Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 31.01.1936, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 31.01.1936, Blaðsíða 3
verklyðsblaðið VEDKLÝWBLAÐId Útgefandi: KOMMÚNISTAFL. ÍSLANDS. Ritstjóri: EINAR OLGEIRSSON. Aígr.: Vatnsstlg 3 (þriðju bæð). Sími: 2184. — Pósthólí 57. Prentamiðjan Acta h.í. KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS (Deild úr Alþjóöa. sambandi kommúnista). Formaður: BRYNJÖLFUR BJARNASON. Skriffitofa: Vatnsstig 3 (3. hœð). Viðtalstími: Daglega kl. 6—7, yirka daga. Dagfsbrútiarkosn- ínganiar og reíknmgskúnstir Alpýðublaðsins Alþ.bl. í fyrradag segir að allir andstæðingar Alþýðufl. og verka- lýðssamtakanna — allir sem eru í Dagsbrún með hangandi hendi eða gegn vilja sínum — en þeir séu þó nokkrir í félagi sem telur 1940 manns — allur þessi lýður hafi neytt kosningarréttar síns — og kosið kommúnista!! Hins- vegar hafi „ekki einn einasti“ sem tekið hefir þátt í baráttu fé- lagsins undanfarið kosið þá! Með öðrum orðum: Allir and- stæðingar Alþ.fl., allir óvirku mennimir og áhugalausu um fé- lagsmál eins og þeir leggja sig, hafa greitt gjöld sín og kosið; en þar sem Alþ.fl.-foringjamir fengu ekki nema 726 atkv. af 1940, en aðeins rúml. 1000 manns kusu, þá hafa yfir 900 góðir og gildir, áhugasamir Alþýðuflokksmenn setið heima, þrátt fyrir daglegar, orðhvassar yfirlýsingar Alþýðu- blaðsins, nærri heilan mánuð, um að það væri flokksskylda að kj 'sa í Dagsbrún! Vesalings Alþýðublaðið! Það kemur út ófögur lýsing á ástand- inu, þegar það er að reyna að „skýra“"þá staðreynd, að róttæki armurinn í Dagsbrún tvöfaldaði atkvæðamagn sitt, eftir að Alþ.bl. var búið að segja hann „dauðan“, „molaðan“, „úr sögunni“ o. s. írv., mánuðum saman. Vitaskuld vita þeir Alþýðu- blaðsmenn eins vel og við og allir þeir, sem kunnugir era í Dags- brún, að hið sanna í málinu er þetta: Kommúnistamir og stéttvísustu og áhugasömustu Alþýðuflokks- mennimir kusu fél. Pál Þórodds- son — margir töldu það „flokks- skyldu“ sína að kjósa Guðm. Ó. Guðmundsson, en óvirku og á- hugalausu mennimir, þar á meðal þeir fáu íhaldskjósendur, sem eru í félaginu, og auk þess fjölmargir óánægðir Alþýðuflokksmenn, sátu heima. Sjomannasamtökin í Sandgerði Eftir Hjört B. Heigason Sjómannafélag var stofnað í Sandgerði 30. des. síðastliðinn. Stjórnina skipa: Hjörtur B. Helgason, formaður, Eyjólfur Þorgilsson, varaformaður, Hjalti Jónsson, gjaldkeri, Viggó Björgólfsson, ritari, og Magnús Magnússon, meðstj. Síðan hefir verið unnið að und- irbúningi samninga við útgerðar- menn og kaupmenn í Sandgerði og þá sérstaklega nú síðustu dag- ana, jafnóðum og sjómenn koma. Mikill meiri hluti sjómanna er upp á hlut og hefir því sérstök áherzla verið lögð á að rannsaka verð í Sandgerði á þeim vömm, sem sjómenn þurfa að kaupa, svo sem beitu, salt o. fl., og einnig þeim vöram, sem sjómenn selja, svo sem lifur og hrogn og borið saman við verðlag á þessum vör- um annarsstaðar á Suðurlandi. Við þessa rannsókn hefir margt óheilbrigt komið í ljós, sem nú skal skýrt frá að nokkru. 