Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.12.1934, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 10.12.1934, Blaðsíða 1
OTGEFANDS: kommúnistaflokkur sslands desld úr alþjóðasambandi icomhúnista Reykjavík, mánud. 10. des. 1934.1 ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST! V. árg., 63. thL Á bensíntollurinn að hækkal Ætla Alþýðufíokks' foringjarnir að svíkja kröíur alþýð- unnar í niálínu? Einhvern næstu daga á að slíta þingi, en frumvarp stjórnarinnar um hækkun bensíntollsins, er ennþá óafgreitt. Þegar öll alþýða landsins var búin að mótmæla þessu lævísa dýrtíðarfrumvarpi, þorðu stjórn- arblöðin ekki að minnast frekar á það. En hvað boðar þessi þögn? Hversvegna er „N. D.“ hætt að vegsama benzintollinn ? Því þegir „Alþýðubl.“ nú um málið, eftir að þing Alþýðusam- bandsins hefir einróma sagt ben- zínhækkuninni stríð á hendur og eftir að öll bílstjórastéttin, „Dagsbrún“, Verklýðsráðstefnan og fjöldamörg önnur félög höfðu mótmælt henni ? Hvort á nú vilji alþýðunnar, 13—15000 verkalýðs, eða vilji Haraldar ráðherra og 10 þing- manna og brodda, að ráða? Hversvegna þegir „Alþ.bl.“ þegar „Morgunbl." er að gaspra með að íhaldið sé á móti .benzín- hækkuninni? Það ætti þó að vera hægðarleikur að svara, ef krata- foringjarnir hefðu sjálfir hreint mjöl í pokanum. Ihaldið er e. t. v. á móti hækkun benzíntollsins, en það heimtar í staðinn aðrar auknar álögur á alþýðuna eða minni verklegar framkvæmdir. Þögn stjómarblaðanna og Al- þýðuflokksbroddanna og dráttur- inn á afgreiðslu frumvarpsins er einmitt forböði nýrra svika við alþýðuna. Stjórnin ætlar að koma verka- íýðnum að óvörum í lok þingsins með því: annaðhvort að samþykkja hækkun tollsins eða nýjar á- lögur í hans stað eða að skera niður verklegar fram- ! kvæmdir. ; A móti þessum yfirvofandi svikum, sém hafa vaxandi dýr- 'tíð eðá atvinnuleysi í för með " sér, verður allur verkalýður og alþýða að rísa og hindra þau méð samtökum sínum. Krofur verkalýðsins í þessu piáli eru : Epgin hensíntoílsha'kkun. ,, Engar nýjar álögur á alþýð- una. A-uknar. verklegar framkvæmd- ir á kostnað auðvaldsins. Brennuvargarnir áfhjúpaðir EINKASKEYTI TIL VERKLÝÐSBLAÐSINS Kaupmh. 8. des. Parísarblöðin birta skýrslu frá málafærslumanni Ernst um í- kveikju Heines í ríkisþingshúsinu. Þar í stendur að þeir íkveikju- mennirnir iðrist bara eftir að bruninn skuli hafa komið svik- urunum Göring og Goebbels til valda. Ernst og Heines voru teknir af lífi 30. júní, en höfðu áður sent bréf til útíanda um brunann og séð um að það væri geymt þar. Nazistastjórnin á í mestu vand- ræðum út af birtingunni á þessu og hefir Iátið gera útlendu blöðin upptæk. NORDPRESS. Halldór Kiljan Laxsess: Sjá-Ifstætt íölk Með þessari sögu hefir ís- lenzk alþýða eignast nýtt snilld- arverk frá hendi hins ágæta höfundar, máttugra og full- komnara að ‘list, dýpra og víð- ara að sjónarsviðum en nokkurt af fyrri verkum hans. Aldrei hafa í íslenzkum bókmenntum opnast aðrar eins fjarvíddir. Og þó er söguefnið ekki annað en barátta fátæks einyrkja á afskekktu heiðarbýli. Með hinu einfaldasta dæmi, lífi einykrj- ans, bregður skáldið upp fyrir okkur allri baráttu íslenzkrar alþýðu um þúsund ár, hinunf harmþrungna veruleik hennar. Jafnframt tætir það sundur möskva fyrir möskva, lygavef- inn, sem yfirstéttin og póli- tískir sveitaagentar hennar hafa ofið um þennan veruleika í rómantísku hugmyndagliti um! langan aldur. 