Verklýðsblaðið - 02.12.1935, Page 2
VERKLÝÐSBLAÐIÐ
kenningu um það, að frelsisbar-
áttu íslendinga hafi lokið fyrir 17
árum, — 1. desember 1918. Hin-
um, sem hugsa í meiri einlægni,
öllum þeim hinum mörgu, sem
iieill almennings, heill hins venju-
iega manns er hið eina einkamál,
^efur 1\. desember 1935 sérstakt
’ ''tildfhi jfcil að sþyrja, — spyrja
sjálfa sig og nágranna sína í sveit
og kaupstað: Hvað líður frelsis-
baráttu hinnar íslenzku þjóðar,
fólksins, almennings, hins venju-
lega manns, — þín, — mín? Er
henni lokið ? Eða heldur hún
áf ram ?
Það er satt, íslenzka ríkið er
sjálfstætt, — því hefir að minnsta
kosti verið lýst yfir um allan
heim. En íslenzka fólkið, hinir
hundrað þúsund menn og konur,
sem skapa lífsverðmætin í land-
inu, þeir sem í dag heyja stríðið
við óblíð öfl náttúrunnar á vor-
um grimmu norðlægu höfum, eða
í hinum dreifðu, kuldalegu byggð-
um upp til landsins, — hvert er
þeirra svar, þegar þeir spyrja
sjálfa sig í dag, hversu langt sé
komið frelsisbaráttu vorri: Ei- ég
frjáls maður í þessu landi? Ert
þú frjáls maður í þessu landi? Er
þjóðin orðin frjáls, þótt ríkið sé
að nafninu til sjálfstætt?
Nú er ekki óhugsandi, að ein-
hverjir séu til, sem hafa búið sér
til kenningu um það, að frjálsir
menn séu allir þeir, sem ekki eru
lokaðir inni í tugthúsinu; að frels-
ið sé falið í því að vera ekki í
hugthúsinu. En fólkið er á öðru
máli. Kröfur þess til frelsis eru
hærri en svo, að það geri sig
ánægt með það eitt að vera ekki
í tugthúsinu. Fólkið er nefnilega
líka heimspekingar á sinn hátt.
I'að hefir undir niðri ákveðnar
hugmyndir um mannlegan virðu-
leik, um virðuleik þess hlutverks
að vera mánneskja á jörðinni, og
einmitt þessar hugmyndir um að
vera maður og geta lifað eins og
mönnum sæmi, var, er og verður
takmark og eðli allrar freslisbar-
áttu. Frelsisþrá fólksins er þrá
þess til að lifa samkvæmt þeim
hugmyndum, sem það gerir sér
um að mannlegum verum sæmi að
lifa, þannig að heilbrigðar óskir
þess, lífskröfur og lífshræringar
geti fengið fulla útrás í því sam-
félagi, þar sem það lifir. Að því
sé leyft að starfa í landi sínu að
því, sem hverjum hentar bezt, og
þó þannig, að starf þess sé ekki
unnið fyrir gíg, heldur meðal til
að veita því þær nægtir til líkama
og sálar, sem eru óhjákvæmileg-
ar til þess að persónuleiki manns-
ins fái að njóta sín. Frjálsir menn
eru þeir einir, sem lifa í allsnægt-
um, starfa skynsamlega, farsælu
starfi, í þágu sína og félagsheild-
ar sinnar, en hafa þó fullt næði til
að ástunda gjafir andans, og geta
komið bömum sínum til fyllsta
þroska. Þannig lifa frjálsir menn.
Þannig lifir frjáls þjóð. Það er
þetta: að lifa eins og mönnum
sæmir, sem fólkið á við, þegar
það rís gegn kúguninni og berst
fyrir frelsi sínu.
y í dag er dagur hinna mörgu,
en ekki hinna fáu, dagur fólksins,
sá dagur, sem er tileinkaður mál-
stað fólksins, frelsinu til að lifa
ems og monnum sæmir.
Það er í dag, sem sjómaðurinn
á að svara þessari spumingu: Ert
þú frjáls maður? Er skynsamlegt
hlutfall milli baráttu þinnar við
þetta dutlungafulla haf, milli lífs-
baráttu þinnar yfirleitt, og þess
hlutar sem þú berð úr býtum til
þess að veita fjölskyldu þinni og
sjálfum þér þá aðbúð, sem mönn-
um sæmir? Taka þau á móti þér
með áhyggjuiausu frjálsu yfir-
bragði í rúmgóðum húsakynnum,
björtum og hlýjum, þegar þú kem-
ur heim eftir að hafa lagt fram
starfskrafta þína í þágu samfé-
lagsins? Eruð þið frjáls að því
að uppíylla allar heilbrigðar kröf-
ur ykkar til lífsins? Getur þú
komið börnunum þínum til fyllsta
þroska eins og frjáls maður, þann-
ig að allt hið sérstaka, sem í þeim
býr fái skilyrði til að eflast og
menntast, hvert í sína átt? Og
héfir þú sjálfur hið nauðsynlega
næði, auk starfs þíns, til að leggja
stund á gjafir andans, eins og
þú þráðir svo oft, þegar þú varst
ungur? Eða hefir kannske grimm
ur ógnahrammur lagt hald á hlut-
inn þinn undir eins og þú hafðir
sótt hann í gin hafsins? Kemurðu
kannske heim í lélegan kofa til
lconu þinnar mæddrar, og barna
þinna, sem eru því mjög fjarri
að njóta hins fyllsta þroska?
