Verklýðsblaðið - 13.12.1935, Side 3
VERKLYÐSBLAÐIÐ
VEftKLÝDfBLÁÐIÐ
Útgefandi:
KOMMÚNISTAFL. ÍSLANDS.
Ritstjóri:
EINAR OLGEIRSSON.
Afgr.: Vatnastíg 3 (þriöju hæö).
Sími: 2184. — Pósthólf 57.
Prentsmiðjan Acta h.f.
KOMMÚNISTAFLOKKUR
ÍSLANDS
(Deild úr Alþjóða-
samhandi kommúnista).
Formaður:
BRYNJÖLFUR BJARNASON.
Skrifstofa: Vatnsstig 3 (3. hæð).
Viötalstími:
Daglega kl. 6—7, virka doga.
Lanmnspil kaipfé*
lagsstjérais á Borð-
eyrl og fagaaðaróp
Alþýðablaðsias
Útvarpið, sem sjaldan segir frá
því, sem gerist í verkalýðshreyf-
ingunni, flytur „stórtíðindi“ frá
Borðeyri.
Efst á forsíðu Alþýðublaðsins
er stór margdálka fyrirsögn:
„Verkalýðs- og smábænda-félag
Hrútafjarðar segir skilið við
kommúnista ..— Leiðari er
skrifaður í Aiþýðublaðið, sem
kvartar yfir því hve lítið fari fyr-
ir þessum stórmikilvægu tíðind-
um!
Tilefnið til þess að allar þessar
bumbur eru barðar er eftirfar-
andi: Hinn nýi kaupfélagsstjóri á
Borðeyri, sem landfrægur er fyrir
fjársvindl, sem „Verklýðsblaðið“
afhjúpaði, og varð að flæmast
fyrir þær sakir úr Kaupfél. Þing-
eyinga, hefir gert tilraun til að
koma klofningsfleyg inn í Verka-
lýðsfélagið, og lét son sinn ganga
í það í því skyni. — Notaði hann
tækifærið, þegar flestir beztu
kraftar félagsins voru fjarver-
andi, og hefir tekist með fögrum
loforðum að fá 10 verkalýðsfélaga
til að fallast á, að ganga úr V.
S. N. og í Alþýðusambandið. —
Allt þetta fór með hinni mestu
leynd. Svo er haldinn fundur og
komu þangað 15 menn, og var þá
tækifærið gripið til að fá þetta
samþykkt, því tillagan kom öllum,
sem ekki voru innvígðir, að óvör-
um.
Ofurlítið laumubragð atvinnu-
rekenda norður á Borðeyri hefir
tekizt. 10 verkaiýðsfélagar stíga
augnabliks feilspor, sem þeir í
svipinn ekki átta sig á. Og Al-
þýðublaðið blæs í allar básúnur
og segir: Þarna hafið þið svar
verkalýðsins við samfylkingai’-
boðum kommúnista.
En svar hundraðanna og þús-
undanna í Alþýðuflokknum heyr-
ir Alþýðublaðið ekki. Það lætur
eins og allar hinar glæsilegu stað-
reyndir samfylkingarinnar séu
ekki til.
Hvað segja beztu foringjar sósial-
demokrata um samfylkinguna ?
Ma2E 1
loríng-inn
Max Braun.
Verklýðsblaðið mun héðan af
birta umsögn ýmissa beztu manna
sósíaldemókrata erlendis um sam-
fylkinguna og hina heimssögulegu
áskorun Dimitroffs á 7. heims-
þinginu tii alls verkalýðs að sam-
einast.
Fyrst kemur hér álit Max
Braun, hins alkunna sósíaldemó-
kratiska foringja frá Saar. Var
hann í blaðaviðtali spurður um
álit hans á Dimitroff og samfylk-
ingaráskorun hans. Svar hans
hljóðar svo:
„Af afrekum Dimitroffs hafa tvö
heimssögulegt gildi: Framkoma hans
í málaferlunum út af ríkisþingsbrun-
anum og hin heimspólitiska fyrirskip-
un hans á 7. þingi þriðja Alþjóðasam-
bandsins"
frá. Saar
„Svo lengi sem saga mannkynsins
verður skráð, verður hún Iíka saga
uppreisnarmannanna gegn harðstjór-
unuxh, sem sé líka saga Promeþeifs-
niðjans Dimitroffs!
