Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 20.07.1933, Qupperneq 1

Verklýðsblaðið - 20.07.1933, Qupperneq 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST AFLOKHURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) IV. ápg. Reykjavík 20. júlí 1933 32. tbl. 2700 kjósendur greiða Kommúnistaf lok knum atkvæði! Atvínnuleysíð á Siglufirðí. Með atvinnuloforðum og undir- róðri í verkamönnum og sjómönn- um um að „bera sig eftir björg- inni“ og fara þangað sem atvinn- an væri — hafa burgeisamir og kratabroddarnir hjálpast að því að tæla verkamenn, sjómenn og síldarstúlkur til Siglufjarðar. N Þrátt fyrir að minni atvinnuvon var þar nú í sumar en undanfarið og að síðari árin hefir farið þang- að svo mikið af verkafólki frá öllum landsfjórðungum að tölu- vert atvinnuleysi hefir verið þar um hábjargræðistímann — þrátt fyrir þetta streymir fólk til Siglu. fjarðar unnvörpum nú í sumar — eftir leiðbeiningum borgarablað- anna og Alþýðublaðsins og býst við að eitthvað sannleikskorn sé í 'skrifum þeirra um nóga atvinnu á Siglufirði í sumar o. s. frv. En nú er svo komið að fjöldi fólks hefir ekkert húsaskjól, ekk- ert að borða og enga atvinrm framundan. Burgeisablöðin neyð- ast til að birta fréttaskeyti frá Siglufirði, sem skýra ástandið þannig „að margir verða að haf- ast við úti á víðavangi sökum hús- næðisleysis“ og „sökum fólks- fjöldans býst margt manna til þess að vinna fyrir lítið kaup, jafnvel sem matvinnungar“. Tilgangur burgeisanna og Al- . þýðuflokksforingjanna með því að tæla fólk til Siglufjarðar er einn liðurinn í hinni almennu kaup- lækkunarherferð, sem nú er haf- in um land allt. — Sami tilgang- urinn og með því að láta verka- menn hér í Reykjavík enga at- vinnubótavinnu fá, en nota sér neyð þeirra til að þvinga þá með aðstoð kratabroddanna til að vinna fyrir 75 aura um klukku- tíma. Sami tilgangur og það að nota sér neyð smábænda og vinnumanna í sveit, til þess að þvinga þá til að vinna í vega- vinnu fyrir 50—75 aura um tímann. — Verkamenn! Launalækkanafyr- ii'ætlanir burgeisanna eru ótak- markaðar. 75—50 aura um tím- ann er aðeins fyrsta takmarkið. Atvinnuleysingjar á Siglufirði! Hefjið öfluga baráttu gegn at- vinnuleysinu — sameinist um þá kröfu, að láta burgeisana borga fargjöld ykkar heim! Það er þeirra skylda fyrst þeir hafa tælt ykkur þangað. Einungis slík sameiginleg bar- átta alls verkalýðs getur hindrað frekari launalækkanir og komið aftur á atvinnubótum — hér í Reykjavík og um land allt. — Eftirfarandi kosningaúrslit eru nú orðin kunn (atkvæðatölurnar í svigupum sína fylgi flokkanna eða frambjóðenda þeirra við næstu kosningar á undan): I Reykjavík fékk Kommúnista- flokkurinn (B-Iistinn) 737 atkv. (651), Alþýðuflokkurinn (A-list- inn) 3244 (2153) og íhaldsflokk- urinn (C-listinn) 5693 (5303). Kosningu hlutu: Jakob Möller, Magnús Jónsson og Pétur Hall- dórsson af lista íhaldsflokksins og Héðinn Valdimarsson af lista Alþýðuflokksins. Á Akureyri fékk Einar Olgeirs- son (K) 523 atkv. (434), Stefán Jóhann Stefánsson (A) 335 (158) og Guðbrandur fsberg (f) 650 (598). í Vestmannaeyjum fékk ísleif- ur Högnason (K) 338 atkv. (220), Guðmundur Pétursson (A) 130 (235) og Jóhann Jósefsson (í) 667 (753). í Hafnarfirði fékk Björn Bjarna- son (K) 33 atkv. (0), Kjartan Ólafsson (A) 769 (679) og Bjarni Snæbjörnsson (í) 785 (741). Á ísafirði fékk Jón Rafnsson (K) 54 atkv. (0), Finnur Jóns- son (A) 493 (526) og Jóhann Þorsteinsson (í) 382 (339). Á Seyðisfirði fékk Haraldur Guðmundsson (A) 221 atkv. (274) og Lárus Jóhannesson (í) 184 (145). í Mýrasýslu fékk Matthías Guðbjartsson (K) 28 atkv. (0), Hallbjörn Iialldórsson (A) 17 (0), Bjarni Ásgeirsson (F) 388 (449) og Torfi Hjartarson (í) 317 (349). I Rangárvallasýslu fékk Jón Guðlaugsson (A) 46 atkv. (0), Sveinbjöm Högnason (F) 606 (603), Páll Zóphóníasson (F) 530 (557), Jón Ólafsson (í) 774 (761) og Pétur Magnússon (í) 643 (581). í Árnessýslu fékk Magnús Magnússon (K) 157 atkv. (0), Haukur Björnsson (K) 46 (0), Ingimar Jónsson (A) 180 (137), Einar Magnússon (A) 141 (211), Jörundur Brynjólfsson (F) 756 (974), Magnús Torfason (F) 616 (904), Eiríkur Einarsson (í) 752 (642) og Lúðvík Norðdal (í) 650 (546). í Austur-Húnavatnssýslu fékk