Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 05.10.1928, Page 6

Stúdentablaðið - 05.10.1928, Page 6
4 STÚDENTABLAÐ 1928 Nestor guðfræðideildarinnar. Próf. Sigurður P. Sivertsen varð sextugur 2. þ. m., og bar afmæli hans þannig upp á setningardag Háskólans, Stúdentar í guð- fræðideild færðu afmælisbarninu veglega veggmynd að gjöf, um leið og þeir árnuðu kennara sínum allra heilla. Próf. Sigurður P. Sivertsen varð rektor Háskólans á liðnu ári eftir fráfall próf. Haralds Níelssonar. utan Stokkhólm. Bar þar margt merkilegt fyrir augu, og eftir að við höfðum skoðað baðstaðinn og hið fagra umhverfi hans, var leitað í húsaskjól, því veður var ekki sem ákjósanlegast, regn af himni, og voru menn óvanir þesskonar vætu. Var þá sezt að snæðingi og setið lengi, því marga „langaði til að segja nokkur orð“. Af merkum mönn- um, sem þarna vorn viðstaddir, vil jeg nefna próf. Gösta Forssell, sem mjög er kunnur orðinn fyrir sitt míkla og þakklátsama starf í þágu ljóslæknavísindanna. Einn norsku stúdentanna mælti fyrir minni hans og ávarp- aði hann eins og gamlan „kameratu en pró- fessorinn svaraði í sama anda. Að enduðum snæðingi voru hinir virðulegu prófessorar teknir og „tolleraðir“ að góðum og gömlurn sið. Sáu þeir að ekki yrði við neitt ráðið og lögðu niður embætti8svipinn og urðu ungir og glaðir stúdentar í annað sinn. Fór það þeirn mæta vel. Nú var ekki annað fyrir hendi en dansa og syngja, vegna hins óhagstæða voðurs, og voru það engir neyðarkostir, enda var það gert svo um munaði. Furðaði mig á því, hve lítið bar á dömuskorti. — TJm kvöldið var haldið til Stokkhólms og hittust, þá allir á „Skansinum“. Þar var margt til fagnaðar og gott að vera. Festen i iStadxhuset. Alt tekur enda, og nú var skilnaðarstund- in upp runnin. Bæjarstjórnin hafði boðið öll- um þátttakendum mótsins til veizlu í „Stads- husetu. Er sú bygging fræg fyrir það, hve fögur hún er og iburðarmikil. Þar var dans stiginn og óspart tekið lagið. Sögðu sumir að engin ástæða væri til að harma skilnað- inn, „því að eftir tvö ár hitturast við aftur upp á íslandi og byrjum upp á nýttu. — Mótið hafði farið fram með sænskri snild og prýði og orðið Svíum til hins mesta sóma, en öllum, sem nutu þess, til óblandinnar ánægju. — Fimrn dagar er að vísu ekki langur tími, en á gleðinnar stund, þar sem hinn rjetti andi ríkir, eru stúdentar altaf reiðubúnir til að ganga hver öðrum á hönd, eins og góðir bræður. — Og það er engurn efa bundið að með slíkum mótum sem þessu, eru stór spor stigin í áttina til þess, að kynna þjóðirnar hver annarri og efla, bróðurlegan hug og samúðaranda milli þeirra. Og fyrir hvern einstakan er það heldur ekki án gildis að eiga glaðar stundir meðal góðra drengja og minningar þeirra þegar árin líða. Stúdentamót á fslandi. Jeg vil þá að endingu minnast stuttlega á væntanlegt mót hjer heima. A mótinu í Stokk- hólmi var mikið um það rætt, hvar næsta mót, sem haldið verður eftir tvö ár, ætti að vera. Virtíst mér flestir búast við því, að það yrði haldið hjer. Sænsk blöð fluttu greinir um það, og vorum við oft um þetta spurðir. Sögðum við sem var, að engin ákvörðun hefði ennþá verið tekin um það, en hitt væri víst að íslenskum stúdentum ljeki hugur á

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.