Spegillinn


Spegillinn - 01.05.1937, Qupperneq 5

Spegillinn - 01.05.1937, Qupperneq 5
XII. 9. SPEGILLINN r, sem samþykkja a$ hroMrrn sé aUur^úr Örnóri, jj |ó'ri ívö vel rétta. Upp hendi n á., '\W')v > m * '■ Sognfræði. í fyrra eða svo, fundu einhverjir morgunkvistir á „norræna sterka stoninum" upp á því að hefja rann- sókn á því atriði, hvernig hinar ýmsu þjóðir stofnsins kendu börnum sínum sagnfræði í skólum. Hafa kvistirnir sennilega verið atvinnulitlir og þá lát- ið það bitna á börnunum, eins og mað- m þekkir dæmi til hjer heima. Ekki stóð kanski á undirtektum, fremur en vant er um norræna samvinnu, og var auðvitað kosin nefnd í málið, og mun- um vjer ekki nöfn á erlendu skörf- unum, sem í hana komust, en Barði var af okkar hálfu, Islendinga. Nefnd- in hefir þegar skiíað áliti, eftir til- tölulega stuttan tíma, og hefir því lík- lega verið ólaunum, því þær launuðu skila sínum álitum seint eða aldrei, eins og allir vita. Það er ekki laust við, að umsagnirnar um sagnfræði okkar íslendinga hafi vakið góðlát- lega undrun. Oss er sjerstaklega bor- ið á brýn, að vjer látum þjóðarremb- ing vaða of mjög uppi í sagnfræðibók- um vorum — og geta þeir sanngjarn- ari af þjóðinni sennilega gefið það eft- ir, að eklci sje trútt um það — en hitt er verra, að þessi athugasemd kemur frá frændum vorum Austmönnurn, þið vitið, sem stálu Snorra og viður- kendu það seinna í einhverju veiku augnabliki með því að gefa fyrir hann þrælsgjöld, sem kölluð eru Snorra- sjóður, og er ekki annað en lymsku- leg tilraun til að fá að uppala sagn- fræðinga vora í Noregi og láta þannig sagnavísindi þeirra verða norsklituð. Oss finst það koma úr hörðustu átt, að Norðmenn skuli bera annað eins upp á oss íslendinga, og þó er þetta ekkert undai’legt. Þeim er flest annað betur gefið en lítillætið (og þó fátt vel), sbr. þjóðrembiþursa eins og Björnson og frænda hans, Soot, sem hjer hefir heiðrað oss með nærveru sinni. Nú er það alkunna, að menn vilja hafa sem mest einkaleyfi á sín- um eigin göllum og þola þá þar af leiðandi ekki hjá öðrum, og þar af stafar þessi hnúta frænda vorra í vorn garð. Hinu mótmælum vjer algjör- lega hjer á þessum vettvangi, að þeir beri upp á oss drambsemi út frá kynn- um sínum af Barða — slíkar staðhæf- ingar falla um sjálfar sig og þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því, að vísa þeim til föðurhúsanna. Þess má geta, að danir greyin hafa verið öllu skikkanlegri, og er þó ekki fyrir það að synja, að mörg óþvegin orð hafa fallið í þeirra garð, og þá líka jafnvel í skólabókum vorum. Væri ekki úr vegi, að vjer myndum þeim þetta áður en vjer greiðum at- kvæði um skilnaðinn, þegar þar að kemur. Nefndin hefir komist að þeirri nið- urstöðu, að Arnór sje skársti sagnfræð- ingurinn sem hjer er til, og falla þá niður af sjálfum sjer ásakanir Björns- Ólafssonar um það, að hann hafi ekki vit á gjaldeyrismálum. Hinsvegar nefnir nefnir hún ekki Jónas á nafn, og erum vjer henni þakklátir fyrir það (fyrir hönd Jónasar). Til þess að sitja ekki þegjandi und- ir þessum ásökunum nefndarinnar, hefir SPEGILLINN haldið fund með sagnfræðingum vorum, þar sem flestir voru mættir nema Arnór. Var það- samþykt svolátandi tillaga: „Með því, að Arnór hefir ekki sjeð sjer fært að mæta á þessum fundi, sem boðaður var til að mótmæla erlendum ásökunum í 73

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.