hennar! Knýið fram afnám tolÞ
anna á brýnustu lífsnauðsynjum,
— hækkun skattanna á auðmönn-
um . — Hindrið með vægðarlaus-
um verkföllum kauplækkanir og
knýið fram kauphækkun þeirra
Verst launuðu, sem svar, að dæmi
j árniðnaðarmanna.
Mótmælið fjársvikunum í Is-
landsbanka, Útvegsbankanum og
annarsstaðar. Mótmælið réttar-
hneykslunum og niðurþöggun
glæpamála yfirstéttarmanna, Egg-
erts Claessens, M. G. og annara
manna! Mótmælið svindlinu, sem
verið er að undirbúa með kreppu-
lánasjóðnum!
Krefjist algerðrar útstrikunar
á skuldum smábænda og mikilla
eftirgjafa fyrir miðlungsbændur.
Heimtið braskarana, sem gefið
hafa sjálfum sér upp yfir 30 milj-
ónir króna og skella því nú á bak
alþýðunnar, fangelsaða og
dæmda!
Mótmælið samsteypustjóminni,
sem leiðir hungur yfir alþýðuna
og beitir hana ofbeldi! Mótmælið
skuldagreiðslunum til erlenda
auðvaldsins, sem alþýðan stynur
undir!
Heimtið að íslenzku burgeisarn-
ir séu látnir borga sínar eyðslu-
skuldir sjálfir — með vægðar-
lausum sköttum á þá!
Mótmælið kúgun og ofbeldi ís-
lenzka og erlenda auðvaldsins!
Heimtið fullt félagslegt og
þjóðarfrelsi til handa íslenzkri
alþýðu!
En mótmælið — og heimtið —
ekki aðeins með því að kjósa
Kommúnistaflokk íslands — eina
flokkinn, sem forustuna hefir í
frelsisbaráttu alþýðunnar, —
heldur fyrst og fremst með því
að mynda í dægurbaráttunni hina
voldugu samfylkingu allra vinn-
andi, sem ein saman getur frels-
að alþýðuna frá eymd og áþján
auðvaldsskipulagsins, frá ella yf-
irvofandi gerræði og villimennsku
fasismans, og talið þá því máli
við valdhafana, sem þeir skilja,
með múgfundum, kröfugöngum
og verkföllum.
Hver smásigur í dægurbarátt-
unni er varða á leiðinni til sósíal-
ismans, — þeirri leið, sem alþýða
Ráðstjórnarríkjanna hefir gengið
undir forustu Kommúnistaflokks-
ins. Og nú er skapað þar byrjun-
arstig' sósíalismans, atvinnuleys-