Spegillinn - 30.07.1943, Side 6
SPEGILLINN XVIII. 15.
Á viðavmngi
„ALÞÝÐUSAMBANDIÐ FYKIIt
VAGNI KOMMÚNISTA1.
Um mörg undanfarin ár hafa'
kommúnistar og sjálfstæöis-
menn beitt sér fyrir því i bróð-
uflegri sameiningu að slíta Al-
þyðusambandið úr öllum tengsl-'
um við Alþýðuflokkinn ti'l bess
að gera það . ópólitískt" hags-
munasamband verkamanna
Nú hefir að visu.verið skilið
milli Alþvðusambandsins oa Al-* *
þýðuflokksins og sósíaiistar ráða
lögum og lofum í st.jórn þess Og
jafnskjótt og þeir hafa fengið
þá afstöðu gera þeir sig bera að
því að nota Alþýðusambandið
sem pólitiskt baráttut.sek'r fyrir
llokk sinn, „spenna það fyrir
vagn kommúnistaflokksins,“
eins og Alþýðublaðið kemst, að
INNKAUP o. fl.
Eftir því sem stundir líða fram, virðist verða æ óhægara
um allan vöruinnflutning frá Bretlandi hinu mikla, og er
engin furða. Þó hafa til skamms tíma fengizt þar lorda-
mublur, en annað tveggja eru þær nú uppgengnar með öllu,
eða þá hitt, að þær, sem familíubeinagrind fylgdi, eru orðnar
ófáanlegar og hinar óútgengilegar á stríðsgróðamarkaðinum
íslenzka. Næstum hið eina, sem enn mun ekki alveg lokað
fyrir, er viskíið, sem Skotar brugga, en tíma auðvitað ekki
að drekka sjálfir og selja því Englendingum í hefndarskyni
fyrir gamlar og nýjar mótgerðir. Er þá tvennt til: annað-
hvort (eða oftast) að Englendingurinn drekki viskíið og
græði ekkert á því, eða selji það og græði þá á því. Líklega
með það síðarnefnda fyrir augum, mun Framsóknarstjórnin
í Bretlandi hafa draujað því svo til, að útlendingar geta
fengið þennan jötnadrykk eins og þeir vilja, en hins vegar
geta landsins börn ekki fengið hann þótt gull og reseft sé
í boði.
Allt þetta kom í Ijós, er íslenzkur sjómaður var sektaður
í Englandi fyrir nokkru, fyrir að ætla að smúla viskíi út úr
landinu á ólöglegan hátt. Tollheimtumaður einn fór um þessa
trafík hörðum orðum í réttarhöldunum og líkti henni við
hina góðkunnu „racketeering“ í Ameríku, en dómarinn, sem
sennilega. hefur verið tveggja botélja maður, tók undir þetta
sína. Svar Stefáns er vitanlega ókomið enn, og er því eftir
að vita, hvort hann stingur ekki Ólaf alveg út í kurteisi og
blíðu. Má þá segja, að málið sé á góðum vegi, ef farið er að
ræða það í slíkum tón.
Skarð hefur nú orðið fyrir skildi í blaðamannastéttinni
við það, að hinn góðkunni signor Gayda hefur nú látið af
ritstjórn aðalsblaðs fasista á Ítalíu. Maður þessi var oft kall-
og sagði, að þetta væri skammarleg meðferð á landsins eigin
börnum, og sumir segja jafnvel, að hann hafi líkt þessu
fyrirkomulagi stjórnarinnar við meðferð Jóns í Sambandinu
á íslenzka ketinu, en sjálfir efumst vér nú um, að hann
þekki Jón.
Vér erum fullir samúðar og skilnings á þessari afstöðu
dómarans. Eins og allir, sem hafa lesið betri bókmenntir
Breta, vitum vér, að ekki einungis baða söguhetjurnar sig og
raka þetta tvisvar—þrisvar á dag (og virðast vera svo sem
2—3 mínútur að hvorutveggja í hvert skipti), heldur hafa
þær einnig eina fasta mublu í íbúðum sínum, en það er borð
eða skápur með viskíkaröflu og sódavatnsíláti. Oss skal því
ekki furða þótt þá geri sárt og að klæja að vita erlenda sjó-
ara hafa á burt með sér þjóðdrykk þeirra, til þess að selja
hann okurverði á „svarta markaðinum“ á íslandi.
Allir vita, að oss er hentugra að hafa Bretann góðan áður
en „óskilagóssinu verður ráðstafað“, eftir stríðið, eins og
Ólafur Thors segir í kunningjabréfi sínu til Stefáns Jóhanns.
Viljum vér því stinga upp á, að Brandi sé falið að framleiða
þegar í stað nokkur uxahöfuð af Svartadauða, sem verði
send brezku þjóðinni, næst þegar einhver amerískur önd-
vegishöldur verður hér á ferðinni á leið til Bretlands. Eins
og allir vita, eru alltaf að falla ferðir milli landanna á þenn-
an hátt.
Utanríkismálanefnd SPEGILSINS.
aður málpípa Mússólínis, en nú þarf Mússi ekki lengur á
honym að halda, því að nú pípir hann bara sjálfur.
★
Áskrifendur, sem kynnu að verða fyrir vanskilum, geri svo
vel að biðja um Áritunarstofuna í síma 1000 og segja til þar.
NÆSTA BLAÐ SPEGILSINS mun koma út í byrjun
septembermánaðar.
126