Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.02.1936, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 10.02.1936, Blaðsíða 4
VERKLYÐSBLAÐIÐ Stytting vinnudagstns meðlimum á fundinum, og urðu því nokkrir umsækjendur frá að hverfa. Að vísu var samþykkt að aflétta línubanninu og leysa kolaskipið ur því líka, en þar eð engin önnur ráðstöfun var tekin samkv. ofan- skráðu bréfi, verkaði þetta sem lúpulegt undanhald fyrir útgerð- armönnum. „VIÐ ERUM EKKI NÓGU STERKIR“. 31. jan. s. 1. áttu nokkrir smá- útvegsmenn úr þeirra hópi, sem bankinn var að gera að fómar- lömbum þeirra axarskafta, sem Jötuns-forustan hafði smíðað með hinu svokallaða línubanni, — tal við Guðm. Helgason Jötuns-for- mann. Barst þá í tal, hvort sjómanna- samtökin myndu geta hjálpað verst stæðu sjómönnunum um í'æði á meðan deilan stæði. Svar- aði Guðmundur því hiklaust á þá leið, að þess myndi enginn kostur vegna féleysis. Rifjaðist þá upp fyrir þeim, sem á heyrðu, afstaða þessa rnanns á Jötuns-fundinum 21. jan., til styrktartilboða verklýðs- félaganna og hraus þeim hugur við því ástandi sem þessi „trún- aðarmaður‘‘ sj ómannastéttarinnar var í. Þá fregnuðu smáútvegsmenn- irnir eftir því hjá Guðmundi, hvort þess myndi kostur fyrir i'okkra smæstu útvegsmennina að fá undanþágu til róðra, en hann tók því fjarri og færði fram þá ástæðu, að hætt mundi þá Við, að fleiri kæmu í kjölfarið og til að vakta róðra og verjast þeim ef til kæmi, væru sjómenn ekki n ó g u s t e r k i r ! Rann þá upp fyrir tilheyrend- um röddin frá Jötunsfundinum 21. jan.: „Við erum nógu sterkir“ og afstaða hins sama manns þá, til samfylkingarinnar aðstoðar- tilboðanna, sem komu úr öllum áttum, svo sá er fyrstur sagði mér þessa sögu, fann sér nóg boðið og gekk burt. Spilltustu og afturháldssöm- ustu foringjai- Alþýðusambands- ins eru margþekktir að því bragði að tala mikið um styrk og vald, en bera því svo við seinna, þegar til átakanna þarf að koma, að nú vanti einmitt kraft í verklýðssam- tökin og þess vegna sé ekkert l\ægt að gjöra!! Það er sannarlega þungur én réttmætur áfellisdómur, sem bíð- ur nú þeirra manna er hatramast hafa lagzt gegn einingu alþýðunn- ar í Eyjum um lífskröfur sínar á þessari vertíð, ef illa fer. Full- trúar Alþýðusambandsins Páll Þorbjarnarson, og Guðmundur Helgason komast þá ekki hjá því að verða í fremstu röð hinna á- kærðu fyrir þeim dómstóli alþýð- unnar í því tilfelli. VIÐ ERUM NÖGU STERKIR. Það sem nú veltur á um örlög sjómannastéttarinnar í þessari | Framh. af 1. síðu. mönnum. För J. B. klókindalega að því, en Ólafur hinsvegar með ofstopa miklum og varð því ekki ágengt. Töluðu margir verkamenn á- kveðið með styttingu vinnudags- ins og fél. Edvarð Sigurðsson rakti í ýtarlegri ræðu hvflíkt stór- mál þetta væri og sýndi fram á hve margar samþykktir Alþýðu- sambandið þegar hefði gert um þetta mál, sem nú yrði að fram- kvæma. Var síðan gengið til atkvæða og tillagan um allsherjaratkvæða- greiðslu samþ. með öllum greidd- um atkvæðum. Kom þvínæst fram eftirfarandi tillaga, sem einnig var samþykkt