Verklýðsblaðið - 06.01.1936, Síða 3
VERKLYÐSBLAÐIÐ
Hvað segja beztu foringiar sósial-
demokrata um samfylkinguna ?
Léon Micole
Þíngmaður sosialdemókrata í þjóðráðí
Svíss, ríkisráðsmeðlimur og forseti dóms-
máladeildarínnar í Genf, varaíorseti í
fyikisstjórninní í Genf
VEDKLYDtBLAÐID
Útgofandi:
KOMMÚNISTAFL. ÍSLANDS.
Ritstjóri:
EINAR OLGEIRSSON.
Afgr.: Vatnsstíg 3 (þriðju bæO).
Sími: 2184. — Pósthólf 57.
Prentamiðjan Acta h.f.
KOMMÚNISTAFLOKEXTR
ÍSLANDS
(Deild úr Alþjóðo-
sambandi kommúnista).
Formaður:
BRYNJÖLFUR BJARNASON.
Skrifstofa: Vatnsstíg 3 (3. hœð).
Viðtalstími:
Daglega kl. 6—7, virka daga.
„Það er allfaf bún-
ingsbót að bera sig
karlmannlega“
Alþýðblaðið og Nýja dagblaðið
fræða lesendur sína á því, eftir
að bílstjóradeilan er leyst, að eig-
inléga hafi h.f. Nafta alltaf getað
fengið umbeðið gjaldeyrisleyfi, og
til þess hafi ekkert verkfall þurft!
Allir vita, að í heilt ár hefir
„Nafta“ árangurslaust reynt að
fá gjaldeyrisleyfi fyrir nokkrum
tunnum. Áður en verkfaJlið hófst,
bauð félagið bensín á 25 aura lít-
erinn. — Fyrir jólin bauð það 29
aura verð, eftir að skatturinn
hefði lagst við, bara ef það fengi
innflutningsleyfi. Verkfallsstj óm-
in var á stöðugum fundum með
ríkisstjórhinni, til að fá hana til
að leysa deiluna, á kostnað hring-
anna, með því að taka tilboði
„Nafta“. Á fundinum annan í jól-
um gat Jón Bald. ekkert svar gef-
ið við þessari kröfu frammi fyrir
200—300 bílstjórum. En eftir 9
daga verkfall gaf ríkisstjórnin
eftir og veitti „Nafta“ leyfi fyrir
allt að þriðjung innflutningsins í
4 mánuði.
Þegar svo Alþýðubl. og Nýja
dagblaðið bera slíkan þvætting á
borð fyrir lesendur sína, „að ekk-
ert verkfall hefði þurft“, þá sýnir
það, að þessir herrar kunna ekki
að taka ósigrinum karlmannlega.
Það er löðurmannlegt að þora
ekki að horfast í augu við stað-
reynd ósigursins.
Kjósið strax
i Dagsbrún
Dagsbrúnarfélagar! Allt bendir
til að stjómarkosningar í Dags-
brún standi ekki lengi. — Eftir
miðjan mánuð getur orðið aðal-
fundur og kosningunni lokið. Það
ríður því á að Dagsbrúnarfélagar
kjósi strax. Munið að kjósa:
1 formannssæti:
Pál Þóroddsson.
1 varaformannssæti:
Jón Guðmundsson.
Ef stéttvísir Dagsbrúnarfélag-
ar vinna nógu vel, þá ná þeir báð-
ir kosningu.
9. nóv. 1932 í Genf.
Léon Nicole, einn helzti foringi
sosialdemókrata í Sviss, sagði ný-
lega eftirfarandi í blaðaviðtali, eft-
ir að hafa lýst nokkuð hinum póli-
tísku tildrögum að 9. nóvember-
atburðunum í Genf 1932, — því
vei'kalýður Genfborgar háði iþá
sinn samfylkingarbardaga sam-
tímis verkalýðnum í Reykjavík:
„Borejarastéttin í Genf áleit augna-
hi'ikiS komiS til harSvítngrar árásar
á vaxandi einingu ðreigalýSsins í
Geuf. Fasistaíundur, sem ætlaSur var
til upphlaupa, hlant nppörínn frá
stjórninni, sem enginn verklýSssinni
átti sæti í, þó aS verklýSsflokkurinn
hefSi 40 af hnndraSi allra kjós-
enda.
