Stúdentablaðið - 05.10.1928, Síða 5
1928
STÚDEN TABLAÐ
3
við þá tilhugsun og hjet sjálfum mjer því að
votta henni mína aðdáun á „klassiskri14
sænsku, en það mál kunni jeg þó ekki tii
fulls. — En alt í einu hrökk jeg upp úr
draumum mínum við að heyra rödd ungfrú-
„De gamla gudar leva án!‘l
arinnar. Það var — bassarödd. — Ó, þú
blekking! — öll mín einlæga tilbeiðsla var
horfin eins og fis fyrir vindi. Vonbrigði í ást-
um af þessu tæi hafði jeg aldrei áðar þekt
og mjer datt í hug að beygja af. En þegar
jeg heyrði hvað allir aðrir hlógu dátt, fór
jeg að þeirra dæmi og hló og liló og hló það
sem eftir var kvöldsins. — Aldrei hefi jeg
heyrt neinum leik svo vel fagnað. Að end-
ingu var formanni leikfjelagsins færður blóm-
sveigur og þegar leikendurnir hættu að sýna
sig á leiksviðinu, hljóðnuðu fagnaðarlætin
smámsaman og menn fóru að tínast út.
Þá var vornótt í Stokkhólmi.
Upsala.
Það var yndislegur vormorgun. Alt bar
vott um hið vaknandi líf. — Lestin geystist
áfram yfir engi og akurlendi, bljes og dæsti,
hróðug yfir því að fá að flytja þenna glað-
væra hóp. Upsala, „den eviga ungdoms stadu,
var hinn fyrirheitni bær, þessi töfrabær, þar
sem gleði og unaðssemdir hins frjálsa stúd-
entalífs eru fullkomnaðar og þar sem sænsk
menning og vísindi hafa lifað og blómgast
um aldaraðir. — Eftir einnar stundar
ferð var takmarkinu náð. Frá stöðinni var
gengið undir fánum upp í háskólann. Æsku-
meyjar Upsalabæjar sátu úti í gluggunum og
veifuðu til okkar með vasaklútunum. Við
svöruðum með ópum og upphrópunum, sem
áttu að tákna okkar djúpu aðdáun og von
um góða viðkynningu. -- Eftir hátíðlegar
móttökur í hinum veglega háskóla var veizla
haldin í „Botaniska tradgárden11. Dagurinn
allur leið í dýrlegum fagnaði og sú góða
stemning sem ríkti á mótinu, náði þarna há-
marki sínu, og er gersamlega þýðingarlaust
að reyna til að lýsa því. Mátti með sanni
segja, að þarna væri hugsjónin um „den
nordiska forbrödringu orðin að veruleika. —
Var engu líkara en að andrúmsloftið í hin-
um eldgamla háskólabæ væri þrungið ein-
hverjum töfrakrafti, sem hleypti þeirri ólgu
i blóðið, að allir gleymdu í svipinn að taka
tillit til hinnar sívakandi hneykslunargirni og
andstyggilega smáborgaraskapar, sem alt vald
heimtar á himni og jörðu.--------
Um kvöldið hjeldum við aftur til Stokk-
hólms og kvöddum Upsalabæ, þótt flestir
hefðu víst gjarnan kosið að vera þarna leng-
ur. Hygg jeg, að mörgum hafi fundizt líkt og
Wennerberg, að Upsala væri „márkvárdigt
brau.
Medicinarnas splendida lunch
pd Saltsjöhaden.
Næsta dag var þátttakendum skift niður
eftir deildum. Var læknanemum boðið út til
Saltsjöbaden, sem er baðstaður nokkuð fyrir