Verklýðsblaðið - 28.02.1936, Blaðsíða 2
V ERKLÝÐSBLAÐIÐ
allri steinolíu, benzíni og smurn-
ingsolíu. Heildargróði hringanna
mun nema %—1 miljón krónur á
ári.
HVAl) EU ÞÁ ORÐIÐ
AF GRÓÐA OLÍU-
HRINGANNA? HVAR
ERU SKATTARNIR AF
MIL JÓN ATEKJUNUM ?
Það er eðlilegt þó menn spyrji.
Því að þótt góður arður hafi verið
g)*eiddur hluthöfunum, hlytu hin-
ar gífurlegu tekjur að koma fram
í einhverri starfsemi innanlands.
Reyndar hafa klíkuherramir
byggt sér dýrindis skrauthýsi.
Reyndar hefir Héðinn Valdimars-
son nýlega stofnað fasteignafélag
með 250 þúsund króna innborguðu
hlutafé og hefir nú keypt eign
upp á.1/4 miljón af Berléme hinum
danska óg má teljast virðulegur
arftaki hans í fjármálalífinu hér.
Þó er það á engan hátt fullnægj-
andi skýring á milljónagróðanum.
Aðrir munu segja, að gróðinn
sé ekki svona mikill, það sýni
skattar félaganna. Væri gróðinn
•þetta mikill, þyrftu skattamir að
'riemá margfaldri þeirri upphæð,
setri verið hefir.
Hver er skýringin ? H ú n e r
sú, að olíufélögin hafa
gert sig sek um stór-
kostleg skattsvik og
jafnframt um íjár-
flótta til útlanda í stór-
u m s t í 1.
HLUTAFÉLÖGIN
SEX.
Hváð heita olíufélögin? Þau eru
sex og heita:
Olíuverzlun íslands h/f.
Hlutafé 100.000,00 kr.
Shell á Islandi h/f.
Hlutafé 500.000,00 kr.
B. P. á íslandi h/f.
Hlutafé 200.000,00 kr.
(Nú lagt niður).
Olíusalan h/f.
Hlutafé 102.000,00 kr.
(Leyst upp í fyrra).
Anglo-Saxon Petr. Co. Ltd.
Illutafé 150.000,00 kr.
(í Shell).
British Petroleum Co. h/f.
Illutafé 90.000,00 kr.
(Nú keypt upp af Olíuverzl. ísl.).
Sex að tölu, og þó aðeins eitt. í
bróðurlegri einingu girðir sama
portið geyma þeirra allra á
Siglufirði.
SKATTARNIR.
Á aðeins fjórum árum 1931—
1934 hafa þessi félög flutt til
landsins afurðir, er samkvæmt
þeirra eigin skýrslum kosta, kom-
nar á íslenzka höfn, án tolls, um
9 milljónir króna.
Öll þessi sömu ár greiða öll
sex olíufélögin í tekjuskatt sam-
anlagt 46 þúsund krónur, eða
eins og helmingur af bæjarút-
svari einnar timburverzlunar í
Reykjavík í eitt ár!
Á næstu dálkum er tafla er sýnir
tekju- og eignaskatt félaganna
þessi 4 ár.
Samkvæmt þessum skatti hafa
öll olíufélögin samtals talið fram
skattskyldar tekjur sem sér seg-
ir:
1931 ........ 33.600,00
1932 ........ 68.000,00
T = tekjuskattur. E = eignaskattur.
19 3 1 19 3 2 19 3 3 1 9 3 4
T. E. T. E. T. E. T. E.
Olíuverzlun Islands h.f. . . 1425,00 229,40 8062,97 371,80 19761.71 501,40 9373,00 1386,80
Shell á íslandi h.f 0,00 67,20 0,00 0,00 0,00 0,00 1237,00 0,00
B, P, á íslandi h.f 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00
Olíusalan h,f 3425,50 77,60 4288,00 62,60 0,00 139,70 0,00 0,00
Anglo-Saxon Petr. Co. Ltd . 0,00 541,00 0,00 421,00 0,00 421,00 0,00 740,00
British Petroleum h.f. . . . 0,00 201,50 0,00 193,40 0,00 0,00 0,00 0,00
Samtals 4850,50 1116,70 12350,97 1048,80 19761,71 1062,10 10610,00 2126,80
1933 ......... 96.000,00
1934 ......... 50.000,00
Árið 1933 hefir aðeins eitt af
sex félögunum skattskyldar tekj-
ur! Shell og Olíusalan hafa 12 þús-
und krónur í skattskyldar tekjur
í 2 ár. Hvílíkur búskapur! Hver
trúir þessu um , fjármálasnilling-
a'na Magnús Guðmundsson og
Héðinn Valdimarsson ?
