Verklýðsblaðið - 04.05.1936, Síða 3
VERKLÝÐSBLAÐIÐ
VEÖKLÝÖtBLAÐIð
ÚtgttUuU:
iðOMMÚNISTAFL ISLANM.
Rltstjóri:
SINAR OLGEIRSSON.
A%r.: VfttzuMrt% S (þrlBJu iueO).
Slmi: eiU. — PfethóU 57.
PrantMmiOjftB Acta h.t
KOMMÚNISTAFLOKKUR
ÍSLANDS
(Dtrtlð öur Alþjóöa-
uailftDOi tonantotote).
Formaður:
BRYNJÓLFUR BJARNASON.
Skittetota: Vatnsstlg 8 (&, haO).
ViOtftlfttlmi:
Da^iegft kl. 7, rti-ka da«ft.
1. maí
Hersýningu íslenzka verkalýðs-
ins er lokið. Þúsundum saman
hafa verkamenn og verkakonur
Islands farið út á götuna undir
rauðum fánum sósíalismans, til að
sýna vald sitt og vilja til baráttu
fyrir atvinnu, brauði og frelsi, á
móti auðvaldi, íhaldi og fasisma.
Algjör samfylking verkalýðsins
tókst í Vestfnannaeyjum og Eski-
firði og óx verkalýðshreyfingu
þessara staða ásmegin við þá bróð-
urlegu einingu á grundvelli jafn-
réttis allra aðilja. Á þeim stöðum
úti á landi, þar sem Alþýðuflokks-
foringjamir höfnuðu samfylkingu
verkalýðsfélögunum gekkst fyrir
kröfugöngum, var þátttakan í úti-
fundum og kröfugöngum miklu
meiri en í fyrra.
En Alþýðuflokkurinn hafði
hvergi kröfugöngu utan Reykja-
víkur, nema þar sem samfylking
var með kommúnistum.
Hin volduga kröfuganga sam-
fylkingarinnar í Reykjavík mark-
ar tímamót í sögu íslenzku verka-
lýðshreyfingarinnar. Fjöldinn hef-
ir með hinni voldugu þátttöku í
henni brotið ísinn og sýnt auð-
valdinu og öllum andstæðingum
samfylkingarinnar, að samfylking
verkalýðsins er orðin máttur, sem
ekkert afl megnar að brjóta niður.
Harðvítugustu fjandmenn sam-
fylkingarinnar beita nú fanta-
brögðum til að reyna að hnekkja
valdi samfylkingarinnar, eða að
minnsta kosti að hefna sín á hug-
rökkustu forvígismönnum hennar.
Þeir ráða yfir atvinnu, peningum,
víxilkaupum og embættum, þessir
herrar, og þeir vega óspart með
loforðum og hótunum á báðar
hliðar. En það skulu þeir vita, að
engar auðmanna- og atvinnurek-
endaaði'erðir megna að kæfa
frelsisbaráttu verkalýðsins, því að
samfylkingin á hug og hjarta
fólksins.
Svelíum úr þeim
sannf æringuna!
Munið rákarastofuna
á Vesturgötu 11.
Döniu-, herra- og barnaklippingar
beztar á Vesturgötu 11.
Það vald, sem á hverjum tíma
hefir eins og kyrkislanga kram-
ið gróðurmagn íslenzkrar al-
þýðu, á sín einkunnarorð. Allir
kannast við orðin „öxin og jörð-
in geyma þá bezt“. Þetta var á-
kaflega hentug og fljótvirk að-
ferð til að losna við andstæðinga
sína. En á þessum menningar- og
lýðfrelsistímum er slíkt bannað.
Vor ágæta stjómarskrá mælir svo
fyrir að ekki megi taka menn af
lífi.
En aftur á móti er hvergi bann-
að að ræna menn öllum lífsmögu-
leikum, og það er hvergi bannað
að drepa menn, með allskonar að-
ferðum, sem af því leiða. Það má
bara ekki taka svona fljótt af.
Við höfum algert trúfreísi, en svo
kemur bara borðalagður maður
og tekur okkar síðasta eyri lög-
taki handa einhverjum guðum,
sem yfirstéttin á og notar í sína
þjónustu. Við megum lifa á alls-
konar kræsingum og veita okkur
öll þægindi, en okkur er bara
bannað að vinna fyrir þessu öllu.
