Verklýðsblaðið - 30.07.1934, Blaðsíða 3
V atnsveitu-verkameim
undirbúa barúttu,
stjórnin nú þegar að beita fasist-
iskum aðferðum. 1, orði kveðnu á
að stöðva greiðslur til varalögregl-
unnar, en J. J. upplýsir í áður-
nefndri grein, að ekki muni neitt
til sparað, ef móti kommúnistum
.þnrfi að berjast, til að „halda
nppi löguní og reglu“. Fordæmin
úr Borðeyrardeilunni nægja til að
sýna verkalýðnum, hver hætta er
á ferðum. Þá tóku foringjar sam-
steypuflokkanna höndum saman
um að beita verkalýðinn vægðar-
lausu ofbeldi — og nú er herfor-
inginn frá 9. nóv.“, Hermann Jón-
asson, settur sem forsætisráðherra
— tákn hins „brútala" valds og
ofbeldis gegn verkalýðnum.
En Kommúnistaflokkurinn læt-
ur sér ekki nægja áð segja verka-
lýðnum að þetta ætli stjómin að
gera. Hann skorar á allan verka-
lýð að hefjast handa strax um
að hindra hana í að gera þetta;
að samfylkja sér um brýnustu á-
hugamál sín, að beina hverri
kröfunni, — senda hverja sendi-
nefndina á fætur annari — til
nýju stjórnarinnar, til að heimta
að loforðin frá kosningunum séu
efnd!
Vegavinnumenn! Krefjist 1 kr.
kaups nú þegar!
Sjómenn! Heimtið síldartollinn
greiddan ykkur strax í haust!
Verkamenn í . vatnsveitunni!
Heimtið að ríkisstjórnin hlutist til
um að þið fáið vinnuna áfram!
Esju-sjómenn! Heimtið fulla
vinnu, látið ekki ríkisreksturinn
byrja hungurherferðina á ykkur!
Neytendur! Mótmælið kjöt-
hækkuninni!
Verkalýður íslands! Það hefir
aldrei gilt eins mikið og nú að
skapa samfylkinguna neðan frá,
undir forustu K. F. í.!
Um 20 verkamönnum hefir nú
verið sagt upp vinnu við vatns-
veituna.
Nefnd sú, sem kosin var af
vatnsveituverkamönnunum, til að
undirbúa baráttu gegn uppsögn-
unum en fyrir aukinni vinnu,
hefir komið sér saman um eftir-
farandi kröfur:
1. Að krefjast óslitinnar vinnn
hantia þeim, sem unnið hafa hjá
hænum undanfarna mánuði, en sem
nú er verið að segja upp og að þeir
verði tafarlaust teknir aftur í vinn-
una, sem nú þegar hefir verið sagt
upp.
2) Vinnudagur í allri bæjarvinnu
(þar með talin hafnarvinna, vinna
hjá rafmagnsstöðiuuí o. s. frv.) sé
8 klst. Dagkaup óskert kr. 13,60.
Sumarírí: minnst 6 virkir dagar með
fullu kaupi fyrir þá, sem unnið hafa
hjá bænum 6—24 mánuði, en 2 vikur
(minnst 12 virkir dagar), fyrir þá,
sem .unnið hafa full 2 ár eða lengur.
3) Nú þegar sé hafin atvinnubóta-
vinna fyrir 200 til 300 manns. Vinnu-
tími sá sami og verið hefir. Kaup
hækki til samræmis við 8 stunda
vinnudag.
Til undirbúnings baráttunni fyrir
| kröfum þessum teljum við nauðsyn-
j legt:
! AÐ þær séu f jölritaðar ásamt
I stuttri greinargerð og farið með þær
á allar vinnustöðvar.
AÐ sem fyrst verði haldinn fund-
ur í verkamannafél. „Dagsbrún11 og
lillögumar ræddar þar. Samhliða
þarf að undirbúa vinnuflokkana til
vinnustöðvunar, ef á þarf að halda
til að knýja kröfumar fram og skal
þá byrjað í flokkum þeim, sem vinna
í vatnsveitunni.
Ennfremur teljum við nauðsyn að
leita undirtekta annara verklýðs-
félaga í bænum um samúð og styrk,
ef til slíkra átaka kæmi.
Þorrí þeirra verkamanna, sem
vinna í vatnsveitunni hafa með
undirskriftum lýst sig fylgjandi
þessum kröfum.
Vatnsveituverkamennirnir og
nefnd þeirra hafa hvað eftir ann-
að skorað á stjómir „Dagsbrún-
ar“ og „Sjómannafélagsins“ að
halda fundi. Auk þess hefir
„Dagsbrúnar“-st j órninni verið
sendai' áskoranir frá fjölmenn-
um verklýðsfundum, sem haldnir
voru í „Iðnó“ og Bröttugötu.
