Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.02.1936, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 10.02.1936, Blaðsíða 2
VERKLtÐSBLAÐIÐ Verkamannafélag Akureyrar 1906-1936 »Réttarbætur« fyrír alpýðuna frá iiæstu fardögum. Skriílega til- Verkamannafélag Akureyrar er eitt af elztu verklýðsfélögum landsins og hefir haft mikla þýð- ingu í verklýðshreyfingu íslands. Það hefir í 30 ár staðið sem sverð og skjöldur verkalýðsins á Akur- eyri og sífellt einna fremst í stéttabaráttu og stéttasamtökum verkalýðsins á landinu. Fyrir atbeina þessa félags var fyrsti verklýðsfulltrúi settur inn í bæjarstjórn á Akureyri. Þetta félag mun hafa verið 8. félagið, sem gekk í Alþýðusamband ís- lands, — en það gekk inn 1918. Verkamannafél. Akureyrar studdi einnig útgáfu blaðsins „Dags- brún“. Það gekkst fyrir stofnun „Verklýðssambands Norðurlands" 1925. Það stóð í Krossanesverk- fallinu 1930 með Glerárþorpsfé- laginu. Glæsilegast sýndi Verkamanna- félag Akureyxar styrkleika sinn 1933 í Novudeilunni, þegai’ vegið var að því úr öllum áttum og hægri foringjar Alþýðuflokksins frömdu einn versta glæp, er þeir hafa drýgt, klufu þetta verka- mannafélag og stofnuðu nýtt. Það var tilgangur þeirra þá, að ná samningum við bæjarstjórn og at- vinnurekendur og lækka kaupið. einu hljóði eða gegn 1—3 atkv. Ennfremur var svohljóðandi til- laga samþykkt á Stokkseyri með öllum greiddum atkv. gegn 2: „Ftmdurinn telur bráða nauðsyn bera til, að allir þeir tlokkar, sem látæk alþýöa hetir fylkt sér á bak við: Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- liokkurinn otj Kommúnistaflokkur- inn, fari að dæmi franskrar alþýðu og hafi sem traustast samband sín á milli til að spyrna sameiginlega gegn sívaxandi fasistahættu". Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt á báðum fundunum: „Fundurinn krefst þess af rikis- Ktjórainjv.. að fangar á Látla-Hrauni seu ekki iátnir taka vinnu frá frjáls- um verkamönnum, eins og viðgeng- ist hefir undanfariðu. Á Stokkseyri voru einnig sam- þykktar svohljóðandi tillögur: „Funuuiinn lýsir megnri óánægju sinni á toliahækkunum þeim á nauð- synjavörum alþýðu, er samþykktar voru á siðasta þingi og telur þær skýlaust brot á loforðum jxeim, er stjómarflokkarnir gáíu fyrir siðustn kosningar". (Sarnþ. tnnð öllum jfr.» atkv. ífegii 4). „Fundurinn krefst þess af þing- mönnum kjördæmisins og stjómar- | flokkunum að fella hið væntanlega vinnulöggjafarfrumvarp, sem leiðir af sér skerðingu á frelsi verklýðs- félaganna og afnemur verkfallsrétt- inn“. (Samþ. muð öllum gr. atkv.). Á Eyrarbakka kom ennfremur fram þessi tillaga: „Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því við ríkisstjómina að kaupgjald í vegavinnu verði hækkað í 1 kr. um klukkustunrl11. (Samþ. i einu hljóði). En styrkleiki Verkamannafélags Akureyrar var nægur til að hindra slíkt. Bæjarstjómin varð að viðurkenna Verkamannafélag Akureyrar, sem samningsaðila og ganga að kröfum þess. Sem árangur af hinni ágætu baráttu, sem Vkmfj. Ak. hefir háð, er nú kaup verkamanna á Akureyri, eitt hið hæsta á land- inu, t. d. kaup í skipavinnu 1.40 um klst.. Sýnir það bezt hve sterkur verkalýður Akureyrar væri og hver kjör hann gæti