Verklýðsblaðið - 01.10.1935, Qupperneq 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS DEILD ÚR ALÞJÖÐASAMBANDI KOMMÚNISTA
Reykjavík, þriðjud. 1. okt. 1935 I ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST- I VI. árg., 77. tbL
Liðsafnaður um kröfur Dagsbrúnar
Allir á bæjarstjórnarfund!
Avarp til verkamanna
Vegna þeirra undirtekta sem kröfur Dagsbrúnar út af
atvinnuleysinu fengu hjá bæjarráði, þar sem íhaldsmeirihlut-
inn sniðgekk allar umræður um þær nema ef telja skyldi
þá lítilfjörlegu og ófullnægjandi fjölgun, sem var ákveðin, en
ekki er annað en lúaleg mútutilraun við verkamenn, vilja at-
vinuleysisnefndir Dagsbrúnar og Fulltrúaráðs verklýðsfélag-
anna eindregið skora á alla verkamenn að fjölmenna á bæj-
arstjórnarfund n. k. fimmtudag og fylgjast með hverja af-
greiðslu atvinnuleysismálin fá á fundinum.
Atvinnuleysisnefnd Fulltrúaráðs verklýðsfélaganna.
Atvinnuleysisnefnd Dagsbrúnar.
Ámi Agústsson. Syeinbjöm Guðlaugsson.
Matthías Guðbjartsson. Árni Guðmundsson.
Skafti Einarsson. Sig. Guðmundsson, Freyjug. 10
Sig. Guðmundsson Urðarstíg. Guðjón B. Baldvinsson.
Friðlejfur Friðriksson.
i ■■ i.i**
Hvað er að gerast í Italíu?
Þjóðabandalagið heldur átram störfum.
;kerpast með ógnar hraða.
Át vinnuieys i snef nd-
tr Dagsbrúnar og
fulltrúaráðsins
skora á ailan verka-
lýð að fjðimenna
á bæjarstjórnarfund
Á bæjarráðsfundinn síðast-
liðinn föstudag fóru fulltrúar frá
Atvinnuleysisnefndum' Fulltrúa-
ráðsins og Dagsbrúnar og fluttu
þar kröfur verkalýðsins um að
fjölgað yrði nú þegar í atvinnu-
bótavinnunni í 300 manns, en
bæjarráðið hundsaði þessa sjálf-
sögðu og sánngjörnu kröfu þrátt
fyrir að borgarstjóri væri búinn
að viðurkenna að krafan væri
bæði réttmæt og framkvæmanleg.
Þó treystist íhaldsklíkan st*“ ekki
til að standa á móti þvi að ekk-
ert yrði fjölgað í vinnunni og
samþykkti að bæta við 50 manns
á fimmtudaginn kemur.
Stjóm Sjómannafélags
Reykjavíkur neitar að
taka þátt í atvinnuieysís-
baráttu.
Á laugardag komu nefndir
fulltrúaráðsins og Dagsbrúnar
saman og ákváðu þær að
skora á stjórnir Sjómannafélags-
ins og Dagsbrúnar, að boða
sameiginlegan fund fyrir næsta
bæjarstjórnarfund, þar sem at-
vinnuleysið yrði rætt og ákváðu
jafnframt, að kom'a aftur saman
á mánudag en þá lægju fyrir
svör frá stjórnum félaganna.
Stjórn Sjóm.fél. neitaði að hafa
í'.okkur afskipti af atvinnuleysis-
málum nema slíkt væri samþykkt
á félagsfundi, en hefir samt ekki
fengizt til að halda fund, þrátt
íyrir áskoranir. Þetta eru sann-
arlega kaldar kveðjur frá stjóm
Sjómannafélagsins, þegar vitað
er að stór hluti félagsm'anna á
við atvinnuleysi að stríða og
einhverntíma hefði ekki stjórn-
in þurft að fá fundarsamþykki
til að ákveða stærra mál en það,
að halda fund, og má þar minna
á undanþáguna, sem Skúli Thor-
arensen fékk frá taxta félagsins.
