Verklýðsblaðið - 04.05.1936, Síða 4
VERKiyQSBIAÐID
vera að gera kröfur 1. maí. Þeim
herrum, leigxiriturum, finnst vera
alveg ástæðulaust að kvarta.
En þúsundirnar, sem fóru út á
götuna á föstudaginn, sýndu bezt
að reykvískur verkalýður ætlar
sér ekki að gefa afkall á réttinum
til að lifa.
Það skal vera þeim herrum
Morgunblaðsmönnunum viðvörun.
Áfram verður baráttan að halda.
fyrir því að atvinnubótavinnan
haldi áfrarn,
að byrjað verði strax á vega-
gerðunum í nágrenni Reykjavík-
ur,
að sett verði í gang önnur at-
vinna, sem að fullu vegi upp á
móti því vinnutapi, sem stöðvun
togaranna hefir í för með sér.
Bók eftir Dímitroíf
i
á ísleszku
Nýlega er út kominn á íslenzku
fcæklingur eftir Dimitroff. Er það
bréf til austurrískra verkamanna,
sem þátt tóku í febrúaruppreisn-
inni, sem lauk með stundarósigri
og fasistisku alræði í landinu.
Höfðu þessir sósíaldemókrat-
isku verkamenn skrifað Dimitroff
og beðið hann um holl ráð. Trúnni
á Alþýðuflokksbroddana austur-
rísku höfðu þeir tapað, eftir að
pólitík þeirra hafði leitt fasism-
ann yfir þjóðina.
Þettíi bréf Dimitroffs er sér-
staklega þýðingarmikið fyrir ís-
lenzka verkamenn. — Það sýnir
svo skýrt, sem á verður kosið,
hvemig ekki aðeins sundrungin í
verkalýðshreyfingunni, heldur líka
„sameining“ verkalýðsins um póli
tík krataforingjanna leiðir til ó-
sigurs, leiðir fasismann yfir fólk-
ið. — í Austurríki stóð allur
verkalýðurinn svo að segja óskipt-
ur, „samfylktur" undir l'orustu
kratíibroddanna, undir handleiðslu
Héðna, Jóna Baldvinssona og
Stefána Jóhanna Austurríkis. —
Þess vegna beið hann ósigur.
Allir þurfa að lesa bækling
Dimitroffs.
Síðusiu
frétttir frá
Frakklandi
Glæsiiegur meirihluti
t>jóðfylkingarinnar.
Samkvæmt síðustu fréttum
haf'a vinstri flokkarnir fengið
yfir 370 þingsæti, en íhaldsfloklc-
arnir og miðfl. samanlagt 240.
Konimúnistar hafa fengið 72
þingsæti, sósíalistar hafa bætt
við sig öO.
Kosníngasigur samfylking-
arinnar á Frakklandi
Kommúnistar fá 67 pingmenn, en höfðu áður 9
I
HRAÐSKEYTI
TIL VERKLÝÐSBLAÐSINS-
Kaupmannahöfn í dag.
Frá París er símað:
í gærkvöldi hafði Kommúnista-
flokkurinn fengið 67 þingsæti
samkvæmt bráðabyrgðarúrslitum.
Áður höfðu þeir 9 þingmenn og
hafa þannig bætt við sig 58.
Annað er ekki enn fullkunnugt
um kosningamar.
NORDPRESS.
Franska þinghúsið. —Deladier í hominu.
Addis Ábeba fallin
fyrir eiturgasi og morðtólum glæpamannanna ?
Þær fregnir berast nú að höf-
uðborg Abessiníu, Addis Abeba,
sé fallin í hendur ítala. — Hið
vamarlausa land er lagt i rústir
fyrri hinum hræðilegustu morð-
tólum nútímans, eituigasi og
öðrum tækjum eyðileggingarinn-
ar, sem „menningarþjóðimar"
hafa „bannfært“ — en leyfa nú
ítölum að nota, gegn vamar-
lausri $jóð, án þess að tekið sé
í taumana.
En það er langt frá því að
mótstöðuþróttur hinnar hetju-
legu þjóðar, sé brotinn á bak aft-
ur fyrir þetta. Hið hugdjarfa fólk
mun verja frelsi sitt til hins síð-
asta blóðdropa. — Aldrei hefir
þeim riðið eins á hjálpinni og nú.
