Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 05.10.1928, Page 9

Stúdentablaðið - 05.10.1928, Page 9
1928 STÚDENTABLAÐ 7 Suðurhlið Stúdentagarðsins eftir teikningu Sig. Guðmundssonar byggingameistara. svo nokkuð vantar enn á, að nægilegt fje sje í sjóði. — Hvaða bæja- og sýslufjelög hafa þegar trygt sjer herbergi á Garðinum fyrir stúdenta sína? — Þau eru allmörg, sem það hafa gert síð- an 1923, er hjeruðum og bæjum var geflnn kostur á því, að tryggja stúdentum sínum forrjettindi til herbergja í Garðinum gegn 5000 kr. tillagi. Slíkar fjárgjafir eru þegar komnar frá: Siglufirði, Suður-Múlasýslu, Þing- eyjarsýslum, Skagafjarðarsýslu, Skaftafells- sýslum, Akureyri, ísafirði, Vestur-ísafjarðar- sýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslum, Gull- bringusýslu og Hafnarfirði. Þá hefur Jóhannes bæjarfógeti Jóhannesson gefið eitt herbergi handa stúdent frá Seyðisfirði eða Norður- Múlasýslu og Kvenfjelagið „Líkn“ í Vest- mannaeyjum hefur gefið eitt herbergi handa stúdent frá Vestmannaeyjum, er herhergið gefið til minningar um Halldór læknir Gunnlaugsson. Auk þess hefur lögþing Færeyja lagt fram 5000 krónur til þess að veita færeyskum stúdent kost á herbergi í Garðinum. Alls eru þetta 14 herbergi af 44 herbergjum, sem verða i Garðinum. Nokkrar sýslur hafa enn eigi veitt nefndinni endanleg svör um gjafir til Garðsins, en við væntum þess fastlega, að þær muni gera það bráð- lega. Þá hafa og einstakir menn og fjelög gefið fje til Garðsins. Verður allra þeirra minst á viðeigandi hátt þegar Garðurinn er uppkominn. — En hvernig er það, raddir hafa heyrst um það síðan „Stúdentablaðiðu í síðasta tölu- blaði birti myndir af Garðinum, að teikningin væri ekki í alla staði hin ákjósanlegasta? — Það kann að vera, en ekki hefir nema ein slík „rödd“ látið til sín heyra opinber- lega. Neitun byggingarnefndar var grund- völluð á því, að uppdrátturinn væri ekki æskileg lausn á því hvernig byggja ætti austanvert við torgið! Mín skoðun er sú, að þessi lausn, sem teikningin gefur á byggingu Stúdentagarðsins, sje sú besta, sem hægtvar að fá, og lítur nefndin svo á, að ekki myndi hafa fengist betri lausn þótt teikningin hefði verið boðin út á ný og styðst hún þar við reynslu sína af teiknisamkepninni 1927. Stúdentagarður- inn eftir teikn. Guðjóns Samúels sonar bygginga- meistara ríkisins. Byggingin átti að standa þar sem Good- Templarahúsið stendur nú. I sambandi við Garðinn hafði G. S. hugsað sjer Háskólabygg- ingu, og var þá albygt umhverfis Alþingis- hússgarðinn, Garðurinn að sunnan, Háskóla- bygging og Alþingishúsið að vestan og norð- an. Prá þessum ráðagerðum hefur aJgerlega verið horfið eftir að hugmyndin um háborg- ina á Skólavörðuhæðinni kom fram.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.