Erling Ellingsen (K) 39 atkv. (0), Guðmundur Ólafsson (F) 345 (513) og Jón Pálmason (f) 399 (417). í Vestur-Húnavatnssýslu fékk Ingólfur Gunnlaugsson (K) 32 atkv. (0), Hannes Jónsson (F) 286 (345) og Þórarinn Jónsson (í) 237 (275). í Vestur-ísafjarðarsýslu fékk Gunnar M. Magnússon (A) 62 (35), Ásgeir Ásgeirsson (F) 441 (541) og Guðmundur Benedikts- son (í) 155 (233). í Dalasýslu fékk Þorsteinn Briem (F) 308 atkv. (385) og Þorsteinn Þorsteinsson (í) 382 (310). í Barðastrandasýslu fékk And- rés Straumland (K) 75 atkv. (0), Páll Þorbjarnárson (A) 82 (61), Bergur Jónsson (F), 465 (747) og Sigurður Kristjánsson (í) 292 (332). í Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu fékk Jón Baldvinsson (A) 132 atkv. (246), Hannes Jónsson (F) 490 (475) og Thor Thors (í) 612 (492). í Gullbringu- og Kjósarsýslu fékk Hjörtur Helgason (K) 42 at- kv. (0), Guðbrandur Jónsson (A) 103 (101), Klemens Jónsson (F) 253 (368) og Ólafur Thors (í) 902 (1039). í Borgarfjarðarsýslu fékk Sig- urjón Jónsson (A) 84 atkv. (32) Jón Hannesson (F) 304 (428) og Pétur Ottesen (í) 555 (603). í Vestur-Skaftafellssýslu fékk Lárus Helgason (F) , 365 atkv. (390) og Gísli Sveinsson (í) 387 (377). í Austur-Skaftafcílssýslu fékk Eiríkur Helgason (A) 85 atkv. (A), Þorleifur Jónsson (F) 219 (317) og Stefán Jónsson (í) 141 (138). í Suður-Þingeyjarsýslu fékk Aðalbjörn Pétursson (K) 194 atkv. (121), Ingólfur Bjamason (F) 775 (1033), Kári Sigurbjarn- arson (í) 228 (216) og Jón II. Þorbergsson (Þ) 35. í Norður-Þingeyjarsýslu fékk Björn Kristjánsson (F) 375 at- kv. (344) Júlíus Havsteen (í) 129 (0) og Benjamín Sigvalda- son (Ó) 21. í Skagafjarðarsýslu fékk Pétur Laxdal (K) 44 atkv. (0), Elísabet Eiríksdóttir (K) 41 (0), Stein- grímur Steinþórsson (F) 750 (820), Brynleifur Tobíasson (F) 745 (782), Magnús Guðmundsson (í) 875 (796) og Jón Sigurðsson (í) 819 (778). I Suður-Múlasýslu fékk Arn- finnur Jónsson (K) 134 atkv. (0), Jens Figved (K) 116 (0), Jónas Guðmundsson (A) 334 (454), Ámi Ágústsson (A) 180 (420), Eysteinn Jónsson (F) 690 (851), Ingvar Pálmason (F) 671 (842), Magnús Gíslason (í) 590 (675) og Jón Pálsson (I) 447 (618). I Norður-Múlasýslu fékk Gunn- ar Benediktsson (K) 72 atkv. (0), Sigurður Árnason (K) 35 (0), Benedikt Gíslason (Ó) 134 Páll Hermannsson (F) 430 (611), Halldór Stefánsson (F) 363 (619), Jón Sveinsson (í) 232 (313) og Gísli Ilelgason (í) 226 (307). Eftir er að telja atkvæðin að- eins í Eyjafjarðarsýslu og Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Þeir, sem ekki kunna að skoða kosningar í öðru ljósi en því, hve mikla hrossakaupamöguleika flokkarnir hafi á komandi þing- um, mundu gera mikið veður út aí því, að íhaldsflokkurinn hefir við þessar kosningar unnið 6 þingsæti af Framsókn og kemur því til með að eiga 21 fulltrúa á þingi í stað þeirra 15, sem voru þar fyrir kosningarnar. En sá „kosningasigur“ byggist alls ekki á því, að íhaldinu hafi aukizt kjósendafylgi í landinu, enda mun hann heldur ekki hafa neina raunverulega stefnubreytingu í för með sér í stjóm landsins. Ihaldið hefir, síðan samsteypu- stjórnin var mynduð í fyrravor, verið ráðandi stjórnarflokkur og Framsókn í einu og ’öllu rekið þess erindi. Og það er ekki nema rökrétt afleiðing af því, að hundr- uð, ef ekki þúsundir smábænda, sem fram á síðustu tíma hafa treyst á Framsókn, hafa nú í þessum kosningum, snúið baki við þeim flokki. Því miður hefir all- ur fjöldinn af þeim ennþá ekki áttað sig á því hvað gera skuli, heldur setið hjá án þess að taka þátt í þessum kosningum. Að- eins stéttvísasti hluti smábænd- anna hefir í fyrsta sinni víðsveg- ar um landið kosið Kommúnista- flokkinn. Samt sem áður er sigur Komm- únistaflokksins það, sem einkenn- ir þessar kosningar. Hann hefir einn allra flokka aukið fylgi sitt í landinu og það í stærsta stíl. Eins og snjábændurnir hafa snú- ið baki við Framsókn, eins hafa hundruð verkamanna sagt skilið við Alþýðuflokkinn og kvittað á þann hátt fyrir svik sósíaldemó- kratisku broddanna við verkalýðs- hreyfinguna. Það væri ennþá aug- sýnilegra ef Framsókn hefði ekki í Reykjavík, á Akureyri og ann- arsstaðar í bæjunum kosið Al- þýðuflokkinn til þess að breiða

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.