En þar sem ekki var hægt að
Imlda Dagsbrúnar- eða atvinnu-
leysingjafund vegna húsplássleys-
is, ákvað nefndin að senda út á-
varp til verkamanna, sem birt
yrði í blöðum verkalýðsins, og
skoraði einnig á Dagsbrún að
halda félagsfund í síðasta lagi á
sunnudag. Frh. á 2. síðu
Þrátt fyrir ófullkomnar og' ó-
staðfestar fréttir um Abessiniu-
málin er þó tvennt, sem slá verð-
ur föstu.
I fyrsta lagi: ítalir og Abessin-
iumenn hervæðast af meira kappi
en nokkru sinni fyr. Tala þeirra
hermánna, sem sendir hafa verið
frá ítaliu síðustu 10 daga hefir
að meðaltali numið oOOO á dag og
auk þess er unnið af kappi við
undirbúning vígjanna þar eystra.
Abessiniumenn eru nú þegav farn-
ir að kalla saman heri sína og bú-
ast við árás á hverri stundu.
í öðru lagi er auðséð af ýms-
um sundurleitum1 fregnum borg-
arablaðanna í álfunni að stétta-
mótsetningarnar í ítalíu sjálfri
Stríðsæfintýri Mussolini sýnir
nú gleggra en nokkru sinni fyr
þá kreppu, sem hið fasistiska
komast í. ítalska borgarastéttin
stendur ekki lengur einhuga um
hið vonlausa stríðsæfintýri Muss-
olinis. I æði sínu er hann að
reyna að finna nýjar útgöngudyr
úr kreppunni. Hann sér banamann
sinn ítölsku alþýðuna og milli-
stéttirnar verða sterkari dag frá
degi.
Þrátt fyrir það að ítölsku fas-
istablöðin þegja. um' allan þann
mikla mótþróa, sem komið hefir
lTam og stöðugt eykst í Italíu, sí-
ast fregnir um uppreisnir og
FrOnsku verklýðs-
þlngiu simeinast
S&meiningarþmg: í jan.
KLNKASKEYTI TIL
VliltKLÝÐSBLAÐSINS.
Paris 28. sept. 1935.
Hin tvö fagsambandsþinfl — þins
um iagsambanda sósialista og komm-
únista lauk með sameiginlegam
tundi beggja sambandanna.
Á fundi þessum talaöi Racamond
irá CGTU (ranða fagsambandið) og
Joubaux frá CGT (fagsamband sósl-
alista). Var ákveðið að halda sam-
einingarþing i janúar 1936.
NORDPRESS.
Hafnarverkamenn
í Gautaborg
hein'.ta ad hergsgna-
flutning'ar veröi
■töðvaðir.
E1NKASKEYTI TIL
VERKLÝÐSBLAÐSINS.
Á tjölmennum fondi hafnarverka-
manna i Gautaborg var samþykkt til-
laga um að skora á flutningaverka-
mannasambandið, að framíylgja
þeirri ákvörðun, er það nýlega tók
á ráðstefnu sinni, um að stöðva aml
allt land flutning vopna og hráefna,
sem notuð eru til hergagnafram-
ieiðslu, til landvinningaauðvaldsins.
Kveða hafnarverkamennimir sig
reiðubúna að framfylgja þessari
ákvörðun þegar í stað. pessi sam-
þykkt er sérstaklega þýðingarmikll
vegna þess að mestnr hlutinn al
sænskum hergagnaflntningi fer um
Gautaborg.
NORDPRESS.
Tilkynnið flutninga
til Verklýðsblaðsins, sími 2184.
Annars getið þið ekki fengið blað-
ig með skilum. — Ef vanskil verða
eftir flutningana þá gerið svo vel
að kvarta víð afgreiðsluna.
flótta hermanna, verkföll og mót-
þróa verkalýðsins út um heiminn
og gefa hugmynd um þau öfl,
sem eru að verki í landinu sjálfu
og eiga eftir að verða skæðasti
óvinur Mussolinis gegn stríðs-
brjálæði hans.
Nokkra. hug-mynd um hugsunar-
hátt fólksins gefur grein á öðr-
uml stað í blaðinu.
Mussolini gengur íram hjá röðum herforingjanna. Meðal annarra sést Balbo
skipulag er komið í og hlaut að