Stúdentablaðið - 05.10.1928, Síða 4
2
STÚDENTABLAÐ
1928
Frá stúdentamótinu í Stokkhólmi.
Mötetx festliga Prolog.
Stockholms Konserthus er mikil bygging
og fögur. Þar var norræna stúdentamótið sett
1. dag júnímánaðar síðastl. — Þúsund nor-
rænir stúdentar voru þar saman komnir, til
þess að skiftast á kveðjuin og meðtaka hið
rjetta hugarfar til hinnar miklu hátíðar, er
nú stóð fyrir dyrum. Sjálfur erkibiskupinn,
Nathan Söderblom, hafði verið valinn til þess
að veita mönnum þá andlegu fæðu, er til
þess þótti þurfa. Flutti hann þar fjöruga ræðu
og afarenjalla, enda er hann bæði fyndinn
og frjálslyndur, þótt „geistleguru sje, og tal-
inn meðal fremstu ræðumanna sinnar þjóðar.
Margt annað stórmenni var þarna viðstatt,
svo sem Gústaf kóngur og alt það fólk. —
Þegar biskup hafði lokið máli sínu, gekk
fram einn fulltrúi fyrir hverja þjóð og þakk-
aði fyrir heimboðið með mörgum fögrum orð-
um. Af okkar hálfu, íslenzkra stúdenta, tal-
aði meistari Þorkell Jóhannesson. — Einhver
en tala þeirra, sem láta innrita sig hjer við
Háskólann verður að öllum líkindum innan
við 20. Bendir þetta tvímælalaust á, að stúd-
entarnir sjálflr hafl fundið leiðína út úr þeim
„háska“, sem talinn hefur verið stafa af stúd-
entafjölguninni og sem mest var talað um
í vetur. Nám við erlenda háskóla opnar nýj
ar leiðir, sem verður bæði þjóðinni og þeim,
sem þær ganga, til gagns; en sú spurning
hlýtur að vakna hjá rnanni: væri það ekki
ákjósanlegra og affarasælla, að Háskóli vor
opnaði mönnum einhverjar slíkar leiðir? Það
er einnig álitamál, hve lengi vjer höfum ráð
á því að eiga háskóla, sem eingöngu eða
svo að segja eingöngu útskrifar embættis-
mannaefni, því það kostar þjóðina offjár að
þurfa að senda mikinn hluta stúdenta sinna
á hverju ári til náms í öðrum löndum.
áhrifamesti þátturinn í þessari hátíðlegu setn-
ingarathöfn þótti mjer vera hinn ágæti söng-
ur og músik sem þar var á boðstólum, enda
var þess og að vænta, þar sem Svíar áttu i
hlut. Söngflokkur stúdenta söng nokkur lög,
akademiska hljómsveitin ljek alla fimm þjóð-
söngvana en gervallur þingheimur tók undir
og söng fullum hálsi. Aldrei hefur „Ó, guð
vors landsu látið jafn vel í eyrum mínum
sem þá. — Að endingu var hafinn upp hinn
fyrsti stúdentasögur „Sjung om studentens
lyckliga dagu, en á meðan var gengið út, úr
sönghöllinni,
Nú var haldið til Grand Hotel, en þar var
dýrleg veizla gjör. Skálaræður voru þar flutt-
ar margar og góðar, þar var konan hylt með
orðum og atlotum og akademiskur andi var
þar drukkinn úr glösum og reyndist ágæt-
lega. Loks var dans stiginn fram á nótt.
Speœen.
Nú voru allir klæddir hátíðaskrúða, því
góð skemtun var í vændum, skemtun, sem
kannske framar öllu öðru setur gleðinnar
svip á stúdentalítíð. Það var stúdentaleikur.
Leikflokkur stúdenta frá Lundi ætlaði að
sýna mönnum einn af sínum fyndnu og fjör-
ugu „spexum“, er þeir nefna svo. Leik þenna
höfðu þeir sjálfir samið og nefnt „Uardau
eða „Spádómur Stínxinsu. — Atburðirnir ger-
ast fyrir fratnan höll Paraós og í grafhvelf-
ingum pýramídanna og er efnið bæði fornt
og nýtt. Mjög þótti mjer leikur þessi sniðug-
lega saminn og vel leikinn, enda spöruðu
leikendurnir ekki að krydda hann með alls-
konar glettni og skringilegum tilburðum. —
Mjer er enn í minni sú stund, þegar hin
fagurhærða dóttir Faraós birtist fyrst á leik-
sviðinu. Svo fríða meyju og fagurlimaða hafði
jeg lengi ekki sjeð. Mjer datt í hug, að ekki
væri nú með öllu vonlaust um, að mjer auðn-
aðist að hitta hina tignu jómfrú í járnbraut-
arlestinni næsta morgun, en þá var ferðinni
heitið til Uppsala. Gladdist jeg í hjarta mínu