Verklýðsblaðið - 11.12.1933, Blaðsíða 4
V átryggingarhlutaíélagið
Nye Danske »11864
Líftryggingar og brunatryggingar
Bezt kjör.
Aðalumboð fyrir ísland:
V átryggingaskrifstof a
Sigfúsar Sighvatssonar
Lækjargötu 2. Sími 3171
Beztn cigarettnrnar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1.10 —
•ro
Commander
Westminster VirRÍnia
dgarettur
Þwbí ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá
Tóbakseinkasölu ríkisins
Búnar til af
IMmttr In Coieny 111
London
Aldrd fyi*
hefir verið tækifæri til að kaupa jafnódýra borðlampa og nú. '
20°|o afsláttur til |óla
Raftakjaverzlon Eiríks HJartarsonar
Laugavegi 20. — Sími 4690
Verkalýðsmál
í Sandgerði.
og síðasta verkfall.
Pjrrir þremur árum var stofn-
að Verklýðsfélag Sandgerðis. Náði
það þá þegar samkomulagi um
dtauptaxta, sem var töluvert hærri
en kaup það, sem áður var greitt.
Ári síðar gekk félagið í Al-
þýðusambandið og varð þá nokk-
ur klofningur innan félagsins og
gengu þá nokkrir menn úr því,
sem ekki vildu láta skipa sér fyr-
ir um pólitískar skoðanir.
Eftir þetta náði félagið sam-
komulagi við annan atvinnurek-
andann, en Haraldur Böðvarsson,
sem þekktur er af Akranesi,
þrjóskaðist á móti félaginu og
misheppnaðist að stöðva vinnu
hjá honum. Má hiklaust kenna
það deilunum innan og utan fé-
lagsins út af Alþýðusambandinu,
og hefir Haraldur því farið sínu
fram síðan.
Aðstoðar Alþýðusambandsins
hefir félagið leitað tvisvar. 1 ann-
að skiptið svaraði sambands-
stjómin aldrei, en í hitt skipvið
taldi hún sig ekkert geta gjört
fyrir félagið, enda sagði félagið
sig úr sambandinu nokkru seinna.
í sumar hefir verið unnið mik-
ið að því við byggingar á bryggj-
um og húsum. Mikið af vinnunni
hefir verið steypu og grjótvinna,
og því erfið og mikið fataslit. En
með ýmsum brögðum tókst Har-
aldi Böðv. & Co. að fá mennina
til að vinna þessa vinnu fyrir
kr. 0,90 um klst., bæði daga og
nætur og helgidaga og var mikið
unnið að næturlagi, þar sem um
bryggjumar var að ræða.
Kom hinn atvinnurekandinn,
Loftur, fljótt á eftir með sams-
konar launaárás, en ekki tókst
verkamönnum að hrinda þessari
launalækkun af sér þá þegar.
Samfara launalækkununum hef-
ir farið mjög hækkandi verð á
nauðsynjavöru almennings. Mis-
munurinn frá Rvíkurverði er
þetta 10—15 au. á nauðsynjavöru.
Þessar aðfarir atvinnurekenda,
ásamt því sem unnið hefir verið
að því að skipuleggja félagið upp
að nýju, sem hefir legið niðri um
nokkum tíma hefir opnað augu
almennings fyrir nauðsyn félags-
skapar verkalýðsins, til að hrinda
af sér launalækkunarárásum auð-
valdsins og vinna sér nokkur
hlunnindi, s. s. peningagreiðslu,
ákveðinn vinnutíma o. þ. u. 1.
1 haust kaus félagið samninga-
nefnd, samþ. kauptaxta og byrjaði
nefndin þá þegar að vinna að
því að fá atvinnurekendur til
að samþykkja hann, sem hefir
gengið í töluverðu þófi. Enn-
fremur var unnið að því að vinna
taxtanum fylgi hjá verkafólki
utan félagsins og ná mönnum í
félagið og hafa verkamenn verið
að smáganga í félagið á meðan
samningaumleitanir stóðu yfir, en
nú síðasta sunnudag á fundi,
sem haldinn var til að samþ.
kauptaxtann að fullu og leysa
verkfallið, sem gert var hjá H.