Skammirnar í Skntli „Alþýðublaðið" birti á laugardag grein úpp úr „Skutli“ urn samfylk ingutia. Grein þessi var svo full af lygum, (iliróðurssögum,algerlega upp- lognum, og öðrum óþverra um kom- múnista, að Alþýðublaðinu mun hafa þótt nóg um, því það lætur ekki nafns greinarhöfundar getið og hef- ir litla fyrirsögn. Í'ii þess iiii að irierin okki fari að skella skúldinrii fyrir þessa grein á nrinn saklausan Alþýðuflokksverka- ruann, viil Verkl.bl. geta þess, hver höfundurinn er, því hann skrifaði greiniria undir nafni í „Skutul“. það er . Finnur Jónsson, alþingismaður, íormaðiir síldarútvegsnefndar, for- 1 sr.jóri Samvinnuútgerðarinnar, stjórn- armeðlimur í H.f. Fiskimjöl, ísafirði, stjórnai-formaður í liinu nýja togara- félagi ísfirðinga o. fl. o .fl. Manni þessum mun finnast kjör at- vmmileysingjanna á Isafirði svo góð, eð engiri þörf sé á samfylkingu verka- lýðsins, — og árarigur 8 ára sam- vinnuútgerðar svo glæsilegur, að engiu þörf sé á breyttri pólitik Al- þýðuflokksins. - Rn þvi ej; hann svona íBstur? deilu er það, að sjómennimir horf- ist djarft í augu við það, sem orðið er og breyti um stefnu. — Höfuðatriðið er það, að tafarlaust náist sameining allrar alþýðu um settar kröfur, þ. e. fullkomin lýð- ræðissinnuð samvinna í milli allra i hinna þriggja áður nefndra fé- laga undir kjörorðinu: Fnginn | bátur á sjó í Vestmannaey.jum fyr en kröfur sjómanna eru að fullu uppfylltar. Við érum nógu sterkir til að ná fullum sigri ennþá, ef við stöndum sameinaðir. Til þess að svo'verði mun Vest- mannaeyjadeild K. F. L, Sjóm.fél. Vestm.eyja og verkamannafél. Drífandi einskir láta ófreistað og fullkomin ástæða er til að vona, j að þeir jafnaðarmenn, sem lögðu 1 með okkur grundvöllinn að sam- J fylkingu síðastliðið haust, leggi einnig nú hönd á plóginn. Vestm.eyjum 1. febr. 1936. í fundarlok með öllum greiddum atkvæðum: „Fundurinn hvetur alla íélagsmenu til að neyta atkvæðisréttar síns til að íylgja á eftir samþykkt félagsins um styttingu vinnutimans með óskertu dagkaupi — til þess að gera afstððn félagsins gagnvart atvinnnrekendum sterkari". Er tiilaga þessi glöggt merki þess að Dagsbrúnarverkamenn vilja styttingu vinnudagsins.Ríður nú á að sýna atvinnurekendum og öllum andstæðingum 8 tíma vinnudagsins, hver kraftur býr á bak við þetta stærsta og mesta hagsmuna- og. . menningarmál verkamanna. Verkamenn! Takið allir þátt í atkvæðagieiðslunni og segið: já! Barnalieimili ASV ASV hefir í hyggju að halda uppi dvalarheimili fyrir fátæk böm, að sumri, með svipuðu sniði og gert var síðastliðið sumar. Undirbúningur er nú þegar haf- inn. Næstkomandi sunnudag verður haldin skemmtun í K. R. til ágóða fyrir bamaheimilið. Verður þar margt til skemmtun- ar, m. a. kvikmynd frá Sovét- Rússlandi. Skemmtun þessi verður nánar auglýst í næsta blaði. Allir unnendur bamaheimilis ASV ættu að fjölmenna á þessa og aðrar skemmtanir, sem félagið heldur, málefni þessu til styrktar. Barnaheimilisnefnd ASV. »1 laiadl sovéfansaa« heitir kvikmynd, sem Sovét- vinafélagið hefir fengið og er tek- in s. 1. sumar í