Verklýðsblaðið - 22.10.1934, Blaðsíða 2
TERKLÝÐSBLAÐIÐ
FroL vinnwl'óáyum
Er þetta það, sem koma skalP
Erindi eem
Þorbergur Þórðarsoo rithfifundar
flytur um Rússlandsför sína i Iðnó þriðjudaginn
23. október klnkkan 8,30 siddegis.
Aðgöngumiðar á eina krónu seldir í Hljóðfærahúsinu, hjá
Sigf. Eymundsen og við innganginn.
Halldór Hiljan Laxness talar
á „silfurplötn".
Pantið tíma hjá Atla Olafssyni
í síma 3015, 3656 eða 2756. —
HLJÓÐRITUNARSTÖÐIN,
Bankastræti 7 (uppi).
Opin 3—7. Sími 3656.
Karlm.>vetrarfrakkar
sérstaklega fallegir, nýkomnir
Slitið ekki
kröftunum
ad óþörf'u!
Sparið peningana í kreppuhni!
Bónið gólfin úr
Mána-bórai
Skóna úr
MÁNA-SKÓÁBURÐI,
og húsgögnin úr
REX-húsgagnalegi.
Smjörlíki hinna vandlátu
- Blái borðinn -
Bömin þekkja
hann á bragðinu.
Frá Dagsbrúnarfundinum i gær
Allar hagsmunakröfur verkaiýðsins eru
»klofningstillðgur kommúnista«
segir Olafur Fríðriksson
Á Dagsbrúnarfundi í gær voru
kosnir fulltrúar á Alþ.sambands-
þing. Kom sú lcosning flestum á
óvart, enda mun fundurinn tæpl.
hafa verið auglýstur með lögleg-
um fyrirvara. — Samfylkingar-
menn í „Dagsbrún” lögðu fram
stefnuyfirlýsingu um brýnustu
hagsmunamál félagsmanna. —
Listi þeirra fékk 45 atkv., en
listi kratanna rúm 100 (samkv.
þeirra eigin vafasömui talningu).
Á fundinum voru bomar frami
eftirfarandi tillögur:
Tillaga um að leiðrétta þegar í
stað taxtabrotin á vörubílstjórum
í bæjarvinnunni.'
Mótmæli gegn hækkun benzín-
tollsins.
Áskorun til Alþingis, að sam-
þykkja lög um atvinnuleysis-
tryggingar.
Krafa til bæjarstjómar um að
fjölga í atvinnubótaviimunni upp
í 400 manns.
Krafa um lækkun mjólkurinnar
og kjötsins.
t umboði kratabroddanna er Ól.
Friðriksson látinn tala á móti
öllum þessum tillögum. Vora
rökin meðal annars hroðalegar
sögur, sem virtust teknar úr
þýzkum nazistablöðum, um at-
vinnuleysi í Rússlandi(!) Létu
broddamir hann bera fram til-
lögu um að vísa öllum þessum
' tillögum frá og til Alþýðusam-
bandsþings, þar sem hér væri um
klofningstillögur kommúnista að
ræða!!
Þessi óheyrilega tillaga var
samþ. samkvæmt talningu krat-
anna sjálfra.
Þessi tillaga er skýlaus yfirlýs-
ing um að Alþýðusambandsþing-
ið eigi að vera andvígt öllum
þessum hagsmunakröfum. Enda
er hér um að ræða kröfur, sem
verkalýðurinn berst fyrir í dag,
en þing Alþ.samb. verður seint í
nóvember.
Iíér er líka um mjög þýðing-
armikla yfirlýsingu að ræða, sem
sé þá, að öll barátta fyrir hags-
munamálum verkalýðsins, heitir á
máli krataforingjanna: „klofn-
ingsstarfsemi kommúnista".
Dagsbrúnarmenn! Svona er
verið að fara með félag ykkar!
Látið þetta ekki viðgangast. Það
er á valdi ykkar sjálfra, að
hindra þessa eyðileggingarstarf-
semi, með þvi að fjölmenna á
fundina.
Sparið penínga
með því að kaupa benzín
og smurningsolíur hjá
H.f. Nafta
Verklýðsráðstefnu
heldur Verklýðssamband Norðurlands, er hefst í Reykjavík 15. nóv.
Helztu dagskrármál:
Kreppan og áhrif hennar á kjör verkalýðsins.
Baráttan gegn atvinnojeysinú og hlutaráðningunni.
Nauðsyn á sameÍTiiiigu verkalýðshreyfingarinnar og skipu-
lagnmgu samfylkingarinnar.
(Nákvæm dagskrá auglýst síðar).
Rétí til að senda fulltrúa á ráðstefnuna hafa:
1) Öll vörklýðsfélög á Islandi (1 fyrir félagið og 1 fyrir hverja
100 meðlimi og brot úr 100). 2) Öll vinnustöðvasamtök og samfylk-
ingarlið, eftir sömu reglum. 3) Stjóm Alþýðusambands íslands.
Sé meirihluti einhvers verklýðsfélags andvígur að senda full-
trúa á ráðstefnuna, hefir minnihlutinn rétt til að senda fulltrúa
. fyrir sig.
Akureyri, 15. okt. 1934
Stjóm Verklýðssambands Norðurlands.
Orífanda kaffi er drýgst!