Sósialistaflokkurinn ákvað að láfa
voldug mótmæli fjöldans á götnnni
koma fram gegn fasistafunðinum. En
burgeisastjómin í Genf ákvað aS kæfa
öll mótmæli verkalýðsins i blóði. —.
Sésialistamir og hinir kommúnist-
isku félagar þeirra söfnuSust þúsnnd-
um saman út á götumar. paS var 9.
nóvember 1932, mn kvöldið. Verka-
raenn í Genf voru, eins og réttarrann-
sóknin sannaði, algerlega vopnlausir.
En hermennirnir,, sem Genfstjómin
kvaddi til, beittn vopnnm. 13 meS-
limir verklýðsfélaganna vora drepnir
og 65 mikið særðir, Viðbjóður, sem
Undanfarið hafa verkamenn
í Iiafnarfirði unnið fyrir 16 aur-
um lægra kaupi á klst. en verka-
menn í Reykjavík.
En þó er allt sem mælir með
því, að kaup og kjör verkamanna
sé eins á báðum stöðunum, þar
sem verð á lífsnauðsynjum er hið
sama.
Hafnfirðingar hafa hlotið ámæli
— og það með réttu — fyrir það,
að hið lága kaup þeirra væri
Þrándur í Götu reykvísltra verka-
manna til að ná fram kjarabótum.
Hið lága kaup Hafnfirðinganna
er vitanlega að kenna slælegri
baráttu þeirra og því, að Dags-
brún og Hlíf hafa ekki háð sam-
eiginlega baráttu.
Þeim stéttvísu verkamönnum,
er nú stjóma Hlíf, var þetta full-
komlega ljóst. Þess vegna ræddu
þeir við stjóm Dagsbrúnar um
sameiginlega baráttú félaganna og
lýsti stjóm Dagsbrúnar sig fúsa
til slíkrar samvinnu.
ekki verSnr með orðnm lýst, greip
vinnandi stéttir svissneskn þjóSar-
innar.
Ári siðar var stjórninni, — sem
sök átti á svívirðingunum — steypt
með nýjum kosningum. Sósialista-
flokkurinn í Genf gekk inn i stjórn-
ina með 4 meðlimi af 7 — meirihlut-
aim! Frá nóvember 1933 em sósial-
istar í forsetastól og varaforsetastól
rikisráðsins. Frá þessu angnabliki er
öílug einingarpólitík framkvæmd. í
dag berjast sósialisia- og kommúnista-
ilokkamir hlið við hlið. Sameiginlega
reyna þeir að skapa í Genf með þeirri
þjóðfylkmgarpólitík, sem Dimitroff
vísaði á, ömggan meirihluta, er styðj-
ist við alla vinnandi menn. Með þess-
ari pólitík var „róttæki flokkurinn“ í
Genf .eyðilagður. Margir meðlimir
hans stanða nú í þjóðfylkingunni.
í Genf mun fasisminn ekki sigra.
Og í Sviss komast vínnandi stéttimar
smám saman að þeirri niðurstöðu, að
sú .einingarpólitík, .scm .sósialistar
og kommúnistar lramfylgja í Genf,
sé eina ráðið til að hlífa heiminum
við fasismannm og skelfingum styrj-
aldarinnar.11
Hvenær verður sama sagt um
þá rauðu Reykjavík, sem líka
barðist 9. nóvember 1932 og sigr-
aði?
Baráttan fyrir 8 stunda
vinnudegi.
Hlíf segir síðan upp samning-
um við atvinnurekendur og tekur
upp baráttuna fyrir 8 stunda
\innudegi. En síðan bregður svo
kynlega við að áhugi Dagsbrúnar-
stjómarinnar fyrir þessu máli
virðist hafa sofnað. En slíkt má
eigi hefta framgang málsins. Fé-
login verða að standa saman.