1. Kaupmenn og útvegsmenn hafa gjört tilraun til að selja beitusíld á kr. 32,00, 35,00, 38,00 og' 40,00 tunnuna. 2. Kaupmenn hafa sömuleiðis reynt að fá lifur fyrir 15, 16 og 18 aura og sumum hafa þeir boðið tveimur aurum lægra fyrir líter- inn en borgað verður í Keflavík. 3. Hrogn vilja kaupmenn fá fyrir 8 aura líterinn, þegar aðrir bjóða 14 aura fyrir líterinn. 4. Viðlegugjald er allt frá 750 kr. fyrir bát, sem beitir og saltar í landi og allt upp í 18—1900 krónur. I þessu sambandi má benda á það, að beitusíld er sumstaðar við í'axaflóa seld nú á 30 kr. tunnan, og í fyrra var greitt fyrir lifur í Sandgerði 15 og 20 aurar fyrir líter, þegar hún er á 25—29 aura Brytmm á Esju Hverskonar ómenni hefir ríkis- skip í pjónnistu sinní ? Eftír Enok Ingimundarson Fyrir nokkru birtist í Verk- lýðsblaðinu frásögn um brott- rekstur 1. matsveins af s.s. Esju. Þar sem ég er mjög kunnugur öll- um aðstæðum á skipinu, get ég ekki látið hjá líða að gera þetta mál að frekara umræðuefni opin- berlega. Mér er ekki kunnugt um, að nokkurntíma hafi verið hægt að finna neitt að starfi matsveins- ins, Kaj Olafsen, en hinsvegar er r.iér kunnugt um, að hjá fyrver- andi yfirmanni hans, Elíasi Dag- finnssyni bryta, er ekki aðeins um. margskonar vanrækslur að ræða sökum svalls og óreglu, held- ur einnig í mörgum tilfellum svo svívirðilega framkomu gagnvart einstaklingum, að slíkt er fáheyrt og með öllu óþolandi. Það vita all- ir, sem hafa unnið á skipinu og sennilega flestir, sem ferðast hafa með því milli hafna, að Elías þessi Dagfinnsson er ekki aðeins venju- legt ómenni og fylliraftur, held- nr einnig siðlaus og ósvífinn dóni, svo að undrum sætir, að slíkur maður skuli vera hafður í þjón- ustu hins opinbera, af þeim á- stæðum, jafnvel þótt ekki væri íekið tillit til hins, að hann er ó- fær til og vanrækir algerlega þau störf, sem honum eru ætluð, og lenda þau því vitanlega á undir- mönnum hans, að mestu. Ég vil aðeins nefna hér örfá dæmi þessu til sönnunar, en þau dæmi, sem ég tilfæri hér, hafa þegar verið lögð fram, sem staðfestar ákærar á brytann, hjá Skipaútgerð ríkisins. 1 fyrsta lagi hefir hann ráðist á alsaklausan unglingspilt, sem þá var í þjónustu yfirmanna skipsins og misþyrmt honum lík- amlega á svívirðilegan hátt — | TEKIÐ í EYRA HANS OG RIF- I IÐ ÞAÐ FRÁ ANNARSVEGAR, I SVO AÐ FOSSAÐI ÚR HONUM BLÓÐIÐ. I öðru lagi hefir hann ráðizt að konu einrs skipsmanns og svívirt j hana í orðum og boðizt til að ! hrækja á hana ásamt viðhöfðum ; fleiri skítmannlegum munnsöfn- | uði. | í þriðja lagi hefir hann komið | þannig fram við þemu á öðru far- i rými skipsins, að hún varð að | hrópa á hjálp og þegar ég, sem ; var staddur þar á farrýminu, kom ! þar að ásamt mörgum farþegum, , var hurðin læst og vildi hann | ekki opna fyr en hann sá, að hurð i svefnklefans mundi í næsta vet- i fangi verða brotin upp. Þótt hægt væri að taka fram ; mörg fleiri dæmi um siðlausa og glæpsamlega framkomu þessa drykkfellda bryta á e.s. Esju, þá ætti þetta að nægja til þess að hver maður getur séð