Þetta er það marglofaða frelsi,
sem verkalýðurinn íslenzki á við
að búa og það freísi, sem for-
ráðamenn hans heimta að hann
fái að halda óskertu.
Þessu frelsi okkar er endur-
varpað í gegnum brezka peninga-
vaiaio, nKt og sannleika af vor-
um Jónasar Guðmundssonar, og
hér heima er þetta írelsi kennt
við benzín, olíu og allskonar
nauðþurftir.
Islenzk alþýða! Hvenær hefir
þingflokka deilt á um þá tolla og
skatta, sem við höfum átt að
borga. Já einu sinni man ég eftir
ágreiningi um hvort færa ætti
kaffitollinn yfir á exportið. Nei
það eru aðrir skattar, sem bomir
hafa verið fram til málamynda,
rifizt um þá og þeir feldir.
Nú á síðasta áratug hafa kom-
ið fram nokkrir menn, sem hafa
tekið upp málstað alþýðunnar
í alvöru; menn, sem hafa viljað
kenna fólkinu að hugsa og taka
upp þær baráttuaðferðir, sem
leiddu til sigurs, leiddu til þess að
verkalýðurinn gæti sjálfur notið
arðsins af vinnu sinni.
Hvað var svo gert við þessa
menn. Ihaldið gaf út handa þeim
sérstaka stjórnarskrá, sem hljóð-
aði svo:
Sveltum úr þeim sannfæring-
una.
Þessi stjórnarskrá gekk svo að
erfðum til Framsóknarfl., og að
gefnu tilefni þá urðu jafnaðar-
menn hluthafar í henni. Hvernig
var farið með Þórberg Þórðar-
son? Hann mátti ekki kenna ís-
lenzku af því hann var róttækur
í skoðunum. Sama var með
Brynjólf Bjamason. Á Einar 01-
geirsson var sigað hundum allra
þremenninganna, af því að hann
vildi ekki ganga, frá málstað
verkalýðsins. Kristinn Andrésson
gat ekki verið þingskrifari vegna
þess að hann sást með bílstjóra
í verkfallinu í vetur. En Héðinn
gat verið þingmaður, þó hann
lenti í gamaflækjunni við kven-
íóllrið héma um árið.
Nú er svo komið, að allir þeir
menn, sem ekki þegja eða segja
„Heil“ stjórnarflokkurinn, þeir
skulu skipulega vera útilokaðir
frá öllum störfum, þar til öndin
skreppur úr þeim, eða hungrið
tekur ráðin af sannfæringunni.
Á síðastliðnum vetri hefir orð-
ið endurreisn í isíenzltri verka-
lýðshreyfingu. Meirihluti verka-
manna hefir komið auga á þann
gullvæga sannleika, að allir
verkamenn, hver einasti, eigi að
mynda samfylkingu, til að koma
sínum hagsmunamálum fram.
Þessi glæsilega alda samfylking-
arinnar hefir risið hæixa og
hærra með hverjum degi. Hópur
áhugamanna hafa fyíkt sér tlþp á
öldutöppinn og hvatt Verkamenn-
ina. Ög vérkamennimir hafa séð
og skilið hvað samstarfið giíti.
En hvað skeður svo. Það sem
skeður, er það, að allir ráðandi
menn í Alþýðuflokknum mýnda
samfylkingu. Ekki með verka-
mönnunum, heldur á móti því að
verkamenn fari þessa einu leið,
sem getur bjargað þeim úr hel-
greipum auðvaldsins.
Klíkan setti allt „apparatið“ í
gang. Það var vaðið um borgina
til að hindra samfyllringuna.
Sumir verkamenn hlýddu af
vana, aðrir skrifuðu undir yfir-
lýsingar gagnstætt því, Sem þeir
hefðu skrifað rétt áður, en fjöld-
inn þokaðist hvergi. Ég ætla ekki
að dæma þá, sem hafa gugnað.
Við, sem ekki vitum að kvöldi,
hvort við fáum nokkum bita. að
morgni, getum skilið orðin:
„Veiztu hvar þú vinnur“ o. s. frv.