skammtað sér, ef hin svívirðilega klofning Erl. Fr. hefði ekki verið gerð. Verkamannafélagið á mikla sjóði, sjúkrasjóð, er nemur yfir 10 þús. kr. og hefir mikið af hon- um í húseign sinni á Akureyri. Núverandi formaður félagsins, Sigþór Jóhannsson, er verkamað- ur, sem áunnið hefir sér tiltrú og vinsældir alls verkalýðs þau árin, sem hann hefir skipað formanns- sæti. Beztu óskir um sigursæla bar- áttu í framtíðinni eins og á und- anfömum þrjátíu árum, — fylgja Verkamannafélagi Akrueyrar frá öllum róttækum verkalýð inn á fjórða áratuginn. Þingmönnum mun heldur hafa brugðið í brún, er þeir mættu þannig löguðu áliti í hinum krat- isku verklýðsþorpum, og ekki urðu vonbrigðin minni uppi í sveitunum og þó sérstaklega á þingborg i Hraungerðishreppi. Þar mættu þeir hvössum árásum frá fél. Gunnari Benediktssyni, sein mættur var þar fyrir hönd flokks- ius, félögunum Sigurbimi Ketils- syni og Björgvin Þorsteinssyni og einnig einum samflokksmanna sinna, Bimi Einarssyni, bónda á Neistastöðum. Bjöm var einn af fulltrúum Framsóknarflokksins á þingi hans 1933, og rifjaði hann upp ýmsar ályktanir þess þings og lagði þær sem tiþögur fyrir 1 fundinn. En þingmennimir brugð- j ust hinir verstu við og skipuðu ' fundarmönnum að fe|la þessar til- j lögur síns eigin flokks, sem flest- ai' voru samhljóða í höfuðatrið- um þeim tillögum, sem kommún- istar báru fram á fundunum niðri í þorpunum: afnám tolla á nauð- svnjavörum, hækkun hátekju- og háeignaskatts, lækkun launa starfsmanna ríkisins í 8000 kr. hámarkslaun o. fl. Útkoman varð sú, að allur fjöldi fundarmanna sat hjá við atkvæðagreiðslu, með tillögunum voru 7—11 atkv. og á rnóti 4—12. Munu þingmennimir hafa þótzt fara hina verstu út- reið að fá ekki fleiri atkvæði móti þessum tillögum af fullu húsi í öruggasta vígi sínu í sýslunni. En bændumir em ekki eins fíkn- ir í að snúast gegn fyrri stefnu Framsóknarflokksins eins og þing- menn hans em nú orðnir. Ámesingur. Hvað eftir annað hafa verið gerðar samþykktir, sem banna kjallaraíbúðir og aldrei hafa verið haldnar. Annars var alveg óþarfi að lanna kjallaraíbúðir í þessum væntanlegu húsum. Því eins og kunnugt er fengu „fulltrúar al- þýðunnar“ á Alþingi, eftir fóra- lúsa baráttu, án þess þó að dreg- ið væri af launum þeirra eða bitl- mgum samþykt lög um íbúðir í kjöllurum. í lögum þessum eru sett allskonar ákvæði um hvemig kjallaraíbúðir skuli vera. Alþýð- an hrósaði sigri. Kjörfylgi við þingmenn Alþýðuflokksins hafði ennþá einu sinni fært hinum þjakaða lýð stórfelldar réttarbæt- ur. Húseigandaklíka íhaldsins varð að lúffa. Löggjafamir höfðu bannfært allar kjallaraíbúðir og þeim átti að útrýma eftir settum reglum á næstu árum. Síðan voru lögin staðfest af konunginum og hljóða þannig: Lög nr. 57, 14. júní 1929. 1. gr. 1 kaupstöðum og kauptúnum, sem hafa yfir 100 íbúa, má ekki taka kjallara til íbúðar í húsum þeim, sem byggð eru hér eftir. Eigi má heldur gera kjallaraíbúð- ir í húsum, sem byggð voru áður en lög þessi öðlast gildi. 2. gr. 1 kaupstöðum og kauptúnum, sem hafa yfir 100 íbúa, má því aðeins nota íbúðir í kjöllurum, að þær fullnægi efirfarandi skilyrð- um; 1. að kjallarinn sé ekki graf- inn dýpra í jörð en 1 m. á þeim hluta, sem íbúðarherbergin eru í, og gluggar ekki neðar en 25 cm. frá jörðu. 