Spegillinn - 01.05.1937, Blaðsíða 8
SPEGILLINN
XII. 9.
kvæmda fyr en undir áramótin, þegar
við erum búnir að vinna kosningarnar
og kúska Tímamennina enn eftirminni-
iegar en hingað til.
Samherjar (Jon Sívertsen og Kristj-
lán Bergsson meðtaldir)) ! Þið hafið
s\ro oft sýnt það 1. maí, að ykkur er
sameining alþýðunnar hjartans mál.
Látið ekki komma-djöflana ginna ykk-
ur í sína kröfugöngu, til þess að dreifa
kröftum hinna vinnandi stjetta. Þeir
eru búnir að sýna það, að þeir eru
bara að vinna fyrir íhaldið og skara
um leið eldi að sinni köku — og sú
kaka er ekki úr Alþýðubrauðgerðinni,
heldur er það kaka sundurþykkis og
úlfúðar, sem ætti skilið að kolbrenna
í bakarofni íhaldsins og Hannesar
litla, og gerir það líka, ef þið standið
ykkar pligt. Munið, að Biltingagaff-
allinn er betra vopn og sigurvænlegra
heldur en hamar og sigð samanlögð.
Ef þið fjölmennið. 1. maí og kjósið
rjett 20. júní, getur vel skeð, að við
gefum ykkur nýja fjögra ára áætlun.
1. maí-nefnd SPEGILSINS.
Um daginn og veginn.
Góðir lesendur!
Þó jeg segi sjálfur frá, virðast þess-
ir litlu kaflar mínir um daginn og veg-
inn hafa bætt úr brýnni þörf með
þjóðinni, og er mesta furða hvað hún
hefir komist af hingað til, daglaus og
veglaus — nú, en það er nú ekki altaf
líf þó lifað sje, eins og maður veit. Jeg
værð rjett að geta þess, þó jeg geti
'ekki fjölyrt frekar um það í þessum
köflum, fyrir borgun, að jeg hef þeg-
ar fengið nokkrar áskoranir um að
þjóða mig fram til þings, en hef bara
ekki ráðið það við mig enn, hvaða
kjördæmi jeg á að leggja í, því úr
nógu er að velja.
Fyrirspurnum rignir stöðugt yfir
mig, og hef jeg ekki við að grafa upp
lausnir til þess að geta svarað spyrj-
endum sem rjettast, og meira en það:
svarað þeim hárrjett — minna má, að
mínu viti, ekki gagn gera. Yil jeg nú
svara eftir þeirri röð, sem brjefin og
fyrirspurnirnar hafa borist mjer.
HiúsmóSir spyr: „Hversvegna er
aldrei getið um verð, þegar matvörur
eða aðrar nauðsynjar eru auglýstar
"^jkóJaijprneiiflur á Akureyrt
eiyíiVleitt uiurtfól’. . iii'Hr tV>í*
ið',XiHkinn dirusa fjTÍr daitslisG
i„rti vetur Sigurður Ou«-
mií’mKsun danskcnnari er ný-
kominn Cr fei i'alnjíi noröan ír:i
•Aknrcyri þar stm iia|in dvaldr
Mil íi'ö' kenna dans i Montnskóh;
íanum. Iðnskólanum. C.agnfræði
^kólnnum/og viðar. ■ _
Scgist Sigurður hafa notio
góðrar áðstoðar Sigurðar Guð-'
♦muhdssonat* skólameistara. sem
^greiddi götu hansr í Mentaskól-
•ánunTog hafði 'óhurra á a8 nem-!
•/sndur danslist.
í blöðum bæjarins?“ Jeg svara: Það
er ekkert undarlegt þó kaupmenn eða
aðrir, sem vörur hafa á boðstólum,
kynoki sjer við að auglýsa verð, með-
an Hannes á Tanganum er að baxa
við að fella krónuna; má því ekki bú-
ast við, að neitt verð sje auglýst fyr
en sjeð er, hvernig Bændaflokkurinn,
sem nú á frægan sigur vísan í kom-
andi kosningum, snýst í málinu, og
hvað langt hann getur þrykt krónunni
niður — þegar hann er kominn til
valda.
Ung — líklega sæt — stúlka spyr,
hvernig jeg vildi hafa konuefnið mitt
klætt, ef jeg ætlaði að halda kirkju-
brúðkaup. Ja, nú verð jeg að hjala
við ykkur, kæru lesendur. Jeg veit, að
jeg hef tekið að mjer daginn og veg-
inn, og þó jeg verði þess var, einkum
upp á síðkastið, að ýmsir eru farnir að
liggja á því lúalagi að leggja fyrir
mig spurningar, sem hjer um bil er
ómögulegt að svara, þá skuluð þið
samt halda áfram að spyrja, og svo
sjáum við til, hver skjöldinn ber. Jeg
mun leysa úr vandræðum ykkar
— eða dettur kanski nokkrum
í hug, að stjórn SPEGILSINS hafi trú-
að nokkrum manni fyrir öðru eins
starfi og Dagur og Vegur er, sem elcki
er fyllilega starfinu vaxinn? Nei,
SPEGILLINN borgar ekki nema úr-
valsmönnum prófessors laun.
Þá snúum við okkur að brúðar-
kjólnum, og sjer mjer enginn bregða.
Efnið vildi jeg hafa annaðhvort
glansandi Crepe Satin eða matt Crepe
de Chine. Sje brúðurin með útslátt,
eða bólur á hálsinum, þá verður kjóll-
inn að vera með prinsessusniði, en sje
húðin í lagi, skal hafa kjólinn með
kniplingaermum, sem stangaðar ei’u
við stuttar fastar ermar kjólsins. Hafi
brúðurin fallega handleggi, ætti ekki
að nota lausu ermarnar, en hinsvegear
sjálfsagt að hafa þær, sjeu handlegg-
irnir skáldaðir horleggir eða pípu-
stillcar. Með slóða mun fara um 575
cm. í prinsessukjólinn, en í hinn 425
cm; breidd 96—100 cm.
Svo er best að taka fyrir spurning-
una um bláhvaiinn, þó röðin sje ann-
ars eiginlega ekki komin að honum,
en bara til að sýna kjósendum — jeg
meinti lesendum — livílíkt starf er við
Daginn og Veginn. Gamall sjómaður
spyr: ,,Hvað skyldi 60 feta bláhvalur
vega?“ Hja! Þó jeg kunni ekki við að
játa, að jeg þurfi að fara í smiðju, þá
verð jeg samt að játa, að í þetta sinn
símaði jeg til Tönsberg til frænda hins
fræga hvalara Svend Foyn og bar mig
saman við hann um þyngdina, og kem-