Sú stefna, sem Dimitroff ákvað á 7.
heimsþingi III. Internationale, sem
næsta áfangann í pólitískum fram-
kvæmdum á leið hins alþjóðlega
kommúnisma, er eitt af hinum stór-
fenglegustu, marxistisku afrekum; —
virkilega verðug þess, að vera sett
við hliðina á afrekum Lenins og Stal-
ins. Raunhæfni (realismus) hennar cr
það virkilega byltingarsinnaða í þess-
ari ákvörðun. Hún gerir það mögu-
legt, að einbeita öllum kröftum al-
þjóðaverkalýðsins á einn punkt:
úrslitabaráttuna gegn fasismanum!
Hún gerir það líka mögulegt að sam-
eina alla þá „þrá“ veraldarinnar, sem
auðvaldinu er andvíg, til að binda
cnda á afturhaldsauðvald banka-
drottna, stóriðjuhölda og aðalsherra,
sem aflanna. er standa á bak við fas-
ismann.
Fyrir alla lýðræðissinnaða þýzka
andstæðinga Hitler-harðstjórnarinnar
er vegurinn opinn til hinnar voldugu
sameiningar í baráttunni fyrir frels-
inu, — fyrir alla sósíalista, til hinna
bjargföstu samtaka þessarar frelsisbar-
áttu og til undirbúnings sósíalism-
amun“.
Umsagnir fleiri koma næst.
Sovétvínaþíng í London
Kaúþmannahöfn 12. des.
í London fer fram þing „vináttu
við Sovétríkin“, þar sem fulltrúar
íyrir 2 mitjónir manna eru mættir.
Meðal ræðumanna Bemhard Shaw,
Lord Marley, Sidney Webbs og ýmsir
aðrir af frægustu rithöfundum og
menntamönnum Englands.
Samfylkingu Alþýðuflokksins
og Kommúnistaílokksins í Vest-
mannaeyjum sjá þeir ekki; held-
ur ekki samfylkingu vinstri flokk-
anna þriggja á Húsavík. Þeir sjá
heldur ekki samfylkinguna í at-
vinnuleysisbaráttunni í Dagsbrún,
né samfylkinguna í neytendasam-
tökunum í Reykjavík. — Sam-
fylking milli F. U. J. og F. U. K.
í Reykjavík verður ekki hindruð.
Á Eskifirði lýstu 240 kjósendur
af 257 sig samþykka kröfum sam-
fylkingarinnar. Á Norðfirði skor-
aði verkalýðsfélagið á bæjar-
stjórnina, þar sem afturhaldssam-
ir Alþýðuflokksmenn ráða meiri-
hlutanum, að verða við kröfum
samfylkingarinnar, eða segja af
sér að öðrum kosti. — Ekkert af
þessu sér Alþýðubiaðið. — Um
allt þetta hafa engar útvarpsfrétt-
ir verið birtar, engar risafyrir-
sagnir á forsíðu og engir leiðarar
í Alþýðublaðinu!
Það er illt að vera í sporum
Don Quixote og berjast við vind-
myllur!
Þetta smásmuglega laumu-
bragð, sem runnið er undan
rifjum kaupfélagsstjórans á
Borðeyri, mun engin áhrif hafa
á afstöðu verkamannanna þar til
V. S. N.
Félagið á Borðeyri og Verk-
lýðssamband Norðurlands, eru
tengd sterkum böndum, sem ekki
verða rofin. — Tilvera félagsins
og kjarabætur þær, sem það hefir
náð, er árangur af einhverjum
hörðustu stéttarátökum, sem háð
hafa verið á íslandi undir forustu
V. S. N. — I þessum átökum lögðu
forustumenn V. S. N. ekki aðeíns
alla starfskrafta sína í sölurnar,
lieldur líka lögðu þeir líf sitt í
hættu. Dettifossbardaginn á Siglu-
firði mun seint gleymast. 1 kjöl-
far þessa sigurs, vanst hver sig-
urinn á fætur öðrum á Norður-
landi með hjálp V. S. N., í Hrís-
ey, Dalvík o. s. frv.
