Spegillinn - 01.06.1926, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.06.1926, Blaðsíða 3
3 -að sýna oss undirskrúfuðum dándismönnum þann óvænta og því sem næst óverðskuld- aða heiður og sóma, að skipa oss í ofan- nefnda nefnd, en — eins og góðfús lesari hefir ef til vill þegar rent grun í — er- um vjer þeir herrarnir Sókrates Jósúa Ketilbjarnarson þúfnabanakyndari, for- maður, Alkibíades Pílatus Hannesson vegg- fóðrari, skrifari, og loks Aristóteles Belíal H-uðjónsson kynbótaráðunautur, er vera mundi fjehirðir nefndarinnar, væri hún ei af Mammoni, enn sem komið er, gjörsam- lega foröktuð. Að gefnu tilefni sjáum vjer oss, eftir atvikum, fært að koma fram á sjónar- sviðið með svo látandi: FRUMVARP til heimildarlaga til handa ríkisstjórninni um friðun Þingvalla. 1. gr. Hvað eru Þingvellir? Þingvellir eru hverjir þeir vellir, þar aem manna þing eður hrafna hefir ein- hverntíma háð veiið. Um merkingu orðs- ins í nærstöddu frumvarpi, sjá 2. gr. 2. gr. Hvar eru Þingvellir? Þingvellir eru malplaceraðir á spildu þeirri, er takmarkast af Hrúðurköllum að norðan, Vilborgarkeldu að vestan, Tintron að auBtan og Skötugjá að sunnan. Svo fremi ábúendur á greindu svæði í fardög- um 1928 lifandi fyrir finnast, skulu þeir tafarlaust sig á burt hafa, að viðlögðum dagsektum, en fangelsi eður lífláti, ef miklar sakir eru. 3. gr. Hvernig eru Þingvellir? Þessari spurningu nægit að svara með orðum þeirn, er nafni og náfrændi núver- andi Hriflumanns ljet sjer af munni hrjóta, endur fyrir löngu, og hljóða þannig: »Nú — er hún Snorrabúð stekkur* . . . o. s. frv. Að vÍ8u er svo langt liðið síðan þetta var, að Snorrabúð stekkur ekki lengur, svo menn viti. 4. gr. Hvernig skulu Þingvellir vera? Þessari spurningu leyfum vjer oss að ’Svara svo sem hjer gefur á að líta: 5. gr. Fara skal, að fornum sið, eldi yfir alt SPEGILLINN það svæði, er að ofan greinir. Slcal þess J vandlega gætt, að alt brenni, er brunnið getur, þó sjerstaklega skógar og önnur mannvirki. Er það trúa vor, að með því móti muni Þingvallahreinsunin fljótast og best fyrir sig ganga. Þar næst skal öllu vatni — að Þingvallavatni með töldu — til sjávar veitt verða, þó þannig, að það megi um leið nota til áveitu á Ölfusforir og aðrar þær engjaspildur, er sökum vatns- skorts undir skemdum liggja. 6. gr. Að lokinni þeirri hreinsun, er 5. gr. getur um, skal alt svæðið milli Brúsa- staða og Gjábakka uppfylt þannig, að lá- rjett verði. Skal notaður til þessa ofaní- burður úr Ármannsfelli, meðan endist. Er það sannfæring vor, að hann muni snöggt um ódýrari en aðflutt sement. Þó virðist ekki fjarri sanni að spyrja ráða um það atriði fjármálaráðherra og aðra núlif- andi landsverkfræðinga, og eiga á hættu um, hvort þeir treystast til að svara eður ei. gL Jafnskjótt sem ofangreindar jarðabætur eru um garð gengnar, og grundvöilurinn fenginn sljettur og hallalaus, skal hefjast handa um byggingar á staðnum. Á Lög- bergi því, er þá verður, skal fyrst reist mannlikan úr bronsi eður einhverri annari ábyggilegri samsuðu af Ágústi H. í viður- kenningarskyni fyrir framkvæmdir]hans í likne8kjabyggingum á Þingvöllum hinum fornu. Má mannlíkan þetta kosta alt að hálfri miljón króna, stýfðia. Bak við þessa mynd skal reist þinghús, vegiegra en menn hafa hjer áður sjeð og skal til þeirrar byggingar verja öllum þeim tekjuskatti, er frekast verður pressaður út úr bág- stöddum bændum, um næsta komandi ár. Skal þess getið hjer til frekari skýringar máli þessu, að tekjuskattur bænda í ein- um af betri hreppum landsins er á yfir- standandi ári ein króna, stýfð, og blandast oss því ei hugur um, að bygging þessi geti orðið landi voru til sóma, ekki síst út á við. í hvirfingu utan um þinghúsið skulu reistar byggingar þær, er hjersegir: 1. Apa- og slönguleikhús, er rúmi þing- heim gjörvallan. Má til þess verja alt að einni miljón króna, óstýfðra. 2. Kvikmyndahús, þar sem sýndar skulu kvikmyndir úr sögu siðari ára Alþingis, svo sem nefndaleiðaugrar, þinghelgi- dagar og önnur merkisfyrirbrigði. (D c/> ö" o CTQ < <t> c> 7T œ wmmm m CD 0) -i QH C -i Q) 7T C mmaat m 5T *-4* ~cr D> Ql c (0 ca 3' OO P' 3 rt> cj ov 3 ffl- pr < % >-s 3 —í C *—rt 3 *< >-í —s’ P (/> O: œ (JQ E3 7? C i— 3 C' r4- a> * 3 CTQ 3 3

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.