Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 11.06.1935, Qupperneq 4

Verklýðsblaðið - 11.06.1935, Qupperneq 4
TímaritiB , R É T T U R kemur út mAnaðarlega. Arg 5 kr. — Gerist áskrifendur! VERKLYÐSBLAÐID LESENDUR! Kaupið hjá þeim, sem auglýsa hjá okkur og getið þá ________________Verklýðsblaðains! Negraverkamenn í Suður*Afriku i verkfalli og uppreisn EINKASKEYTI TIL VERKLÝÐSBLAÐSINS. Kaupmh. 6. júní Frá London er símað: Liigreglan í Roan Antelope í Suður Afríku'i skaut nýlega 7 svarta verka- menn. Er fregnin um morðin barst út réðust 3000 námaverkamenn á bygg frelsi á fundnnum í Sigurður Einarsson hefir í nafni Alþýðuflokksins boðað til 10 þingmálafunda í Banðastrand- arsýslu dagana 13.—23. júní. — Voru fundirnir auglýstir í út- varpinu og Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Bænda- flokknum boðin þátttaka. Kommúnistaflokkurinn hafði í hyggju að senda fulltrúa á þessa fundi og sneri sér til Sigurðar Einarssonar og spurði hann hvort Kommúnistaflokkur- inn fengi ekki sömu réttindi á fundunum og hinir flokkarnir. Sigurður svaraði, að fulltrúi frá Kommúnistaflokknum myndi ekki fá að tala. Með þessari ósvífni, — að ætla að útiloka Kommúnistaflokkinn frá opinberúm stjórnmálaumræð- ingamar, þar sem stjóm námahluta- félagsins hefir aðsetur sitt. Var verk- fall hafið og taka 10000 námaverka- menn þátt í þvi. Sá hluti borgarinn- ar, sem Evrópumenn búa í, er í um- sátursástandi. Allir innfæddir menn standa með verkfallsmönnum í bar- áttu þeirra fyrir launahækkun. ... NORDPRESS. BarðastrBndörsýslu? um, — er enn ein tilraunin gerð til að banna Kommúnistaflokkn- um' opinbert, leyfilegt stjórnmála- starf. Ennfremur bætist við sú á- stæða hjá Sig. Ein., að kommún- istar hafa svo oft og svo rækilega afhjúpað hið „róttæka“ glamur þessarar landsfrægu „mjólkur- hetju“, að hann vill nú reyna að hindra, að Kommúnistaflokkur- inn eigi fulltrúa á fundum þeim, sem hann boðar til, svo hann sé einn með glamur, sitt „gegn“ í- haldinu og lygar sínar um kom- múnista. En honum verður ekki kápan úr því klæðinu. Kommúnista- flokkiirinn mun sjá til þess, að honum verði mætt á fundunum og talað gegn honum sem öðrum erindrekum auðvaldsins þar. Samkvæmt símtali við Eskifjörð í dag. Hreppsnefndin á Eúkifirði hef- ir sagt af sér, þar sem hún treysti sér ekki til að stjórna bæniun. Slíkt öngþveiti var allt komið í. Alþýðan á Eskifirði hefir kosið bráðabirgðanefnd tij að stjórna bænum. Hefir alþýðan einróma samþykkt og sent eftirfaranrii kröfur til ríkisstjórnarinnar: 1) 35000 lcr. framlag til hjálp- ar fólkinu (þar |af 25000 kr. til atvinnubóta og ræktunar, 10000 kr. rekstursfé hreppsins til fá- tækraframfærslu etc.). 2) að bærinn fái allan tekju- og eignaskatt, sem innheimtist á staðnum, og allt verðjöfnunar- gjald af fiskinum. 3) að togari sé gerður út frá Eskifirði, til að bæta úr neyðar- ástandi fólksins. Ríkisstjórnin hefir mótmælt nefndinni sem ólöglegri, en sent um leið 1500 kr. til hmnar „ólög- legu“ nefndar, til að reyna að af- saka sig! Borgarafundur var haldinn í gær (10. júní) og var mjög fjöl- mennur. Var þar samþykkt traustsyfirlýsing til nefndarinnar og mótmælum ríkisstjórnarinnar í engu skeytt. Nefndin hefir ákveðið að. hreppsnefndarkosning fari fram nú í vikunni, á fimmtudag lík- lega. Verklýðsfélögin og Komm- únistaflokkurinn hafa þegar ákveðið samfylkingarlista til kosninganna, sem alþýðan fylkir sér eindregið um án tillits til st j órnmálaskoðana. Talið er, að eini mótlistinn verði frá íhaldinu ásamt verstu afturhaldsöflum Framsóknar. Stjórnarflokkarnir, sem gaspra um sívaxandi fylgi, þora líklega ekki að stilla upp lista. Þessi fjöldasamfylking á Eski- fisði er byrjunin að þeirri upp- reisnarhreyfingu, sem lalþýðan á íslandi hlýtur að grípi til gegn hiiiu