Spegillinn - 26.07.1930, Qupperneq 6
118
S p e g i 11 i n n
13., V.
ítalarnir, þegar þegar þeir sjá litla Mussolini.
. ........................................................................ iiiiiiiiliiliiiniliiiliiliili t .............................................................
Geröardómssamningurinn
á milli Spánar og Islands.
Sá stórmerkilegi viðburður hefur gerst
eftir því sem segir í tilkynningu frá
forsætisráðherra vorum, að gerðardóms-
samningur hefir verið undirritaður á milli
Spánar og íslands, þar sem trygt er að
öll deilumál, sem kunna að rísa upp á
milli þessara landa og ekki hefir tekist
að jafna milli stjórnarfulltrúa ríkjanna,
verði leyst með friðsamlegum hætti.
Oss íslendingum, sem aldrei höfum
átt í hernaði og erum öllum vígaferlum
með öllu óvanir, má það vera mikið
gleðiefni, að mega treysta því að hvað
sem fyrir kemur, jafnvel þó áfengissjopp-
unni verði lokað í heilt ár, þá verði oss
aldrei sigað út í blóðugan bardaga á
móti Spánverjanum. En ekki er þetta
siður ánægjulegt fyrir Spánverjan sjálfan.
Mun hann hafa fengið nóg af slíku í
Kabylastríðinu siðasta og mun sennilega
lítið kæra sig um nýjan ófrið í bráðina,
enda væri aðstaðan miður glæsileg fyrir
Spánverja, ef Kabylar risu upp á móti
þeim á ný og sæktu þeir að þeim að
sunnan, en íslendingar að norðan,
En þessi samningur ætti líka að geta
verið dálítið hugvekjuefni fyrir aðrar
þjóðir. Hann ætti að geta bent þeim á,
að það væri ekki óhyggilegt að reyna
að komast að sömu kjörum á meðan
vjer erum í þessum friðarhug. Er þetta
ekki aðeins mælt til Dana að gefnu til-
efni út af Færeyingauppreisninni, heldur
er þetta svona almenn bending til fleiri
þjóða. Hugsum oss t. d., ef ísl. stríðskipin
hefðu ráðist á Rhodney hjer á höfninni
á dögunum og annaðhvort eyðilagt skipið
eða tekið það að herfangi, þá myndi
Bretanum sennrlega ekki farið að verða
um sel. Það snjallasta, bæði fyrir hann
og aðra, er það að tryggja sjer hlutleysi
vort hið fyrsta, á meðan núverandi stjórn
situr við völd, því hún virðist hafa
bæði áhuga og glöggvan skilning á
þessum málum.
Hafi stjórnin þökk fyrir vikið, og sannast
hjer sem oftar, að um hana má þó segja,
að hún er þó dálítið meira en montið.
Friðarvinur Spegilsins.
Ferðasaga.
Jeg brá mjer utan hjerna á dögun-
um og af því að danska mamma gat
ekki látið mig fá neitt, en af því hún
sagði mjer hinsvegar af stórbónda
einum meðal Svía, er Kraujer heitir,
fór jeg fótgangandi á hans fund. Þó
jeg ljeti í veðri vaka, bæði við mömmu
og aðra, að ferðinni væri heitið til að
skoða í fjósið hjá Kraujer — en hann
á margar og góðar kýr, sem mjólka
vel — þá fór jeg þessa ferð í eins-
konar reiðileysi og út úr stökustu
vandræðum, því hvar sem jeg leitaði á
um hjálp, vildu menn ekki hjálpa
mjer.
Jeg kom rjett eftir morgunmjalt-
irnar í búgarð Kraujers og sá hvar
karl hafði raðað öllum mjólkurtrog-
■11111111111111111 iii
iiimiiiiiliiiiiiiiiliilililiiiiiiiiiiiiililllillllllllllimi,llllimil,|,ll,,|i,||||,|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||m|||,m,|||||ilil|,,im,l|lllllll,ll,ll,l,r
Konungur heilsar ráðherrunum.