Kannske þú hafir ekki einu sinni
frelsi til að hita sæmilega upp hjá
þér í vetrarkuldanum! Og þá lík-
lega lítið næði til að njóta þeirr-
ar ánægju af gjöfum andans, sem
þig dreymdi oft þegar þú varst
ungur, vegna áhyggju og kvíða
fyrir komandi dögum, um hvern-
ig þú eigir að klæða hópinn þinn,
hvernig þú eigir að standa í skil-
um með húsaleiguna, eða með
hvaða aðferðum þú eigir að létta
á skuldinni þinni, ef þú skyldir
vera einn af þeim, sem hafa fest
kaup á litlu húsi. Kannske ertu
rneira að segja einn af þeim, sem
ekki hefir verið leyft að stunda
atvinnu í vetur, kannske lifirðu
í atvinnuleysi, sem er jafnvel enn-
þá óskynsamlegra en hinn versti
þrældómur? En þú ert þó von-
andi ekki einn af þeim, sem getið
var um í Alþýðublaðinu í fyrra-
dag, og sagt að gætu ekki einu
smni uppfyllt þá frumstæðustu
og lægstu lífskröfu, kröfuna um
nóg viðurværi, — þú ert vonandi
ekki einn þeirra manna, sem hafa
eklti einu sinni verið matvinnung-
ar yfir hásumarið, einn þeirra, sem
hafa ekki einu sinni frelsi til að
borða kjöt?
Uppi til dalanna, langt upp til
landsins, bak við þessi hvítu fjöll,
situr bóndinn og fólk hans í dag
við útvarpið sitt, og bíður eftir
örvunarorði á þessum degi frels-
isins, sem einnig er dagur hans.
Einnig hann á að gera upp við
sjálfan sig í dag svarið við þess-
ari spurningu: Bóndi, hvar er
komið frelsisbaráttu þinni? Ert
þú frjáls maður? Lifir þú í nægt-
um, sem samsvara því erfiði, sem
þú hefir lagt á þig í sumar leið,
því erfiði, sem þú leggur á þig í
vetur? Er húsið þitt, búið þitt og
jörðin þín, í því ástandi, að það
samræmist þeim kröfum, sem þú
gerir þér um frjálsra manna líf,
— ekki manna, sem hafa það eitt
að fagnaðarefni, að vera utan tugt
hússins, heldur frjálsra manna í
orðsins fyllsta skilningi? Eða ber
þú kannske kvíðboga fyrir því að
þú munir missa þetta allt, þegar
minnst varir? Hefir þú kannske
glæpst til að fullnægja frelsisþrá
þinni, þrá til veglegra og virðu-
legra lífs, með því að snúa þér til
lokkandi lánsstofnunar, svo þú
gætir byggt, og hefir nú komizt
að þeirri niðurstöðu, að þessi láns-
stofnun var erkióvinur þinn, sem
beið eftir tækifæri til að standa
yfir þér með reidda svipu kúgar-
ans til þess að hegna þér eins og
glæpamanni fyrir það, að þú vild-
ir lifa eins og frjáls maður í húsi?
Var það þá glæpur lífs þíns, að
vilja lifa eins og mönnum sæmir,
að þú vildir reyna að veita þér og
þínum .nokkrar þær unaðsbætur í
lífinu, sem gerðu hlut þinn sýnu
veglegri en melrakkans í greninu,
— var það þá glæpur þinn? Ertu
kannske fyrir bragðið orðinn þræll
fjandsamlegra lánsstofnana, þess-
ara lánsstofnana, sem eru svo
fjarri því að vera stofnanir bænda
og vinnandi lýðs á íslandi, að þær
vaka yfir hverri hreyfingu þinni
til þess að draga til sín arðinn af
striti þínu jafn óðum, en hóta að
öðrum kosti að reka þig frá húsi j
og heimili og gera þig og börn j
þín að rótlausum umrenningum 1
og betlurum á eyrinni? Hefir þrá
þinni.eftir að verða frjáls maður
verið refsað svo, að nú er komið
fyrir þér áþekkast nestislitlum ó-
bótamanni á flótta í óbyggðum,
— fjórtán til sextán tíma dag-
legur þrældómur þinn hefir
verið verðlaunaður aðeins með
hækkandi matarskuldum í verzl-
uninni og óframúrsjáanlegum
vaxtaþrældómi, þar sem hús þitt
jörð þín og bú er að meira eða
minna leyti veðsett því bankavaldi,
sem er allt annað en vald þitt,
sem er vald höfuð óvinar þíns,
fjármálaauðvaldsins, í staðinn fyr-
ir að vera þitt eigið vald, þinn
eigin banki, ríkisbanki verka-
manna og vinnandi bænda,þitt eig-
ið verkfæri til að afla þér frelsis.
