Spegillinn - 01.06.1926, Blaðsíða 2

Spegillinn - 01.06.1926, Blaðsíða 2
2 lAiixirxiiximmmmmmrui^im IZlifilSltStZlSjlxlcxliSltSiiSltSltx] Þau stykki ein, sem bera vörumerkið kaffikvörn, hafa í sjer ósvikinn Ludvig Davids kaffibæti. > Hann er bestur og notadrýgstur og jafnast engirtn ann- ar á við hann. 1 heildsölu hjá II. loansvn « Uer. fflœæfflffiæfflfflfflfflBBffis SPEQILLINN og inn á við, hve vel hefir tekist með þessa nefndarskipun, er hinn mikli menta- frömuður og »globetrotter« hefir tekið að sjer að skipa þennan vandasama, en virðu- lega sess. Mega hinir dönsku kollegar nú óhætt líta upp til vor, sem fátt hafa sjeð og ekkert farið, nema fám sinnum skrölt á milli Danmerkur og Islands. Háum fjöllum, fossum og fagurmyntum löxum, hæfir framkoma hins viðförla vegfaranda. Vjer erum stoltir! Clr öagbók flugunnar. Klemens og kammerjúnkarinn. Botnía var nýkomin. Það rigndi. Jeg flýtti mjerj yfir Pósthússtræti og stakk mjer undir hattskyggnið á reglulega penum manni. Hver er maðurinn, hugsaði jeg. Það lagði af lionum indæla »Amorelykt« frá Dorin. Nú, já, ekki af verri sortinni, datt mjer í hug, og svo tölti hann eins og sá sem hefur vald til þess og höfuðiö hreifð- ist ekki frekar en enski kúrsinn. 1 því stansar Klemens hann, grípur í gleraugun og regir skallann eins og kjaftakerling, sem nýbúin er að hella úr sjer. — Vell vell-kominn, herra kammer- júnker. — Takk, herra??? (hvern fjandann á jeg að kalla hann, heyrði jeg að kammer- júnkarinn muldraði, jú,) alþingismaður. (Annars hefur Klemens nú sama titil og Gunnar frá JSelalæk — en það þykir ekki nógu fínt.) — Hvernig líður familíunni? segir Kle- mens. — Jú, takk. — Koma synirnir líka? — Jeg á því miður ekki nema einn. — Það klúkkaði í kammerjúnkernum, svo jeg kastaðist fram á kjálka, en þar var líka ágætt að vera, því að hann var nýrakaður með gull-gilette alsettri demöntum, sem kóngur gaf honum siðast, þegar vel lá á honum, en illa á hinum. — Jeg meinti auðvitað hans hátign og hennar. — Já, vitanlega, því læt jeg svona. Það stendur lika nær. Klemens rendi niður pillunni með munnvatni. — Ætli hann komi við hjá mjer, því jeg er stórkross eins og þjer vitið. — Ekki tel jeg það líklegt, hr. alþm., hann býr hjá hans excellence í Hverfis- götu svo jeg býst við hann fari lítið, nema ef ske kynni til Hjalta. Að minsta kosti hef jeg talað utan að því við Hjalta að hann keypti sjer nýja skó með hælum, dvona til vonar og vara. Au revoir! — Fari það kolað, æpti innri maður Klemensar. Það hefði verið annað hefði jeg verið kosinn í fínu nefndiua. Nú hlær helvítið hann Jónas. Jeg hjelt áfram með kammerjúnkernum, því þar var betra loft. Þinguallanefnöin. Eins og getið var um í síðasta tölublaði voru, höfðu ritstjórar þessa blaðs skipað sjálfa sig i nýja Þingvallanefnd — hina þriðju með því nafni — til meðhjálpar og móralskrar aðstoðar þeim nefndum, er skip- aðar hafa verið og skipaðar kunna að verða í framtíðinni, til að lappa upp á þenna frægasta sögustað vorn. Sökum skrif- finsku og annars annríkis í þágu fóstur- jarðarinnar nú um há-sauðburðinn (sbr. Guðmund á Sandi), hefir nefndin haft lítinn tíma aflögum, en hefir þó með heiðri og sóma lokið starfi sínu, en það var: að skipa enn nýja nefnd til að veita. ofan- greindum nefndum ofangreinda aðstoð. Nefnd þessi hefir nú um hálfsmánaðar- skeið setið á rökstólum frá Jóni í Kom- paníinu og leitt saman víghesta sina, og og loks nú fyrir skemstu sent oss, ófrímerkt í pósti, eftirfarandi nefndarálit. Skoðum vjer því starfi voru heiðarlega lokið og gefum staðgenglum vorum orðið. Ritstj. Neíndarálit hinnar fjórðu og síðustu Þingvallanefndar. Með ódagsettu brjefi, meðteknu í far- dögum þ. á., hafa ritstjórar frelsismál- gagnsins S p e g i 11 i n n látið sjer sæma

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.