Spegillinn - 01.08.1926, Blaðsíða 4

Spegillinn - 01.08.1926, Blaðsíða 4
SPEGILLINN greinda nefnd — enda er hjer ólíku saman að jafna. — Til þess að spara oss að prenta þau upp aftur, vísum vjer lesaranum á að kaupa þá bók fyrir eína krónu, og auka með því tekjur ríkissjóðs — sein ekki mun af veita, og hróður nefndarinnar — sem heldur ekki mun af veita. , 4 Clr öagbók flugunnar. Framboö og eftir5purn. Eins og flugna er siður, er jeg for- vitin. Jeg flaug því niður á liafnar- bakka, þegar Suðurlandið var að fara. Sje jeg ekki livar Sivertsen kemur og frjetti fljótlega, að liann sje á leið vestur í Dali til framboðs. Honum var til þess trúandi — liami hefir farið ófarir fyr vestur á bóg- inn. IIví ekki að slást í förina, hugs- aði jeg og slcrapp um borð á eftir honum. Hann var með silldtrefil um liálsinn, sem saumaður var upp úr sendiherra-uniforminu og var mað- urinn yfirleitt hin prúðmannlegasti. Segir lítið af ferð okkar fyr en vest- ur lcemur. Ekki liragð á leiðinni, nema rjett lykt hjá meistaranum, sem ku líka heita Sivertsen og kunna að smyrja fleira en vjelar. Þegar vestur kom, byrjaði yfir- reiðin — og hvílík reið. Við fórum í loftinu — enginn tími til ræðu- lialdá, þó ku bann vera ræðuskör- ungur á við Odd og Jónas. Ilann kysti bændur og búalið alt, ýmist al- kóssum, hálfkossum eðíi fingurlvoss- um, en þegar iiann loks kom að Skarði, þar sem Kammerráðið hló, var alt skinn af skegglausu vörinni. Bróðir Kammerráðsins hefði verið langafabróðir Sivertsens hefði Kam- merráðið átt hokkurn bróðnr. Hætti liann nú að kyssa en ldappaði í stað- inn. Varð því úr þessu fyrirmyndar „Klapjagt“, þar til hann hitti sýslu- mann. Sá vildi engan kjósa — nema sjálfan sig. Sagðist vera best að þingmenskunni kominn — aura- lítill og fáskiftinn, svo hann myndi aldrei rjúfa þing, þó liann þangað kæmist. Pór mi að fara af gamanið og jiegar svo fjósamaður sýslumanns trúði okkúr báðum fyrir því, að eftirspurnþi væri öll eftir Jóiiannesi L. L. og iiimim tólf, lia’ttum við við framboðið, flýttum okkur um borð í Gullfoss og drektum sorgum okk- ar. Ei' jeg nýröknnð úr jiví rotinu. Gefið í Reykjavík á Magnússmessu 1926. Sókrates Jósúa Ketilbjamarson. (formaöur). Alkibiades Pilatus Hannesson. (skrifari). (handsalað). Aristóteles Belial Guðjónsson. (peningageymir ef nauðsyn krefur). nægja með þögla fyrirlitningu, en jeg fæ- ekki sjeð, að hún sje stórum betri en há- værar skammir og meir eða miður fyndn- ar háðglósur, sem flestir þessir spiladrekar hafa á takteinum víð sjer heimskari menn. Einasta ráðið til að gera spilamensku nokk- urnveginn þolanlega vanalegum dauðlegum manngörmum, væri að finna upp nokkurs- konar fingra- eða bendingamál til þess að »segja« á. Svo mætti, að því loknu, skera tunguna úr hlutaðeigendum, nema því aðeins- þeir kysu heldur að stilla sig um spila- menskuna — en á því er lítil hætta. Þó er hugsanlegt, að stríð gæti orðið- milli holdsins og andans hjá þeim, sem eru hvorttveggja í senn spilafífl og kjafta- kellingar, en þar yrði auðvitað að ráða fram úr málinu með hlutkesti, ef alt annað bregst. Sjálft spilið, — þótt leiðinlegra sje en svo að tárum taki — er, sem sje, hrein- asti hjegómi móti öllum þeim teóríu-kjafta- vaðli, sem alt af þarf að fylgja því. Þetta fer vanalega þannig fram, að einn af þeim »óskeikulu« byrjar á því að gera einhverja vitleysuna. Eins og flestum mun kunnugt, erum vjer dauðlegar mannskepnur gæddar þessari velþektu yfirklórs-nátturu í svo eða svo ríkulegum mæli, og spilahetjurnar eru eng- in undantekning þar í stað. Sá, sem vit- leysuna gerði tekur því þegar i stað að útskýra fyrir hinum hvers vegna hann hafi gert hana — rjett eins og guði og mönn- um megi ekki standa hjartanlega á sama um ástæðuna — og á meðan á þessari mikils- verðu útskýringu stendur er búið að gefa og næsta spil byrjað. Áður en hann hefir lokið máli sínu, er hann — nema einhver annar hafi tekið af honum ómakið — bú- inn að gera aðra vitleysu verri hinni fyrri þá tekur ný greinargerð við — og svo koll af kolli. Einasta spil, sem mjer finnst eiga nokk- urn rjett á sjer, er fjárhættuspil, þar sem allir græða! Einhver mundi vilja halda því fram, að þetta sje óheiðarleg atvinna. en jeg fæ ekki sjeð, að það sje neitt verra en síldarútgerð. Á henni tapa allir og því er hún enn ekki talin svívirðileg, að almenn- ingsáliti. Le Misanthrope. Ritstjórar: Pcill Skúlason. Sig. Guðmundsson. ísafoldarprentsmiðja h.f. Dagskrá allítarleg fyrir hátíðahölcl vor á Þingvöllum 1930, kemur í næsta blaði. Spilamenska. Þótt vafi geti á því leikið, hverjum eða hverju hitt og þetta hjer í heimi sje að þakka eða kenna — eins og t. d. þegar kvenfólk nú á tímum getur ekki orðið sam- mála um það, hver hafi fundið upp púðrið, — þá er það engum vafa undirorpið, að djöfullinn — ef hann annars fyrirfinst — hefir fundið upp spilin. Enginn skilji þetta svo, að hjer sje verið að boða neinn nýjan sannleika, því kierkarnir á miðöldunum, sem eyddu mestu af tíma sínum, mælsku og og sannfæringakrafti, til þess að fræða sál- irnar, sem þeim var trúað fyrir, um þenna uppruna spilanna, voru þar komnir löngu á undan mjer — því er nú ver. Ein af verstu plágurn, sem yfir mig geta dunið, er ef jeg einhverra hluta vegna neyðist til að gera kunningjum mínum þann vafasama greiða, að verða »fjórði maður«. Eins og nærri má geta, er kunn- áttan hjá mjer lík að vöxtum og áhuginn, og allir geta farið nærri um, hvaða með- ferð klaufi í spilum hlýtur hjá þeim, sem eru »prófessionals« — eða þykjast vera það. Ef við er að eiga nokkurnveginn kurteisa menn, láta þeir sjer vanalega

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.