Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 16.12.1935, Qupperneq 2

Verklýðsblaðið - 16.12.1935, Qupperneq 2
VERKLYÐSBLAÐIÐ Enn hleypur á snærið hjá Alþýðublaðinu Heimildamaðnr Morg'nnblaðsins, Finn Moe skýrir frá iðnaðarmanna, þar sem líka iðn- sveinafélögin urðu fyrir barðinu á því hvert af öðru, og það mátti segja, að það gleypti í sig meist- ara viðkomandi iðngreina. En leizt ykkur þá ekki á að ganga í Alþýðusambandið ? Um það hefir lítt verið rætt, en ég býst við, að slíkt fengist ekki samþykkt, af því að Alþýðu- sambandið er háð pólitískum flokki, því ég býst við að flestum múrarasveinum sé það ljóst, að það myndi ekki auka samvinnu iðnsveina, að vera í sambandi stjórnmálalegs flokks, þar sem allir meðlimir hefðu ekki sömu réttindi. Ykkur hefir þá litist betur á Samband iðnverkamanna? Já, hvað þetta áhrærir. Annars finnst okkur Sambandið hafa verið of aðgerðarlítið, þótt við skiljum, að aðstaðan hafi verið erfið í byrjun, þar sem allt of mörg sveinafélög hafa staðið fyr- ir utan það. En ég vona, að Sveinafélag múrara láti ekki sitt eftir liggja að gera Sambandið að sterku hagsmunasambandi. Síðnsta Sovjetvina- fandir Það er gleðilegur vottur um á- huga félagsmanna hve vel hefir verið mætt á fundunum í haust. Enda á félagið því láni að fagna, að hafa sífellt góðum kröftum á að skipa, með fræðsluerindi, er- lendar fréttir og skemmtiatriði. Einnig hefir það mikið valdið f jör- ugum og skemmtilegum umræð- um þar, spumingar, sem fram hafa komið. Er því þannig til hag- að, að við innganginn fær hver meðlimur auðan miða, sem hann skrifar spumingu á um eitthvað, sem hann langar til að vita. Á hverjum fundi ganga nýir meðlimir i félagið og áskriftasöfn- un „Sovétvinarins“ vex hröðum skrefum, enda er hann löngu kunn ur fyrir fróðleik og vandaðan frá- gang, en kostar samt ekki nema tvær krónur á ári. Á síðasta fundi var samþykkt tillaga um að ná 25 nýjum meðlim- um í félagið og 150 áskrifendum að Sovétvininum, , og þetta á að framkvæmast fyrir næsta fund, sem haldinn verður í janúar. Allt sýnir þetta hinn mikla dugnað, á- huga og kraft, sem í meðlimun- um býr, þann skilning á ábyrgð- artilfinningu, sem tendrast í brjósti hvers heiðarlegs einstakl- ings gagnvart sínum eigin félags- skap. Sovétvinir! Höldum áfram á þessari braut, að safna öllum frjálslyndum og fróðleiksfúsum mönnum í félag okkar og nýjum áskrifendum að blaðinu. Uppfyll- um markið fyrir næsta fund. Til heilla með starfið! Sovétvinur. F. U. K. hélt útbreiðslufund í gær í K. R. húsinu uppi. Fundurinn var rnjög fjölsóttur og fór ágætlega vel fram. Nýir félagar gengu inn. Alþýðublaðinu finnst nú flest hey í harðindum gegn samfylk- ingunni. — Hefir það látið tíð- indamann sinn hafa viðtal við Finn Moe, einn af afturhaldssöm- ustu foringjum norsku sósíaldemó- kratanna, sem aðallega er þekkt- ur fyrir það hér á landi, að Morg- unblaðið hefir notað hann sem heimildarmann fyrir Rússlandslyg- um. Vitaskuld er Finn Moe ákveð- inn andstæðingur samfylkingar verkalýðsins. — Meðal annara furðulegra hluta, sem tíðindamað- ur Alþ.bl. hefir eftir honum, er þetta: „Kommúnistarnir í Moskva . . hafa skilið, að kreppupólitík Al- þýðuflokkanna er hin eina, rétta, eins og sakir standa“. Þetta eru engu minni gleðitíð- indi fyrir Alþýðublaðið en „Stal- in-stoppið“ fræga. Að hugsa sér: Dimitroff og kommúnistarnir í Moskva eru bún- ir að sjá það, að það