sambandi við för franskra og amerískra verka- manna sendinefnda, um Sovét- ríkin. Kvikmynd þessi er mjög ítarleg. Áhorfandi fylgist með nefndinni inn yfir landamærin, sér móttökurnar, kynnist höfuð- borginni, fylgist með hinum stór- felldu hátíðahöldum verkalýðsins 1. maí. Fylgir nefndunum austur í Úralfjöll og sér hinar stórfelldu verksmiðjur í Magnitogorsk og Stalinsk og námur Donbass-hér- aðsins. —- Síðan er haldið til baka og staðnæmst í Ukrainu, skoðaðir málmbræðsluoínar, rafstöðin mikla, samyrkjubú, skólar og menningarstofnanir. Loks liggur leiðin um Kaukasus og er stað- næmst í Baku, borg olíulindanna miklu. Kvikmyndin er það löng að varla verður hægt að sýna hana alla sama kvöldið, en að forfalla- lausu byrjar sýning á henni í þessari viku og má enginn, sem fá vill rétta hugmynd um það, sem sendinefndimar sjá á ferð- um sínum um Sovétríkin, setja sig úr færi með að sjá þessa stór- ■ merku mynd. Nfir sféffadosnar £ Þýzkalandi RÍNKASKEYTI TIL VR.RKLÝÐSBLAÐSINS. Kaupm.höfn. 8. febr. Dómstóllinn í Essen hefir dæmt hinn ákærða Grybowski í æfilangt fangelsi fyrir Iandráð. Aðrir á- kærðir eru dæmdir í fangelsi, allt að 12 ára. NORDPRESS. Verklýdsfél. MrútSirðínga Framh. af 1. síðu. sambandi Norðurlands og ganga í Alþýðusambandið. Nú hefir umrætt verklýðsfélag tekið málið til athugunar og á- kveðið að ganga ekki í Alþýðu- sambandið að sinni. — En um þessa samþykkt hafa engar ut- \arpsfréttir komið, og engar „bombu“-greinar í Alþýðubl. Það sem þeim Alþýðublaðs- mönnum, mun vera mest umhug- að um, það er að félagið segi sig úr V. S. N. Það tókst fyrir all- löngu síðan að fá það samþykkt í verkalýðsfélaginu á Húsavík, að félagið skyldi hvorki vera í V. S. N. — né í Alþýðusambandinu — og þótti mikið unnið! Það virðist sem sé eitthvert hjartfólgnasta áhugamál þessara herra að slíta verklýðsfél. úr öllu sambandi við önnur verkalýðs- félög, ef þau vilja ekki skilyrðis- laust beygja sig undir valdboð sjálfkjörinna foringja Alþýðusam- bandsins! Verkalýðsfélögin norðanlands vilja vera í sambandi við Aiþýðu- samb.félögin annarsstaðar á land- inu, en bara ekki sem réttlaus peð, sem verða að hlýða boði og banni manna, sem þeir fá ekki að vera með í að velja sjálfir, eins og nú er ástatt í Alþýðusamband- inu. Þau vilja heldur ekki skilja við V. S. N. Þau vilja vera áfram í V. S. N. — sem fjórðungssam- bandi í allsherjar samtökum verkalýðsfélaganna á íslandi. •— Á þessum grundvelli eru öll norð- lenzk félög reiðubúin til að ganga 1 Alþýðusambandið, og V. S- N. i’eiðubúið til að tengjast því. Við viljum sameina verklýðsfé- lögin á íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti meðlimanna í Alþ.sam- bandinu vill það sama. Nokkrtr hrokafullir menn, sem hafa tyllt sér upp í valdastöður Alþýðusam- bandsins vilja sundra. — Þessa menn verður að einangra, og gera skaðlausa, ef þeir eklci sjá að aér í tíma. Sjómenn og verkamenn! Kaupið fæði o<r eiustak- ar máltíðir, þar sem það er bezt og ódýrast, Matsalan Tryggvagöíu 6 Sfmi 4274

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.