vaxandi neyðarástandi auð- valdsskipulagsins undir núver- andi ríkisstjórn. Alþýðan á Eskifirði tekur til sinna ráða Hreppsnefndín fer frá — alþýðan kýs bráðabirgðastjórn. Ríkisstjórnin mótmælir Hreppsnefndarkosning á fimmtudaginn Samfyiking verkalýðsíns hefir yfirtökin Ætlar Sigurður Einarsson að neita fulltrna Eommnnistaflokksins nm mál- Þýzku landráða- samningarnip Framh. af 1. síðu. bindingar hefðu verið gefnar um. að ekki mætti selja bátafisk í þýzkum höfnum. Hann gerði þetta móti betri vitund. Hann vissi, að hann fór með rangt ipál. Verklýðsblaðið mun sýna fram á það svörtu á hvítu innan skamms. En hann varð að viðurkenna aðalatriðin. Auðvitað með alls- konar útúrsnúningum, með alls- konar málalengingum, var hann að viðurkenna, að íslenzkia ríkis- stjórnin hefði gefið þýzkum út- gerðarfélögum sömn fríðindi við síldveiðar í íslenzkri landhelgi og Norðmönnum voru gefnar í norsku samningunum illræmdu. Hann varð ennfremur að viður- kenna, að rétt væri það atriði landráðasamningsins, að þýzku togarafélögunum hefði verið gef- in yfirlýsing um sérstakíir íviln- anir gagnvart þýzkum landheigis- br jótum, sem væru með ólöglegan veiðarfæraútbúniað í íslenzkri landhelgi.* Á sama tíma sem þessar játn- ingar eru píndar upp úr hinilm nýbakaða þjóni Thorsaranna, stendur Sigfús Sigurhjartarson á fundinum í Grindavík og segir ásakanir kommúnista lýgi frá rót- um, stendur Emil Jónsson á fund- inum í Garði og segir afhjúpanir Verklýðsblaðsins helber ósann- indi, stendur fulltrúi Framsókn- arflokksins á Keflavíkurfundinum og lýsir þær svívirðilegan upp- spuna. Slík eru heilindi stjórn- málamanna þeirra, sem kalla sig fulltrúa vinnandi stéttanna í landinu. ISLENZKIR TOGARAR VERÐA AÐ BORGA PRÓSENTUR AF SÖLU SINNI í ÞÝZKAN „PROPAGANDA^-SJÓÐ. Þrátt fyrir hinar himinhróp- andi svívirðingar um þýzku' samn- ingana, sem Verklýðsblaðið hefir þegar afhjúpað, er þó ekki enn allt opinskátt. Verklýðsblaðið mun gera sér far um að upplýsa um öll atriði þessara nýjustu landráða íslenzkrar yfirstéttar. í dag getur blaðið skýrt frá því, að þrátt fyrir öll hlunnindin, sem þeg'ar er búið að veita þýzk- um togarahringum, um réttindi í íslenzkri landhelgi við þorskveið- ar og síldveiðar, nm eftirgjöf á vitagjaldi, um skuldbindingar við- víkjandi bátafiskinum, hefir rík- isstjórnin skuldbundið sig til þess að öll sala á íslenzkum ís- fiski í þýzkum höfnum verður að ganga í gegnum Þýzku togara- félögin sem umboðsmenn, að ís- lenzku togaramir verða að greiða af andvirði seldrar vöru visst gjald í sjóði þýzku útgerðarhring- amia og þýzku böðulsstjómarinn- ar. Nemur gjald þetta 2°/00 í svo- kallaðan „propaganga“-sjóð og l°/oo í annap, sjóð. Nemur þessi skattar þúsundum króna á hverju ári. ÞAÐ VERÐUR TAFAR- LAUST AÐ RJÚFA ÞÝZKA LANDRÁÐA- SAMNINGINN. Fyrsta spor til baráttu gegn landráðasamningnum við Þýzka- land er þegar stigið. Flokkur verkalýðsins hefir í þetta skipti getað flett ofan af leynimakki íslenzkrar yfirstéttarklíku. Þögn- in hefir þegar að nokkru verið rofin, landráðamennirnir hafa \erið knúðir til andsvara. En þar við má ekki láta sitja. Burt með þýzka landráðasamn- inginn, er krafa íslenzkrar al- þýðu. Um þá kröfu verða vinn- andi stétta landsins nú að fylkja sér af slíkum krafti að ríkis- stjórnin og íhaldsfulltrúar henn- ar verði undan að láta. Rauð saiRVÍnnuféfðg Kaupmh. 8. júní Frá Prag er símað: Hin rauðu samvinnufélög Tékkó- slovakiu, Vcelas, eru nú 30 ára gömul. í tilefni af því hafa verið haldnir 150 fundir og 70000 verkamenn fóru í kröíugöngur til að krefjast verðlækk- unar á nauðsynjavörum. NORDPRESS. Atvinnulausir iárnsmíðir roæti hjá formanni FÉLAGS JÁRNIÐNAÐARMANNA n. k. miðvikudag og fimmtudag milli kl. ú og 8 e. h. Stjórnin.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.