Spegillinn


Spegillinn - 25.02.1938, Blaðsíða 2

Spegillinn - 25.02.1938, Blaðsíða 2
SPEGILLINN XIII. 5 úliAjjtcdbiAttcL ViS þingsetningu á dögunum mætti Hermann með fótinn í gipsi, eftir að hafa meitt sig í skíðaferð. Þykir flokksbræðrum hans þetta of ómerkilegt og vilja splæsa til að fá hann í kopar eða eitthvað álika vaianlegt. Haraldur var sá eini af stjórninni, sem mætti á tveim- ur jafnfljótum, því Eysteinn var á íslenska gullfætinum. Stúdentafjelaginu nægir nú ekki að hafa vakið sjálft sig, heldur hefir það nú í þokkabót hafið vakningu í þá átt, að endurheimta árnasafn af dönum, rjett eins og við höfum ekki nóg af ryki og skít í landinu. Hafði Guðbrandur prófessor framsögu í málinu, sennilega af því að hann var eini fundarmaðurinn, sem ekki var stúdent. Ef Guðbrandur getur ekki án safnsins verið, við samningu samkeppnis- ritgerða í guðfræði, væri oss miklu billegra að gefa hann dönum með hæfilegum heimanmundi, og ætlar blað vort að vinna upp sitt tillag' með því að skrifa Guðbrand framvegis með litlum staf. ,,Bjarmi“ á S'tokkseyri hefir nú lýst sig eindregið með Hjeðni í einræðisbrölti hans og bardaga við ihaldið á Alþýðuflokknum. Um ,,Bjarma“ í Reykjavík vitum vjer ekki annað en það, að hann verður með Sigurði Einarssyni, hvorumegin svo sem hann kann að lenda. Sem stendur er hann á móti Hjeðni, og upphefja þá nafnarnir tveir hvor annan, ef engar breytingar verða á. Alþýðublaðið er alltaf með einhverjar dylgjur um það, að Hjeð- inn ætli sjer að sprengja ríkisstjórnina, og gefur þar með í skyn, að eitthvað fútt sje í henni. Vjer skyldum styrkja Hjeðinn til þessa verks, ef þess væri nokkur þörf, bara til að sannfærast um, að púðrið í Hermanni sje hvellfrítt, eins og það, sem leyniskyttur nota. Stefán Jóhann er nú snögglega horfinn til útlanda, til að sækja móralskan og annan styrk til staunings og dúsbræðranna í Svíþjóð. Er hann hafður til ferðalaga, ef eitthvað skeðui' krítiskt í ílokknum. Vjer höfum haft það gott af þessari siglingu Stefáns, að nú skiljum vjer fyrst til hlítar orðatiltækið að „stökkva af landi burt“. Geysisfrímerki eru nú um það bil að koma á markaðinn, og þakkar Moggi sjer hugmyndina og má vel vera, að það sje með rjettu gert, þó vjer hinsvegar viljum hallast að þeirri skoðun, að upptökin sjeu frá Sigurði Jónassyni, og eigi að sjást mynd af honum í mekkinum, líkt og sjest annarsstaðar í þessu blaði. Negrar, sem vinna í demantanámum í Suður-Afríku, hafa nýlega gert verkfall, af því húsbændur þeirra hafa fundið uppá því, að gegn- umlýsa þá á kvöldin, til þess að sjá hvort þeir hafi nokkru stolið yfir daginn. Hafa negrarnir neyðst til að nota þessa frumstæðu að- ferð til að bjarga sjer,- þar sem þeir kunna ekki að skrifa, auk held- ur að færa bækur. Hitler er farinn að framleiða svokallaða „alþýðubíla", og heldur, að hann sje með þessu að koma með einhverja nýjung. Sjer á, að hann hefir ekki komið hingað, og sjeð alla Alþýðubílana, sem Hjeðinn er búinn að eiga og meira að segja yfirkeyra alþýðuna á. Júiíana Hoilandsprinsessa hjelt jómfrúræðu sína fyrir fáum ár- um, þegar stjórnarvöldin þar i landi ætluðu að fara að skipa henni mann, og var aðalinntakið í ræðunni, að hún vildi ekki sjá annan en Bennó. Er prinsessan þá á sama máli og Iþróttasamband íslands, og má oss þykja sómi að. Heill I. S. I.! Hjeðinn hefir, eins og allir nú vita, verið Ijettvægur fundinn hjá íhaldinu í Alþýðuflokknum. Kom oss spánskt fyrir þessi ljetting Hjeðins, þangað til skýringin kom í Mogga vorum, svohljóðandi: „ . . . Og Hjeðinn, sem í daglega lifinu flýtur á olíunni . . .“. Frú Hemmert er nýkomin frá útlandinu og tekur nú að sjer að laga málfærisgalla hjá fólki. Lætur hún svo mikið yfir væntanlegum árangri, að stjórnin er þegar búin að biðja hana fyrir Harald Guð- mundsson, en leikhúsgestir fyrir Harald Björnsson. AlþýSublaSið skrifar fyrir nokkru góða grein um vinnumiðlun við ríkisstofnanir og hyggst þar ráða bót á ýmsu misrjetti. Vjer sjá- um i anda þegar Stínus fer að afhenda forstjórafrúnum seðil uppá eina viku. Séra Björn O. Björnsson hefir fyrir skemmstu skrifað opið brjef, stílað til Haralds kennslumálaráðherra og Sigurðar dósents. Skorar hann á Sigurð að segja tafarlaust af sjer, en á Harald, að láta Sigurð fá einhvern bitling, sem hann megi vel við una. Vjer skorum á Björn að loka brjefum sínum framvegis. Tólf ára gömul stúlka suður í Tjekkóslóvakíu gengur með svo- kallaða átsýki. Byrjaði hún með því að eta foreldra sína út á gadd- inn, því næst stal hún og betlaði hjá nágrönnunum, þangað til þeir voru komnir út á sama gaddinn, og þegar ekkert dugði, gekk hún í Framsóknai'flokkinn þar í landi. Mjólkin hefir enn hækkað, og er íhaldinu um kennt. Til allrar lukku inniheldur hún nú meira en áður af vatni og ýmsum járnefn- um, sem lcu vera svo góð fyrir blóðið. Samsölunni virðist sjálfri vera farið að ofbjóða og halda, að dómsdagur sje í nánd, því hún hefir eina tegund til sölu, sem hún kallar heivisendamjólk. Einnig hefir rikis- stjórnin sjeð hættuna á því, að menn snúi sjer yfir í áfengi, og því skipað Áfengisversluninni að gera samúðarvei'ðhækkun. Kostar Svarti- dauði nú kr. 8,50, og þykir Mogganum það dýrt, og erum vjer á sama máli. 38

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.