Þú hefir helzti seint orðið sjálf-
stæðismaður — þú hefir séð um
seinan, að b'ankavaldið, fjármála-
auðvaldið, er ekki bankavald verka
lýðs og vínnandi bænda, heldur
l'ramandi vald, sem þér er fjand-
samlegt, sem mun halda áfram að
vera höfuðóvinur hins vinnandi
fólks til sjávar og sveita, meðan
þeir hafa ekki gert það að sínu
valdi, meðan ekki er hrein al-
þýðustjórn í landinu, meðan bank-
arnir eru ekki, um leið og fram-
leiðslugögnin öll, yfirlýst eign
verkalýðs og vinnandi bænda.
Þetta er sjálfstæðismál íslenzku
þjóðarinnar. Það eru áhugamál
hins framandi fjármálaauðvalds,
sem í svipinn setja íslenzku fólki
stólinn fyrir dyrnar og halda því
undir svipu kúgarans í dag, og
hljóta að skipa sjálfri landstjórn-
inni fyrir verkum, alveg eins og
það var framandi vald, sem lagði
stjórnlagafrumvarpið fræga fyrir
þjóðfund íslendinga árið 1851, þar
sem farið var fram á að svifta
landið sjálfsforræði og gera inn-
anlandsmálefni þess að íhlutunar-
eí'ni erlendra yfirdrottna, — og
það var þá, sem íslenzk þjóðfylk-
mg sigraði í fyrsta sinn, þegar
Trampe greifi ætlaði að beita þjóð
fundinn gerræði, þá stóðu fundar-
menn á fætur, allir sem einn mað-
ur, undir forustu Jóns Sigurðs-
sonar, og hrópuðu í einu hljóði:
Vér mótmælum allir.
Það er satt, góðir íslendingar,
vér erum að nafninu til sjálfstætt
ríki, en ef einhver hefir sagt yð-
ur, að frelsisbaráttu þjóðarinnar
sé lokið, þá er það ekki satt, fjarri
fer því. Þótt þa’ð sé kannske ekki
iyllilega rétt að segja, að nú fyrst
sc hún að hefjast, þá er hitt
sönnu nær, að nú stendur frelsis-
barátta íslenzku þjóðarinnar sem
hæzt: íslenzki maður, íslenzka
kona, taktu baráttuna upp í dag,
naltu þennan dag sjálfstæðis og
frelsis heilagan með því að sam-
einast þjóðfylkingunni, samfylk-
ingu allra þeirra flokka, sem hafa
eitthvert brot af málstað fólksins
á stefnuskrá sinni, fylkingu allra
andlega og líkamlega vinnandi
manna af öllum flokkum gegn
hinu erlenda og innlenda lcúgunar-
valdi í mynd bankaauðvaldsins,
fjármálaauðvaldsins, þessum ægi-
legasta fjanda hins lifandi og
stríðandi mannkyns á jörðunni,
sem einnig á þessum dögum leit-
ast við að leggja hramminn yfir
land vort, á hvert einasta lifandi
brjóst.
íslendingar, menn og konur af
öllum flokkum! í dag erum vér
allir sjálfstæðismenn, í dag kom-
um vér allir saman einum huga
til að minnast frelsisins, til að
nefna frelsisins heilaga nafn. I
dag ríkir aðeins einn málstaður í
hugum vorum, málstaður fólks-
ins, án tillits til allra flokkadrátta
og sérhagsmuna.
Það er ekkert við því að segja,
að flokkar haldi uppi ýmsum fán-
um til að leggja áherzlu á sér-
kenni sín, einn haldi uppi fána
hinna svonefndu íslenzku lita, ann-
ar haldi uppi fána með örvunum
þrem, þriðji með hamrinum og
sigðinni. Það er aðeins á einum
punkti, sem þessir fánar geta orð-
ið hættulegir, og það er ef þeir
í augum liðsmanna sinna fara að
tákna eitthvað annað en barátt-
una fyrir frelsi fólksins, frelsinu
til að lifa eins og mönnum sæmir,
— ef fánaberarnir ætla vegna að-
dáunar á flokkseinkennum sínum
að gleyma því, sem öllum fánum
er ofar, málstað hins lifandi, stríð-
andi fólks, hins vinnandi fólks til
sjávar og sveita, málstað þess
gegn kúgunarvaldinu í hverri
rnynd sem það birtist. Látum alla
flokka í dag slíta talinu um feg-
urð sinna ágætu fána eina stund,
fyrir kröfunni um eina órofna
fylkingu gegn þeim öflum og
umboðsmönnum þeirra, sem vilja
nú hneppa íslenzka menn og ís-
lenzkar konur í nýja ánauð. Þjóð-
fylking, alþýðufylking, samfylk-
mg, — það er ekki nafnið sem
skiptir máli, heldur einingin um
málstað fólksins gegn þeim öflum,
sem vilja meina fólkinu það frelsi
til að lifa eins og mönnum sæm-
ir, sem frá upphafi hefir verið
æðsta og dýrmætasta takmark ís-
lenzks þjóðemis.