En látið ekki svelta úr ykkur
sannfæringuna, heldur vinnið með
öllum ráðum að samfylkingunni.
Það líða ekki margir mánuðir þar
til að samfylkingin verður svo
sterk, að þið getið öragg rétt upp
hendina með okkur frjálst og
óhikað.
Þeir, sem hafa einhverja at-
vinnumöguleika, sem hægt er að
svifta þá af þessum ástæðum,
og ekki hafa gugnað, mega von-
ast eftir látlausri ofsókn. Það er
þegar búið að segja upp 1
stúlku í Alþýðubrauðgerðinni,
sem er búin að vinna þar í 6 ár.
Hún skrifaði í Samfylkinguna.
Það verða fundin upp ótal ráð til
að bægja ykkur frá vinnu. Eina
vörnin gegn þessu er að skrifa
um það látlaust. Ég hefi skrifað
þessa grein til að hvetja þá, sem
hafa orðið að hika í þetta skifti
vegna aðstöðu sinnar. Vinnið
samt að hinu sameiginlega mál-
efni.
Og ég hefi skrifað hana til að
minna ykkur, sem verðið kannske
fyrir ofsóknum og atvinnumissi,
á það, að tilkynna þetta strax í
blfiðunum, svo við höfum félags-
lega afstöðu til að rétta ykkur
hjálparhönd. Samtökin eru orðin
það sterk, að klíkunni líðst aldrei
að reka úr atvinnu fyrir þessar
sakir, vegna þess, að samfylking-
in er orðin í meirihluta í félögun-
um, svo þeir geta ekki klofið þau
eða rekið úr Alþýðusambandinu
eins og hefir verið gert. Leiðtog-
arnir eru þrátt fyrir öll sín stóiv
yrði, á hröðu undanhaldi, „ekki
einu sinni hæg*t og rólega“.
Einn góður Alþýðuflokksmaður
sem bar stóran fána í kröfu-
göngunni, sagði við mig í morg-
un, þegar hann var að lesa ura
kröfugönguna í Alþýðublaðinu:
„Þetta hlýtur að hafa verið
skrifað til að setjast í útlend
blöð“.
Þeirra eigin menn geta ekki
orða bundizt. Þeir heyrá líka
brakið í hverri stoð og styttu,
sem undir klíkunni stendur.
Munum hin snjöllu og sönnu
orð Halldórs Kiljan Laxness,
látum þau hljóma, sem upphaf
og endi í ræðu og riti, um landið
þvert og endilangt: Samfylkingin
er málstaður fólksins.
8/5. 1936.
Göngu-Hrólfur.
Látið skrá ykkur
við atvimmleysisskránmguna í dag og á morgun.
Atvinnuleysisskráning fer fram
í dag og á morgun 1 Goodtempl-
arahúsinu kl. 10 f. hád. til kl. 8
e. hád.
Þessa tímabundna atvinnuleys-
isskráning virðist gerð í þeim til-
gangi einum, að falsa ástandið í
atvinnumálum verkamanna. Þegar
verið er að leggja atvinnubóta-
vinnuna niður, þá hugsa margir
sem svo, að til lítils sé að láta
skrá sig. Hin eina skráning, sem
gefur nokkurn veginh rétta hug-
mynd um atvinnuleysið, skrán-
ingin á Vinnumiðlunarskrifstof-
unni, er ekki látin gilda.
Látið valdhöfunum ekki verða
kápan úr þessu klæðinu. Komið
allir og látið skrá ykkur. Það er
einn þátturinn í atvinnuleysisbar-
áttunni.
Togararnir era nú að hætta
veiðum hver eftir annan. Verður
ekki langt að bíða þar til algerður
dauði hvílir yfir öllu atvinnulífi
við höfnina. Þeir fáu menn, sem
eftir eru í atvinnubótavinnunni
hætta nú í vikunni og vinnan þar
með lögð niður, ef ekki tekst að
hindra það. — Ennþá er ekki byrj-
að á vegagerðunum í nágrenni
Reykjavíkur, þrátt fyrir margend-
urtekin loforð vikum saman.
Með slíku ástandi í atvinnulífi
bæjarins, þykir Morgunblaðinu
furðulegt, að verkamenn skuli