Ræða Péínvs G. Guðmundssonar
í i-æðu sinni 1. maí rakti Pét-
ur G. Guðmundsson, forseti Sam-
bands iðnverkamanna, samtaka-
íeril íslenzks verkalýðs og sýndi
í stórum dráttum fram á, að enn-
þá hefði íslenzkur verkalýður
ekki unnið neina raunverulega
sigra yfir auðvaldinu, því að
ílestar þær hagsbætur, sem
verkalýðurinn hefði fengið, væru
teknar af honum jafnharðan með
aúkinni dýi-tíð og hærri tollum á
nauðsynjum. Ilann benti einnig
á það, að á löggjafársviðinu hefð-
um við fengið því einu frain-
gengt, sem náðst hefði með
hrossakaupum, en ekki með sam-
tökum fjöldáns, og að nú þegar
yaknaður væri vilji meðal Al-
þýðuflokksmanna til þess að sam-
eina verkalýðínn í hagsmunabar-
áttunni, væru þessir menn stimpl-
aðir sem svikárar við verkalvð-
inn, af Alþýðublaðinu. Ilann
sýndi og Ijóslega fram á hvað
sundrungin hefði kostað verka-
lýð annara landa, benti á dæmið
frá Þýzkalandi og hvers við
mætturn vænta hér á landi, ef
við létum okkur ekki slík víti að
varnaði verða.
Að endingu hvatti hann alla ör-
eiga til þess að neita valds síns,
valds hins vinnandi fjölda til
þess að skapa órjúfandi sam-
stillta fylkingu fyrir sigri verka-
lýðsins.
Niðurlagsorð hans voru þessi:
I dag fara reykvískir öreigar í
kröfugöngu um borgina í tveim-
ur ósamstilltum hópum, til mik-
illar gleði fyrir auðvaldið' og mik-
illar sorgar fyrir alla þá, sem
trúa. því, að frelsun mannkyns-
ins sé fólgin í samtökum öreig-
fiversvegna eru þeir
svona reíðtr?
Samkvæmt skýrslu Alþýðubl.
sýndi 1. maí eftirfarandi:
Aldrei hefir glæsileiki Alþýðu-
floklcsins verið slíkur fyrr og
eymd Kommúnistaflokksins aldrei
jafn mikil. — I kröfugöngu Alþ.-
fl. tóku þátt á fimmta þúsund
manns, en í kröfugöngu samfylk-
ingarmanna sízt fleiri en í kröfu-
göngu Komúnistaflokksins í fyrra.
En þá töldu kommúnistámir sjálf-
ir að hún hefði talið rúml. 1000
manns. Ef við nú gerum ráð fyrir
að kommúnistar hafi engu logið
'og tölur Alþýðublaðsins vitanlega
hárréttar — þá hefir kröfuganga
Alþ.fl. á föstudag verið fjórum til
fimm sinnum stærri en kröfu-
ganga samfylkingarmanna!
Þetta sýnir aftur að enginn Al-
þýðuflokksmaður hefir tekið þátt
í, kröfugöngu samfylkiagar-
manna(!) Alþ.flokksmenn standa
allir óskiptir móti samfylkingu.
Allir Alþýðuflokksmenn, og sér í
lagi hver einasti verkamaður,fyig-
ir Héðni af því hann er á móti
samfylkingu (nema við hringana)
en Árni Ágústsson og Pétur G.
Guðmundsson hafa engan með sér
af því að þeir eru með samfylk-
ingu verkalýðsins.
Þannig er skýrsla Alþýðubl. í
stuttu máli.
Þegar þetta er athugað, þá er
alveg óskiljanleg sú heipt, sem
gripið hefir foringjana í Alþýöu-
flokknum, þessa glæsilegu sigur-
vegara. — Á hverjum degi er
skrifuð forystugrein í Alþýðu-
b!aðið, þar sem kommúnistar eru
kallaðir bandamenn nazista, en
þeir menn í Alþýðuflokknum, sem
samfylkingu vilja, eru kallaðir
verri en nazistar. — Og „foringj-
amir“ hafa viljað sýna í verkinu,
að þeim sé alvara með þessa kenn-
ingu. Á hverjum degi hafa þeir
gengið á milli manna í Alþýðu-
flokknum, sem vilja samfylkingu,
og hótað þeim að þeir skyldu úti-
lokaðir frá allri atvinnu og verða
sveltir í hel, ef þeir héldu áfram
að hafa þá skoðun, að verkamenn
ættu að vinna saman, þrátt fyrir
skoðanamun. Sumum hafa þeir
hótað að húskofinn skyldi tekinn
ofan af þeim, í krafti peninga-
valdsins. — Sjálfur 1. maí var
notaður til að segja fylgjendum
samfylkingarinnar í fyrirtækjum
Alþýðuflokksins upp atvinnu.
Hvers vegna eru „sigurvegar-
arnir miklu“ svona reiðir?
Reykvískir öreigar, sem orð
mín heyrið! Strengið þess heit,
að það skuli ekki koma fyrir
oftar. Segið með einum hug og
einni tungu: Það skeður í dag í
síðasta sinn!
Þannig fórust hinum þraut-
þrautreynda brautryðjenda ís-
lenzkrar verklýðshreyfingar, orð.
Ætti íslenzkur veikalýður mörg-
um slíkum förystumönnum á að
skipa, væri samfylkingin og sig-
ur alþýðunnar orðinn að veru-
leika.
anna.