Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 22.10.1934, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 22.10.1934, Blaðsíða 1
VERKLYDSBIAÐIÐ ÚTGEFAND8: KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS DEiLD ÚR ALÞJÖÐASAMBANDi KOMMÚNISTA Reykjavík, mánud. 22. okt. 1934. ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST! V. árg., 49. tbl. Verklýðssamband Norðurlands Spánski ver ka* lýðurinn bersí — A Iþýðuflokks* broddar þegja boðar til allsherjarverklýðsráð- stefnu í Reykjavlk til að sam- eina sundraðan verkalýð Islands Verklýðssamband Norðurlands boðar til verklýðsráðstefnu hér í Reykjavík um miðjan nóvember n. k. (sjá augl.). Á þessa ráðstefnu er öllum verkalýð á íslandi — án undan- tekningar — boðið að senda full- trúa sína. Öllum verklýðsfélögnm innan Alþýðusambandsins er boð- in þátttaka og sörriuleiðis öllum verklýðsfélög-um! utan þess. Enn- fremur er skorað á ófélagsbund- inn verkalýð að senda fulltrúa frá sínum vinnustöðvum. Tilgangur ráðstefnunnar er sá, að virina að sameiningu verkalýðs. ins um land allt — án tillits til stjórnmálaskoðana, — í baráttunni fyrir hagsmunamálum stéttarinn- ar, gegn hverskonar árásum af hendi auðvaldsins. Dagskrármál ráðstefnunnar verða hin mest aðkallandi baráttu mál verkalýðsins og þá fyrst og fremst baráttan gegn atvinnuleys. inu, hlutaráðningunni, dýrtíðinni, gegn lækkandi launum, auknum- vinnuhraða og öryggisleysi, gegn hungurstefnu auðvaldsins og ríkis- stjórnar þess. Ráðstefnan mun leggj a sérstaka áherzlu á að vinna á móti klofn- ingi þeim, sem nú er á verklýðs- hreyfingunni, en beita sér fyrir því, að sameina öll verklýðsfélög og allan verkalýð á landinu í eitt allsherjar verklýðssamband, sem sé algerlega óháð pólitískum flokk um. Nokkur verklýðsfélög hafa þeg- ar kosið fulltrúa á ráðstefnuna. Meðal þeirra er Verklýðsfélag Patreksfjarðar, sem er í Alþýðu- sambandinu, og kaus sömu full- trúana til að mæta á verklýðsráð- stefmmni og þingi Alþýðusam- bands Islands. Ættu önnur verk- lýðsfélög að fara að dæmi V. P. Þing Alþýðusambandsins verð- ur haldið um svipað leyti og verk- lýðsráðstefnan. Hvert er hlutverk Alþýðusam- bandsþingsins ? Hvaða mál verða þar rædd? Um þetta fær verka- lýðurinn ekkert að vita. Hinsveg- ar veit verkalýðurinn, að lög Al- þýðusambandsins útiloka meira- hluta verkalýðsins í landinu og Hetjuleg vörn spánska verkalýðsins Kaupm.höfn 20. okt. 1934. EINKASKEYTI TIL VERKLÝÐSBLAÐSINS. Frá París er símað: Uppreisnarmennirnir í Asturiu Kaupm.höfn 20. okt. 1934. EINKASKEYTI TIL VERKLÝÐSBLAÐSINS. Frá Shanghai er símað: . .20.000 mongólskir verkamenn halda áfram borg'arastyrjöldinni með árangri. Þeir hafa stöðvað sókn ríkishersins. NORDPRESS. við saltnámurnar í Norður-Kína, hafa barizt við Japana, sem réð- ust inn í Mongólíu, haft sigur og stöðvað innrás þeirra. Þeir skutu niður 4 japanskar flugvélar. NORDPRESS. Ekkert svar hefir komið við tilboði Kommúnistaflokksins til Alþýðuflokksins um sameiginlega samúðar- og mótmælabaráttu út af spönsku uppreisninni. Meðan námumenn Asturiu enn berjast af hreysti gegn ofurefli liðs og vænta virkrar samúðar alls verkalýðs veraldarinnar, — þá l>egja Alþýðuflokksforingjarnir. Er áhuginn á því að spánska fasistastjórnin fái friðað Spán — og ef til vill tryggt fiskmarkað Kveldúlfs — meiri en umhyggjan l'yrir lífi þess verkalýðs, sem! berst