er alveg hárrétt, að hækka tollana á vinnu- fötum, hveiti og öðrum nauðsynj- um alþýðunnar, en hlífa hátekju- mönnunum, — þeir eru búnir að sjá það, að það er alveg sjálfsagt að banna verkföll og senda vopn- aða lögreglu gegn verkfallsmönn- um, eins og danska sósíal-demó- kratastjórnin hefir gert! Hvílík gleði hlýtur að vera á himnum! Nú skulum við taka það upp orðrétt, sem Dimitroff sagði um kreppupólitík „Alþýðuflokkanna“ í Sjómannafélagið í Súðavík var stofnað 15. júní síðastl. með 23 meðlimum, en telur nú um 30 og eru það allir sjómenn þorpsins, að undanteknum fjórum. Félagið hefir enga samninga lagt fram fyr en nú í haust. Markmið og tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna sjómanna, skapa þeim öflugan og heilbrigðan félagsskap, sem vemdar hagsmuni þeirra og skapar þeim lífvænleg skilyrði. Samningar félagsins eru í alla staði réttmætir og er það einróma álit allra sjómanna, enda er allur verkalýður Súðavíkur staðráðinn í því, að berjast fyrir þessum kröfum, þangað til fullur sigur er fenginn. Aðeins einn út- gerðarmaður, Bjami Hjaltason, skrifaði tafarlaust undir. Þegar nú sjómenn árangurslaust höfðu gert ítrekaðar tilraunir til að fá hina til að skrifa undir samning- ana, ákváðu þeir að gera vinnu- stöðvun þar til samningar væm undirskrifaðir. Föstudaginn 19. okt. var svo lýst yfir allsherjarverkfalli, en þá höfðu útgerðarmenn ákveðið að skipa fram fiski frá Langeyri. Skipið kom kl. 2 um daginn og höfðu útgerðarmenn þá haft við- búnað mikinn, en þegar skipið var að leggjast að bryggju fóru all- fiestir sjómenn og verkamenn inn á Langeyri, þangað, sem skipa átti hinni miklu ræðu á 7. heimsþing- inu, sem Finn Moe vísar til. Dimitroff sagði: „Sósíaldemókratisku verkamennimir geta stöðugt áþreifanlega sannfært sig um, að hið fasistiska þýzkaland, með öllum síhurn liörmungum, er afieiðing af hinni sósíaldemókratisku pólitík, samvinnunnar við burgeisa- stéttarinnar". (Bls. 30). Um sósíaldemókratisku verka- mennina í Danmörku segir hann: „Nei, þeir eru ekki ánægðir með það, að stjórn sósíaldemókratanna skuli með hinu svokallaða „kreppu- samkomulagi" sínu hjálpa stórkapi- lalistunum og stórbændunum, en ekki verkamönnum og fátækum bændum; að hún með tilskipuninni frá janúar 1933 skyldi hafa tekið verkfaUsréttinn af verkamönnum, að hún hefir á- kvarðað að nývopna lögregluna og koma henni fyrir í herbúðum; að só- sialdemókratisku foringjarnir hafa sett íram tillögu um „endurbætur" á hegn- ingarlögunum, sem eru andstæðar lýð- ræðinu. Ég lield varla, að mér skjátlist, þeg- ar ég staðhæfi, að 99% verkamann- anna í Danmörku sér ekki samþykkir þessum pólitísku ráðstöfunum hinna sósialdemókratisku foringja og ráð- ]ierra“. (Bls. 60—61). Þetta er skoðun Dimitroffs og „Kommúnistanna í Moskva“ á „kreppupólitík Alþýðuflokkanna“. En um Alþýðublaðið og Morg- unblaðið og Finn Moe má segja, að hver og einn velur sér heimild- armann, sem honum er samboð- inn. fram fiskinum. En þegar útgerð- armenn sáu hvað verkfallsmenn voru fjölmennir, brá þeim heldur en ekki í brún, og Grímur Jónsson kvaðst ætla að hverfa heim aftur, en verkfallsmenn yrðu að bera á- bvrgð á fiskinum!! En bágt mun Grímur hafa átt með að trúa því, að ekki tækist að koma fiskinum um borð, því eftir 2 tíma kom hann aftur og liafði þá skrapað saman 3 menn, sem líklega hafa átt að aðstoða hann við útskipunina. Verkfalls- menn höfðu gaman