SKATTSVIKIN.
Það er því augljóst mál, að það
hafa verið framin gífurleg skatt-
svik. Ilvernig hafa þau verið
framin? Það hefir verið gert með
fjórum mismunandi aðferðum.
Þær eru þessar:
( 1. Áhrif á löggjafarvaldið.
Því hefir verið komið inn í
skattlögin, að helmingur af því
fé, sem lagt er í varasjóð af
hreinum tekjum, megi draga frá
skattskyldum tekjum. Séu til
dæmis hreinar tekjur af félagi
Héðins 200 þúsund krónur og
hann leggur fé þetta í varasjóð,
þarf hann aðeins að greiða skatt
af 100 þúsund króna tekjum.
Á þann hátt dregur hann und-
an tekjuskatti 20 þúsund króna
skattaálag.
Önnur aðferð: Ákvæði hafa ver-
ið sett um það að 5% af upphæð
hlutaf járins megi draga frá skatt-
skyldum tekjum. Nú er hlutafé
félaganna 900 þús. kr. — Þannig
draga þeir 45 þúsrind krónur und-
an skatti á hverju ári.
2. Afskriftir af eignum.
Með of miklum afskriftum hafa
l.'ringarnir dregið þúsundir undan
skatti. Væri fróðlegt í því sam-
bandi að athuga lóðarkaup Shell
fyrr á árum. Mun nánar verða
vikið að þessu atriði síðar hér í
blaðinu.
3. Afskriftir af skuldum.
Engin lagaákvæði eru um af-
skriftir af útistandandi skuldum.
Með því að segja svo og svo
marga tugi þúsunda af skuldum
tapaða, eru þær dregnar frá
skattskyldum tekjum. Væri einn-
ig fróðlegt að gera dálítið nánari
grein fyrir því atriði og skýra frá
umræðunum um þetta mál í rík-
isskattanefndinni undir forystu
Héðins Valdimarssonar.
4. Falsaðir innkaupsreikningar.
Þetta er veigamesta atriðið.
Allt bendir til þess að olíuhring-
arnir hafi látið reikna sér olíuaf-
urðirnar á reikningum sínum of
háu verði — verði, sem á engan
hátt er í samræmi við markaðs-
verð vörunnar á hverjum tíma.
Verð þetta kemurfram í innflutn-
ingsskýrslum hringanna til Hag-
stofunnar. Skal hér birt tafla,
sem sýnir innkaupsverð það, .or
þeir gefa upp fyrir hvert kíló
komið á íslenzka höfn, frá 1928
—1934:
ei £
O a $ ca o *8 u w § « 2 £ S 5>0 m B
1928 0.22 0.15 0.28 0.58
1929 0.17 0.10 0.23 0.62
1930 0.15 0.13 0.23 0.63
1931 0.13 0.12 0.14 0.61
1932 0.14 0.10 0.16 0.63
1933 0.11 0.10 0.11 0.53
1934 0.11 0.09 0.13
Verð þetta er alltaf of hátt.
Tökum dæmi af handahófi.
Árið 1934 gefa hringarnir upp
að þeir greiði fyrir hvert kíló af
benzíni 13 aura cif. ísl. höfn.
Heimsmarkaðsverð þessarar vöru
er daglega skráð. Hið opinbera
blað, sem skráninguna birtir,
sem farið er eftir, heitir „Nation-
Framh. á 4. síðu.
Happdrætti
Háskéla Islands.
5000 vinnfngar — 1 miljón og 50 þúsund krónur.
Fimti hver hlutur fær vinning.
Vinningarnir eru útsvars og tekjuskattsfrjálsir.
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum happdrættisins:
Anna Ásmundsdóttir og Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3,
aími 4380.
Dagbjartur Sigurðsson, Vesturgötu 45, sími 2414,
Einar Eyjólfsson, Týsgötu 1, sími 3586.
Elís Jónsson, Reykjavíkurveg 5, sími 4970.
Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582.
Jörgen Hansen, Laufásveg 61, sími 3484.
Maren Pjetursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010.
Stefán A. Pálsson & Sigbjörn Armann, Varðarhúsinu.
sími 3244.
í Hafnarfirði:
Valdimar Long. sími 9288.
Verzlun Þorvaldar Bjarnasonar, simi 9310.
Kaupið miða í dag. - Sjaldan hlýtur hikandi happ.