B. & Co. á laugardaginn, eftir að
atvinnurekendur höfðu skrifað
undir hann, gengu þeir verka-
menn, sem eftir voru utan fé-
lagsins, allir inn. Má af því nokk-
uð marka hug manna til félags-
ins og baráttu þess, enda er
óhætt að fullyrða, að hver einasti
verkamaður og kona hér í pláss-
inu hafi fylgb félaginu að málum
við þessa samninga og verkfall,
enda náði félagið fullum sigri að
neita mátti á því. sem upphaf-
lega var ákveðið.
Atvinnurekendur stóðu hér al-
gjörlega einangraðir nema hvað
H. B. & Co. tókst að narra þrjá
smiði, sem tveir voru aðkomu-
menn, til að gjöra tilraun til að
vinna, þrátt fyrir bann verklýðs-
félagsins, en það veittist ekki
erfitt að stöðva þá, því allir voru
verkamennirnir samtaka sem
einn maður. Nú er það á hvers
manns vörum, að ekki megi al-
þýðan hér vera án verkalýðs-
I félagsins, ef hún eigi að standast
árásir auðvaldsins í kaupkúgun og
okri.
En hvað kennir þessi sigur
verkalýðsins í Sandgerði okkur?
Ilann færir okkur heim sanninn
um það, að hægt er að vinna
kauphækkun þrátt fyrir krepp-
una og þrátt fyrir hinar mismun-
andi pólitísku skoðanir verka-
mannanna.
En skilyrðið er: að baráttan sé
háð á stétarlegum og hagsmuna-
legum grundvelli verkalýðsins
sjálfs og hann hafi sjálfur bar-
áttuna á hendi í öllum greinum,
og að kratabrodunum takist ekki
að sýkja verkalýðinn með áhrif-
um sínum, þá er sigurinn vís.
Þessa lærdóma, ásamt öðrum
fleirum, vil ég biðja allan verka-
lýð að athuga vel og taka til
hagnýtingar í baráttunni við
auðvaldið og kratabroddana.
Leiðirnar eru tvær: Annars-
vegar leið kratabroddanna, leið
sundrungarinar, undanhaldsins og
svikanna, eins og í Keflavíkurdeil-
unni, og hinsvegar leið Kommún-
istaflokksins, leið samfylkingar-
innar á grundvelli stéttabarátt-
unnar, eina sigursæla leiðin.
Fram til baráttu, verkamenn og
konur, en. látið ekki broddana
eyðileggja allan sigurinn.
H. B. H.
Áthiigiö
Ávextir, nýir:
Epli, þrjár tegundir,
Appelsínur, — Vínber.
Ávextir, þurkaðir:
Rúsínur, — Sveskjur,
Apricosur, — Epli,
Fíkjur, — Döðlur,
Konfektrúsínur.
Valhnetur, — Heslihnetur,
Krakmöndlur.
Hreinlætisvörur, mikið úrval.
Þar á meðal hinar fínu eftir-
sóttu vörur frá: J. G. Mouson
& Co.
— Hentugar til jólagjafa! —
Ilmvötn, — Hárvötn,
Rakspeglar,
Snyrtivörur, margskonar.
Hillupappír og eldhúspappír,
í rúllum, mislitur og hvítur.
Spil, margar tegundir.
Tóbaksvörur, — Sælgæti,
Matvörur, — Nýlenduvörur.
Brauðgerð kaupfélagsins sel-
ur brauð og kökur með lægsta
verði bæjarins. Þar er hið
eítirsótta Kjarnabrauð selt.
Góðar vörur. Sanngjarnt verð.
Hanpíéiag
Reykjavíkur
Bankastræti 2.. Simi 1245.
Norölenzkt dilkakjöt
Urvals saltkjöt
Tólg
Smjör
Frima Saltsíld í 5 kg. dúnk.
Kjötbúð
Reykjavikur
Vesturgötu 16. Sími 4769.
mmmmmmm^mmmmmmammmmmmmm
Jólabazar
Þorl. Þorleifssonar
Leikföng
og allskonar
jólavarningur
jólatrésskraut
og jólatré.
Jólabazar minn er þekkt-
ur fyrir greið og góð við-
skipti. — Komið í
Liverpoolkjallarann,
Vesturgötu 3 eða Austurstr 6.
AbyrgOarm.: Brynjólhur BJanuuoa.
Prentsmiðjan Acta.