2. Að allir gluggar í í- búðarherbergjum viti mót sólar- átt — frá réttu austri til rétts vesturs — að eldhúsi og búri frá- skyldu. 3. Að forgarður, ekki mjórri en 3 m., greini húsið frá götunni ef gluggar á íbúðárher- bergjum kjallaraíbúðar Vita út að götu. 4. Að öll íbúðin sé raka- laus, með sæmilegri hitun og um- gengni. 3. gr. Bæjarstjóm eða hreppsnefnd er heimilt að leyfa um stundar- sakir notkun kjallaraíbúða, sem j fyrir eru, þótt ekki fullnægi skil- yrðum 2. gr. Yfir þessar íbúðir skal halda sérstaka skrá. — Skoða skal íbúðimar árlega og leiðrétta skrána samkvæmt því. 4. gr. 1 janúarmánuði ár hvert skal bæjarstjóm og hreppsnefnd velja úr þær kjallaraíbúðir, sem lakastar eru og leyfðar eru um stundarsak- ir og aldrei færri en einn tuttug- asta þeirra, og banna íbúð í þeim l vnningu um bannið skal senda hiiseiganda og leigjanda hverrar íbúðar sem bönnuð er, fyrir 14. febrúar. Skaðabóta verður ekki krafist fyrir slíkt bann. 5. gr. Ilvað teljast skuli kjallaraíbúð eftir lögum þessum, og sker bá sl.jórnarráðið úr þeim ágreining’., að fengnum liHógum hlutaðeigandi héiáðslæknis og l ygginganefndar, ef til er. Þessi lög hafa nú verið 1 „gildi“ í G ár með öllum sínum ströngu takmörkunum. Kjajlaraíbúðum fjölgar með hverju ári, og það þó þær séu bannaðar af bæjarvöld- unum og lögunum, bannfærðar af almenningsálitinu o. s. frv. Eng- inn verður heldur var við að eldri kjallaraíbúðir séu lagðar niður. Yfirleitt eru þessi lög þrælbrot- in í öllum greinum án þess að lög- reglan, bærinn eða nokkur skipti sér af því. Enda bera þessi lög það með sér, að þau hafa aldrei verið sett til þess að útrýma hin- um heilsuspillandi kjallaraíbúðum og skapa verkalýðnum heilnæm- ara húsnæði, sem sézt bezt á því að í lögunum eru engin refsiá- kvæði. Þú getur strax í dag kært riokkur hundruð húseigendur hér í bænum, sem hvert einastf mannsbam veit að hafa brotið þessi lög, en það ber engan á- rangur, því það er ekki hægt að hegna mönnum fyrir brot á lög- um, sem eiigin hegningarákvæð' hafa. I Reykjavík má t. d. ekki vera kjallaraíbúð í neinu húsi, sem er byggt eftir 14. júní 1929. Hvað skyldu vera mörg hundmð hús- eigendur, sem hafa gerst brotleg- ir við þetta ákvæði. Þetta er ljóst dæmi um, hve lítils virði þær réttarbætur era verkalýðnum, sem aðeins hafa fengizt, án allrar baráttu, fyrir hrossakaup manna, sem hafa gert sér vald verklýðshreyfing- arinnar að atvinnu. Slíkum mönn- um er nóg að berja sér á brjóst og benda á þessi eða hin lögin, sem þeir hafi komið á, verkalýðn- um til hagsbóta, en sem í fram- kvæmdinni era ekkert nema inn- antómar pappírsblekkingar. — Verkalýðurinn má ekki láta sér riægja að fá samþykkt lög, þvi þau eru lítils virði, ef verkalýð- urinn annast ekki sjálfur um að þeim sé framfylgt. Berjast verð- ui fyrir því, að í þessi lög verði sett refsiákvæði, og einnig að sett verði hámarksleiga á þær kjall- araíbúðir, sem leyfðar eru um stundarsakir. Dóttir mín Raniiveíg Edda Pálsdóttir andaðist að Vífílsstöðum p. 8. p. m. Fyrír mína hönd og annara að- standenda. Lára Pálsdóttir

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.