Stúdentablaðið - 05.10.1928, Síða 10
8
STÚDENTaBLAÐ
1928.
Einar Þorkelsson: Hagalagðar.
Einar Þorkelsson er iðinn rithöfundur, hef-
ur hann nú skrifað og sent frá sjer þrjár bæk-
ur á jafnmörgum árum. „Hagalagðaru er
þriðja bókin og ekki frábrugðin hinum tveim-
ur, „Ferfætlingum“ og „Minningumu. í neinu
sjerlegu. Höf. tekur það sjálfurfram, að ekki
sje um skáldskap að ræða í sögunum, heldur
endurminningar, framsettar í því formi, sem
höf. sjálfum er ljúfast og tamast. Auðvitað
á hver maður rjett á því að setja hugsanir
sínar um liðna atburði þannig fram, en það
er þá undir skáldskapargáfu manns-
ins komið, hvort þessar hugsanir fái nokkurt
verulegt gildi fyrir lesandann, eða hvort hægt
verði að líta á verkið öðruvísi en sem sjer-
kennilegan, ef til vill merkilegan forngrip.
Höf. tekst best að lýsa dýrum og háttum
þeirra. Veldur hjer sjálfsagt nokkru um til-
finning hans með og umhyggja fyrir skepn-
unum.
I sögunni „Kápau og „Mera-Grímuru lyftir
þessi tilfinning frásögninni upp í skáldskap,
enda góðan skáldskap, en á hinn bóginn fer
hin sama tilfinning stundum ineð höf. út í
öfgar, t. d. í sögunni „Lært hjá ömmu“.
Bókaverslun Ársæls Árnasonar
hefir nýlega fært niður verð á fjölmörgum
bókum, sem út hafa komið á forlaginu nokk-
ur undanfarir, ár. Kennir þar margra grasa,
en innan urn eru margar prýðilegar bækur,
sem bókamönnum gefst nú tækifæri á að
kaupa með vægu verði. Ættu menn að kynna
sjer verðlækkunarskrána.
Gyldendals-Bibliotek
heitir safn af merkum bókum, sem Gyld-
endalske Boghandel í Kaupmannahöfn hefur
Setning Háskólans.
Háskólinn var settur 2. þ. m. með venju-
legri setniugarathöfn í neðrideildarsal Al-
þingis. Afhenti rektor, dr. phil. Ágúst H.
Bjarnason, innrituðum stúdentum akademísk
borgarabrjef, en að þessu sinni voru stúdent-
arnir, sem látið höfðu innrita sig, fáir að tölu,
einir 14 nýir og einn eldri. Flestir ljetu inn-
rita sig í læknadeild eða 8 talsins, 4 í lög-
fræðideild, 2 í heimspekideild og 1 í guð-
fræðideild.
I ræðu sinni mintist rektor á ýms vand-
kvæði háskólans, sjerstaklega hið bagalega
húsnæðisleysi. Gat hann þess, að heyrst hefði,
að Alþingishátíðarnefnd ætlaði að gera það
að tillögu sinni, að ríkið gætí Háskólanum
veglegt hús á þúsund ára afmæli Alþingis.
Væri það hin besta afmælisgjöf, sem hugsast
getur, þjóðinni til handa, — Háskóli, stofnað-
ur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta og
til minningar um hann, bygður á þúsund ára
afmæli Alþingis.
Söngflokkur stúdenta söng hátíðarljóðin
fyrir og eftir athöfnina undir stjórn Olafs
Þorgrímssonar cand. juris.
ráðist í að gefa út. Verður safnið alt 52
bindi. Koma tvö bindi út á mánuði og á alt
8afnið að vera komið árið 1930. Verður safn
þetta mjög ódýrt, hvert bindi kostar ekki
nema 1.50 kr. d. en er þó upp á 300—400
bls. Að því er efni bókasafnsins snertir, þá
er það tekið víðsvegar úr heimsbókmentun-
um, engar bækur eru þó teknar eftir núlif-
andi höfunda. í 6. bindinu verður Gunnlaugs-
saga ormstungu, útdráttur úr Njálu, Grettis-
sögu og Eddukvæðum. í 12. og 14. bindi
verða leikrit, Shakespeares og Holbergs, 25.
bindi Goethe—Schiller, 30. bindi rússneskir
rithöfundar á 18. öld, eftir einstaka höfunda
verða í safninu bækur eftir: Sören Kierke-
gaard, Honoré de Balzac, Thackeray, Dick-
ens, H. C. Andersen, Hugo, Dostojefski,
Tolstoj o. fl. L. S.