Stúdentablaðið - 05.10.1928, Page 3
7. blað
Reykjavík 5. október
1 » 2 8
Siúdenfablaðið býður nýju
stúdenfana velkomna.
STÚDENT
Ár eftir ár.
0g aftur í ár stendur stúdent í hópi
fjelaga sinna á skólaþrepunum og syng-
ur: A, a, a, valete studia.
Valete studia.
Hann kveður gamla skólann beinlínis
með virktum — með söng — til þess
í sömu andránni að depla augunum
frammi fyrir ásjónu lífsins, hins máttuga,
hins dularfulla. Það beið hans þó, þrátt
fyrir alt.
Valete studia.
Gamall stúdent horfir á eftir bifreiðun-
um, sem þjóta upp úr bænum með hina
glöðu Þingvallafara. Hann svarar kveðj-
unum, veifar, brosir og veifar aftur. Því
einnig hann stóð einu sinni á skólaþrep-
unum og söng.
Valete studia.
En hversvegna leggur honum nú sting
fyrir brióst? Honum, sem ekki vildi
gera kaup, þótt boðin væri öll veröldin
fyrir að hafa farið á mis við þau fáu
augnablik, er hann stóð á skólaþrepun-
um, grænn í gegn, og drap titlinga fram-
an í lífið.
Bros þú, bros. Því einnig þetta er lífið,
hið dularfulla. L. S.
Sumarið.
Sumarið er liðið. Maður verður var við,
að Háskólinn hefur aftur tekið til starfa, ef
litið er inn á Mensa um miðjan daginn. Þar
er nú hvert sæti skipað og önn niikil, áður
var alt „ödsligt och mörkt och kallt“. Stúd-
entalífið er að vakna aftur eftir sumarsvefn-
inn — stúdentalífið, því þrátt fyrir alt er
stúdentalíf til í þessum bæ.
Fátt hefur dritið á dagana í sumar, en þó
nokkuð, sem stúdenta varðar. Heimsókn skosku
stúdentanna og mótið á Mensa er eitt með
því merkara. Skotamótið er nú landfrægt
orðið fvrir litlar sakir, mest fyrir smámuna-
semi lögregluyfirvalda þessa bæjar. Merkast
er Skotamótið fyrir það, að það var fyrsti
samfundur íslenskra og erlendra stúdenta,
sem Stúdentaráðið beitti sjer fyrir.
Sumarið bar í skauti sjer mikil vonbrigði
fyrir stúdenta. Það var von manna, að á
þessu sumri yrði hafist handa að byggingu
Stúdentagarðsins, en það hefur dregist, svo
sem kunnugt er, svo að ekki er enn byrjað
á verkinu. Hjer skal enginn dómur á það
lagður, hvort ástæðan fyrir þessum drætti
hafi við nokkra sannsýni að styðjast, en það
er i alla staði óheppilegt, að tafið sje fyrir
byggingunni, nema miklar sakir komi til.
Enn er þó von um, að hægt, verði að byrja
á greftrinum fyrir grunni Garðsins í haust.
I sumar útskrifuðust í fyrsta sinn stúdent-
ar frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri, voru
þeir 5 talsins, en hjeðan útskrifuðust 39 stúd-
entar. Eftirtektarvert er það, hve margir
nýju stúdentanna fóru til náms við háskóla
erlendis. A þessu hausti innritast 22 íslensk-
ir stúdentar, eldri og yngri, við erlenda skóla,