Spegillinn - 01.08.1968, Qupperneq 10

Spegillinn - 01.08.1968, Qupperneq 10
Skyndilega hlammar sá gamli sér niöur á þjóðveginn og hvflir þar sfn lúin bein. Hann vill sig hvergi hræra, hvernig sem eg beiti bensíngjöfinni, innsoginu og eins þótt fráin rejmi af öllum kröftum að spyrna honum áfram með báða fætur í gólfi framsætisins. Ég skáskýt mór út og er svona góða stund að rétta úr ökumannskryppunni. Þarna situr þá Gráni á miðjum vegi, upp- gefinn undan ofurþunga fjölskyldminar. Og ég skildi hann vel. Þó gat ég ekki á mér setið að sparka í haxm tvisvar þrisvar. En ekkert gekk. Nú tóku öku-þórar að flauta bæði framan og aftan við, svo ég flýtti mér inn aftur. Gráni sat sem fastast akkúrat á miðjum veginum, kyrfilega skorðaður f kvartmetersdjúpum hjólförum. Ekki fæ ég hlýlegri viðtökur inni í bílnum, því að kerla skrækir af öllum sínum raddstyrk og dóttir hennar, engu lægra: "Djöfuls asninn þinn, reyndu að minnsta kosti að gera eitthvað." Eg fékk mörg ljót orð í eyra frá ballóðum sveitamöxmum, sem voru þarna í röðum á jeppum og dollaragríni fullum af heimasæt- um á leið f geymið f einhverju félagsheimil- inu. - Loks hitti ég á heiðarlegan Reykvík- ing þarna í miðri bílalestiimi, hann kallaði fyrir mig á viðgerðarbfl frá FÍB ( Eg er félagi frá upphafi ). Eftir að búið var að hálfkantra þrem eða fjói’um bflum við að koma trukknum að Grána mínum, var haim hengdur aftaní og dreginn afsíðis. - "Há- singin farin", sögðu þeir, þegar þeir höfðu tóm til þess að kíkja undir boddíið.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.