af að sjá þessa veslings vikapilta Gríms snúast í kring um hann eins og hunda, sem elta húsbónda sinn. I fyrstu var líka gorgeir í drengjunum, t. d. einn þeirra, Áki Eggertsson, sagði að nú væru þeir komnir til að skipa fram fiskinum, en verk- fallsmenn voru þeir rólegustu og munu minnast þessara manna á viðeigandi hátt. En svo fóru leik- ar, að Grímur og hans fylgifiskar löbbuðu sneiptir til baka. Síðan verkfallinu var lýst yfir, hefir enginn sjómaður né verka- maður unnið hjá útgerðarmönn- um. Hinsvegar hefir allur verka- lýður Súðavíkur sýnt fádæma fórn fýsi og vilja á að fá kröfum sjó- manna framgengt, þrátt fyrir ýmsar sundrungar- og klofnings- tilraunir nokkurra manna, sem selt hafa sannfæringu sína fyrir Isleifur Högnason fertug:ur Félagi ísleifur Högnason varð fertugur 30. nóvember. , Félagi ísleifur hefir frá upp- hafi verið einn af beztu foringj- unum í vinstri armi verkalýðs- hreyfingarinnar á Islandi. Meira en áratug hefir hann unnið í fremstu röð með verkalýðnum í Vestmannaeyjum, sífellt sem vin- sæll foringi og góður félagi. fsleifur hefir lengst af verið bæjarfulltrúi verkalýðsins í bæjar- stjórn Vestmannaeyja og fram- bjóðandi Kommúnistaflokksins við þingkosningar þar. Þau hafa verið mörg hörð átök- in þessi árin, sem þeir félagamir í Vestmannaeyjum, fsleifur Högna son og Jón Rafnsson, og allir hin- ir dugandi baráttumenn þar hafa háð hlið við hlið. Varla hefir nokk- ursstaðar verið eins róstusamt og við §um verkföllin þar, „saltslag- inn“ og fleira. Afturhaldið í Eyj- um hefir líka hatað þá, forvígis- mennina þar — og er mönnum enn í fersku minni tilræðið við ís- leif 1932. ísleifur var einn af stofnendum Kommúnistaflokksins og hefir átt sæti í miðstjóm hans frá upphafi. En aldrei hefir samt flokkur vor þurft að gera aðrar eins kröf- ur til félaga ísleifs og nú, þegar samfylkingin í Vestmannaeyjum hefir brotið ísinn og verkalýður- inn hvarvetna á landinu vonast eftir sigri sameinaðs verkalýðs yfir afturhaldinu í Eyjum. Félagi ísleifur byrjar því fimmta áratuginn í harðvítugri baráttu en háð hefir verið áður í Eyjum, — og í þeirri baráttu fylgja honum og verkalýð Vest- mannaeyja heillaóskir allra þeirra, sem óska þess, að nú taki „tíma- bil einingarinnar við af tímabili klofningsins" hér á landi líka. fáeina silfurpeninga og heldur vilj- að þjóna lýginni og rangsleitninni en sannleikanum og réttlætinu, því það er aðferð íhaldsfasistanna í Súðavík. Ekkert skal um það sagt, hvað útgerðarmönnum sérstaklega finnst að samningunum; almennt er álitið að þeir vilji bara ekki við- urkenna félagsskapinn, og mun það vera rétt, að minnsta kosti ber þeim sjaldan saman við sjálfa sig, þegar verið er að tala um samningana. Það eitt er víst, að þeir eru í samræmi við það, sem annarsstaðar er, — þó þykir ekki þörf á að birta þá hér, þar sem þeir áður hafa verið birtir á prenti. Það er nú óhætt að slá því föstu, að sjómenn munu aldrei slá af kröfum sínum til muna þó að útgerðarmenn hafi skotið mál- um sínum til atvinnurekendafélags ins. Sjómenn munu aldrei beygja sig fyrir klíkum Claessens. Sagt er að atvinnurekendafélagið hafi lítið gert til samkomulags og er trúlegt að það sofi á því meðan mögulegt er, enda hæfir það líka bezt skel kjafti þeirrar svörtu samfylkingar, sem þar er mynduð gegn hagsmunum verkalýðsins. Sjómannaverkfalllð í Súðavík

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.