Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 06.04.1936, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 06.04.1936, Blaðsíða 4
Vesfurbæjarklúbburinn heldur fund á föstudaginn kl, 9. á Bókhlöðustfg 9 VERN.YÐSBIADIÐ EflÍBg sæisska KommóRístaftokksiBS Meðlimafalan orðin yfir 20,000, en var 1929 aðeins 8000 Fundur Kommúnislaflokksins Framh. af 1. BÍðu. hafði hann sagt, að vinnan yrði lögð alveg niður nú strax í þessari viku. Nefndin, sem fór til atvinnu- málaráðherra, benti á það að hon- um bæri skylda til þess, sem um- boðsmanni verkalýðssamtakanna, að sjá til þess, að allár þessar kröfur, sem Dagsbrún hefir sam- þykt einróma, yi'ðu framkvæmd- ar. En hann hafði þá furðulegu einurð að svara því, að ekki myndi hækkað atvinnubótafram- lag ríkisins á næstu fjárlögum. MeS öðrum orðum: Umboðsmaður verkalýðsfélaganna lýsir því yfir að hann láti sig ákvarðanir og fyrirmæli umbjóðenda sinna engu skifta, og virðist því hverjum heilvita manni augljóst, að hann hefir fyrirgert rétti sínum, sem umboðsmaður þeirra. Um hinar kröfurnar sagði Haraldur fátt á- kveðið. Nefndarmenn bentu hon- um á ýms verk, sem fjárveiting væri til fyrir og ekki væri byrj- að á -— svo sem til malbikunar Elliðaárvegarins 50 þús. kr., til Ilafnarfjarðarvegarins 50 þús. krónur, til Suðurlandsbrautar 70 þús. kr., til nýbýla 180 þús. kr. — alls hátt á fjórða hundrað þús. Auk þess byggingu verkamanna- bústaða, sem fé væri til fyrir. Haraldur kvaðst myndi ræða við verkalýðsfélögin um Elliðaárveg- inn og Hafnarfjarðarveginn, Árangurinn er þá sá, að bæjar- stjórn hefir enn frestað um eina viku að leggja atvinnubótavinn- una alveg niður, en fækkað verð- ur um 50 manns. Ennfremur að Haraldur hefir gefið ádrátt um að byrjað verði á Hafnarfjarðar- og Elliðaárvegunum. Verkalýðurinn verður nú að finna ráð til þess, að enn verði frestað að leggja atvinnubóta- vinnuna niður, svo lengi seVn ekki er önnur atvinna fyrir hendi svo viðunanlegt sé. Og það verður að sjá til þess að strax verði byrjað á þeim verkum, sem Haraldur gaf ádrátt um. Og vitanlega er þetta hvergi nærri líkt því að vera viðunandi. Hér vantar atvinnu fyrir minnsta Sænski Kommúnistaflokkurinn er nú að undirbúa flokksþing sitt, sem haldið verður á næstunni. tlefir flokkurinn þegar haldið mjög fjölmenna flokksfundi til að undirbúa það sem bezt. M. a. hef- ir félagi Ilugo Sillén haft fram- sögu á slíkum fundum. Á flokks- þinginu mun félagi Linderot, rit- ari ílokksins, flytja aðalræðuna, en Sillén hefir þar einnig fram- sögu í einu af helztu málum þings- ins. Nú eru í undirbúningi kosning- jl ar í haust og hefir Kommúnista- .. fiokkurinn gefið út ávarp t.il verkalýðsins og annara verkiýðs- flokka um sameiginlega lista við . kosningarnar. Undir ávarp þetta rita Linderot og Sillén. Kommúnistaflokkurinn sænski hefir eflzt mjög á síðustu árum og telur nú yfir 20.000 miðlimi, en haföi 1929, eftir að Kilbom-flokk- kosti 1000 manns. Svo betur má ef duga skal. — Baráttunni verð- ur að halda áfram með auknum urir.ii núverandi klauf sig út úr, aðems 8000. Og allr útlit er fyrir, að mikill hluti þessa Kilbom- flokks saineinist Kommúmsta- flokknum bráðlega aftur. Þessar staðreyndir úr verold \irkileikans eru Jiér skráðar líka lil nuggunar nokkrum frómum sálum, sem sífellt eru að óska þess, að Kommúnistaflokkar allra landa klofni. Þessar velviljuðu sálir skulu þó minntar á, að óskir þeirra verða ekki að