fyrir frelsi sínu og okkar allra ? Iívað merkir þögnin? En Alþýðuflolcksverkamenn! — Við treystum ykkur að rjúfa hana! Verkalýður Mougóliu stððvar innrás Japana Hneykslisdómur í fjárglæframáli Eyjólfs Jóhannssonar og félaga hans í Landsbankanum. Engínn þeírra er dæmdur til refsingar fjölda verklýðs- og fagfélaga frá því að eiga fulltrúa á þinginu. Þeir einir, sem játa sig undir pólitíska stefnu Alþýðuflokksins, hafa rétt til að sitja þingið. Það þarf heldur ekki að fara í neinar grafgötur um það, að AI- v3uflokksbroddarnir ætla ekki að gera hagsmunamál verkalýðsins að oddamálum þingsins og því síð- ur að skipuleggja samfylkingar- baráttu verkalýðsins gegn atvinnu leysi, hlutaráðningu, dýrtíð o. s. frv. Störf Alþýðuflokksforingjanna í ríkisstjórninni og á þingi taka af allan vafa í þessu efni. Hlutverk Alþýðusambandsþings ins á frá broddanna hálfu að vera: að sundra verkalýðnum enn meir og sætta hann við atvinnu- léysið 0g eymdina, sem auðvald- ið eykar í sífellu með hjálp Al- þýðuflokksforingj anna í ríkis- stjórn og á þingi. Verklýðsráðstefnan hefir þver_ öfugan tilgang. Allur verkalýður — í hvaða stjórnmálaflokkí sern er eða utan flokka — er þar jafn- rétthár. Og oddamál ráðstefnunn- ar er ekki sundrung, heldur sam- eining verkalýðsins um h&gsmuna. málin gegn hungurstefnu burgeis- anna og stjómarinnar. öll verklýðsfélög í landinu þurfa því að senda fulltrúa á ráðstefn- una, svo að Iiún verði voldugt samfylkingarþing íslenzks verka-, lýðs. Upplýst hefir verið, að Eyjólf- u.r Jóhannsson hefir gefið út falskar ávísanir fyrir hundruð þúsunda, og selt þær í Lands- bankanum. Upplýst hefir verið, að Guðm. Guðmundsson aðalféhirðir bank- ans og meðákærði hans, 3t. Bj., hal'a þegið mútur af Eyjólfi, samtimis því, sem þeir keyptu þessar ávísanir af honum. Upplýst hefir verið að tugir þúsunda hafa horfið úr sjóðum bankans, og ómögulegt að hafa hendur í hári hins seka, vegna þess að reglugerð bankans hefir verið þverbrotin. Viðurkennt er að bankastjórnin beri ábyrgð á broti reglugerðar- innar. Og svo er kveðinn upp dómur. Og dómurinn er á þá leið, að Eyjólfur Jóh. er dæmdur í 60 daga fangelsi, Guðm. Guðmunds- son í 6 mánaða fangelsi, en St. Bj. í 4 mánaða fangelsi. Allir þessir dómar eru skil- orðsbundnir, það er, enginn hinna seku tekur út refsinguna. En bankastjómin, sem með því að láta þverbrjóta reglugerð- ina, hefir hvarf tugi þúsunda króna á samvizkunni, er alls ekki dregin til ábyrgðar. Sama gildir um eftirlitsmanninn, Jak. MöIIer. Meðan Eyjólfur var undir ákæru, var hann kjörinn í nefnd- ina, sem fyrir hönd ríkisstjómar- innar á að skipuleggja okrið á mjólkinni. Er það í fullu samræmi við það, að stefna ríkisstjómar- innar í mjólkurmálinu er ekkert annað en stefna Eyjólfs Jóh. og Kveldúlfs. Það er því ekki að undra, þó ríkisstjórnin láti fella vægan dóm vfir þessum stéttarbróður sínum og samherja. Nokkru áður en þessi dómur var felldur, voru aðrir dómar uppL- kveðnir á Siglufirði og Akureyri. Á Siglufirði er embættissvikar- inn Guðm. Hannesson, sem ber aðalábyrgðna á útbreiðslu skarlat- sóttarinnar á Siglufirði í fyrra, látinn dæma 4 verkamenn í sam- tals 13 mánaða óskilyrðisbundið fangelsi, fyrir að vera viðstaddir, meðan skorinn var niður haka- krossfáni. Á Akureyri er miljónaþjófurinn Fnunh. á 4. cflJa.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.