Spegillinn - 01.02.1926, Blaðsíða 5
3
S P E’G’I L LIN N
i
*
Sigurði Þórðarsyni bróður Hallveigar konu
minnar. Þegar allir voru sestir, þá stóð
UPP Halldór Daníelsson skiftaráðandi og
bæjarfógeti í Reykjavík og sagði: »Rjetturinn
er settur piltar!« Stóð þá upp Ingimundur
Jónsson útgerðarmaður í Mýrarkoti, mættur
lyrir hönd Þorg'erðar, er verið hafði ráðs-
kona hjá Sigurði Þórðarsyni bróður Hall-
veigar konu minnar og leggur fram 1900
krónu reikning í sterbúið fyrir innistandandi
kaupi tjeðrar Þorgerðar. Mjer þótti reikn-
ingurinn hár og segi við Guðjón bróðir
Hallveigar konu minnar: »Tala þú Guðjón
þú ert okkar vitrastur«. En Guðjön þagði.
Það er svoleiðis það fólk, það segir ekkert
ef því þykir. Þá stóð jeg Jón Jónsson bóndi
að Laugavatni upp og sagði: »Fyr skal
himin og jörð forganga, sól og túngl for-
myrkvast, hvert aukatað af túni mínu aust-
ur á Heklu hoppa og þar að plánetu verða
öll jörðin Laugavatn seld verða og í máls-
kostnað ganga og öll bróðurleyfð Hallveig-
ar konu minnar að engu verða, en reikningur
þessi verði greiddur«. »Bróðurlegan frið
drengir«, sagði Halldór Daníelsson bæjar-
fógeti og skiftaráðandi í Reykjavík. »Svo
best að rjett sje viðhaft fógeti góður«,
sagði jeg og sló saman hnefum. Stóð þá
upp Pjetur Guðmundsson maður Guðrúnar
systur Hallveigar konu minnar og talaði
en fjekk litla áheyrn, því hann talar mikið
en talar vitlaust, og kann ekki að tala á
mannfundum. En ræða mín hafði þau
áhrif að reikningurinn í sterbúinu var lækk-
aður í 900 kr. Það var með öðrum orðum
þúsund króna ræða. Guðjón bróðir Hall-
veigar konu minnar fjekst ekki til að tala, þó
hann sje okkar vitrastur; en Pjetur Guð-
mundsson, maður Guðrúnar systur konu
minnar kann ekki að tala á mannfundum.
Þjófabálkur inn minni.
Gamall brennivínsberserkur (i
heimspekilegum hugleiðingnm). Ekki er
aijer vel ljóst hvað þetta kvenfólk fer að
gera við peninga!... Ekki reykja þær....
ekki drekka þær .... og kvenfólk eru þær
sjálfar!
(Exlex).
I. og 2. bul!a.
1. bulla: Hvers myndirðu óska, eí þú
ættir þrjár óskir?
2. bulla: Fyrst mundi jeg óska, að jeg
ætti eins mikið brennivín og jeg gæti lát-
ið ofan í mig.
1. bulla: Og svo?
2. bulla (hugsar sig um): Svo mundi jeg
óska, að jeg ætti svo mikið af tóbaki, eins
og jeg gæti troðið upp í mig.
1. bulla: Og svo?
2. bulla (hugsar sig lengi um): Þá mundi
jeg óska að jeg ætti svolítið meira af
brennivíni. (Strix).
A götunni.
— Skammist þjer yðar ekki að láta sjá
yður svona dauðadrukkinn á götunni? Eruð
þjer giftur?
— Hikk .... Nei.
— Nú, það var þá, svei mjer, heppni
fyrir konuna yðar!
(Moggi).
Frjettaþáttur.
19/3 ’26. Mótordæla hefir verið í fullum
gangi að dæla vatninu úr brunarústunum
bæjarfrægu við Austurstræti. Óljúgfróðir
menn tjá oss, að Landsbankinn ætli að fara
að byggja þar geymsluhús yfir íslands-
bankaseðla.
Hinn furðuhái tekjuafgangur " ríkissjóðs
vors á árinu 1925 hefir sýnt sig vera, að
nokkru leyti, renturnar af týndu miljónun-
um þjóðfrægu, sem kendar eru við Klem-
ens. Oss er tjáð, að minni helmingur upp-
hæðar þessarar skuli renna í hinn fyrirhug-
aða byggingar- og landnámssjóð, sem bera
á nafn Jónasar frá Hriflu. Stærri helmingn-
um skal aftur á móti verja til aukins eftir-
lits með fulltrúum þjóðar vorrar erlendis.
Alþingi vort hjelt lokaðan fund hinn 19.
þ. m. Hefir Donna Gróa getið þess til við
oss — með öllum fyrirvara þó — að fund-
arefni hafi verið skipun sáttasemjara milli
bankastjóra hinna tveggja banka vorra, Jg
3GQQ0E