Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 05.10.1928, Side 8

Stúdentablaðið - 05.10.1928, Side 8
6 STÚDENTARLAÐ 1928 Stúdentagarðurinn. Samtal viö formann stúdentagarösnefndarinnar Þorkel Jóhannesson, mag. art. I síða3ta blaði var þess getið, að byrjað yrði á byggingu Stúdentagarðsins í sumar. Dráttur hefur þó orðið á þessum framkvæmd- um, svd að ekki er enn farið að hefjast handa að byggingunni. Formaður stúdentagarðs- nefndarinnar, Þorkell Jóhannesson mag. art., hefur dvalið ytra i sumar. Eftir heimkomu hans leitaði blaðið upplýsinga hjá honum um hvernig komið væri málum Stúdenta- garðsins. — Fyrsti drátturinn á byggingu Garðsins var sá, segir Þorkell, er komst á málið í fyrravor, þegar teiknisamkepnin fór út um þúfur. Engin teikning reyndist algjörlega full- nægjandi, en hugmyndin var upphaflega sú, að teiknisamkepnin skæri úr því, hvaða byggingameistari yrði fenginn til að teikna bygginguna. Kom þá til orða í fyrra haust, annaðhvort að bjóða teikninguna út aftur, eða ráða einhvern byggingameistara til þess að gera teikninguna í samráði við nefndina. Meiri hluti nefndarinnar áleit, að óheppilegt væri að bjóða teikninguna út á ný sökum þess, að þá yrði enn dráttur á framkvæmd- um, og var þá samþykt að fela Sigurði Guð- mundssvni, byggingarmeistara, að gera teikn- inguna. Var svo til ætlast, að hann lyki teikn- ingunni í vor, svo hægt væri að byrja á byggingunni í sumar. Teikningin var þó siðar tilbúin en menn höfðu upphaflega gert sjer vonir um. En er hún var tilbúin, var hún send til byggingar- nefndar. Var það í miðjum júlímánuði. Hafði byggingarnefnd teikninguna til meðferðar þangað til síðast í ágúst, en neitaði loks að samþykkja hana. Málið kom fyrir bæjarstjórn og var þar til umræðu á tveimur fundum og varð niðurstaðan sú, að bæjarstjórn samþykti, að bygt væri samkvæmt teikningunni. — En hvernig er málinu komið nú? — Sem stendur liggja teikningarnar fyrir ríkisstjórninni til athugunar og samþykkis, sem er venju samkvæmt, þegar um er að ræða mannvirki, sem ríkissjóður leggur veru- lega fjárupphæð til, en tillag ríkissjóðs er 100,000 krónur. — Er þá nokkur von um að ráðist verði í framkvæmdir í haust? — Já, ef greið afgreiðsla fæst á málinu hjá ráðuneytinu, er þá ekki vonlaust um, að hægt verði að byrja á greftrinum í haust og jafnvel sjálfri byggingunni ef tíð leyfir. Enda er það nauðsynlegt, ef maður á að geta gert sjer vonir um, að húsið verði komið upp 1930, sem margir telja nauðsynlegt. — Vegna norræna stúdentamótsins? — Meðal annars* en það er allra hluta vegna æskilegt, að Garðurinn komist upp sem allra fyrst. — Hvað líður fjársöfnuninni til Garðsins? — Þegar byrjað verður á verkinu í haust eða vetur, þá gerum við ráð fyrir að hafa í reiðum peningum og loforðum frá ríkinu og einstökum hjeruðum og bæjarfjelögum samtals 250,000 krónur. Als er gert ráð fyrir að bygging fullbúin kosti alt að 300,000 kr.,

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.