Spegillinn - 01.05.1937, Qupperneq 11
XII. 9.
SPEGILLINN
ur hjer svarið: Merkja skal hvert fet
á hvalnum og skera svo niður úr
þannig, að 60 stykki, hvert eitt fet,
komi fram, rjett eins og þegar við
brytjum ýsu í pottinn. Hvert stykki
vegur þá eitt tonn, m. ö. o. 60 feta
hvalur 60 tonn, og þar af leiðandi 80
feta hvalur 80 tonn. Eins og menn sjá
uf þessu, er hvalurinn afar þungur og
um leið sterkasta skepna jarðarinnar.
Annars vil jeg mælast til þess, að vís-
indalegar spurningar sjeu ekki lagðar
fyrir mig margar, t. d. kostaði þessi
■spurning útgerð Dags og Vegar kr.
7,13 í skeyti, símtöl o. f 1., og haldi
■slíkt áfram, verður að heimta, að
sPyrjendur leggi 25 aura með hverri
spurningu um náttúru- og stjörnu-
fræðileg efni, til að standast auka-
Jíostnað, en stjörnufræðileg spurn-
ing er þegar komin, og verða henni
S'erð skil á sínum tíma.
Þá kemur hjer spurning frá bál-
vondum heiðursmanni, sem varð fyrir
því — með leyfi að segja — að eyði-
ieggja nýjar buxur í Strætisvagni.
Hann skýrir frá þrengslunum í vagn-
inum — taldi 45 höfuð (með börnum)
í vagninum — og lentu hinar fínu, ný-
pressuðu buxur hans í slæmu nágrenni
við olíubrúsa, sem einhver hafði með-
íerðis, auk þess sem hann var nærri
kafnaður, því landsynningur og stór-
i'igning var.
Hann spyr: ,,Hve margt má, skv.
veglunum, vera í strætisvagni, og hve
mikið hlass þolir undirvagninn? “ Jeg
■svara: Það er letrað inni í flestum
vögnunum, að 24 — líklega fullorðn-
lr — megi ferðast í þeim í senn. Ef
við nú tökum töluna — rúnn súmm —
þ- e., að upp og niður vegi hver ein-
■staklingur 50 kíló, þá er 1200 kg.
þungi inni í vagninum og 70 kíló bet-
Ur ^ieð bílstjóranum, og reiknum við
yfirbyggingu 3 skippund, þá hvílir
um 114 tonn á undirbyggingunni, en
þegar á henni hvíla 2*4 tonn, þegar
ilest er, nefnist það yfirkraftur, eins
°g í Vickmanns mótorvjel, 25—45
bestafla, þar sem 45 er yfirkraftur,
í\em við mentuðu mennirnir köllum
súrplús.
í bígerð mun vera að setja viðbótar-
hæð með sætum ofan á strætisvagn-
'ana, og hverfur þá af sjálfu sjer á-
letrunin „24 farþegar“. Til að greiða
götu almennings og fá lögfesta skýr-
ingu á, hve marga menn strætisvagn-
ar megi taka, ræð jeg yður til, ó-
ánægði maður, að fara í mál út af
brókunum og fá hæstarjettardóm í
málinu, sem svo gildir seinna fyrir
aðra, per analogiam.
Jeg sje, að jeg er kominn langt
fram yfir tímann, svona er það þegar
hugðnæm efni grípa mann, nauðugan
viljugan. Verið þið sæl-
Aðaljón SPEGILSINS.
Umferðareglur Spegilsins.
1. gr.
Fótgangandi menn skulu altaf og
alstaðar vera vita rjettlausir.
2. gr.
„Það er vítavert, að sjá mann ganga
yfir götu jafnvel þó hann sjái bifreið
vera að koma“. Það kann að vera, að
þetta þykir þurfa sltýringar við, en
samt sem áður er þetta ákaflega auð-
skilið. Meiningin er sem sje sú, að hver
sá, sem horfir á annan mann, eða þó
ekki sje nema af tilviljun að hann sjái
hann rjett í svip krossa strítinn, þá skal
umræddur áhorfandi sæta þungri
refsingu, að minsta kosti hjer í heimi.
Hegninguna ákveður dómsmálaráð-
herra vor og þarf hann ekki að hafa
fyrirskipað sakamálshöfðun nje þar til
heyrandi glæpamálarannsókn áður.
Náðun kemur ekki til greina, jafnvel
þótt delinkventinn kunni að hafa sjeð,
einhversstaðar langt, langt í burtu bíl,
sem kann að hafa verið á einhverskon-
ar ferðalagi, út í bláinn.
3. gr.
Bifreiðastjórar skulu aka yfir menn,
nema að þeir sjái það borga sig betur
fyrir, því ©11 stopp valda töfum. Ekki
að standa, sem örsjaldan mun koma
kemur til mála að víkja bílnum neitt
út af beinu striki.
4. gr.
„Það er mjög hættulegt að sjá hjól-
reiðamenn fara fram hjá bifreið
vinstra megin“, og mun jafnan vita á
ilt, enda talið mesta ólánsmerki. Ekki
skal samt ákveða neina refsingu fyrir
þetta afbrot, því að glæpurinn ber
sjálfur í sjer refsinguna fyrir þessa ó-
tilhlýðilegu hnýsni.
Eftirhreyta.
Þar sem því er ekki að treysta, að
ritstjóri Spegilsins nenni að laga galla
þá, sem vera kunna á ritsmíð þessari,
bæði að orðfæri og efni; höfum vjer
leitast við að hafa hana svo úr garði
gerða, að því leyti til, að ekki sje þörf
á miklum lagfæringum.
Z. B. Spegilsins.
Undir leiðum lögum.
('Háttatal).
Okkar rjettláta ríkisstjórn,
rummungs fróm, bæði í orði og verki;
ríkissjóður þess sýnir merki; —
—hún brúkar hann eins ogbrennifórn,
Hermanns viska, Eysteins æska,
eðallyndi Haralds og gæska,
fleytti hyskinu fram yfir páska
fram hjá ryskingum, slysum, háska.
Goðrauður og Gráfeldur, bræður,
gjörðu sjer upp reiði,
en Gunnhildur lagði ráðin á;
launmorð, brennur og svik voruá seyði,
— svona var pólitíkin þá.
(Hlíðin mín fríða).
Stólfótastillir,
steinolíukyllir,
besti bílafyllir,
blíði Rússagrillir;
auðvalds spaki spillir,
Spánarstjórn þig gyllir —
— Hermann þig hyllir.
Enn þá er Finnur fátækur
og frómur í besta lagi.
Þó vart sje hann eins og Vilmundur,
að verð’ ’onum að því bagi.
Eitt heilt eintak
(óbundið) af SPEGLINUM frá upp-
hafi — 11 árgangar — fæst hjá af-
greiðslunni. Sími 2702.
79