Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 05.10.1928, Side 7

Stúdentablaðið - 05.10.1928, Side 7
1928 STÚDENTABLAÐ 5 að halda næsta mót. — Ekki er því að neita, að ýmsum annmörkum er það bundið fyrir okkur, að halda stúdentamót. Verður kostn- aðurinn vafalaust einu hinna stærstu. Þess má þó vænta að ríkið leggi eitthvað að mörkum, og ef stúdentar sjálflr bæði eldri og yngri, verða einhuga um að leggja mál- inu lið, held jeg að sú hindrun verði yfir- stigin. Þá er og skortur á húsrúmi mikil- vægt atriði, en ýmsir þeirra stúdenta, er jeg átti tal við um þetta mál, töldu það ekki meðal vandkvæða, því hægt yrði að búa um borð í skipi því, er þeir mundu að líkindum í sameiningu leigja til fararinnar. Og þótt sitt hvað kunni að vera þessu máli til hindr- unar, er á hinn bóginn margt sem mælir með því. Yrði mótið t. d. haldið eftir alþingishá- tiðina, ætti sumt, af því, sem gert verður i tilefni hennar að geta komið að gagni. Má þar til nefna sýningar ýmsar o. fl. En hvað sem því líður, þá er nú tími til kominn að taka málið til rækilegrar athugunar. Þeir er- lendir stúdentar, sem hugsr. til ferðarinnar, þurfa góðan tíma til undirbúnings, og við ekki síður. — En úrskurðarvald á því hvort mót- ið skuli haldið, og framkvæmdir málsins, ef til þess kemur, liljóta að heyra undir alla islenzka stúdenta, en ekki neitt einstakt fje- lag fremur öðrum. Hið fyrsta, sem þarf að gera, er því, að stofna samband íslenskra stúdentafjelaga og væri þess full nauðsyn, þótt ekkert slíkt stórmál sem þetta stæði fyrir dyrum. I sambandinu yrði: Stúdenta- fjelag Reykjavíkur, Stfj. Háskólans, Stfj. Ak- ureyrar og Fjelag islenskra stúdenta í Höfn. Þarf nú strax að hefjast handa, því að hik alt og seinlæti getur orðið okkur til hins mesta tjóns og óvirðingar. Þorsteinn 0. Stephensen. KRISTJÁN GUÐLAUGSSON: Það kvöldar. Reikar um rauðguJ bJöð roði frá aftansól, guJJofin sýnast sund, sveitin í nýjum kjól. BJágresið hátt í hJíð hýrnar við sólaryl, gJitra hin guJu strá gJeðinnar finna tiJ. Úða frá lffsins lind Jeggur um hreysi og bæ hingað ber unaðsóð utan frá Jygnum sæ. Skuggar á legi og Jaut Jengjast, þá andar frið utan frá auðri nótt inn yfir Jífsins svið SóJin, er gJeði gaf gengin er braut á ný, lengst út á bJámans beð blóðhtuð hvíla ský. DaggperJur bera bJóm biðja um meira skin, gleðin er breytt í grát, — grát yfir horfnum vin. Hylur sem helgilín húmblæja dal og fjörð, alt það, sem Jíf er Jjeð lýtur í bænagjörð. Sorg þagnar, svefninn vær sveimar um auðan geim, draumanna brenna blys birta upp nýjan heim.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.