í þessum sömu átökum stjórn-
uðu foringjar Alþýðuflokksins
burgeisaliðinu, sem með slökkvi-
dælum, grjótkasti og öllum þeim
vopnum, sem fyrir hendi voru,
réðust á verkamennina á Siglu-
firði fyrir það eitt, að veita
Verkalýðs- og smábændafélagi
Hrútafjarðar lið, er það barðist
fyrir tilveru sinni. Milli verka-
Frá, Norðfirði
til Alþýðublaðsins
í Alþýðublaðinu 16. nóv. s. 1. er
grein, sem heitir „Alþýðuflokkur-
inn á Norðfirði samþykkir trausts
yfirlýsingu til bæjarstjórnarinn-
ar.“ — Sökum þess að greinin er
að mestu leyti rangfærzlur, finnst
mér full ástæða til að svara henni
að nokkru.
Eftir að verkalýðsfélagið hafði
samþykkt vantraust á bæjarstj,
sló miklum óhug á krataforkólf-
ana og til þess að reyna að rétta
við álit sitt í augum Alþýðuflokks-
verkamanna boðuðu þeir til „Al-
þýðuflokksfundar“ um málið. —
Ekki var sjálfstraustið meira en
það að varast var að hleypa and-
stæðingum úr liópi kommúnista á
íundinn. Var þarna samþykkt
traustsyfirlýsing á bæjarstjórnina
með 42 atkv. gegn 3, en á fundin-
um mætti 71 maður. Ekki var
traustið í valdasta liði flokksins
meira.
I þessari langloku, sem þarna
var samþykkt, er ennfrem-
ur sagt að kommúnistar og sjálf-
stæðismenn hafi í sameiningu
lcomið vantraustinu fram í verk-
lýðsfélaginu á mjög fámennum
fundi. — Þarna slær greinarhöf.
met í rangfærslum í tilraun sinni
til að auka hróður bæjarstjómar.
Það er nú fyrst að á fundi þessum
voru um 50 manns og er það ó-
venju vel sóttur fundur, eftir því
sem venja er til. Og að íhaldsmenn
hafi staðið að tillögunni er lýgí.
Eg hefði gaman af að heyra nefnd
an einn íhaldsmann, sem var á
fundinum, hvað þá að hann stæði
að baki vantraustinu. Það er fram
komið sem eðlileg og rökrétt af-
leiðing fjandskapar bæjarstjórnar
í garð verkalýðsins, en alls ekki
fyrir atbeina íhaldsins.
Þá segir í greininni að bæjar-
stjórn hafi haldið uppi nær óslit-
inni atvinnubótavinnu fyrir um
30 manns síðan í byrjun septem-
ber og fengið lán til þess að leggja
íram á móti ríkisframlaginu. Eina
atvinnubótavinnan, sem unnin
hefir verið fram til 20. nóv, er
hin svokallaða „heiðavinna“, sem
ríkið lét 30 mönnum i té í mán-
aðartíma og auk þess 12 menn í
nokkra daga í Norðfjarðarvegi. —
Bærinn hefir ekkert lagt á móti.
Um tilraun bæjarstjómar til að
tryggja sér kol og aðrar nauðsynj-
ar hefir enginn heyrt getið fyr
en nú í hinni makalausu grein
Alþýðublaðsins.
Séu allar greinar blaðsins álíka
réttar og þessi er vissast fyrir
verkalýðinn að taka þær varlega
trúanlegar.
Bjami Þórðarson.
mannanna á Borðeyri og aftur-
haldsforingja Alþýðusambandsins
er staðfest það djúp, sem ekki
verður brúað, fyrr en þeir hverfa
af braut þeirrar stefnu, sem
leiddi þá niður á hafnarbakkann á
Siglufirði með vopn í hönd gegn
stéttarbræðrum sínum.