En þrátt fyrir þessar áskoran-
ir og þrátt fyrir uppsagnirnar
og atvinnuleysið, þá hefir „Dags-
brúnar“-stjórnin þverskallast.
Vegna hinna háværu krafa
verkamanna, þá fóru stjórnir
„Dagsbfúnar" og „Sjómannafé-
lagsins“ á fund bæjarráðs, til
þess síðai' að geta sagt við verka-
lýðinn, það sem allir vita: að
íhaldið er þar í meirihluta. Og
íhaldið gengur ekki að neinni
kröfu verkamanna, nema það sé
knúið til þess af baráttu verka-
lýðsins sjálfs.
Nú verður verkalýðurinn að
láta áskoranir um fund í „Dags-
brún“ rigna yfir stjómirnar.
Á hverjum vinnustað í bæjar-
vinnunni þurfa verkamenn að
samþykkja kröfur þær, sem
vatnsveituverkamennimir hafa
sett fram, ásamt sínum kröfum.
Hindrum frekari uppsagnir í
vatnsveitunni.
Krefjumst atvinnubóta fyrir
200—300 manns.
| Islenzkir íþróttsnena
á Sþróftamótið gegn
faiisau og striði.
Undanfarið hefir verið starf-
andi nefnd manna frá ýmsum
íl róttafélögum fyrir forgöngu
íþróttafélags verkamanna til að
vinna að sendingu íþróttamanna
á íþróttamótið gegn fasisma og
stríði, sem lváð verður í París 11.
—15. ágúst,
Er mikill áhugi meðal íþrótta-
manna fyrir móti þessu og afar-
þýðingarmikið að íslenzk alþýða
taki þátt í því.
Til fararinnar eru þegar
ákveðnir:
Eggert Jóhannsson, jámsmíða-
nemi, Reykjavík,
Árni Guðmundsson, Vest-
mannaeyjum.
Eiga báðir þessir að sýna ís-
lenzka glímu.
■ Ennfremur hefir sundkappan-
um Jónasi Halldórssyni verið boð-
ið að fara og hann lýst sig fús-
an til þess, en það stendur á
leyfi stjómar íþróttasambands
’íslands, sem virðist ætla að
reyna að hindra för hans og
myndi það að vonum mælast afar-
illa fyrir.
Verði hann hindraður í að fara
i - r
\ af I. S. I., mun Haukur Einars-
son, prentari, sem er alkunnur
sundmaður, að öllum líkindum
fara. '
Þátttakan í íþróttamótinu í
París er þýðingarmikið spor í átt-
ina til baráttu íþróttamanna
gegn fasisma og kemur til með
að marka tímamót hvað afstöðu
verkalýðsins 1 íþróttum snertir.
Ríkið viSurkenni Alþýðusam-
bandiö sem samnincjsaðilja um
kaup í opinberri vinnu.
Til hvers þessi klausa? Til þess að
Alþýðusambandið þurfi nú ekki fram
vegis að oiga i neinum erfiðleikum
með að svíkja vegavinnumenn í kaup-
gjaldsbaráttu þeirra. Til þess að það
geti „breiulega og undirmálalaust",
eins og Tónas frá Hiiflu kemst að
oiði, samið viö sjálít sig, sinn eigin
atvinnumálaráðherra um 80 aura
kaup og lýst verkfoll verkamanna og
smábænda, sem berjast fyi'ir krónu-
kaupinu ólögleg. — Eruð þið ekki á-
nægðir, stéttarbræður?
Afnám varalögreglunnar.
Hvað ætlar nýja stjórnin að g'era
í þessu efni? Jónas frá Hriflu. Vara-
lögregla sú, sem Magnús Guðmunds-
son og íhaldið hefir haldið uppi, er
með öllu ólögleg. Reykjavikurbær
hefir nefnilega vanrækt að stækka
lögregluna þannig, að tveir lögrcglu-
þjónar komi á hverja 1000 íbúa. —
Með öðrum orðum: Um leið og Reykja
víkuríhaldið vill verða við kröfu
stjórnar binna vinnandi stétta um
að stækka lögreglu sína, er allt í lagi
með varalögregluna. — Og Jónas
heldur áfram: Ef kommúnistar ætla
að cfla óaldarflokka í landinu, þá
verður rikisvaldið að grípa til sinna
ráða til að halda uppi lögum og
reglu". Með öðrum orðum: Ef stúlk-
urnar í gárnastöðinni beimta hærra
kanpgjald, risa upp gegn kanpkúgun
•lóns Árnasohar, þá verður að senda
lögregluna á þan-. — Eruð þiö ekki á-
nægðir, stéttai'bræðm"?
Fullkomin tryggingarlöggjöf.
’ Hvorskonar tiyggingar? Jónas frá
Hriflu: Ef unnt væri að koma á heppi-
legri og myndarlegri ellitryggingu,
myndi það skapa í landinu sjóði, sem
skiptu tugum miljóna, sem gæti ver-
ið handbært til bygginga og ræktunar.