hverskonai- maður það er, sem þarna hefir vald til að reka fólk af skipinu, sem ætíð hefir komið prýðilega fram og nýtur trausts allra, sem til þekkja. Ég gæti vel látið mér detta í hug, að eitthvað kynni að vera at- hugavert hjá fleirum af þeim rnönnum, sem gegna ábyrgðar- miklum störfum hjá því opinbera, þótt það hafi enn ekki verið af- hjúpað. Að minnsta kosti fann stjórn Skipaútgerðar ríkisins á- stæðu til þess á síðasta hausti, að senda um borð í skipin skjal um það hvernig hegðun og fram- koma yfirmanna skipanna ætti að vera og fylgdu því strangar á- annarsstaðar á Suðurlandi, og ýmislegt fleira þessu líkt mætti benda á. Þetta gífurlega ósamræmi, sem á sér stað á verðlaginu í Sand- gerði ber þess ljósan vott, að bæði sjómenn og smáútvegsmenn hafa engan félagsskap haft til þess að gæta hagsmuna sinna gegn ágangi kaupmanna i Sand- gerði, sem frá fyrstu tíð hafa Uaft einokunaraðstöðu. Svo að segja lítill hluti sjó- manna eru heimilisfastir í Sand- gerði og því ekki félagsmenn enn- þá, en félaginu hefir þó tekizt að fá umboð alls fjöldans af sjó- mönnum, til að semja við útgerð- armenn og kaupmenn um verð og kjör fyrir þeirra hönd. Þessu verður gengið að með oddi og egg næstu daga og hefir félagið lagt mikla áherzlu á að fá smáútvegs- mennina í lið með sér gegn okur- valdi þeirra Lofts og Haraldar, sem búið er að ríkja allt of lengi í Sandgerði. Afleiðingarnar af þessu okur- valdi Ilaraldar og Lofts era þær, að hlutamenn hafa fengið frá kr. 1,60 og allt niður í 1 kr. af hverju skippundi, þegar hluta- menn á Akranesi hafa kr. 1,60 og upp í kr. 2,00 af hverju skip- pundi. Slíkt gífurlegt okur og órétt- læti er ekki hægt að líða lengur, enda eru sjómenn og smáútvegs- menn einhuga um það að hrinda þessu af sér að einhverju leyti nú þegar með samtökum sínum. Sjómenn og smáútvegsmenn! Verið allir samtaka, því ykkar hagsmunir eru eitt í þessu efni. rninningar um, að ekki mætti út af bregða. Það gæti því verið fróðlegt að athuga ýmislegt fleira en framkomu brytans, þótt eklci verði farið út í það að sinni. Það hlýtur öllum að vera ljóst af því, sem að framan er sagt, hvaða áhrif slík framkoma hátt- settra starfsmanna skipsins hlýt- ur að hafa á álit útgerðarinnar í augum þeirra farþega, sem með því ferðast. Það verður að teljast smánarblettur á fyrirtækinu, svo lengi sem hann er látinn halda á- fram að vera þar, auk þess sem það er skaði fyrir ríkið, að láta í,Vona persónur spilla fyrir við- skiptum almennings við útgerð- iua. En hvernig stendur á því að ríkisútgerðin getur haft svona menn í þjónustu sinni, á sama tíma og menn eru reknir í land af skipinu, þótt þeir hafi viðurkenn- ingar fyrir því, að þeir hafi í öllu leyst störf sín vel af hendi? Og hver eru þau öfl, sem hylma yfir (h-eglu og hverskonar svínarí og svívirðingar manna eins og Elí- asar bryta á Esjunni og halda þeim á föstum launum, þrátt fyr- ir allt? Er hér um að ræða ein- hverskonar skipulagðan félags- t-kap, sem hylmar yfir hverskon-

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.