Spegillinn


Spegillinn - 01.08.1936, Síða 2

Spegillinn - 01.08.1936, Síða 2
SPÉGILLINN XI. 15 Síldin heldur áfram að veiðast, en uppá síðkastið er kvartað yfir því, að hún sje stygg. Hófst þessi styggð hennar, eftir að greinar Jóns Fannbergs um fleiri síldarþrær kom út. Aftur á móti er það argasti rógur, að síldin sje nokkra baun hrædd við síldarút- veg;snefndina; öðru nær: hún bara hlær að henni. Roosevelt forseti er önnum kafinn í frí- stundum sínum að skrifa bók. Er það skop- saga, og seinna á að kvikmynda hana líka. Reyna nú andstæðingar forsetans, hvað þeir geta, að fá hæstarjett Bandaríkjanna til að ónýta fyrir honum upplagið, þegar þar að kemur. Kommúnistar tveir rjeðust nýlega á barna- kennara, sem fylgir sjálfstæðisflokknum að málum, og börðu hann til óbóta — eða að minnsta kosti ekki til bóta. Sýnir það vel inn- ræti vesalmenna þessara, að berja ekki held- ur þá, sem skrifuðu „Dýrin tala“. Svíarnir, sem voru hjer á sænsku vikunni, eru nú lukkulega heim komnir, og sennilega búnir að segja „Hár ár gudagott att vara“, eins og Ásgeir hafði spáð fyrir þeim. Segja þeir ennfremur, að hvergi hafi þeir fyrir hitt aðra eins fegurð og hjer á íslandi. Kurteis- innar vegna gátu þeir þess ekki, hvort þar er átt við landslagið eða móttökunefndina. Einar skáld Benediktsson gaf í fyrra eign- arjörð sína, Herdísarvík, Háskóla íslands, og mun eiga að stofna þar háskólasel, þegar þar að kemur. Ekki hefir þetta höfðingsskapar- bragð verið lengi ólaunað, því fyrir nokkru hefir skáldið verið gert heiðursfjelagi í „Fje- lagi tónlistar Jóns Leifs“. Esja fjölgaði farþegum sínum í annari Skot- landsferð sinni upp í 30 úr 17 i fyrstu ferð. Er búist við, að fargjald verði bráðlega fært niður, í tilefni af þessum ágæta árangri. Sta- tourist og landkynnirinn sjá nú ekki út úr önnunum, því auk Skotanna þarf að taka á móti Keflavíkurhákallinum, sverðfisknum og Zamora, fyrv. forseta Spánar. Moggi segir, að danir brúki nú Islendinga sem grýlur á færeyinga, og veifi framan í þá fjármálaástandi voru, til viðvörunar. Þetta er ekki nema algengt, að druslur sjeu notaðar sem fuglahræður, svo oss finnst það engar frjettir. Knattspyrnuráðið í Skotlandi hefir nú bann- að nokkrum löndum sínum að keppa við ís- iendinga í knattspyrnu í sumar, sem þó var áður búið að binda fastmælum. Oss þykir hin góðkunna níska Skotanna ganga óþarflega langt, ef þeir tíma ekki einu sinni að bursta íslendinga. Svifflug á nú að fara að iðka hjer á landi, 86 og hefir fjelag verið stofnað í því skyni. Ætl- ar fjelagið að kjósa þá Ásgeir fræðslumála- stjóra og Jónas Þorbergsson heiðurslimi sína, meðan þeir svífa milli flokkanna í pólitíkinni. Fyrir nokkru ralí sverðfisk á land í kjör- dæmi Eysteins, en þar reka flestar kynjaver- ur og ódrættir, sem sögur fara af. Var sverð- ið allt skörðótt og telja fræðingar, að fiskur- inn hafi flúið úr borgarstyrjöldinni á Spáni. MorgunblaðiS fræðir oss á þvi, að Guð- brandur prófessor hafi í síðustu utanför sinni kallað sig siðameistara utanríkisráðuneytisins íslenska og háskólaprófessor. Finnst oss allt mæla með því, að Brandur verði sem fljótast gerður að páfa, svo hann geti verið Sánkti- Pjetur í siglingum. Sjálfur kveðst hann vera boðinn á Ólympíuleikana, af þýsku stjórninni, og mun hann eiga að keppa í Maraþonslýgi. Þýskari einn, sem hjer var fyrir skömmu og þurfti auðvitað að skrifa um oss þegar heim kom, hefir látið svo um mælt, að þjóðar- íþrótt Islendinga sje að tala í síma. Líklega hefir hann meint, að það væri að hlera í síma, og hefði það verið sanni nær. Nýja DagblaSið (og útvarpið líka) skýrir frá því, að Haraldur og stauning ætli að fara að gera þríhyrndan verslunarsamning við ein- hverja suðurlandabúa. Virðist svo sem þeir eigi að ganga hornbrotnir til þessara samn- inga, því annars yrði samningurinn meira en þríhyrndur, jafnvel þó suðurlandabúinn væri kollóttur. Vatnajökulfararnir ei'U nú sem Óðast að tínast burt af jöklinum og reyna nú að yfir- bjóða hver annan í mannraunum. En kostur er það við frásagnirnar, að vísindaárangur virðist því betri sem þeir fá verra veður. Ein af ástæðum Jónasar Þorbergssonar til þess að segja sig úr Framsóknarflokknum var sú — að því hann sjálfui' segir — að hann vill vera frjáls maður. Þetta bendir á, að Tímasannleikurinn hafi ekki megnað að gera hann frjálsan.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.