Gott, eða hvað fiiinst ykkur? Með
öðrum orðum: Með nýjum, háum nef-
skatti á iilþýðu rríanna á að mynda
ellitryggingársjóð. Til þess að hjálpa
fátækum gamalmennum? Sussu nei.
Til þess að leggja í ræktun og bygg- • ■
ingar, eða skýrar: til þoss að nýja i'
stjórnin hinna vinnandi stétla hafi aft
ur aðgang að einhverjum eyðslueyri,
því bjargráðasjóðurinn er nú þegar
svo uppétinn, að ekki var liægt að
borga úi' honum nokkrar krónur til
hjálpar hágstadda fólkinu á jarð-
skjálftasvæðinu. þið haldið nú kann-
ske að það komi aðrar tryggingar, ef
til vill atvinnuleysistryggingar, slysa-
eða örorkutryggingar og hetra skipu-
lag á fátækramálin? Urn það segir
.Tónas: „Tryggingarmálin verða ekki
leyst nema á all-löngum tíma, vegna
þess að ekki vcrðnr komist lengra á
hverjum tíma, en þroski borgaranna
Ieyíir“. Við verðum því að þroska
okkur hetur aður en sveitaflutning-
árnir hætta! Eruð þið ekki anægðir,
stéttarbræður?
Rikið kaupi jarðirnar af bænd-
um.
Hvernig ætlar nýja stjórnin að
fiamkvæma þetta? .Tónas frá Hriflu:
1 „Alþýðuflokkurinn mvndi vilja kaupa
.allar jarðirnar, en Framsóknarmenn
vilja aðeins kaupa jarðir, sem bænd-
ur vilja fremur sclja en eiga,og myndi
þá verða minna keypt en fram er
boðið, eins og nú hagar til i landi".
Með öðrum orðum: Nýja stjórnin ætl-
ar ekki að kaupa aðrar jarðir en
þær sem bændur vilja selja, en þær
býst bún ekki við að geta keypt. Stór-
huga stjórn, finnst ykkur ekki, stétt-
arbræðtir?
Hrinda í íramkvæmd Sogsvirkj-
uninni.
Hvernig verður þeirri framkvæmd
hagað? Jónas frá Hriflu: „Framsókn-
armenn á þingi og utan þings vinna
að því að virkja Sogið fyrir 3þ4
milj. kr. Tón þorkiksson og lið hans
vilja virkja Sogið, en nú á það að
kosta 7 milj. kr.“. Með öðrum orðum:
Eins og gefur að skilja getur hin
nýja stjórn ékki tekið þátt í þvi að
kasta 4' milj. kr. í vitleysu eins og
Tón þoi'l. vili. það þýðir að Sogsvirkj-
unin \ierðui' stöðvuð um ófyrirsjáan
legan tíma, ný rannsókn látin fara
fram til virkjunar fvrir 3^4 milj. kr.
— Hversu ráðdeildarsöm er ekki hin
nýja stiórn okkar vinnandi stéttanna,
stéttarhræðiu' góðir!
Koma á umbótum í réttarfars-
málum.
ITvað mun nýja stjórnin gera i
þessu efni? Draga til ábyrgoar mil-
ióuaþiófana í íslandsbankanum, mæli-
kerssvikarana, gjaldþrotasvindlarana,
ávísanafalsarana? Jónas frá Hriflu:
„Umliætui' á réttarfarsmálum voru
hafnar að tilhlutun Framsóknar-
stjórnarinnar árin 1927—31 með því að
byggja Litla Hraun, sem fyrirmyndar-
fangelsi (það kóstar fleiri hundruð
þúsundir), þórður Eyjólfsson fenginn
til að gera byrjunarrannsókn og und-
iibúning nýrra hegningarlaga, Ste-
fán Jóh. Stefánsson undirbjó gagn-
gerða umbót á lokadómstóli landsins.
Vel ma Mbl. vita það, að nú er
stórum liægara að halda áfram bar-
áttunni fyrir heiðarlegu réttarfari".
Moð öði'um orðum: Láta fjárglæfra-
menn áfram ganga lausa en fangelsa
atvinnulausan verkalýð, sem berst
fyrir einfaldasta réttinum til lífsins,
að fá að vinna. — Eruð þið ánægðir,
stéttarbræður?
Hvcrnig í ósköpum á nú Alþýðu-
flokkurinn að taka mark á samfylk-
ingartilboði kommúnistanna til bar-
áttu fyrir daglegum hagsmunamál-
um verkalýðsins og smábænda, þeg-
ar svona góðir samningar eru ann-
arsvegar. — Er nokkur í vafa um,
að réttast væri að ganga fylktu liði
og bylla hina nýju stjóm vinnandi
stéttanna á íslandi, „ráðstjórnina
nýju? X.