Spegillinn


Spegillinn - 01.05.1937, Page 7

Spegillinn - 01.05.1937, Page 7
XII. 9. SPEGILLINN Kröfugango vor. Það er engin tilviljun, að vjer Al- þýðuflokksmenn höldum uppi kröfu- göngum hinn 1. maí. Framsókn þarf þess ekki, þar sem hún jú fjekk sinn Jónas þennan dag fyrir æfalöngu, og íhaldið veit ekki, hvers biðja ber. Það vitum vjer þó, sem betur fer, og að sið dana, sem um langt skeið klæddu oss, fæddu og skæddu, göngum vjer um götur höfuðborgarinnar í dag, státnir og frjálsmannlegir, til að heimta dá- lítið meira. Vonandi verða engin veik- indaforföll meðal leiðandi manna flokksins, eins og stundum er 1. maí ■— sem er óhentugur tími, því þá grass- en sjúklinginn eigi hann vísan. Þegar hann kemur til sjúklingsins, var hann auðvitað dauður. Eins hugsar Her- mann, að hann hafi kónginn í hendi sjer en Strandamenn ekki. Getur far- ið fyrir Hermanni líkt og prestinum, að hann fái ekki krossinn, sem honum var ætlaður á krýningarhátíðinni, og kóngur stríði honum auk þess með því að hengja hann á Harald eða Ölaf Thórs. Pólitíkus Vor. erar kvef með mesta móti og legst sjer- lega hart á feita menn. Vjer höíuin haft viðbúnað mikinn; hrífusköft og pappaspjöld hafa verið keypt svo hundruðum skiftir, þrátt fyrir inn- flutningshöftin og skrautritarar vorir hafa verið önnu mkafnir undanfarið að letra kröfur vorar á spjöldin. Höf- um vjer að mestu fengið það samþykt í hinum ýmsu 1. maí-nefndum vorum, hverir spjöldin skuli bera, og birtum vjer örlítið sýnishorn af því hjer. Þó eru breytingar áskildar, ef svo ber undir. Fylgja hjer á eftir nöfn spjald- beranna og áletranir: Stefán Pjetursson: Niður með kom- múnista! Jón Baldvinsson: 8 stunda hvíld! Har. Guðmundsson: 8 stunda svefn! Hjeðinn Valdimarsson: 8 stunda máltíðir- Sigurður Einarsson: Nýtt embætti við fáfræðideild 'Háskólans, og mjólk- urlíterinn niður í 10 aura! Finnbogi Rútur: Ríkisútgerð á Al- þýðublaðinu! Árni Ágústsson; Atvinnuleysisstyrk handa þeim, sem ekki vilja vinna, en atvinnu handa hinum! Guðm. R. Oddsson: Jeg vil hafa meira fyrir snúð minn! Guðm. Pjetursson: Betri heyrnar- tól! Vilmundur: Ókeypis kenslubækur eftir sjálfan mig! Jón Axel: Nýja og betri fjögra ára áætlun! Sigfús Sigurhjartarson: Þar er drjúgt, sem drýpur! Það yrði alveg ógjörningur að telja upp allar áletranirnar, sem þjóðin fær að sjá í dag, en geta má þess, að heimt- að verður uppgjör Kveldúlfs, burt með olíuokrið hjá Shell og H. f. S., fleiri barnaleikvelli handa Hjeðni, varúðar- ráðstafanir við morðtilraunum borg- arstjóra við börnin okkar, og svo síð- ast en ekki síst það, sem mest er mat- arbragðið að: 8 miljón króna lántaka erlendis, og nokkrar fiskimálanefndir í viðbót við þá, sem fyrir er og er svo góð, að hún þarf ekki að sýna neina reikninga, því þjóðin trúir henni papp- íralaust. Þá má ekki gleyma, að Kveld- úlfsuppgerðin er annað og meira en tóm uppgerð, því hún táknar alhiiða viðreisn sjávarútvegsins, sem vjer höf- um lengi haft á prógrammi voru, en komum henni bara ekki inn á þingið fyr en rjett fyrir þingrofið, svo það er ekkert að marka þó hún kæmist ekki í gegn og geti því ekki komið til fram- 75

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.