Hafnfirðingar halda fast við
kröfuna um 8 stunda vinnudag.
Á síðasta fundi Hlífar var eftir-
farandi tillaga samþykkt: „Fund-
ur haldinn í V. M. F. Hlíf 30. des.
1935 samþykkir að gefa stjóm
félagsins fullt umboð til að undir-
rita kaupsamninga við atvinnu-
rekendur fyrir félagsins hönd, á
þeim grundvelli, sem félagið hefir
þegar samþykkt og heitir stjóm-
inni fullum stuðningi sínum“. Fé-
lagið hefir áður samþykkt að
berjast fyrir 8 stunda vinnudegi
og ýmsum öðrum kjarabótum.
Kveðja
til Jóns Rafnssonar frá
seyðfirzkum verka*
mönnum
Fylgi þér héðan heill í hverju spori,
hugljúfar óskir sérhvers verkamanus.
pú heíir hjá oss vetur gert að vori,
vakið úr dái kjörorð smælingjans.
Seyðisfirði 5./12. 1935.
Jón Sigfinnsson.
VerkaneDi á Seyðis-
firði fagna san-
fyikingunni
í tilefni af gorti Alþýðublaðs-
ins 6. des. s. 1. um kvöldskemmt-
un þá, sem Jón Sigurðsson, sem
við köllum klofning, og nokkrir
krataforingjar Seyðisfjarðar héldu
sér á „Hótel Elvarhöj1, kvöldio
5. aesember, skai það upplýst að
;,foríngjamir“ lécu ganga lista um
bæinn með um 80 ungum og öldn-
um jafnaðarmönnum á. Eftir
tveggja daga smölun ivngust að-
oins 30 til að gefa jákvæðí sitt
\ið þessari skehuíil'uii.. sem iialda
átti Jóni Sigurðssyni til þóknun*
ai. Með fj.ögra til fimm klukku-
siunda fyrirvara tokú sig saman
nokkrir verkamenn og lcónur og
héidu fulltrúa Kommúiiistaflokks-
ins, Jóni Rafnssyni, kveðjukvöld,
og voru þar mættir 50—60 verka-
fólks til borðs. Fluttu verkamenn
þar samfylkingarræður sínar og
ámaðaróskir sendimanni KFl og
samfylkingarstarfi hans. Þá var
stiginn dans við aukið fjölmenni
og skemmt sér hið bezta. Er
skemmtunin stóð sem hæst, var
samþykkt einróma að bjóða jafn-
aðarmönnum á „Elverhöj" sam-
eiginlega skemmtun í nafni bræðr-
alags og samfylkingar og send
samfylkingarnefnd á fund jafnað-
armanna. Jón Sigurðsson tók sér
þá vald til að svara fyrir hönd
samkomunnar og kvað eigi um
sameiginlega skemmtun geta ver-
ið að ræða. Er það hvorttveggja,
að frekja Jóns og sundrungarandi
kom hér mjög áberandi í ljós, enda
færðist brátt kyrð yfir veizlu
gesta hans, sem smám saman tínd-
ust heim til sín, eða fluttu sig yf-
ir á skemmtun samfylkingar-
manna þar sem þeir fundu sig bet-
ur heima og velkomna.
Það var þessi skemmtun sem
stóð með fullu fjöri fram undir
morgun en ekki hin á „Elverhöj“,
Seyðfirðingur.
Áskorun á bæjarstjóm
Hafnarf jarðar.
Ennfremur samþykkti fundur-
inn áskorun á bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar að slcrifa tafarlaust
undir þessa kaupsamninga Iilífar.
Og þar sem krafan um 8 stunda
vinnudag og aðrar tekjubætur
hinna nýju samninga, hafa verið
á stefnuskrá Alþýðuflokksins,
treystir hafnfirzkur verkalýður
bæjarstjóminni, — en meirihluti
Verkameiio Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur þurfa að standa
sameinaðir
Hftir Jón Bjarnason