1 ógleyman- legum! myndum sýnir skáldið, hvernig hugmyndirnar um líf einyrkjans eru hrópandi möt- sögn við veruleika þess lífs. Þungamiðja sögunnar er sann- prófun á hugtökunum einstak- lingsframtak og sjálfstæði. Og þegar skáldið hefir leitt fram líf og veruleik íslenzkrar al- ]?ýðu til vitnisburðar um sjálf- stæðið, reynist það einskonar illvættur, sem alþýðan hefir. orðið að fórna allri hamingju, allri manneskjutilveru. Því að hvað er sjálfstæðið, meðan al- þýðan í landinu sveltur og þjá- ist? Við lestur skáldsögu Hall- dórs birtist henni beinlínis öll Islandssagan í nýju ljósi. Harm fléttar inn í söguna öllum höf- uðþáttum íslenzks þjóðlífs og skýrir, hvernig hugmynd og Halldór Kiljan Laxness. ímyndun spretta í skauti veru- leikans. Og veruleiki Islands- sögunnar, sá er Halldór dregur fram, er eins og samfelt hróp eftir betra og bjartara lífi. Og í dýpsta skilningi er skáldið ekki einungis að lýsa íslenzkum veruleik, heldur lífi allrar þeirrar alþýðu, sem þjáðst hefir og þjáist undir skipulagi auðvaldsins. „Sjálfstætt fólk“ er saga þeirrar Þjáningar, er fylgir frumstæðileik lífsins, meðan það er að brjótast fram til skilnings á sjálfu sér, frá einstaklingshyggju til samvit- undar og samstarfs. Skáldið lýsir byrjun þeirrar leiðar, sem liggur fram til sósíalismans. En sagan á sér framhald. íslenzk alþýða til sveitar og sjávar verður að gera sér Ijóst, wammmamammmmmmBmmammm Kaup í ríkissjóðs- vinnu kemst niður í 45 aura Afrek „stjórnar hinna vinnandi stétta“ Verklýðsblaðið hefir áður skýrt frá því, hvernig ríkissjóður hefir greitt vegavinnumönnum allmik- inn hlut af kaupi þeirra í skulda- hréfum til 8 ára, og hvernig fátækir bændur eru að basla við að selja þessa fínu(!) pappíra með gífurlega háum afföllum. Nú berast okkur fregnir um þessa hneykslanlegu kaiipgreiðslu úr hverri sýslunni á fætur annari. Úr Skaftafellssýslu er skrifað, að þar sé öll ríkissjóðsvinna greidd í þessum skuldabréfum og verzlanirnar taki þau „af náð“ upp í úttekt með minnsta kosti 50% afföllum! Svo kaup þessara vegavinnu- manna er komið allt niður í 45» aura um tímann, og greitt í upp- skrúfuðum vörum. (Ef miðað cr við 90 aura tímakaup á pappírn- um). í ávai*pinu, sem' 12. þing Al- þýðusambandsins lét frá sér fara — er aðeins talin ein ráðstöfun, til að bæta kjör verkalýðsins og það er „hækkun“ vegavinnukaups- ins. Og svona er nú þessi hagsbót í veruleikanum!! að hér er skáld, sem af mætti snildar og þekkingar þráir að benda henni leiðina út úr ör- birgð og þjáningu til fegurra lífs. Og það er útsýn sósíalism- ans, sem skáldið lætur hér blasa við. Aldrei hefir Halldór jafnt og í þessari sögu sinni verið skáld alþýðunnar, aldrei af svipaðri festu, rakið orsak- irnar til kúgunar hennar né reynt að glæða vitund hennar af jafnríkri alúð. Hann hefir skipað sér í tölu hinna göfug- ustu stórskálda heimsins, sem berjast við hlið alþýðunnar fyrir framtíð mannkynsins á þessari jörð. Þar á íslenzk al- þýða verðugan fulltrúa. „Sjálfstætt fólk“ felur í sér ótæmándi auð. Hver íslenzkur alþýðumaður þyrfti að geta les- ið söguna oft og vandlega. Aldrei hefir birzt verk á ís- lenzka tungu, sem varðar jafnt lífsbaráttu alþýðustéttarinnar, og borið er uppi af slíkri snilld máls og stíls. ----oinnniiTmmMMiíi ■iim

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.