veruleika, þó skráðar séu í Alþýðublaðið, sem „staðreynd'*, frekar en t. d. lokun Suesskurðarins eða Stalin-stoppið. Og re.vni þeir sjálfir að fram- kvæma slíka drauma sína, þá vita þeir af reynzlunni hér heima, að eíning Kommúnistaflokksins er bjarg, sem þeim ekki tekst að bifa en kloíningsmennimir sjálfir fara einangraðir til þeirra, er hirða þá upp af götu sinni. krafti, og hámarki sínu skal hún ná 1. maí, undir merkjum eining- ar og samfylkingar. Fpæðslufundup um kommúnismann oq venklýðshreyfmguna verður haldinn að tilhlutun sellu nr. 3, í Kommúnista- fiokknum, fimmtudaginn 9. ap- ríl (skírdag) kl. 4 síðdegis í K.- R.-húsinu (uppi). Dagskrá fundarins er: 1. Einar Olgeirsson: Hvert stefnir? Er atvinnulegt hrun yfirvofandi og hvaö er hægt að gera, 2. Upplestur. 3. Ásgeir Bl. Magnússon: Er heimsstyrjöld í aösigi og hverj- ir eru friðarspillamir? 4. Kvartett syngur. 5. Bjöm Bjamason: Samfylking 1. maL 6. Kvikmynd frá 1. maí í Sovét- rikjunum. Sellustjómin. „Falsaða bréfið“ Framh. af 2. síðu. stund og 8 stunda vinnudegi. Svona langt er frá því að nefndin hafi farið fram yfir það, sem félagið hafði gert kröfur um. Enda gerð- um við okkur far um að stilla upp kröfunum á þann hátt er við töld- um líklegastan til að fá þeim sem almennast fylgi meðal verkalýðs- ins um allt land. Bæði Alþýðusambandið og Björg- vin SigurðBson vita það gerla, að á bak við kröfur þær, er nefndin hefir stillt upp, stendur að heita má hver maður innan beggja fé- laganna. Alþýðusambandið hefir reynt að nota þetta mál til að sundra verkalýðnum og koma af stað úlfúð og illdeilum. Það var sú „hjálp“, sem verkamennirnir í þessum félögum munu sízt hafa átt von á. Með hjálp þessa aum- ingja verkamanns, sem verkalýð- urinn á Stokkseyri hafði sýnt það traust að kjósa hann sem formann í félagi sínu, hefir það óefað gert þessu máli stórlega bölvun. En það hefir líka sýnt sitt innræti einu sinni enn. Og væntanlega þarf það ekki oft að svifta svona greini- lega af sér grímunni til þess að verkamennirnir fari að átta sig á hinu sanna innræti þeirra herra, sem nú standa þar fj'rir málum. Og hin nefndu félög vænta þess, að verkalýður út um allt land láti til sín heyra um þetta hagsmuna- mál mikils hluta verkalýðsins á íslandi. p. t. Reykjavík, 2. apríl 1936 Gunnar Benediktsson. Greinargerð stjórnar járniðnað- armannafélagsins er einnig send Alþýðublaðinu til birtingar. Varnarliðið kemur næst saman á Vatnsstíg 3, kl. 9 */2 f* b. á föstud. langa. Þaðan verður gengið út úr bænum. Hver einasti félagsmaður verður að mæta — og taka nýja félaga með sér. Happdrætti Háskéla Islands Meira en miljón krónur eru eftir í vinningum á þessu ári Dregið verður í 2. flokki laugardag 11. apríl. Athugið, að miðvikudagurinn er síðasti virkur dagur fyrir drátt. F yrirles tr ak völd verður haldið á Skjaldbreið á morgun (þriðjudag 7. apríl) og hefat kl. 9. Þessi erindi verða flutt.: 1. Einar Olgeirsson: Afstaða kommúnista til (jjoðernisins, — og sjálfstæðisbarátta Islendinga. 2. Haukur Þorleifsson: Hvað er að gerast á Spáni? Inngangur kostar 50 aura (kaffi innifalið). Fræðslu- og útbreiðslunefnd K. F. I. Kvöldskemmtun í Iðnó Miðvikud. 8. apríi kl. 9 e. h. Skemtiarriði: Sovét-filma Einsöngur með fiðlu og pianó undirleik DHNS. Hljómsveir Aage Lorange Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 4 á miðvikudag. SKEMMTINEFNQIN,

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.